Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Stjaman slapp í framlengingu UNGAR og sprækar FH-stúlkur náðu að velgja Stjörnunni hressi- lega undir uggum á laugardaginn þegar liðin mættust í skemmti- legum og spennandi leik í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Hafn- firðingarnir spiluðu snarpa vörn fremur utarlega og leikurinn fór íframlengingu en Garðbæingar áttu síðasta orðið í 22:21 sigri. Með öflugri vörn tókst Stjörnu- stúlkum að ná undirtökun- um en um miðjan fyrri hálfleik breyttu FH-ingar í 3-2-1 vörn, sem sló sfefánsson Garðbæinga útaf skrifar laginu en slik vörn lagði einmitt grunn- inn að sigri FH á Stjörnunni í fyrri umferð deildarinnar. Gestirnir náðu síðan tveggja marka forystu eftir hlé en þá þótti Stjörnustúlkum nóg komið, tóku vörnina utar og lífguðu sóknarleik sinn við. FH-stúlkur fengu færi til að ná yfirhöndinni en klúðruðu því og í framlenging- unni tókst Garðbæingum að knýja fram sigur. „Við náum ekki að leysa vandann þegar við fáum vörn andstæðing- anna framarlega á móti okkur og okkur vantar að geta hreyft okkur meira án bolta,“ sagði Ólafur Lár- usson þjálfari Stjörnunnar eftir leik- inn. „Annars var þetta dæmigerður bikarleikur, bæði lið neituðu að gefast upp og þetta unga FH-lið á framtíðina fyrir sér. Þetta var ekki okkar besti dagur en við verðum á toppi þegar kemur að úrslitaleikjun- um því við eigum enn mikið inni. Þjálfun þessa árs, til dæmis lyfting- ar fyrr í vetur, hefur öll miðast við að vera á toppnum í janúar og febr- úar svo að leiðin liggur upp á við.“ Stjörnuliðið gekk ekki heilt til skógar í þessum leik því meiðsli heija á það en breiddin er ágæt og leikreynslan til staðar. Vörnin var yfirleitt sterk en það er furðulegt að sjá hvemig 3-2-1 vörn FH tók á taugar leikmanna Garðbæinga og opinberar veikleika. Björg Gilsdóttir, Herdís Sigurbergsdóttir og Ragn- heiður Stephensen voru bestar í lið- inu og Ásta Sölvadóttir byrjaði vel. „Mínar stelpur léku vel í dag en voru óheppnar í lokin. Við fórum að spila 3-2-1 vörn út á móti þeim en bakka líka vel aftur inn á milli og það gekk vel en okkur vantar að spila betri sóknarleik. Okkar tími kemur,“ sagði Slavko Bambir, sem stjórnaði FH-liðinu að þessu sinni í fjarveru Viðars Símonarsonar. Liðið átti erfitt uppdráttar gegn sterkri vörn Stjörnunnar en gafst ekki upp. Vörnin gaf lítið eftir en lengst komust stúlkurnar á seigl- unni. Björk Ægisdóttir og Alda Jóhannsdóttir voru bestar en Hrafn- hildur Skúladóttur og Þórdís Brynj- ólfsdóttir áttu einnig góðan dag. faórn FOLX Fórum á taugum „OKKUR gekk illa í byrjun og eftir það áttum við ekki viðreisnar von því við fórum einfaldlega á taugum," sagði Guðriður Guðjóns- dóttir úr Fram eftir 28:20 tap fyrir Haukum í 8-liða úrslitum bikar- keppninnar á sunnudaginn. Liðin áttust við í deildarkeppninni fyrir viku og þá máttu Haukastúlkur þakka fyrir að ná í annað stigið en nú var annað upp á teningnum. „í fyrri leiknum var engin pressa á okkur og þá vanmátu Haukar okkur en svo var ekki nú. Mikið var í húfi en við héldum ekki haus,“ bætti Guð- ríður við en hún skoraði 12 af tuttugu mörkum Fram. Framan af fyrri hálfleik áttu Framstúlkur í fullu tré við Hafnfirðinga í skemmtilegum og hröðum leik þó nokk- Stefán uð hafi verið um mis- Stefánsson tök á báða bóga. En skrifar þegar um tíu mínút- ur voru til leikhlés byrjuðu hremmingar Framstúlkna fyrir alvöru með aragrúa mistaka og ekki batnaði ástandið eftir hlé. Eftir fjögur mörk Hauka úr hrað- aupphlaupum varð ekki aftur snúið og Fram náði aldrei að saxa nóg á forskotið til að sigur Hauka væri í hættu. „Við ætluðum okkur sigur því fyrri leikurinn var okkur lexía og stelpum- ar sönnuðu nú fyrir sjálfum sér að þær geta alveg unnið," sagði Magnús að var varla hægt að sjá að um bikarleik, þar sem hver leikur er úrslitaleikur, væri að ræða, því baráttan var í lágmarki. Sérstak- Stefánsson lega voru Víkingar skrifar ekki með á nótunum en Valsstúlkur voru þó skynsamari í sínum aðgerðum, enda leiddu þær leikinn. í leikhléi ~var staðan 7:9 og fyrsta mark Vík- inga eftir hlé kom ekki fyrr en eft- ir 15 mínútur en þá hafði Valur gert tvö. Undir lokin tóku Víkingar mikið viðbragð og minnkuðu mun- inn í eitt mark með þremur mörkum á tveimur mínútum en það bráði af þeim á ný og Valsstúlkur fögn- uðu sigri. Með frammistöðu sinni má segja að Víkingar hafi kastað sér út úr bikarkeppninni og það virtist óvíst hvort leikmenn vissu að þeir væru að spila bikarleik. Helga Torfadóttir Teitsson þjálfari Hauka eftir sigur- inn. Strax í upphafi sást að annað en sigur kom ekki til greina og það var aldrei slakað á klónni enda upp- skeran í samræmi við það þrátt fyrir þann skerf af mistökum sem búast má við í bikarleik. Harpa Melsteð, Judith Ezstergal og Hulda Bjarna- dóttir voru bestar og gerðu að auki samtals 23 af mörkum liðsins. Það var furðulegt að sjá lið eins og Fram, með marga leikreynda leik- menn innanborðs, gera öll þessi mis- tök og ná síðan ekki að halda haus. Guðríður Guðjónsdóttir bar lið Fram uppi, var öfiug í vörninni og traust við vítaskotin en þurfti einnig að bregða sér í sóknina til taka af skar- ið. Hrafnhildur Sævarsdóttir gerði skemmtilega hluti í horninu. markvörður og Sigríður Snorradóttir voru atkvæðamestar til að byija með en Kristín Guðmundsdóttir lét að sér kveða um tíma eftir hlé. „Við ætluðum okkur sigur eftir erfíða leiki þar sem sigurviljann hefur vantað og nú vantaði hann ekki,“ sagði Gerður B. Jóhannsdótt- ir, sem var best í liði Vals en Vaiva Drilingaite markvörður og Sigur- laug Rúnarsdóttir áttu góðan leik. Liðið lék af skynsemi með langar sóknir sem dugði til sigurs. KR setti ÍBV út I kuldann Eyjastúlkur sóttu KR-inga heim á sunnudaginn en sú ferð var ekki til fjár þar sem Vesturbæingarnir unnu 16:11. Baráttan var mest fyr- ir hlé og 8:5 í leikhléi. ÍBV-stúlkur náðu að jafna 8:8 en þurftu að bíða í tólf mínútur eftir næsta marki á meðan KR-ingar skoruðu fimm og það gerði útslagið. ■ SÓLEY Halldórsdóttir, mark- vörður Stjörnunnar, byijaði vel þeg- ar hún kom inná í síðari hálfleik í bikarleiknum gegn FH á laugardag- inn. Hún byijaði á að veija úr hrað- aupphlaupi^ og strax á eftir vítaskot. ■ HERDÍS Sigurbergsdóttir, hörkutól úr Stjörnunni, lét slitin iið- bönd á baugfingri vinstri handar ekki aftra sér frá því að spila með gegn FH. _ ■ GUÐNY Gunnsteinsdóttir, máttarstólpi úr Stjörnunni, hefur lítið getað spilað með liði sínu vetur vegna meiðsla. Hásin hennar er tro- snuð og bíður hún eftir uppskurði. Hvenær hann verður er óvíst og sama er hægt að segja um hvenær eða hvort hún byijar aftur. ■ BJÖRG Gilsdóttir lét sig hafa það að spila með gegn FH en hún er nýstigin upp úr flensu og tognaði að auki fyrir skömmu. ■ INGA FRÍÐA Tryggvadóttir úr Stjörnunni tognaði einnig fyrir skömmu en lét sig heldur ekki vanta. ■ MARGRÉT Theódórsdóttir, sem gefst aldrei upp og er enn í fínu formi, var kölluð til vegna meiðsla í liði Stjörnunnar. Sem fyrr gaf hún ekkert eftir í vöminni og skoraði að auki mark. ■ BERGLIND Sigurðardóttir, úr FH, lá með flensu og gat ekki lagt fram krafta sína gegn Stjörnunni á laugardaginn. ■ BJARNI Viggósson dómari í leik Hauka og Fram á sunnudaginn, rétti Haukastúlkum óvart hjálpar- hönd í hraðaupphlaupi. Sending fram völlinn var of löng en rataði í bakið á Bjarna, sem var á harðahlaupum, og boltinn datt fyrir Huldu Bjarna- dóttir, sem hirti boltann og skoraði. FERÐIR Ferð á enska stórleiki ÍÞRÓTTADEILD Úrvals-Útsýnar slendur fyrir knattspyrnuveislu í London í febrúar og býður ferðir á tvo leiki i ensku úrvals- deildinni, Arsenal og Manchester Unitcd á Highbury miðvikudagskvöldið 19. febrúar og Chelsea og Manchester United á Stam- ford Bridge laugardaginn 22. febrúar. Ýmsir möguleikar standa til boða en allar nánari upplýsingar fást hjá ferðaskrifstof- unni. Vantaði blóðbragðið „ÞETTA var dapur leikur og okkur vantaði blóðbragðið, sem til þarf í bikarkeppni. Við ætluðum að stjórna leiknum en það tókst ekki og það gekk allt á afturfótunum," sagði Theódór Guðfinns- son þjálfari Víkingsstúlkna eftir 14:12 tap fyrir Val í 8-liða úrslit- um bikarkeppninnar á sunnudaginn. VEL var tekið á móti ÍR-ingnum Ólafi Sigurjónssyni í Seljaskóla á sui son og Davíð Gíslason reyna hér að hafa hei Baldur Jóns loka marl Breiðhyltingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ með góðum sigri á Gróttu, 29:26, í íþróttahúsi Seljaskóla á sunnudagskvöld. Heimamenn fóru illa af stað, en réttu fljót- lega úr kútnum og lögðu grunninn að góðum sigri, sem var sannarlega sigur liðsheildarinn- ar. Seltirningar voru mun sterkari en leikmenn ÍR í upphafi og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins. ÍR-ingar fundu sig mjög illa í sóknarleiknum framan af og opnuðu ekki marka- reikning sinn fyrr en rúmar sex mínútur voru liðnar af leiknum er Ólafur Gylfason braut ísinn. Juri Sadovski var Breiðhyltingum óþæg- ur ljár í þúfu og var fokið í flest skjól þeirra er Hrafn Margeirsson, markvörður, meiddist á fæti eftir átta mínútna leik og varð að yfir- gefa völlinn. Varamarkvörðurinn Baldur Jónsson mætti þá galvaskur til leiks og var hans fyrsta verk að standa á milli stanganna til að reyna að veija vítakast Sadovskis, sem hafði þá skorað tvö mörk af vítal- ínunni. Sadovski misnotaði vítakastið og var það vendipunktur í gangi leiksins. Allt annað var að sjá til ÍR-liðsins eftir að þeir komust á bragðið með því að minnka muninn. Vörn þeirra náði vel saman og Baldur Jónsson stóð sig vel á bak við hana. Leik- menn Gróttu skoruðu aðeins þrjú mörk á sautján mínútum og misstu ÍR-ingana fram úr sér, 9:8. Jóhann Ásgeirsson, hornamaður ÍR, skoraði Edwin Rögnvaldsson skrifar Stjaman spr „ÞEGAR að framlengingunni kom þjöppuðum við okkur saman og vorum ákveðnir í að sigra, annað kom ekki til greina," sagði hetja Hauka, Bjarni Frostason markvörður, er lið hans hafði tryggt sér sæti í 4 liða úrslitum bikarkeppninnar eftir æsispennandi og framlengdan leik við Stjörnuna í Garðabæ á laugardaginn, lokatöl- ur 26:22. Bjarni varði sem berserkur og var akkeri liðsins á ögur- stund, varði 23 skot þar af 5 vítaköst. „Það var barátta og aftur barátta sem skóp sigurinn ásamt stjörnuleik Bjarna sem var virki- lega í landsliðsformi í þessum leik,“ sagði annar Haukamaður, Rúnar Sigtryggsson, glaðbeittur. að er óhætt að segja að leikur Stjörnunnar og Hauka hafi ver- ið spennuþrunginn og góð skemmtun á að horfa þó talsvert hafi verið um mistök. Benediktsson Hraðinn var mikill og skrifar varnarleikur og mar- kvarsla beggja fylk- inga var góð allan tímann sem krist- allaðist í baráttu og talsverðum átök- um sem kostuðu fjölda brottrekstra, flesta í skamma stund en nokkra fyr- ir fullt og fast. Sóknarleikur beggja var oft og tíðum ómarkviss, einkum framan af leik, en það lið sem tókst að lagfæra það atriði er á leið vann sanngjarnan sigur. Skiljanleg var gremja heimamanna er upp var stað- ið því fjórum mínútum fyrir leikslok höfðu þeir þriggja marka forystu og tveggja marka þegar hálf önnur lifði. En spennan og skortur á yfirvegun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.