Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 15
t MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 B 15 Yngvi Loftsson og Gísli Gíslason hjá Landmótun hafa skipulagt jarðirnar og gönguleiðir um þær. Hitaveitan annast umsjón Nesjavalla og Ölfusvatns en Raf- magnsveita Reykjavíkur eignaðist Úlfljótsvatn á þriðja áratugnum þegar gerð Sogsvirkjunar stóð fyr- ir dyrum. Virkjanirnar þrjár, Steingrímsstöð, Ljósafoss og Yru- foss, eru við austanvert Úlfljóts- vatn, Grímsnesshreppsmegin. Skátar hafa áratugum saman haft aðstöðu við Úlfljótsvatn og þar eru sumarhús í eigu starfsmanna Raf- magnsveitunnar og Reykjavíkur- borgar. Frá 1989 hefur garðyrkju- deild Rafmagnsveitunnar skipu- lega unnið að uppbyggingu svæð- isins með landgræðslu, skógrækt og uppbyggingu útivistaraðstöðu fyrir almenning í huga eins og nánar er vikið að í annarri grein á síðunni. Ferðafélög og skátar Nú eru tugir þúsunda tijá- plantna gróðursettar á Hengils- svæðinu árlega auk þess sem unn- ið er á annan hátt að landbótum og uppgræðslu. Hátt á annað hundrað ungmenni hafa fengið sumarvinnu við uppbyggingu svæðisins. Áratugum saman hafa ferðafé- lög lagt land undir fót á Hengils- svæðinu, og nafn Úlfljótsvatns er í hugum margra fyrst og fremst tengt skátum, sem þar hafa sung- ið við varðeld í áratugi. Almenningur hefur hins vegar fyrst seinni árin vaknað til vitund- ar um möguleika þessa svæðis. Uppbygging gönguleiðanna hefur haft það að markmiði að venjulegt fólk með lágmarksþekkingu á ferðamennsku geti kynnt sér svæðið af eigin rammleik. Á hinn bóginn er markmið þess gróður- setningarstarfs sem fer nú fram á Úlfljótsvatni ekki síst að uppfræða börn og unglinga um gróður- og náttúrufar. „Við erum ekki síst að rækta ræktunarfólk," segir Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjustjóri Raf- magnsveitunnar. Jafnframt því sem Bernsku- og Skólaskógar munu vaxa upp meðfram veginum við Úlfljótsskála á næstu áratug- um mun skjól batna og fjölga án- ingarstöðum við vegina. Framtíðarskíðasvæði borgarinnar Ýmis þjónusta er veitt á Heng- ilssvæðinu. Leiðsögn um Nesja- vallavirkjun í boði fyrir hópa og einstaklinga. Einkarekin veitinga- jBWtm W0&F sala og gistiaðstaða er í Nesbúð á Nesjavöllum og þaðan eru skipu- lagðar göngu- og vélsleðaferðir um Hengilssvæðið. Möguleiki er á almennri gistingu í sumarhúsum starfsmanna borgarstofnana við Úlfljótsvatn. Þar er þjónustumið- stöðin Úlfljótsskáli opin almenn- ingi drýgstan hluta ársins. í Sleggjubeinsskarði eru ÍR, Valur og Víkingur með skíðaskála og þar er sennilega framtíðarskíða- svæði Reykvíkinga. Miðað við nú- verandi aðstöðu er svæðið þar talið anna þreföldum þeim flölda sem þangað sækir að vetrarlagi. Með tilkomu göngustígakerfisins á Hengilssvæðinu er göngufólk í auknum mæli farið að gista í skíða- skálunum á sumrin. Þá hefur Hita- veitan reist tvo skála til að auka öryggi göngufólks á Hengilssvæð- inu; Dalsel við Dalskarðshnjúk og Múlasel í Engidal. Þar æja um 1.000 manns á hveiju ári. Merktar göngu- og reiðleiðir um Hengilssvæðið fylgja að hluta til fornum þjóðleiðum og Iiggja hjá sögulegum minjum. í landnýting- aráætlun sem gerð hefur verið fyrir svæðið og hér hefur víða verið stuðst við, kemur m.a. fram að í Grafningi var haft í seli langt fram á síðustu öld og eru sel ásamt öðrum minjum nánast við hvert fótmál. Meðal athyglisverðustu göngu- leiða er Dyravegur, sem liggur um Dyradal og Rauðuflög niður að Nesjavöllum. Áður fyrr var þetta aðalleið íbúa í uppsveitum Árnes- sýslu. Dalurinn heitir eftir Dyrun- um svonefndu, náttúrulegri gjá í gegnum móbergshrygginn sem lokar dalnum að austanverðu. Dyravegur liggur m.a. um Spor- helludal, þar sem genginn er slóði sem hesthófar hafa klappað í mó- bergið. Hengilssvæðið er þegar orðið eitt vinsælasta útivistarsvæði höf- uðborgarbúa og nú hefur það ver- ið tengt með merktum gönguleið- um við annað helsta útivistarsvæði borgarbúa, Bláfjallasvæðið og raunar er nú hægt að ganga á merktum samfelldum gönguleið- um allt frá Reykjanestá og austur að Þingvallavatni. VIGFÚS Krisljánsson og Styrmir Örn Arnarson gróðursetja birkiplöntur í Skólaskógum. Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjustjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, kennir krökkunum úr Hamraskóla að gróðursetja. Bara, græða landið „ÞETTA er nú ekki mjög stór skógur,“ heyrist úr hópi 5. bekkjar nemenda úr Hamraskóla í Reykjavík sem eru komnir í Skóla- skóga. Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjustjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, leiðbeinir krökkunum með gróðursetningu. Hann hefur heyrt þessa gagnrýni áður: „Nei, við erum að búa til skóg hérna. Hann er ekki orðinn stór en hann mun standa undir nafni eftir nokkur ár,“ svarar Kristinn. Þegar Kristinn talar um gróðursetningu kemur hann ekki að tómum kofunum því 5. HK og 5. GJÓ í Hamraskóla hafa verið að læra um gróðursetningu í skólanum og eru a.m.k. mörg hver með hinn bóklega þátt ræktunarstarfsins á hreinu. Auk þess er þaulvant skógræktarfólk í hópnum. Dagný Ivars- dóttir í 5. GJÓ hefur t.d. oft og mörgum sinnum gróðursett í sumar- bústaðalandi fjölskyldunnar í Biskupstungum. Eftir að Kristinn lýkur við sinn fyrirlestur og skiptir hann krökkunum tveimur og tveimur saman, sem taka fötu með skít, skóflu og 3 plöntur hvert. Dagný er ekki lengi að gróðursetja sínar þijár plöntur. „Eg get alveg gróðursett miklu fleiri," segir hún og sumir bekkj- arfélaga hennar grípa þetta tilboð fegins hendi. Áður en lýkur er Dagný búin að gróðurselja 10 birkiplöntur í þann hálfa hekt- ara af Skólaskógum sem nemendur Hamraskóla taka í notkun þennan þungbúna fimmtudagsmorgun. Það er ekki einfalt mál fyrir 10 ára gamalt fólk að gróðursetja tré í fyrsta skipti. Landið er ekki auðvelt til skógræktar. Það þarf að skera úr með stunguspaða ofan í mosabreiðuna, blanda jarðveginn skít og moka svo 2 cm yfir ræturnar. Einni stelpunni finnst þetta starf „ógeðslegt" en skógrækt er hins vegar einum of hreinlegt athæfi fyrir smekk sumra bekkjarbræðra hennar sem taka á rás í nálægt moldarflag og hamast þangað til ekki er á þeim þurr þráður. Flestir ljúka við sitt verkefni, þar á meðal Vigfús Krisijánsson og Styrmir Örn Arnarson. Þeir félagar hafa gróðursett áður, annar í garðinum heima hjá sér og hinn í sumarbústaðalandi fjöl- skyldunnar. Þeim finnst gaman að gróðurselja. Hvað er skemmti- legt við það? „Bara, græða landið," segir Styrmir Örn. Ónefndur bekkjarbróðir þeirra, sem er að kynnast skógrækt af eigin raun í fyrsta skipti, gefur annað svar við sömu spurningu. „Mér finnst. skemmtilegast að hoppa ofan á skóflunni,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.