Morgunblaðið - 09.11.1996, Side 19

Morgunblaðið - 09.11.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ URVERINU ERLENT LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 19 Morgunblaðið/Kristinn Á TÓLFTA aðalfundi Landssambands smábátaeigenda sem lauk í gær spunnust m.a. miklar umræður um veiðileyfagjald og fram- sal aflaheimilda. Ályktun frá aðalfundi LS Efla þarf flotann en ekki úrelda LANDSSAMBAND smábátaeigenda ályktaði við lok 12. aðalfundar síns í gær að frumvarp sjávarútvegsráð- herra um veiðar krókabáta, sem varð að lögum í júní sl., feli í sér mikilvæg- ar leiðréttingar hvað varðar veiðifyr- irkomulag krókaveiðiflotans og var framganga ráðherra lofuð. Á hinn bóginn stæðu enn eftir óleyst vanda- mál, sem furðu mætti gegna að ráða- menn skyldu ekki nota tækifærið til að leysa. Til margra ára hafí verið ítrekaðar áskoranir til stjórnvalda að styrkja rekstur smábáta á afla- marki. Tilkoma Jöfnunarsjóðs í þorski hefði verið spor í þá átt, ásamt því að iínutvöföldun hafí verið ein af Hfæðum þessara báta. „Á Alþingi í vor kepptust þing- menn um að lýsa því yfir að nú væri timi til kominn að rétta hlut smábáta á aflamarki ásamt hinum hefðbundna vertíðarbátaflota. Þrátt fyrir þetta hefur enn sigið á ógæfu- hliðina. Línutvöföldun hefur verið afnumin og steinbítur settur í kvóta. Það verður stór stund þegar orð og athafnir stjórnvalda falla saman í þessum efnum. Fundurinn ítrekar fyrri áskoranir er lúta að stöðu smá- báta á aflamarki og skorar á stjórn- völd að setja línutvöföldun á hið sna- rasta þar sem miðað er við báta minni en 50 brl. og/eða þorskheimild- ir Jöfnunarsjóðs auknar verulega og festar í sessi.“ Raunhæfur sóknardagafjöldi Ennfremur segir í ályktuninni: „Stjómvöld eru minnt á þær alþjóð- legu viljayfiriýsingar, sem þau hafa skrifað undir þess eðlis að þjóðum heims beri að virða og styrkja rétt smábátaveiða og strandbyggða. Þá hefur ríkisstjórnin að auki gert rammasamning um loftslagsbreyt- ingar, sem segir að stuðla beri að minni orkunotkun við fiskveiðar. Það er með ólíkindum að á sama tíma skulu á þriðja hundrað smábátar vera úreltir sem nota í samanburði við stærri skip nánast enga olíu við sjálfar veiðarnar og margfalt minni olíu til að koma sér á og af miðum. Svo ísland geti áfram talist í forystu- sveit fiskveiðiþjóða, sem veiða æ hærra hlutfall botnfisks með vist- vænum veiðarfærum, ber stjórnvöld- um að efla þennan flota en ekki úr- elda. Þá stendur og óleyst það mál að sóknardögum krókabáta getur fækk- að svo óheyrilega að útilokað verður að gera þá út. Megin ástæða svipt- inganna kringum fiskveiðilögin sl. vor var sú að í slíka fækkun sókn- ardaga stefndi á nýbyijuðu fiskveiði- ári. Þetta vandamál hefur aðeins verið flutt til í tíma um eitt ár, þó ýmsar aðrar kringumstæður innan veiðikerfisins hafí breyst til batnað- ar. Friður um þetta stýrikerfí skap- ast ekki fyrr en þessum bátum hefur verið tryggður sóknardagafjöldi sem gerir útgerð þeirra raunhæfa. Grundvallarkrafa LS frá stofnun hefur verið að krókaveiðar verði gefn- ar frjálsar. Frá þessari kröfu verður hvergi fallið og þó að hún náist ekki fram enn um sinn mun umræða á alþjóðavettvangi gera að verkum að vistvænleiki veiðarfæra mun vega æ þyngra gagnvart fískveiðistjómun þjóðanna. Undan þeirri umræðu getur íslenska þjóðin ekki vikist," segir í ályktun smábátaeigenda. Nýkomin sending g\ affrönsku %.k/' lömpunum ii -'XBT frá le Dauphin " ' ■— \ Pardu : stytta á mynd: Teg. Léode. (M • . I' \ '' Hæð8lcm' 11.500. Isoö,, . HÚSGAGNAVERSLUN Slðumúla 20,sími 568 8799. Dalsbraut li, sími 461 1115. Deilur í Bandaríkjunum um kosningaframlög Demókratar skíla Gandhi-gj öfinni BANDARÍSKI Demókrataflokkurinn hefur skilað rúmlega 21 milljón króna, sem maður nokkur, að eigin sögn fjar- skyldur ættingi indversku frelsishetj- unnar Mahatmas Gandhis, gaf honum sl. vor. Skýrði Reuters-fréttastofan frá þessu í gær og hafði eftir tals- manni flokksins, að fénu hefði verið skilað vegna þess, að ekki væri alveg ljóst hvaðan það væri komið. Amy Weiss Tobe, talsmaður Demó- krataflokksins, sagði, að gefandan- um, Yogesh Gandhi, sem býr í Orinda í Kaliforníu, hefði verið skilað fénu en það var eitt mesta og umdeildasta framlagið til kosningabaráttu flokks- ins að þessu sinni. Kosningaframlög útlendinga voru nokkurt hitamál í kosningunum þegar í ljós kom, að fólk með tengsl við stórfyrirtæki í Indónesíu, Tævan og Suður-Kóreu hafði gefíð til kosningabaráttunnar og aðallega til demókrata. Gandhi-gjöfin varð strax umdeild og Tobe sagði, að haft hefði verið samband við Gandhi, sem stýrir Gand- hi-stofnuninni í Orinda, og hann beð- inn að gera grein fyrir peningunum. „Við höfðum samband við hann og spurðum hvort féð væri frá honum komið og minntum á þá yfirlýsingu hans fyrir rétti, að hann væri eigna- laus. Hann kvaðst geta sýnt fram á, að hann hefði átt peningana en lét síðan ekki meira frá sér heyra,“ sagði Tobe en peningamir voru gefn- ir á söfnunarfundi í maí sl. og var Bill Clinton forseti þá viðstaddur. Bandarísku stjórnmálaflokkarnir mega ekki þiggja gjafir frá erlendum VIÐ afhendingu „Gandhi- friðarverðlaunanna". Á milli þeirra dr. Fukunaga og Clint- ons sést í Yogesh Gandhi. fyrirtækjum eða ríkisborgumm en það tekur ekki til þeirra, sem hafa löglega búsetu í Bandaríkjunum, eins og _er með Gandhi. Á fjársöfnunarfundinum í vor var Gandhi með styttu eða bijóstmynd af Mahatma Gandhi, „Gandhi-friðar- verðlaunin", og fór fram á að fá að gefa hana Clinton. Var það heimilað og Tobe segir, að Ronald Reagan, fyrrverandi forseti, og Móðir Teresa hafí einnig tekið við þessum styttum. Dr. Fukunaga Þótt Yogesh Gandhi hafi ekki getað gert nægilega grein fyrir peningunum, sem hann gaf demókrötum, þá hefur hann áður látið hafa eftir sér, að þeir væm hagnaður af mjög ábatasömum viðskiptum. Ymsa granar þó, að hinn raunvemlegi gefandi sé dr. Hogen Fukunaga, japanskur milljónamæring- ur, rúmlega fímmtugur að aldri. Fukunaga er leiðtogi sértrúarsafn- aðar með höfuðstöðvar rétt við Fuji- fjall og þar er boðaður hinn aust- ræni Tensei-átrúnaður. Heldur Fukunaga því fram, að hann sé gæddur yfirnáttúrulegum hæfileik- um og geti læknað sjúka, þar á meðal krabbameinssjúklinga. Talið er, að áhangendur hans í Japan séu um 110.000 en mörg hundmð þeirra hafa höfðað mál á hendur honum fyrir fjársvik. Þegar hitna tók undir Fukunaga í Japan leitaði hann út fyrir land- steinana, meðal annars til Bandaríkj- anna, í því skyni að auka veg sinn og hróður. Þá mun fundum þeirra Yogesh Gandhi hafa borið saman og þegar Clinton tók við „Gandhi-friðar- verðlaununum" var það Fukunaga, sem afhenti þau. Þess má geta, að Ástþór Magnús- son, formaður Friðar 2000, fékk „Gandhi-mannúðarverðlaunin“ frá stofnun Yogesh Gandhis í maí í vor og vom þau afhent í Hvíta húsinu að því er sagði í fréttatilkynningu frá Friði 2000. í kosningabaráttunni sakaði Bob Dole, forsetaefni repúblikana, Demó- krataflokkinn um að selja aðgang að Clinton og einkum fyrir milli- göngu John Huangs, sem sá um að afla honum fjár meðal fólks af asísk- um upprana. Vilja repúblikanar á þingi rannsaka umsvif þessa manns sérstaklega en demókratar svara því til, að ekki sé minni ástæða til að rannsaka ýmis framlög til Repúblik- anaflokksins. METFÉ fékkst fyrir „gula þriggja skildinga frímerkið" á uppboði í Ziirich í gær eða tæp- ar 150 milijónir kr. Hér er því um að ræða dýrasta, einstaka frímerki í heimi en það var selt ókunnum safnara. Frímerkið var gefið út í Sví- þjóð 1857 og er svo óvenjulegt, að það var einu sinni talið fals- að. Svo er þó ekki en sérfræð- ingar segja, að augljóslega hafi eitthvað farið úr skorðum við prentun frímerkisins á sínum tíma. Það hafi átt að vera grænt eins og þriggja skildinga frímerki, sem gefin voru út á sama tíma, en orðið þess í stað gult eða gulrautt. Frímerkið hefur verið í eigu margra safn- ara í gegnum tíðina eða síðan sænskur skólastrákur, Georg Backman, fann það í handrað- anum hjá ömmu sinni árið 1885. Backman sagði seinna frá því, að hann hefði farið með frí- Heimsins dýrasta frímerki Reuter merkið til frímerlgasala í Stokkhólmi og beðið hann að kaupa það. Heyrði hann þá, að frímerkjasalinn muldraði fyrir munni sér hvað eftir annað, „en það er gult“. Spurði þá Back- man hvort hann vildi kaupa frímerkið fyrir sjö krónur og frímerkjasalinn var til í það. Skömmu síðar frétti Backman að frímerkjasalanum hefðu verið boðnar 300 kr. fyrir frí- merkið en hann neitað að selja. „Það mun einhvern tíma fást gott verð fyrir það,“ var haft eftir honum. • Sá, sem átti frímerkið nú síð- ast er Svíinn Sven-Olof Karls- son en hann ákvað að sejja það fremur en að halda áfram að borga af kaupverðinu, sem var tæpar 100 millj. kr. fyrir sex árum. Þá var það líka dýrasta frímerki í heimi og dýrara en hið fræga Bláa Máritíus-frí- merki. Kringlan stæhhar WM eftir 5 daga ItlEIRI flFÞREVinG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.