Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 i/IKII MORGUNB LAÐIÐ IflltU ItK LUIl verið með 400 grömm af sykri í einum lítra. Eins og til dæmis í þessum Haukadalsberjum. Aðalbláberin geta ver- ið undarlega ólík inn- byrðis,“ segir Sveinn Rúnar og heldur áfram hinni faglegu greiningu. „Þau verða fyrst blá, en síðan svört og þegar þau eru alveg fullsprottin og eins og þau verða best, þá eru þetta stórir svart- ir hnullungar. Það eru berin sem Dalvíkingar sækja í Böggvistaðafjall, og hafa verið að sækja í allt sumar og ár eftir ár. Það er alveg sérstök saga að segja frá aðal- bláberjunum þar og tínslunni." eru margvísleg og margir slá tvær flugur í einu höggi, sinna áhugamálinu um leið og þeir njóta útiveru í guðs grænni náttúrunni. Sumir stunda veiði- skap, aðrir fara í golf eða hesta- mennsku. Heimilis- læknirinn Sveinn Rúnar Hauksson fer hins vegar í berjamó. Sveinn Guðjónsson sótti hann heim til að kanna afrakstur SUMARIÐ var okkur berja- tínslumönnum afar gjöfult," segir Sveinn Rúnar þegar við göngum niður í kjallara, þar sem framleiðsla sumars- ins stendur í röðum, Bláberjasaft, Aðal- bláberjasaft, Kræki- berjasaft, bæði hrásaft og saft úr annarri pressun, og samsvarandi sultur og hlaup, allt vand- lega merkt með hlut- fallstölum berja og sykurs, tínslustað og stund og upphafs- stöfum framleiðand- ans, Bjarkar Vil- helmsdóttur og tínslumannsins Sveins Rúnars Haukssonar. „Eg gæti aldrei staðið í þessu nema með dyggri aðstoð eigin- konunnar," segir læknirinn. „Þetta er allt hennar fram- i leiðsla. Það munar _______SlimarSÍIlS. öllu að hafa einhvern heima til að taka við „aflanum" ferskum og koma honum strax í vinnslu. Reyndar byrjaði hún líka í tínslunni með mér á sín- um tíma, en í ákafa mínum tíndi ég hana og bömin af mér, nema þann yngsta, Guðfinn, sem er sjö ára. Hann er nú minn að- alfélagi í berjatínsl- unni og hefur brenn- andi áhuga, ennþá að minnsta kosti.“ Sveinn Rúnar segir að - kannski megi líkja þessu berjatínsluþoli sínu við það þegar miklir og úthaldssamir drykkjumenn „drekki félaga sína undir borðið" eins og það er kallað. Þó segir hann að ákveð- in hugarfarsbreyt- ing hvað þetta varð- ar hafi orðið hjá sér í sumar, þegar hann lagðist í berjalyngið í Böggvistaðafjalli, fyrir ofan Dalvík, í lok ágúst. Undariega úlík inn- byrðis „Maður verður aldrei samur eftir að hafa tínt í Böggvi- staðafjalli," segir Sveinn Rúnar. „Eg mun aldrei tína eins eftir að hafa tínt þar. Þetta er fjall sem breytir manni. Hafi maður ver- ið í vafa um hvemig skemmtilegast og best sé að tína aðalbláber og hvaða afstöðu maður hafi haft til brekkunnar og berjalestursins, þá Endurfseðing í mínu berjaiífi ,HÉR höfum við eðal-krækiberjasaft, eða hrásaft, í hlutföllunum 1 lítri á móti 400 grömmum af sykri, berin tínd 22. ágúst í Haukadal. sér maður það allt í nýju ljósi eftir Böggvistaðafjall. Eftir að hafa tínt við hliðina á fólkinu í þessu fjalli finnst mér að ég sé rétt að byrja í berjatínslu." Sveinn Rúnar sækir nú tvö staup og skenkir í þau Eðal-Ki-ækiberja- saft, úr Haukadal, það er hrásaft í hlutfallinu 1 lítri á móti 400 grömm- um af sykri. Því næst smökkum við Aðalbláberjasaft og setjum lögg af rjóma út í. Þetta bragðast eins og konfekt. Blaðamaður fer nú að láta Ijós sitt skína og hafa skoðanir: Þetta er afskaplega gott, ogAðal- bláberjasaftin með rjómanum hreinasta hnossgæti. Mér fínnst þó krækiber yfírleitt betri en bláber. Hvað fínnst þér? „Mín uppáhaldssaft er kræki- berja-hrásaft, fyrsta pressun, hrein krækiber, engin suða, heldur bara safinn úr berjunum eins og hann kemur fyrir. Ög yfirleitt höfum við „Þannig er að þetta varð fyrir mér, ja, ég vil segja nánast endurfæð- ing í mínu berjalífi," seg- ir læknirinn og færist nú allur í aukana. „Eg hef lengi verið haldinn, að mínu mati, allt of stjórn- lausri ástríðu í berjamó. Keppst við, rétt eins og ég væri á síld, að reyna að afla sem mest, að ná inn sem mestu, tína sem mest á sem skemmstum tíma og hef yfirleitt ver- ið með tínuna á lofti. Ég nota þá báðar hendur, held í lyngið og reyni að rífa það sem minnst upp. Með þessu móti er hægt að tína kynstrin öll af berjum á stuttum tíma. En þegar maður kemur heim á eftir að hreinsa berin. Dalvíkingar fara allt öðruvísi að. Þeir fara aldrei með tínu í sitt fjall. Aðalbláberin þar eru eingöngu handtínd. Og í því liggur galdurinn. Eg hef aldrei áður komið í Böggvistaðafjall, en hafði fengið send ber þaðan og furðað mig á stærð þeirra og þroska. Þegar ég sá þessa svörtu hnullunga frá Dalvík- ingum hugsaði ég með mér: „Þetta hljóta að vera alveg sérstök aðalblá- ber sem spretta þarna." I sjálfu sér í I Hvað er njálgur? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Njálgur Spurning: Hvað er njálgur, hvað eru einkenni lengi að koma í ljós, hvernig smitast hann, af hverju? Svar: Njálgur er lítill innyflaorm- ur og er algengasta sníkjudýr hjá börnum og fullorðnum í löndum með svipað veðurfai- og hjá okkur. I sumum nálægum löndum er talið að allt að 20% barna séu smituð. Njálgurinn er þráðlaga, hvítleitur að lit og er kvendýrið um 10 mm að lengd en karldýrið um 3 mm. Smitun verður á þann hátt að egg berst frá smituðum einstaklingi og í munn annars. Eggin berast milli manna með fíngrum, fötum, sængurfötum og leikföngum og þau geta lifað í um- hverfinu í allt að þrjár vikur við venjulegan stofuhite. Eggin geta einnig svifið um í loftinu og borist þannig í öndunarfæri og síðan meltingarfæri manna. Eggin klekjast fljótt út í meltingarfær- unum og dýrin ná fullum þroska í neðri hluta þarmanna á 2 til 6 vik- um. Kvendýrin skríða síðan út úr endaþarminum, oftast að nætur- lagi, og verpa eggjum sínum í húðfellingar og festa þau þar með límkenndu efni. Hreyfingar or- manna og límið sem þeir festa eggin með valda kláða. Ekki er með vissu vitað til þess að njálgur valdi öðrum óþægindum en kláða og margir þeirra sem ganga með njálg hafa engin einkenni. Eins og ætti að sjást af þessari lýsingu er ekki einfalt mál að losna við njálg. Það verður að meðhöndla alla fjöl- skyldumeðlimi og oftast þarf að gefa meðferðina nokkrum sinn- um. Auk þess verður að þvo vand- lega föt og rúmföt. Spurning: Hvað veldur sina- drætti, hvað er hægt að gera til að fýrirbyggja hann og bæta úr þeg- ar hann kemur fram? Svar: Sinadráttur er kröftugur, sársaukafullur samdráttur í vöðva eða vöðvum. Algeng tegund sina- dráttar verður í kálfanum í svefni en sinadráttur getur einnig orðið vegna mikillar vinnu, meiðsla eða við það að vera lengi í sömu stell- ingum. Vökvatap eykur einnig hættu á sinadrætti. Sinadráttur er algengur hjá íþróttamönnum sem reyna á sig mikið og lengi og tapa við það vökva. Önnur vel þekkt tegund sinadráttar er skrif- krampi sem er sinadráttur í fingr- um og hendi eftir langvarandi Sinadráttur skriftir með blýanti eða penna. Við einhæfar hreyfingar í langan tíma getur komið fram sinadrátt- ur, nánast hvar sem er í líkaman- um. Allir fá sinadrátt en hjá flest- um eru það óþægindi sem koma sjaldan og valda litlum vandræð- um. Ekki má rugla sinadrætti saman við verki í fótleggjum eða lærum sem koma við áreynslu vegna lélegrar blóðrásar eða brjóskloss í hrygg. Þeir sem fá oft verki í fótleggi við gang eða aðra áreynslu ættu að leita læknis. Besta ráðið við sinadrætti er að teygja á viðkomandi vöðva, var- lega en ákveðið, og þá hverfa óþægindin venjulega íljótt. Oft er gott að spenna vöðvana sem eru á móti þeim sem sinadrátturinn er í, t.d. er gott við sinadrætti í kálfa að spenna fótinn upp á við og toga svo í hann þar til sinadrátturinn hverfur. Einnig getur verið gott að kreista og nudda vöðvann og sumum finnst gott að fara í heitt eða kalt bað. Til að koma í veg fyrir sinadrátt er mikilvægt að forðast vökvatap, gera teygjuæf- ingar fyrir og eftir áreynslu og gæta þess að ofreyna sig ekki. Ef sinadráttur er viðvarandi vanda- mál sem truflar svefn er rétt að leita læknis sem metur hvort giápa þurfi til lyfjameðferðar. I slíkum tilvikum kemur til greina að nota svefnlyf af vissri gerð eða kínín. Spurning: Ég hef haft sjóntruíl- anir af og til undanfarin ár, hafa gert mig óvinnufæra, eru að vísu horfnar nú. Er vitað af hverju þær stafa og hvort hægt er að fyr- irbyggja þær? Svar: Sjóntruflanir geta verið með ákaflega margvíslegu móti og orsakirnar geta líka verið margvíslegar. Orsakirnar er oft- ast að finna í augunum sjálfum eða í heilanum. Ein algengasta tegund sjóntruflana er fljótandi blettir fyrir öðru eða báðum aug- um. Þessir blettir sjást venjulega best ef horft er á sléttan hvítan flöt. Fljótandi blettir fyrir augum eru oftast algerlega meinlaust fyrirbæri sem stafar af hreyfing- um í vökvanum sem fyllir augun. Ef skyndilega verður mikil aukn- ing á fljótandi blettum, þeir verða brúnir eða rauðir á lit eða ef þeim fylgja ljósglampar er hætta á að eitthvað alvarlegt sé að gerast Sjóntruflanir eins og t.d. sjónhimnulos. í slík- um tilvikum ætti að fara tafar- laust til augnlæknis. Sumir mígrenisjúklingar fá sjóntruflanir á undan kasti og þær eru oft eins og ljósir eða blikkandi blettir. Sumir fá blinda bletti og gefur slíkt alltaf ástæðu til rannsóknar hjá augnlækni. Sum lyf geta haft sjóntruflanir sem aukaverkun og sá sem hefur fengið slíka auka- verkun ætti að forðast að taka lyfið aftur. Að lokum geta sjón- truflanir fylgt vissum geðsjúk- dómum, einkum geðklofasýki. Sjóntruflanir, aðrar en einstaka fljótandi bletti, á alltaf að rann- saka og fínna orsökina. Þegar or- sökin er fundin er oftast hægt að lækna eða bæta ástandið og minnka líkur á að einkennin komi aftur. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222. ! I I ! I I I I I » l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.