Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLÍFSSTRAUMAR "DRNS/Hver eru áhrif 'fjölmibla á dansf Uppskriftin að vinsælum dansi FLESTIR ef ekki allir verða varir við dansæði sem öðru hvoru gengur yfir heiminn. Á þessari stundu er það macarena-dansinn, fyrir nokkrum árum var það lambada og enn áður fugladansinn sem dró fólk á öllum aldri út á dansgólfið. Tískustraumar eins og macarena, lambada og fugladansinn eru ekki einstakir og hafa átt sér stað allt frá því kvikmyndir og sjónvarp hófu göngu sína. Pjölmiðlar eru gífurlegur áhrifavaldur á útbreiðslu dans og valda því að hann er hvorki bundinn við svæði né þjóðir heldur þann stóra hluta heimsins sem horfir á sjónvarp og fer í kvikmyndahús. Þótt fjölmiðlar séu öflugir hlýtur það að vera eitthvað í fari mannsins sem veld- ur því að sífellt r.ýjar dansbylgjur fara um heiminn. DANSLISTIN byggist á alger- lega sjónrænni upplifun og því er engin tilviljun hve mikil áhrif upphaf kvikmynda og sjónvarpsút- sendinga höfðu á útbreiðslu dans- ins. Allt frá fjórða áratugn- um sló hver dans- og söngva- myndin á fætur annarri í gegn, meðal þess hluta heimsins sem hafði færi á kvikmyndasýningum. Fred Astaire og Ginger Rogers urðu stórstjörnur fyrir að dansa og í kjölfarið fylgdi fjöldi dansara og söngvara sem urðu frægir á hvíta tjaldinu. Þó eflaust flesta hafi dreymt um að geta dans- að eins og hin frægu danspör voru það færri sem létu þann draum ræt- ast. Með komu rokktónlistarinnar upp úr 1960 urðu miklar breytingar á dansi í vestrænum samfélögum. Karlmaðurinn frelsaðist úr hlutverki stjórnandans og dansspor karla og kvenna urðu mjög svipuð. Tvist, shake, monkey og bömp nutu mik- illa vinsælda og gerðu dansgólfin að iðandi hringiðu taktfastra spora og lifandi handahreyfínga. Sjón- varpsstöðvar buðu ungu fólki að vera viðstatt upptökur á sjónvarps- þáttum, þau dönsuðu á meðan nýj- asta rokkbandið spilaði í beinni út- sendingu. Á þann hátt gátu þeir sem heima sátu séð hvað var það nýjasta í tónlistinni og dansinum. Stuttu síð- ar tók hippatímabilið við þar sem flest dansspor dóu vegna þeirrar pólitísku andstöðu sem hipparnir voru í við stjórnendur og þar með fjölmiðla. Það sem stóð eftir af dansi hippatímans var lítil hreyfíng en mikil snerting, til þess að vera sem mest ögrandi. Á hippatímanum fara ekki margar sögur af dansæði en ný dansbylgja leit dagsins ljós uppúr 1977. Það var diskó-æðið með John Travolta í fararbroddi. John Travolta var dansandi fyrirmynd í kvikmynd- inni „Saturday Night Fever“ sem hafði mjög mikil áhrif á ólíka hópa þjóðfélagsins og skyndilega flykkt- ust ungir strákar og húsmæður í dansskóla. Diskóið var einfalt og undir dunandi tónlist þeirra Bee- FJÖLMIÐLAR hafa mikil áhrif á útbreiðslu og vinsældir dans. John Travolta kom til dæmis diskó-æðinu af stað með kvikmynd- inni „Saturday Night Fever“. Gees-bræðra og fleiri tóku margir sporið sem lítið höfðu dansað áður. Goðið John Travolta var áhrifavaldur danstískunnar til margra ára því eftir diskó-æðið var frumsýnd kvik- myndin „Grease". Að sjáfsögðu hófst fljótlega kennsla í grease-döns- um og enn einu sinni var John Tra- volta fyrirmyndin, enda voru dans- námskeiðin einfaldlega kölluð „nám- skeið í John Travolta-dönsum". Eins og sjá má á vinsældum kvik- mynda Johns Travolta höfðu bíó- myndir sífellt vaxandi áhrif og nutu dansmyndir eins og „Fame“, „Stay- ing Alive“, „Flashdance1* og „Footlo- ose“ mikilla vinsælda næstu árin. Flestar þessar myndir fjölluðu um dansara sem vpru að beijast fyrir frama sínum. í öllum myndum er verið að dansa jassballett sem upp úr þessum árum naut ótakmarkaðra vinsælda, sérstakiega meðal stúlkna. Á meðan þær voru önnum kafnar við að stunda jassballett kom hingað ný bylgja sem höfðaði til stráka. Hið nýja æði var breikið sem hélt innrás sína á götur, í félagsmiðstöðv- ar og á skemmtistaði í kringum 1985. Strákar höfðu sjaldan tekið jafnmikinn þátt í að dansa. Keppt var í breik-dönsum og urðu sigur- vegararnir oftar en ekki hetjur í augum annarra ungmenna og fengu brátt nóg að gera við að auglýsa breik-íspinna, breik-glansgalla og breik-skó. Fljótlega eftir komu breik-æðisins var farið að flytja inn erlenda breik-dansara sem héldu námskeið fyrir alla þá sem vildu læra að breika. Klæðnaður breik- dansara var mjög afgerandi og setti svip á tísku þessara ára, neon-litað- ar grifflur, treflar, íþróttagallar og top-ten-skór frá Adidas voru nauð- synlegir fylgihlutir. Að sjálfsögðu fylgdu breik-æðinu nokkrar breik- bíómyndir sem sýndu lífið í uppruna- borg breik-dansins New York og má þar nefna myndir eins og „Bre- ak-Dance“ og „Beat Street". Mynd- irnar sýndu líf ungmenna sem helg- uðu sig breik-dansinum og höfðu myndirnar mikil áhrif á ungmenni víðs vegar í veröldinni. Undanfarin ár hefur dansiðkun á dansstöðum verið fremur ómarkviss og dansar hver með sínum hætti í takt við tónlistina. Af og til hafa þó skotið upp kollinum bylgjur ýmissa dansa sem oftast hafa verið skamm- lífar. Af mörgu er að taka og er helst að minnast Michaels Jacksons- dansæðisins sem hófst í kjölfar plötu IYIATARLIST///v7() er í matinnf Tikka-MasaUty Enchilada og lundabaggi! ELDAMENNSKA íslendinga hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. íslenskir karlmenn sem fyrir ekki svo ýkja löngu lifðu á súrmeti, hrútspungum, magál og léttmjólk, sbr. texti Stuðmanna, lifa nú á flestu öðru en þvíumlíku góðmeti, hvort þeir standa saman er svo annað mál, en þeir standa þó enn, misstyrkum fótum samt eins og gengur og ger- ist. Sama á við um íslenskt kvenfólk, sem er hins vegar mun iðnara við léttmjólkurþambið, enda þurfa þær líkast til meira á því að halda. Nú og hvað borðar fólkið þá? ítalska pastað virðist eiga upp á pallborðið hjá unga fólkinu, og er það vel svo framarlega sem góðar og hollar sósur, brauð og salat eru höfð í samfloti með því. Veitingastaðaflóran er orðin afar alþjóðleg. Auk staða sem framreiða íslenska rétti má finna m.a. kín- verskt, líbanskt, inverskt, mexíkanskt, thailenskt.japansktogítalsktfæði á boðstólum á veitingahúsum bæjarins. Af þessu leiðir að fólk kynnist ólíkum straumum í matargerð og fær hugmyndir á veitingahúsunum og eins erlendis, eins hefur matvöruúrval stóraukist á undanförnum árum og erlendir ostar og kæfur eru meira að segja á boðstólum. Þegar svo margt er í boði vandast valið. Hvað er svo hollast að láta í kroppinn? Ihinu merka riti Þórleifs Bjarna- sonar Hornstrendingabók rekur hann matseðil Hornstrendinga og kennir þar ýmissa grasa. Fjalla- grösin notuðu margir sem kornmat. Dagurinn hófst á mjólkurblandi áð- ur en skepnumar voru fóðraðar, en morgunmaturinn samanstóð af grasagraut og súr með hvönn og káli og síðan var mjólk hellt yfir herleg- heitin. Klukkan 3, eða á nóni var komið að miðdegisverði og saman- stóð hann af harðfiski, hversdags voru það þorskhausar, einn á mann, oft í fylgd riklings- eða skötubita. Hákarlsbiti fylgdi oft með auk bræðings og ekki má gleyma lýs- inu. Svartfugl var á boðstólum einu sinni í viku, annaðhvort soðinn í súpu, eða heill og þá borinn fram með soðkökum. Næsta máltíð var ekki fyrr en í lok kvöldvöku og fékk þá hver sinn ask. Innihaldið var gjarnan þakið hvítru breiðu og því erfitt að segja til um hvað undir bjó, oft voru það flautir. Á hátíðis- dögum var meira lagt uppúr elda- mennskunni og jólahefðin með skötu og hangikjöti í fararbroddi hefur enst fram á okkar daga. Eg er alls ekki að leggja til að við hverf- um aftur til fortíðar, en fólki virðist hafa orðið gott af þessu fæði flestu, þó svo að fituneysla hafi oft farið yfir strikið að okkar mati, en fólk eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur (Ljósm. Magnús Ólafsson, Ljósmyndasafnið) KENNSLUSTUND í matreiðslu: Myndin er senniiega tekin í Miðbæjarskólanum í Reykjavík á öðrum áratug aldarinnar. þurfti einfaldlega meira á henni að halda þá en nú því hún var hitagjaf- inn í skorti brennsluefnis líkamans. Við megum bara ekki gleyma okkar eigin matarfjársjóði þó svo að fjár- sjóði annarra landa reki á land. Þeir eru ágætis krydd í tilveruna og skemmtileg viðbót við mat- reiðslumöguleika á okkar hráefni, en það er líka gaman að velta fyrir sér hvað sé þjóðlegt og hafa það á boðstólum í bland. Italir borða mik- ið pasta, enda er það þeirra þjóðar- réttur, Indveijar borða hrísgijón, Naan-brauð auk fjölda indverskra fjölkryddaðra kjöt- og grænmetis- rétta, Frakkar drekka café-au-lait á morgnana og borða og osta og rauðvín eftir matinn og íslendingar borða hitt og þetta. Þegar ég segi þjóðlegt er ég ekki endilega að tala um sviðakjamma, víkingahorn og signa grásleppu, heldur um það að nýta allt góða hráefni sem við höf- um úr að moða á sem fjölbreyttast- an hátt, hvort sem við notum salt og pipar eða flóknari og alþjóðlegri kryddsamsetningu. Tökum kartöfl- urnar til dæmis, það má gera margt annað við þær en sjóða þær, t.a.m. búa til kartöfluklatta, kartöflusalat, eggjakaka með kartöflum er mjög góð og eins margs konar gratín og eins er betra fyrir meltinguna, og meiri næring fæst úr fæðunni, séu kartöflurnar borðaðar sér, ekki með t.d. kjöti og fiski. Vel á minnst físk- ur. Hann hefur afar hagstæða efna- samsetningu. Lífefnafræðilega séð eru eggjahvítuefni fisks sambærileg eggjahvítu í kjöti, en fiskurinn hef- ur það umfram að vera yfirleitt magur. Þó svo að sumar fisktegund- ir séu feitari en aðrar ber þess að geta að þær eru aðallega ríkar af fjölómettuðum fitusýrum, en líkam- inn þarf mun meira á þeim að halda en hinum mettuðu. Eins og margir vita minnka ákveðnar fjölómettaðar fitusýrur kólesterólið í blóðfitunni, en eins og enn fleiri vita líkast til þá getur of mikið kólesteról í blóði stuðlað að ýmsum hjarta- og æða- sjúkdómum. Mettaðar fitusýrur er t.d. að finna í mjólk og mjólkuraf- urðum, en þær fjölómettuðu sem hans „BAD“ og lambada-æðisins sem fór um landið í nokkra mánuði með sínum einstöku suðrænu mjaðma- sveiflum. Vogue-dansinn og sam- nefnt lag með Madonnu naut einnig nokkurra vinsælda um 1990 og nú er það macarena sem hristir upp í óreglu dansgólfsins. Það er greinilegt að á nokkurra ára fresti skýtur upp kollinum dans sem oftast nær er mjög einfaldur' og auðvelt að læra og verður gífurlega vinsæll. Dansskólar eru oftast fljótir að taka við sér og bjóða námskeið í slíkum dönsum. En hvað er það sem stjórnar vinsældum þessara dansa? Hvorki eru það danskennarar né stjórnmálamenn heldur mun áhrifa- meiri öfl. Skipulögð markaðssetning fjölmiðla á tónlistarmyndböndum og kvikmyndum og almennur áhugi mannsins á dansi eru þar að verki. í dansi er eitthvað sem maðurinn sækir í og líklega er það hreyfingin, útrásin og sameiningargildi dansins. Með það fyrir sjónum að maðurinn hafi almennan áhuga á dansi er upp- skriftin að nýju dansæði vægast sagt einföld. Best er að semja vinsælt lag og búa til tónlistarmyndband þar sem dansinn er dansaður jafnvel þó hann sé ekki frumsaminn. Macarena-dans- inn er til dæmis ekki nýr, í raun var hann kenndur í dansskólum fyrir um tuttugu árum í aðeins flóknari mynd. Með nýrri tónlist, nýju nafni og örlít- illi einföldun var macarena gerður vinsæll um allan heim og getur hver sem er lært hann á nokkrum mínút- um. Dansinn þarf að vera einfaldur svo hann nái til sem allra flestra og helst að líkja eftir einhveiju sem al- menningur þekkir, hvort sem það er persóna (Michael Jackson eða Madonna) eða dýr (fugladansinn). Önnur uppskrift, sem gerir leiðina til vinsæida greiða, er að gera kvikmynd um dansara á leið á toppinn. Þessi uppskrift hefur oft verið reynd og oftast tekist mjög vel, eins og „Dirty Dancing“, „Staying Alive“ og margar fleiri kvikmyndir sýna okkur. En þrátt fyrir að öllum sé kunn þessi uppskrift taka allir þátt vegna þess að það er svo gaman að dansa. hér um ræðir er aðallega að finna í feitum fiski, sólblóma- og maísol- íu og kjúklingum. Fiskur er einnig ríkur af joði, einkum saltvatnsfisk- ur. Við myndun skjaldkirtilshorm- óna er joð nauðsynlegt, en þau hormón stýra efnaskiptingu líkam- ans. Maður borðar _sem sagt seint of mikið af fiski. íslenskt græn- meti er frábær fæða, en mismikið er á boðstólum eftir árstíðum, og lofa ber einnig fersku Flúðakrydd- jurtirnar. Hvítkálið er þó falt fyrir örfáar krónur allan ársins hring. Enn er hvítkálið meyrt og safa- ríkt, en þegar vetur gengur í garð verður það harðara og þurrara undir tönn, þá er hægt að leggja það í bleyti áður en það er matre- itt. Hér á eftir fylgir ljómandi upp- skrift að salatsósu: Græna sósan 1 dl majones (sýrður ijómi) 'h dl hrein jógúrt 'h dl söxuð steinselja 1 tsk saxaður graslaukur 2 tsk ljóst vínedik 'A tsk salt pipar eftir smekk nokkur fersk basilikulauf ('h tsk þurrkuð basilika) „ Hrærið öllu saman og hellið út á ferskt grænmetissalat. Munið svo að tyggja vel, sér í lagi hvítkálið, um 20 sinnum - upplagt er að telja á tám og fingrum og kyngja svo. Með salatinu væri tilvalið að fá sér eina focaccia con patate eða kartöfluflatböku: 500 g kartöflur 3 egg 2,5 dl mjólk 60 g smjör 1 sítróna ögn af kanil, olíu og salti Sjóðið kartöflurnar og stappið, hrærið saman við bráðnu smjöri og mjólk svo úr verði jafnt deig. Þegar það er orðið kalt er eggjum hrært saman við, saltað, bragðbætt með ögn af kanil og rifnum berki af hálfri sítrónu. Fletjið út á plötu og bakið við 180 gr. C þar til yfirborð- ið er orðið vel gyllt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.