Morgunblaðið - 12.10.1996, Side 23

Morgunblaðið - 12.10.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 23 NEYTENDUR Simi: 551 9800 og 551 3072 Gestakokkar frá Frakklandi Hreindýrasteik og sykur- gljáður lax UM ÞESSAR mundir eru gesta- kokkarnir Jacques Bertrand og Emanuel Destrait frá Frakklandi að leggja matreiðslumeisturum Perlunnar og Oðinsvéa lið en þar er frá fimmtudögum og fram á sunnudaga til 20. október boðið upp á villibráðarhlaðborð. Þeir fé- lagar koma frá Michellin veitinga- húsinu Les Cédres í Lyon. Jacques er yngsti matreiðslumeistari í heimi sem hefur fengið svokallaða Michellin-stjörnu en þá var hann aðeins 23ja ára. Þeir voru beðnir að gefa lesendum einhveijar girni- legar uppskriftir frá Lyon og hérna koma þær. Hreindýrasteik með rauðvínssósu Fyrir fjóra _________800 g hreindýr_________ _________4 chglottulaukar_______ _________4 bökunarkartöflur_____ 1 egg múskat salt og pipar 1 hvítlauksgeiri timian vatn Sósa: 1 flaska rauðvín 1 gulrót 1 laukur örlítill sykur 2 dl niðursoðið kjötsoð _______________timian________________ _______________sósulitur_____________ 50 g smjör Hreindýrið er skorið í um 200 gramma steikur, brúnað á pönnu og bakað í ofni við 200 °C í um 7 mínútur. Chalottulaukurinn er skrældur, settur í ofnskúffu ásamt timian, salti, pipar og vatni. Ál- pappír settur yfir og soðið í ofni í hálftíma. Kartöflur eru afhýddar og rifnar í rifjárni. Hrærið saman í skál með eggi, kryddið með salti, pipar og múskati. Hvítlaukur er marinn og honum blandað saman við. Mótað í matskeið og steikt á pönnu í olíu. Bakað í ofni í um 20 mínútur. .. Morgunblaðið/Ámi Sæberg FRONSKU matreiðslumeistararnir ásamt þeim islensku við hlaðborðið í Perlunni. Sósan er búin til á eftirfarandi hátt. Laukur er skorinn í bita, gulrót líka og brúnað vel í potti. Stráið sykri út á og timian. Rauð- víni hellt yfir og soðið niður um tvo þriðju. Að lokum er kjötsoðið sett út í, sósulit bætt í sósuna því hún á að vera vel brún. Pressið sósuna í gegnum sigti og bætið smjöri í undir lokin. Sykurgljóður lax með hvannarfræjum og blóöbergi Fyrir fjóra 500 g lax, flakaður hreistraður og ________skorinn í 4 sm bitg___ 100 g sykur 1 msk. kóríander 1 msk. rósapipar blóðberg 1 msk. hvannarfræ 4 dl ólífuolía 100 g kantarellusveppir 1 msk. smjör gróft salt pipar Laxi er velt upp úr salti og pip- ar og hann látinn standa í kæli í 3 tíma. Sykur er brúnaður á pönnu, smávegis vatni bætt í og síðan rósapipar og kóríander. Soð- ið í 2 mínútur. Setjið 2 dl af ólífuol- íu í pott með hvannarfræjum og hitið þangað til fræin brúnast. Afgangur af olíu settur í pott með kóríander og látið brúnast. Kanta- rellusveppir eru steiktir úr smjöri og þeir kryddaðir með salti og pipar. Laxinn er penslaður roð- megin með sykurbráðinni og hann ristaður á pönnu á roðinu. Bakað í ofni í um 5 mínútur við 220°C. Olíu hellt á disk til helminga, sveppir látnir fyrir miðju og lax ofan á. ■ ÚTIVISTARBÚÐIIU viö Umferöarmiöstööina ★ |B M JAMES BURN INTERNATIONAL Efni og tæki fyrir WÍie*l járngorma innbindingu. Shell í næsta nágrenni Um helgina ætlar starfsfólk Shellstöðvanna að aðstoða þig við að búa bilinn undir veturinn, þér að kostnaðarlausu. Við munum mæla frostþol kælivökvans, mæla olíuna, athuga vökva á rúðusprautum, atbuga perur og yfirfara rúðuþurrkur. Vetrarvörur í miklu úrvali og rúðusköfur og T-Blá vökvi á rúðusprautur á sérstöku tilboði. IVIætum vetrinum vel undirbúin og stuðlum að öryggi allra í umferðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.