Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 ÍW MORGUNBLAÐIÐ LISTMUNIR Á LAUGARDEGI Blómaskeið rókókó- tímans í Frakklandi 5tíll Lúðvíks XV í þessum þætti fjallar Sigríður Ingvarsdóttir um blómaskeið rókókótím- ans 1 Frakklandi, sem mótaðist við frönsku hirðina frá 1720 til 1760 og breiddist fljótt til ann- arra landa. A18. öld var Frakkland forysturíld í Evrópu og var kon- ungsvaldið hvergi sterkara en þar. Konung- ur var einvaldur, umhverf- is hann var fyrirfólk ríkis- ins, hirðin, sem hélt uppi glæsilegu samkvæmislífi. Það var ekki einungis ytri glæsileikinn heldur fágun- in og góðh' mannasiðir, samræðulist var létt og leikandi sem menn rækt- uðu sem hverja aðra list- grein. Ruddaskapur vai' fyrirlitinn. Að baki þessa fína yfírborðs leyndist þó ýmislegt sem var ógeð- fellt, tilgerð og hræsni. Engu að síður var þetta mikil framför, sé miðað við þann rudda- skap sem áður ríkti jaftivel í efstu þrepum þjóðfélagsins. Franska hirðin var fyrirmynd hirðlífs hjá öllum þjóðum í Evrópu og vakti bæði aðdáun og öfund iyrir glæsileika. Á sviði bókmennta og lista sat Frakkland í öndvegi. Frá frönskum handiðnaðarmönnum komu hlutir sem gerðir voru af einstöku listfengi. Þjóðinni var skipt í glöggt afmarkaðar stétt- ir; borgarar, bændur og verkamenn nutu engra pólitískra réttinda, en það breyttist eftir stjórnarbyltinguna mikiu 1789—1792. IMýir siðir ÍAvi'.V': Kommóðan hefur mjög kínverskt yfírbragð. Viðurinn er mynd- skreyttur og lakkaður samkvæmt kín verskri fyrirmynd. Q Spegill í stíl Lúðvíks XV, frá 18. öld, í gylltu skrautinu má sjá C lögun sem er einkenn- andi fyrir rókokótímann. Þegar kom fram á 18. öldina var ráðandi smekkur tek- inn að vílqa frá barokkstílnum. Nýir konungar komu með nýja siði, listamennimir leituðu nýrra leiða til tjáningar. Rókokóstíllinn mót- aðist við frönsku hirðina frá 1720— 1760 og breiddist fljótt til annarra landa. Konungar höfðu gefist upp á því að búa í salarkynn- um barokhallanna, því það var ógemingur að hita þau upp, til að koma í veg fyrir drag- súg. Breyttust þá salir hall- anna í minni og vistlegri salar- kynni svo sem svefn-, les- og setustofur. Rókokó er dregið af heitinu rocaile, sem er skrautgerð úr skeljum, kuðungum og kóröll- um. Húsgögn urðu fínlegri og þægilegri, þótt hvergi væri slakað á fegurðarkröfunum. Mjúkar sessur og púðar flæddu yfir, uns slík- ir gripir fylltu stóla og bekki. Húsgögnin vom máluð í perlugráum eða mjólkurhvítum litum með gylltu skreyti, fætur grannir og sveigðir. Bak og seta vom þægileg. Léttir pasteltónar á silkiáklæðum húsgagna. Ósam- loka bugður eins og C og S vom áberandi í skreytingu innanstokksmuna. Notast var við Dömuskrifborð í stfl Lúðvíks XV merkt JF Oeben sem var einn virtasti hús gagnaiistamaður á 18 öld. m Gylltir stólar í stíl Lúðvíks XV frá miðri 18. öld. Áklæðið er frá Aubus- son. rj Chaise Lounge sem er málaður í græn um pastellit með gylltu útflúri. I stíl Lúðvíks XV frá miðri 18. öld. Q Kúpt kommóða sem stendur á sveigðum fótum í stíl Lúðvíks XV frá miðri 18. öld eftir Mathieu Cri- erd. í gylltu málmflúrinu má sjá ósamloka bugður eins og C. Q Gyllt klukka í blómamunstri í stíl Lúðv bfks XV, frá miðri 18. öld. Eft- ir Vern is bræður. Hérna gætir nýög kínver skra áhrifa, efst uppi situr kínverskur drengur. Q Kommóða í stíl Lúðvfks XV, frá 1755 eftir Marin bræður. Viðurinn er mynd skreyttur og lakkaður skv. kínverskri fyrirmynd. margvíslegar viðartegundir, rósaviðurinn var sú tegund sem var vinsælust í Frakklandi. Fíngerða kínverska sveigan skein í gegn um allar skrautgerðir rókokóstílsins. Gagn- fágaðir listmunir sem stóðu á gömlum kín- verskum merg keisaramenningarinnar féllu vel að smekk hirðarinnar í Evrópu. Flutt var til Evrópu mikið af austurlenskum listmun- um sem byrjað var að safna og stæla. Mikið var lagt upp úr sófum og „chaiselongues“ sem var mitt á milli sófa og stóls. Skattholið naut vinsælda. I skattholinu voru kommóða og skrifborð sameinuð. Lítil dömuskrifborð voru áberandi, fagurlega skreytt gylltu málmflúri. Mikið var lagt upp úr speglum, en þeir voru búnir til á annan hátt en í dag. Þeir voru blandaðir tini og kvikasilfri. Spegilmjmdin varð því dekkri og mildari. Spegillinn hékk fyrir ofan arinhill- una sem var úr marmara. Fyrir ofan arininn hékk spegill með gylltu flúri, sem var evr- ópsk eftirlíking á kínverskum speglum. Á miðri arinhiUunni stóð stór gyllt klukka með ýmiskonar smádóti. Kristalkróna með klingj- andi glingri lýsti mjúkri birtu. Málverkin voru í gylltum útflúruðum römmum og gólfið með háglansandi flísum. Yfírburðir Frakklands Þegar hér er komið, hafði Frakkland tví- mælalaust yfirburði í heiminum í húsgagna- smíði, listiðnaði góbelín- vefnaði og kvenfatnaði. Verksmiðjuiðnaður þekkt- ist ekki, húsgögn voru handiðnaður sem var yfir- leitt stundaður á verk- stæðum meistaranna í borgunum í heimahúsum í þorpum og sveitum. Hand- verksmenn komu víða að til Parísar til að læra hús- gagnalist og listiðnað. Eft- irspurn eftir 18. aldar frönskum húsgögnum hef- ur verið mikil í heiminum allt til dagsins í dag og hef- ur hækkað mikið og þótt vænleg fjárfesting. Frá 1975 hafa frönsk húsgögn hækkað um 450%. í Frakklandi hafði hver iðngrein lögboðin samtök, meistarafélög og réðu þau tölu sveina og lærlinga. Til voru einnig félög iðn- sveina en þau voru illa séð af meistimim og því oft bönnuð. Lengi vel nutu fé- lög iðnmeistar- anna stuðnings stjórnvalda sem töldu sér hag af því að hafa eftirlit með fram- leiðslunni. Réttindalaus- ir iðnsveinar fengu oft að starfa í þorpum eða út- hverfum borga þrátt fyrir andstöðu meistaranna. Hvert húsgagn var smíðað einsog um list væri að ræða. Margir húsgagnameistarar hver með sitt sérsvið áttu þátt í því að sérsmíða eitt húsgagn sem varð oft að sannkallaðri list. Ebénister sérhæfði sig í spónlagn- ingu íbenviðar, menuisier í massív- um við, fondeur í málmsmíði, doreur í gylhngu, vernissem- í lakkáferð, ciseleur í bronsskreytingu og marqueteur, inngreypti dýrindis við- artegundum, málmum, perlum, stein- um og skjaldbökuskeljum í viðinn. Það var refsivert ef húsgagnasmið- ir fóru ekki eftir settum reglum í þessum efnum og skapaði vissulega erfiðleika hjá þeim húsgagnasmiðum sem féllu ekki undir þessa skilgrein- ingu. Frá árunum 1743—1751 settu Corporation de Mennuisiers-ébéni- stes reglur um að húsgagnasmiðum væri skylt að merkja eða stimpla húsgögn sem þeir áttu þátt í að smíða. Þessar reglur giltu þó ekki fyrir þá húsgagnameistai-a sem störfuðu fyrir hirðina. Þetta hefur haft í för með sér að það er oft tiltölulega auðvelt fyrir sérfræðinga að leita uppruna franskra hús- gagna frá þessu tímabili. Um 1750 fór áhugi á klassískum minjum að gæta á rókokó tímabilinu sem var einkenn- andi fyrir Lúðvíks XVI stíl. Fyrstu húsgögn- in voru smíðuð fyrir Madame Pompadour, fylgiskonu Lúðvíks XV sem verður fjallað um síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.