Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 8
+ KNATTSPYRNA Þrumufleygur Beckhams færði Man. Utd. sigur DAVID Beckham, fæddur og uppalinn í London og æffti hjá Tott- enham þegar hann var skólastrákur, kunni vel við sig á White Hart Lane. Beckham, sem er þekktur fyrir sín þrumuskot, skor- aði sigurmark Manchester United með glæsilegu skoti af 25 m færi, 1:2. United skaust þar með upp í annað sætið - tveimur stigum á eftir Liverpool og á leik til góða. Önnur lið á toppnum náðu ekki að fagna sigrum um helgina. Reuter PATRIK Berger, leikmaður Liverpool, sem átti skot sem hafnaði á stöng á marki West Ham, stekkur hér upp ásamt Jullan Dlcks, miðvallarspilara West Ham og fyrrum leikmannl Llverpool. Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær kom United yfír í leiknum með marki á 23. mín. og síðan voru leikmenn Tottenham nær búnir að skora, en heppnin var ekki með þeim - Steffen Iversen og Andy Sinton áttu báðir skot, sem höfnuðu á þverslánni á marki Un- ited. Rétt fyrir leikhlé náði Rory Allen að jafna metin, 1:1, þegar ~ hann skallaði knöttinn í netið af stuttu færi. Það var hart barist í leiknum og sjö leikmenn áminntir. Sigurmark Beckhams var afar glæsilegt, hann geystist með knöttinn að marki ,. Tottenham og sveiflaði hægri fæti rétt áður en hann kom að vítateig, knötturinn hafnaði efst uppi í mark- horninu, óverjandi fyrir Ian Walker, markvörð Tottenham. Fjögur mörk á Villa Park Leikmenn Newcastle enduðu sögulega viku með því að gera jafn- tefli við Aston Villa á Villa Park, 2:2. Þetta var fyrsti leikur þeirra síðan Kevin Keegan hætti. Terry McDermott stjómaði liðinu, sagði að leikmenn hefðu leikið fyrir Keeg- an og hann hefði eflaust verið stolt- ur af leik þeirra. Alan Shearer og Lee Clark skoruðu mörk Newcastle og voru þau ódýr - komu eftir mistök Mark Bosnich, markvarðar. Dwight Yorke og Savo Milosevic svöruðu fyrir heimamenn og Yorke fékk gullið tækifæri til að koma Villa yfir er hann tók vítaspyrnu á 61. mín. - Shaka Hislop sá við honum og varði. Adams með sjálfsmark Liverpool varð að sætta sig við jafntefli á Anfield Road, þar sem West Ham kom í heimsókn, 0:0. Inter og Sampdoria sigruðu í leikjum sínum í ítölsku deildinni um helg- ina en Juventus varð að sætta sig við markalaust jafntefli og er aðeins með tveggja stiga forystu á fyrmefnd lið. Evrópumeistarar Juve voru með sex stiga forskot um áramótin. Gianluca Pagliuca hélt Inter inni í viðureigninni við Napoli með góðri markvörslu og franski leikstjómand- inn Youri Djorkaeff tryggði liðinu 2:1 sigur með marki tveimur mínút- um fyrir leikslok eftir að hafa snúið mótherja af sér. Marco Branca gerði fyrra mark Inter skömmu fyrir hlé en Nicola Caccia minnkaði muninn á síðustu mínútu með glæsilegu skalla- marki. Napoli hafði sigrað í síðustu fjórum leikjum á heimavelli. Leikmenn Liverpool höfðu ekki heppnina með sér, knötturinn hafn- aði tvisvar á tréverkinu á marki West Ham. Arsenal mátti þola tap fyrir Sunderland á Roker Park, 1:0. Hollendingurinn Dennis Bergkamp var rekinn af leikvelli eftir aðeins 29 mín. fyrir brot á Paul Brace- well. Við það datt allur taktur úr leik Arsenal. Fyrirliði liðsins, Tony Adams, varð síðan fyrir því óhappi að skora sjálfsmark á 66. mín. Dublin fékk aftur aö sjá rautt Blackburn vann stórsigur á Coventry á Ewood Park, 4:0. Þetta var stærsti sigur liðsins í vetur. Dion Dublin hjá Coventry var rek- inn af leikvelli og var það í öðrum leiknum í röð sem hann fær að sjá rauða spjaldið. Hann var rekinn af leikvelli eftir aðeins 21 mín. Chris Sutton skoraði tvö mörk fyrir Blackbum og þeir Kevin Gallagher og George Donis hin. Wimbledon gerði jafntefli við Derby heima, 1:1. Hollendingurinn Rob Willems skoraði mark Derby undir lok leiksins, áður hafði Marc- us Gayle skorað fyrir heimamenn á 60. mín. Middlesbrough mátti þola tap fyrir Southampton heima, 0:1. Þessi sigur var áfall fyrir lið Bryans Rob- sons. Einn leikmaður „Boro“ - Clayton Blackmore, var rekinn af leikvelli á 59. mín., fyrir að hand- leika knöttinn innan vítateigs. Víta- spyrna var dæmd og skoraði Jim Magilton úr henni. Nottingham Forest skellti Chelsea 2:0. Stuart Pearce, knatt- spyrnustjóri og leikmaður liðsins, skoraði fyrst úr aukaspyrnu, hamr- aði knöttinn í netið á 40. mín. og Þetta var þriðji útileikur Inter í röð þar sem liðið sigrar þrátt fyrir að eiga minna í leiknum. „Við vorum heppnir," sagði Roy Hodgson, þjálf- ari gestanna, en ekki bætti úr skák hjá heimamönnum að brasilíski miðjumaðurinn Beto var sendur af velli fyrir að handleika boltann tvisv- ar sinnum. Juventus átti fyrri hálfleikinn á móti Atalanta og tvisvar varði Davide Pinato vel frá Alessandro Del Piero en Alen Boksic, sem hefur ver- ið helsta ógn Juve, fór meiddur af velli um miðjan hálfleikinn. í seinni hálfleik snerist dæmið við, gestimir, sem sigruðu í þremur undangengn- um leikjum, lögðu meira í sóknina og Gianluigi Lentini var óheppinn síðan bætti Chris Bart-Williams marki við. Ian Rush, sem hafði aðeins skor- að skora ekki á 52. mínútu. Þá þaut hann upp hægri vænginn með bolt- ann en eftir um 40 metra hlaup skaut hann í stöng. Vicenza tapaði 1:0 fyrir AC Milan og er í fjórða sæti en liðið hafði for- ystu í deildinni um tíma auk þess sem það sló AC Milan út úr bikarkeppn- inni. Dejan Savicevic og Roberto Baggio voru á bekknum hjá AC Milan en Frakkinn Christophe Dugarry lék einn í fremstu röð og þakkaði traust- ið þegar hann skallaði í net mótheij- anna eftir fyrirgjöf frá Marco Simone á 19. mínútu. Marcel Desailly fékk að sjá rauða spjaldið eftir hlé og máttu meistaramir hafa sig alla við að halda fengnum hlut en þetta var fyrsti sigur þeirra í nýliðnum þremur að eitt mark í 22 leikjum fyrir Leeds, skoraði tvö mörk þegar liðið fagnaði sigri á Leicester, 3:0. leikjum. Á lokamínútunum skoruðu Roberto Murgita og Maurizio Rossi fyrir Vicenza en mörkin voru dæmd af vegna rangstöðu. Parma er í sjötta til sjöunda sæti með 24 stig eins og AC Milan eftir 1:0 sigur á Bologna. Heimamenn, sem hafa ekki sigrað í sjö leikjum í röð, hittu tréverkið tvisvar áður en Pietro Strada fór sem í svigi í gegnum vöm þeirra og skoraði rétt fyrir hlé. Nevio Scala, fyrrum þjálfari Parma, stýrði Perugia í fyrsta sinn og sá sína menn tapa 4:1 á ólympíu- leikvanginum í Róm. Argentínumað- urinn Argentine Abel Balbo gerði tvö mörk og er markahæstur í deildinni ásamt Filippo Inzaghi hjá Atalanta, en báðir eru komnir með 11 mörk. FOI_K ■ ÍTALSKI varnarmaðurinn Gianluca Festa hjá Inter Mílanó, er genginn til liðs við Middlesbro- ugh. Bryan Robson borgaði 328 millj. ísl. kr. fyrir Festa, sem skrif- aði undir samning til ársins 2001. ■ ÞÆR sögusagnir eru uppi að Fabrizio Ravanelli, leikmaður með „Boro“ hafi hug á að snúa á ný til ítaliu eftir þetta keppnistímabil. Inter og AC Milan hafa mikinn hug aðjfá hann til sín. ■ TVÖ götublaðanna í Englandi, Daily Mirror og Daily Mail, sögðu frá því um helgina, að Bryan Rob- son knattspymustjóri Middlesbro- ugh hefði boðist til að segja af sér um jólin, vegna slaks gengis liðs- ins. Stjórnarmenn liðsins slógu á allar þær vangaveltur um helgina, er þeir sögðu að Robson hefði full- komið traust stjórnar og hótuðu reyndar að lögsækja blöðin vegna fréttaflutningsins. ■ „ÉG er mjög ánægður hjá Midd- lesbrough og það er ekkert til í þeim sögusögnum, að ég sé á för- um,“ sagði Bryan Robson. ■ NAPOLÍ tilkynnti fyrir helgi, að liðið vildi fá Roberto Baggio til sín. Baggio sagði að hann myndi vera áfram hjá AC milan út keppn- istímabilið, þó svo að hann hafi mest verið á varamannabekk liðs- ins. ■ KEVIN Keegan fór í felur, eft- ir að hann sagði starfí sínu lausu hjá Newcastle. Það voru blaða- menn frá Daily Mirror sem fundu hann um helgina. Keegan er á Flórída ásamt konu sinni og tveim- ur börnum. ■ DENNIS Bergkamp er fimmti leikmaður Arsenal sem er rekinn af leikvelli á stuttum tíma, hinir eru Steve Bould, Tony Adams, Ian Wright og John Hartson. ■ LEIK Sporting Gijon og Real Betis á Spáni var frestað, þar sem þrettán leikmenn Betis voru með flensu, eða meiddir. ■ BOBBY Robson, þjálfari Barcelona, sagði um helgina að hann hefði vel getað hugsað sér að taka við starfi knattspyrnustjóra Newcastle, ef betur hefði staðið á. „Þegar ég tók við Barcelona í ágúst, tók ég við starfí sem ég hafði beðið eftir í átján ár,“ sagði Robson. ■ ROBSON skrifaði undir tveggja ára samning við Barcelona og ætlunarverk hans er að tryggja lið- inu meistaratitilinn á Spáni, sem liðið hefur verið án sl. tvö ár. ■ AUSTURRÍSKI landsliðsmark- vörðurinn Otto Konrad byrjaði ekki vel með Zaragoza á Spáni. Hann mátti hirða knöttinn úr netinu hjá sér eftir þrjátíu sek. Hann fékk fímm mörk á sig þegar liðið tapaði fyrir Atletico Madrid, 1:5. ■ ROBERT Prosinecki, sem Se- villa keypti frá Barcelona, skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir Sevilla, sem vann Oviedo, 2:1. Prosinscki skoraði sigurmarkið á síðustu mín. leiksins. ■ BRASILÍUMAÐURINN And- erson skoraði öll þijú mörk Món- akó, sem vann 2. deildarliðið Le Mans í annarri umferð frönsku bikarkeppninnar, 3:1. Anderson, sem er markahæstur í 1. deildar- keppninni með ellefu mörk, skoraði mörk sín á áttundu, 33. og 39. rflín. ■ DANIEL Passarella, landsliðs- þjálfari Argentínu, hefurteflt fram fimm markvörðun síðan hann tók við landsliðinu. Ignacio Gonzalez lék í markinu gegn Uruguay í und- ankeppni HM og bjargaði Argent- ínu frá tapi, er hann varði meistara- lega skot frá Enzo Francescoli í jafnteflisleik, 0:0. Forysta Juve minnkar ENGLAND: X 1 X X11 121 21 1 X ÍTALIA: 122 X 1 X 1 X X 1122 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.