Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rök íslenzkra sljórnvalda fyrir banni við innflutningi dansks kjöts Segja fúkkalyf í kjöti geta vald- ið lyfjaónæmi Morgunblaðið/Jón Svavarsson FULLTRÚAR danskra stjórnvalda koma af fundi embættis- manna í utanríkisráðuneytinu í gærmorgun. T.h. Klaus Kappel, sendiherra Dana, og t.v. Ernst Hemmingsen, viðskiptafulltrúi danska sendiráðsins. RÖK íslenzkra stjórnvalda fyrir að leyfa ekki innflutning á hráu svína- og fuglakjöti frá Danmörku eru með- al annars notkun fúkkalyfja við kjöt- framleiðslu hjá dönskum bændum, að sögn Guðmundar Sigþórssonar, skrifstofustjóra í landbúnaðarráðu- neytinu. Guðmundur segir að at- hugasemdir danskra stjórnvalda við framkvæmd íslands á GATT-sam- komulaginu verði þó teknar til ræki- legrar skoðunar. Danski sendiherrann og viðskipta- fulltrúi danska sendiráðsins áttu í gærmorgun fund með embættis- mönnum úr utanríkis- og landbúnað- arráðuneytum. Þeir ítrekuðu þar at- hugasemdir Dana við framkvæmd íslands á GATT. Annars vegar telja Danir að uppboð á innflutningskvóta á lágum tollum hækki vöruverð og geri innflutning lítt fýsilegan. Hins vegar telja þeir innflutningsbann á danskar kjötvörur með tilvísan til heilbrigðissjónarmiða ástæðulaust, þar sem danskt kjöt uppfylli heil- brigðisskilyrði og sé flutt út til fjölda ríkja. Emst Hemmingsen viðskiptafull- trúi sagði í samtali við Morgunblaðið að fundurinn hefði verið jákvæður og gagnlegur. „Við lögðum fram spurningar og íslenzk stjómvöld Vatnselgur á vegum í Skafta- fellssýslum Fagradal. Morgunblaðið. MIKIÐ vatnsveður og hlýindi gerði í Skaftafellssýslum í byijun viku. Vatn flæddi yfir þjóðveginn á Mýrdalssandi á tveimur stöðum, en skemmdir urðu ekki miklar. Eihnig rann vatn yfir nýja bráða- birgðaveginn á Skeiðarársandi og varð hann fyrir miklum skemmd- um. Að sögn Gylfa Júliussonar, vegaverkstjóra í Vík í Mýrdal, var orsök flóðanna snögg umskipti frá snjókomu og slyddu í hlýja rign- ingu á aðfaranótt þriðjudagsins. Hann sagði vatnsflauminn hafa verið það mikinn að ræsin sem eru á Mýrdalssandinum tóku ekki nærri við því vatnsmagni, sem þurfti að fara í gegnum þau, þótt þau væru öll opin. Hann sagði að ef vegurinn hefði ekki verið frosinn hefði trúlega munu svara þeim. Við ákváðum að hittast aftur upp úr miðjum febr- úar,“ sagði Hemmingsen. Guðmundur Sigþórsson segir að aðildarríki Heimsviðskiptastofnun- arinnar (WTO) hafi mismunandi fyr- irkomuiag á úthlutun innflutnings- kvóta á lágmarkstolli og séu skiptar skoðanir á því innan stofnunarinnar hvaða fýrirkomulag sé heimilt sam- kvæmt GATT-samkomulaginu. Þau ríki, sem eigi mestra útflutnings- hagsmuna að gæta, séu á móti því kerfí, sem notað sé á íslandi, en önnur telji það réttlátustu leiðina til að úthluta takmörkuðum kvóta til umsækjenda. „Ég sé ekki að inn- flutningur kæmi frá öðrum löndum en hann gerir í dag þótt annað fyrir- komulag væri á þessu, nema tilvilj- anakerfi réði,“ segir Guðmundur. Svæðin með líkasta vernd valin Hann segir að rök íslenzkra stjórn- valda fyrir að leyfa innflutning svína- og fuglakjöts frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi en ekki frá Danmörku séu meðal annars þau að Danmörk og önnur ríki Evrópusambandsins leyfi vaxtaraukandi lyf við kjötfram- leiðslu, þar á meðal fúkkalyf. Land- læknisembættið hafi bent á að slík farið verr. Einu alvarlegu skemmdirnar sem vitað er um urðu á þjóðvegi 214, Kerlingadals- lyf geti valdið lyfjaónæmi hjá mönn- um, sé þau að finna í matvælum. ÉSB leyfir hins vegar ekki hormónagjöf við kjötframleiðslu. Bandaríkin hafa kært til WTO að ESB banni innflutning á kjöti, sem inniheldur hormónaefni. „Það er auð- vitað spurning hvernig það mál fer. Öll slík mál hljóta að verða stefnu- markandi um framkvæmd GATT- reglnanna," segir Guðmundur. Ástæða þess að Svíþjóð og Finn- land, sem eru aðildarríki Evrópusam- bandsins, hafa fengið innflutnings- vegi, en hann fór í sundur við bæinn Höfðabrekku i Mýrdal. Ljósleiðari og símakapall sem leyfi hér er að ríkin hafa enn aðlög- unartíma að heilbrigðisreglum ESB í landbúnaði. „Eftir að innflutningur á hráu kjöti var leyfður var farin sú leið að velja þau svæði, sem voru með líkasta vemd og heilbrigðiskröf- ur og við höfum, bæði hvað varðar hreinleika vöru gagnvart hugsanlegri mengun á borð við salmonellu, og vaxtaraukandi lyfjum," segir Guð- mundur. Hann segir að fleiri ríki en ísland banni innflutning á hráu, dönsku svínakjöti, þar á meðal Ástralía. voru I vegkantinum sluppu óskemmdir en u.þ.b. 10 m skarð kom í veginn. EMI svarar Evrópu- samtökunum Hönnun evró-seðla endurskoðuð FRAMKVÆMDASTJÓRI Pen- ingamálastofnunar Evrópu (EMI) í Frankfurt hefur svarað bréfi íslenzku Evrópusamtak- anna, sem skrifuðu Alexandre Lamfalussy, forseta stofnunar- innar; fyrir stuttu og fóru fram á að Island yrði haft með á Evr- ópukortinu sem á að prýða seðla og mynt evrósins, hins væntan- lega Evrópugjaldmiðils. í verð- launatillögu austurríska hönnuð- arins Roberts Kalina að útliti evró-seðlanna vantar ísland á Evrópukortið. Hanspeter K. Scheller, fram- kvæmdastjóri EMI, skilar í bréfi sínu til Evrópusamtakanna þakk- læti frá Lamfalussy fyrir sýndan áhuga á útliti evró-seðlanna. Framkvæmdastjórinn segir að enn sem komið er sé verðlauna- tillagan aðeins uppkast, sem þurfi að ljúka á næstu mánuðum í samráði við höfundinn. „Endur- gerð Evrópukortsins á seðlunum verður athuguð sérstaklega í þessari framhaldsvinnu. Við átt- um fund með hr. Robert Kalina, verðlaunahönnuðinum, hinn 19. desember 1996 og höfum þegar rætt við hann nauðsynlegar breytingar á hönnuninni," skrif- ar Scheller. Svíar banna spilakassa Líknarfélög meðal þeirra sem reka kassana hér SPILAKASSAR sem gefa af sér peningavinning hafa frá og með áramótum verið bannaðir í Sví- þjóð á þeirri forsendu að þeir séu iðulega undirrót margvíslegra félagslegra vandræða. Spilakassar hér á landi eru m.a. reknir af SÁÁ. Aðspurður hvort þar skjóti ekki skökku við, segir Þórarinn Tyrfingsson, yfir- læknir á Vogi, að vissulega hafi það verið rætt innan stjórnar samtakanna. Þar séu menn sem finnist óviðeigandi að taka þátt í slíku en á hinn bóginn sé þetta réttlætt með því að spilakassar muni hvort sem er verða í land- inu og þá sé eins gott að ágóð- inn renni til góðra málefna. Þórarinn segir að árlega leiti 20-30 einstaklingar til SÁÁ vegna spilafíknar. „Við höfum verið að reyna að þróa meðferð- arúrræði fyrir þá sem fara illa út úr þessu og ég veit að aðilar sem standa að spilakössunum hafa lagt íjármuni til þess verk- efnis“. ■ Spilakassar/16 Morgunblaðið/Jónas Erlendsson KERLINGADALSVEGUR í sundur við bæinn Höfðabrekku í Mýrdal. Framkvæmdastjórn Ferðamálaráðs ályktar Ahyggjur vegna áætlana um virkjanir og stóriðju BLAÐINU í dag fylgir fjögurra síðna auglýsingablað frá Nóatúni. FRAMKVÆMDASTJÓRN Ferða- málaráðs telur að þegar hafi orðið umhverfisslys með tilliti til útlits og staðsetningar stóriðjuvera. í ályktun sem samþykkt hefur verið lýsir stjórnin miklum áhyggjum af afleiðingum áætlana um virkjanir og stóriðjuuppbyggingu sem nú sé unnið eftir hérlendis. í ályktuninni er vísað til niður- staðna kannana Ferðamálaráðs ís- lands og Atvinnu- og ferðamála- stofu Reykjavíkur sem taldar eru sýna að nánast hver einasti erlend- ur ferðamaður telji íslenska náttúru hafa haft mikil áhrif á ákvörðun sína um ferð til landsins. „Áform um umfangsmikla stór- iðju og virkjanir á viðkvæmum stöð- um með tilheyrandi náttúruspjöllum og sjónmengun skjóta því verulega skökku við ímynd landsins meðal erlendra ferðamanna,“ segir í álykt- uninni. Það er skoðun stjórnarinnar að mikils þjóðhagslegs hagnaðar sé að vænta af ferðaþjónustu í framtíð- inni og bendir hún á að gjaldeyris- tekjur af henni nemi nú þegar um 20 milljörðum króna árlega. í niðurlagi ályktunarinnar segir: „Framkvæmdastjórn Ferðamála- ráðs lýsir því miklum áhyggjum af afleiðingum áætlana um virkjanir og stóriðjuuppbyggingu, sem nú er unnið eftir hérlendis og hvetur stjómvöld til þess að samræma þessar áætlanir öllum skilyrðum fyrir áframhaldandi vexti íslenskrar ferðaþjónustu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.