Morgunblaðið - 01.09.1996, Side 36

Morgunblaðið - 01.09.1996, Side 36
36 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ I kulda Mikil prýði hefur löngum þótt að hvít- kölkuðu steinhúsunum sem Danir létu reisa hér á öldum áður, svo sem á Bessastöðum og Nesi á Seltjamamesi. Pétur Pétursson rifjar hér upp að þótt vandað hafí verið til húsanna í þá tíð hafí Nesstofa, sem nú hýsir læknasafnið, reynst hið versta pestarbæli. NESSTOFAreyndistóhollhúsakynni. „MIKILL galli er það á íslending- um hvað þeir eru fátækir," var haft eftir Grími Thomsen, er hann var starfsmaður í utanríkisþjón- ustu Danmerkur um miðja síðast- liðna öld. Enginn íslenskur stúdent mun þó hafa átt greiðari aðgang að skotsilfri úr föðurgarði og námsstyrkjum konungsvalds, fé- pyngjum greifa og jafnvel fátækra skálda. Danska ævintýraskáldið H.C. Andersen færir í dagbók sína í Lundúnum. „Kominn er Grímur Thomsen og fær að láni gullsover- eign“. Um sömu mundir ritar Brynjólfur Pétursson Grími til Lundúna og lýsir dasemdum Dick- ens en spyr svo: „Ásaka þeir hann ekki um kommúnisma?“ Þótt Grímur verði spilafélagi ■ Friðriks konungs VII og Berlings kammerherra er hann með hugann heima á íslandi og rennur til rifja umkomuleysi þjóðarinnar. Svo sem skáldum er títt eru ýmsar leiðir til þess að lýsa eigin hugar- ástandi. Þá er hægt að bregða sér í líki annarra og lýsa með því eig- in stöðu. Grímur lýsir stöðu íslend- inga þótt hann kveði um Sverri konung í ljóði sínu: Margar fór ég ferðir glæfra, fætur mína vafði í næfra, ÞÓRÐUR Sveinbjörnsson, konferensráð, var fluttur á kviktrjám úr Nesstofu. kulda mér þá sviðinn sveið. En hvað var það hjá hugarangri hveija stund á vegferð langri sem ég fyrir land mitt leið. Grímur finnur sárt til fátæktar lands og þjóðar er hann situr veisl- ur greifa og barúna í tignarsölum álfunnar. Grímur Thomsen er innan við fímmtugt (46 ára) er hann hverfur úr embætti í Danmörku. „Kalinn á hjarta þaðan slapp eg“ kveður KIRSTIN Sveinbjörnsson kallaði á danskan skipslækni til að sinna manni sínum. hann um þjónustu sína við danskt konungsvaíd. Grímur tekur við búi á Bessa- stöðum. Þar var steinhús í eigu Danakonungs reist 1760-62. Nes- stofa á Seltjarnarnesi var reist um svipað leyti. Þótt til húsanna væri vandað að talið er, reyndust vistar- verur kaldar og saggasamar. Hús þau sem reist voru í tíð Danakon- unga voru heilsuspillandi, þótt ekki væri þar um alkaliskemmdir að ræða. Nesstofa á Seltjamarnesi JÓN Steffensen prófessor á unga aldri. Hann lét sér síðar annt um safnið i Nesstofu. var aðsetur sjálfs landlæknis, Jóns Thorstensens, og síðar bústaður Þórðar Sveinbjörnssonar konfer- ensráðs og dómsstjóra, föður Sveinbjarnar tónskálds. Þórður dómstjóri lá rúmfastur í Nesstofu, sárþjáður, gamall og gigtveikur. Kirstin Katrín Knudsen, kona Þórðar dómstjóra tekur sig fram um að fá danskan herlækni, Jos- eph Marcus, gyðing sem gegndi læknisstörfum á dönsku eftirlits- skipi er lá við festar í Reykjavík til þess að vitja manns síns. „Hér megið þér alls ekki búa,“ segir Marcus læknir við dómstjórann. „Þetta hús (steinhús) er heilsu- spillandi og á þátt í veikindum yðar.“ Þó var þetta hús landlækn- is og apótekara. Þórður konferens- ráð fór að ráðum Marcusar, danska gyðingsins. Hann lét flytja sig á kviktijám til Reykjavíkur og reisti sér timburhús við Túngötu. Þar bjó síðar kjörsonur hans Lár- us, fyrsti bankastjóri Landsbank- ans, faðir Jóns konungsritara og Guðmundar skrifstofustjóra og Ástu Einarsson, sem var einn helsti píanóleikari í Reykjavík á sinni tíð. Þórður Sveinbjörnsson varð allra karla elstur, en forðað- ist steinhús af fremsta megni. Marcus læknir vafði Þórð í tjöruhamp og kom honum til heilsu á ný. Nesstofa er nú safn lækna og lyijafræðinga. Jón Steffensen próf- essor eyddi þar mörgum stundum við skipulag safnsins. Hann ætti skilið að efnt væri til rannsókna á gerð hússins og hollustuháttum. Afkomandi Jóns Thorstensens landlæknis, Helgi Bergs, hefir séð um endurreisn Bessastaða. Þarf ekki Nesstofa viðreisn? •í SKOÐANAKÖNNUN sem gerð var á meðal áhorfenda í Royal Festival Hall í Lundúnum, kom berlega í ljós hvað það er sem gestir á sinfóníutónleikum vilja. Það eru ekki risaskjáir, óvenjulegur klæðnaður eða ávarp stjórnandans, heldur aukalag. Rétt eins og á rokktón- leikum. Það hefur hins vegar ekki tíðkast, nema þegar þekkt- ir einleikarar koma fram með hljómsveitinni. Hjá Vínarfíl- harmóníunni eru hins vegar oft leiknir valsar sem aukalög í lok tónleika, þótt þeir hafi ekki ver- ið á efnisskránni. Þrátt fyrir að sumir eigi erf- itt með að ímynda sér hvað sin- fóníuhljómsveit eigi að leika í uppklappi, virðist svo sem tón- leikagestir sakni þess hápunkts tónleika sem aukalag óneitan- Iega er. Það verði til þess að allir, tónleikagestir og tónlistar- menn, fái enn frekar á tilfinn- inguna að tónleikarnir hafi ver- ið vel heppnaðir, enda nái þeir saman á einstakan hátt þegar báðir sýna þakklæti sitt með þessum hætti, áhorfendur klappa tónlistarmanninn upp og hann þakkar fyrir sig með auka- lagi. Blað allra landsmanna! -kjarni málsim!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.