Morgunblaðið - 12.10.1996, Síða 7

Morgunblaðið - 12.10.1996, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 7 FRÉTTIR Móðurmáls- sjóður efldur í HÓFI í Ráðherrabústaðnum 8. októ- ber í tilefni af 150 ára afmæli Bjöms Jónssonar, ritstjóra og ráðherra, og veitingu verðlauna úr minningarsjóði hans, Móðurmálssjóðnum, tilkynnti menntamálaráðherra, Bjöm Bjarna- son, að ríkisstjómin hefði að hans tillögu ákveðið að heiðra minningu Bjöms Jónssonar með því að efla sjóð- inn með styrk að fjárhæð 200.000 kr. I frétt frá Móðurmálssjóðnum seg- ir að Morgunblaðið hafi einnig til- kynnt sjóðsstjóminni að það gefi Móðurmálssjóðnum 100.000 kr. af sama tilefni. Fleiri stofnanir og fyrir- tæki hafa haft góð orð um að styrkja sjóðinn. Borgar- ísjakar BORGARÍSJAKAR lónuðu í vik- unni á Þistilfirði, um eina sjó- mílu úti af Grenjanesi, sem er skammt norður af Þórshöfn. 650 til- lögur að slagorði UM 650 tillögur bárust frá 3-400 þátttakendum í samkeppni sam- gönguráðuneytisins um slagorð á erlendum tungumálum fyrir ferða- þjónustuna á íslandi. Dómnefnd byrjar að fara yfir tillögurnar um næstu mánaðamót. Innan ferðaþjónustunnar hefur verið rætt um nauðsyn þess að ferðaþjónustan á íslandi kæmi sér saman um opinbert eða sameigin- legt slagorð. Samgönguráðuneyt- ið efndi því til samkeppni um slag- orð, sem er ætlað að skapa ímynd sem höfðar til útlendinga og gef- ur íslandi sérstöðu á ferðaþjón- ustumarkaðinum. Slagorðið verð- ur notað fyrir erlendan markað og verður öllum sem kynna ísland heimilt að nota það að uppfylltum ákveðnum reglum. Flestir þátttakenda eru Islendingar Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðar- maður samgönguráðherra, sagði að leitað væri að slagorði á ensku, en fólki hefði jafnframt verið heimilt að skila inn tillögum á öðrum tungumálum. Hann sagðist telja að mikill meirihluti þátttak- enda í samkeppninni væru íslend- ingar, en upplýsingar um sam- keppnina hefðu verið sendar öllum sem seldu íslandsferðir, svo e.t.v. kæmu einnig tillögur frá útlönd- um. Ef íslendingur sigrar í sam- keppninni fær hann að launum helgarferð fyrir tvo til einhvers áfangastaðar Flugleiða í Evrópu þar sem er að finna Scandic hót- el, en útlendingar geta unnið helg- arferð til Islands. -----» ♦ ♦----- Ekkert upp í 89 millj. kröfur ENGAR eignir fundust í þrotabúi Veitingahússins Austurstræti 20 hf., en lýstar kröfur í búið námu rúmum 89 milljónum króna. Veitingahúsið Austurstræti 20 hf. var með rekstur í húsi Hress- ingarskálans. Búið var tekið til gjaldþrotaskipta í júlí 1994. Ölakörfur Greinaklippur Reykelsi Stórar bastkörfur • Brettamarkaður • Brauðkassi kr. 399,- kr. 59,- kr. 69,- Stór silkiburkni Servíettur kr. 99,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.