Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 37 FRÉTTIR I I I I I I l I ( ( ( ( ( < ( ( ( ( ( Morgunblaðið/Ásdís MYNDIN var tekin við afhendinjgn á fyrsta neyðarljósinu í leikskólanum Álfaheiði í Kópavogfi f.v.: Rut Jónasdóttir, svæðisstjóri VIS í Kópavogi, Sesselja Hauksdóttir, leikskólafuljtrúi í Kópavogi, Jón Viðar Matthíasson, varaslökkviliðsstjóri, Sigurður Geirdal, bæjarsljóri, og Ólína Geirsdóttir, leikskólasljóri leikskólans við Álfaheiði. Evropsk umhverfis- verðlaun fyrir upplýsingaefni EVROPSKA umhverfisstofnunin (EEA) hefur auglýst eftir um- sækjendum um Prinsaverðlaunin fyrir árið 1997 sem veitt eru fyr- ir gerð kvikmynda og margmiðl- unarverkefna um málefni um- hverfisverndar og sjálfbærrar þróunar. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. maí 1997 og verð- launin verða afhent í Kaupmanna- höfn á alþjóðlega umhverfisdag- inn 5. júní. Prinsaverðlaunin heita eftir verndurum þeirra, þeim Friðrik krónprinsi Danmerkur og Filippus krónprinsi Spánar. í heiðursnefnd verðlaunanna eru Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti ís- lands, Jacques Delors, fyrrverandi framkvæmdastjóri Evrópusam- bandsins, Mikhail Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, Vaclav Havel, forseti Tékklands og Mario Soares, fyrrverandi for- seti Portúgals. Verðlaun eru veitt fyrir þrjá flokka upplýsingaefnis; heimilda- efni (heimildakvikmyndir, fræðslumyndir fyrir börn og full- orðna), leikið efni (kvikmyndir, sjónvarpsmyndir, teiknimyndir) og margmiðlun (geisladiskar og heimasíður á alnetinu). Myndin eða verkefnið á að fjalla um um- hverfismál í Evrópu, nánar tiltek- ið um sjálfbæra þróun, annað hvort almennt um þær hugmynd- ir sem liggja að baki hugtakinu eða um sérstakt vandamál eða verkefni sem liggja að baki hug- takinu eða um sérstakt vandamál eða verkefni sem tengist viðleitn- inni að koma á sjálfbærri þróun. Frekari upplýsingar fást í um- hverfisráðuneytinu og á heimas- íðu EEA: http://www.eea.dk/. VÍS gefur leikskólum neyðarljós VÁTRYGGINGAFÉLAG íslands hefur ákveðið að færa öllum leik- skólum sem tryggðir eru hjá fé- laginu að gjöf neyðarljós til notk- unar í eldsvoða. í fréttatilkynningu frá fyrir- tækinu segir að aðstæður í leik- skólum séu sérstakar vegna þess að börnunum þurfi að hjálpa hveiju og einu komi til neyðará- stands. Slíka aðstoð sé ekki hægt að veita ef skólinn er ljóslaus vegna straumrofs, sem er algengt þegar eldur er laus, en neyðarljós- in munu leysa úr þeim vanda. Fyrsta (jósið var sett upp í leik- skólanum við Álfaheiði í Kópavogi í gær en fulltrúar VÍS munu ferð- ast um Iandið næstu vikurnar og setja þau upp í öðrum leikskólum. -----» ♦ -4--- Ráðgjöf vegna vímu- efnaneyslu SIGRÚN Hv. Magnúsdóttir, félags- ráðgjafi og fyrrverandi forstöðumað- ur vímumeðferðar fyrir unglinga að Tindum á Kjalar- nesi, hefur opnað stofu að Laugavegi 59, 3. hæð (Kjör- garði). Sigrún mun verða með ráðgjöf og stuðning við ein- staklinga, hjón og fjölskyldur, sér- staklega fjölskyldur þeirra unglinga sem eru eða hafa verið í áfengis- og/eða fíkniefna- neyslu. I bígerð er að stofna stuðn- ingshópa fyrir þessar fjölskyldur. Sigrún Hv. Magnúsdóttir útskrif- aðist frá Gautaborgarháskóla í fé- lagsráðgjöf árið 1981. Hún starfaði á félagsmálastofnun á árunum 1981-1987, á dagdeild géðdeildar Borgarspítalans við hópmeðferð í tvö ár og síðan sem forstöðumaður Tinda frá 1990 til 1996. Sigrún byggði þar upp fjölskyldumeðferð, en foreldra- hópar frá meðferðinni starfa enn. Þá hefur Sigrún verið með fyrirlestra fyrir skóla og félagasamtök, meðal annars um vímuefnaeinkenni á ungl- ingum og dæmigerð viðbrögð for- eldra og þjóðfélagsins. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Hv. Magnúsdóttir í heimasíma. Fyrirlestur um aflfræði- lega eigin- leika bergs ÆGIR Jóhannsson heldur opinber- an fyrirlestur á morgun, fimmtu- daginn 23. janúar, sem nefnist: Aflfræðilegir eiginleikar bergs í íslenskum berglagastafla - ákvörðun á tilraunastofu. Fyrir- lesturinn, sem er lokaáfangi náms til meistaraprófs við verkfræði- deild Háskóla íslands, verður hald- inn í stofu 158 í húsi verkfræði- og raunvísindadeildar (VR-Il) við Hjarðarhaga og hefst hann kl. 17.15. „Ægir Jóhannsson lauk CS- prófi í byggingaverkfræði frá verk- fræðideild Háskóla íslands í októ- ber 1994. Hann hóf meistaranám við sömu deild haustið 1995. Hluti af náminu var tekinn við Tæknihá- skólann í Þrándheimi (NTNU). Umsjónarefndina skipa þeir dr. Hreinn Haraldsson, forstöðumaður rannsókna- og þróunarsviðs Vega- gerðar ríkisins, Björn A. Harðar- son ráðgjafarverkfræðingur og Sigurður Erlingsson, dósent við verkfræðideild HÍ, sem einnig er formaður nefndarinnar og aðalleið- beinandi verkefnisins. í fyrirlestrinum verður fjailað um aflfræðilega eiginleika íslensks bergs. Rúmlega fjörutíu berg- kjarnar voru teknir úr borholu sem boruð var í tengslum við gerð jarð- ganga undir Hvalfjörð. Gerðar voru á þeim prófanir þar sem feng- ust upplýsingar um fjaðureigin- leika, hljóðhraða og brotstyrk. Einnig voru kannaðir þenslueigin- leikar leirsýna úr sprungum. Fjall- að verður um aðferðirnar sem not- aðar voru við prófanirnar, niður- stöður þeirra og hvernig þær sam- ræmast öðrum niðurstöðum sem gerðar hafa verið á íslensku bergi," segir í fréttatilkynningu frá HI. Fundur um náttúruvernd og umhverfis- mál FUNDUR verður haldinn í hús- næði Ferðafélags íslands, Mörk- inni 6, í kvöld kl. 20 um náttúru- vernd og umhverfisvernd. „Tilefnið er náttúruverndarþing sem haldið verður 31. janúar og 1. febrúar. Meginmál Náttúru- verndarþings er áhrif orkuiðnaðar á íslenska náttúru sem leiða af núverandi orkunýtingarstefnu. Auk þess að samtökin eigi einn fulltrúa á þinginu er ástæða til að ýta við nokkrum málum með álykt- unum sem lagðar verða fyrir og ræddar á þinginu. Þeir sem vilja láta fjalla um ein- hver málefni á náttúruverndar- þinginu eru hvattir til að koma með skriflegar tillögur að ályktun- um á fundinn, ásamt stuttum greinargerðum og skila þeim í upphafi fundar til fundarstjóra. í umræðum verður ákveðið hvaða tillögur verða fluttar á náttúru- verndarþingi í nafni samtakanna," segir í fréttatilkynningu frá sam- tökum almennings um nátúru- vernd og umhverfismál. Dagskráin er þannig skipuð: samtökunum valið nafn, umfjöllun um tillögur til ályktunar sem lagð- ar verða fyrir náttúruverndarþing, valinn fulltrúi samtakanna til setu á náttúruverndarþingi og önnur mál. Veitingahúsið Skólabrú 5 ára FIMM ár verða liðin frá opnun veitingahússins Skólabrúar 25. janúar. Skólabrú er við samnefnda götu í einu af fegurstu húsum Kvosarinnar, segir í fréttatilkynn- ingu. Húsið var byggt árið 1907 og er því 90 ára um þessar mund- ir. Skúli Hansen matreiðslumeist- ari hefur verið yfirkokkur frá upp- hafi. í tilefni 5 ára afmælisins verður sérstakur hátíðarmatseðill í boði dagana 23. og 25. janúar. Afmæl- ismatseðillinn er eftirfarandi: For- drykkur, kampavín. Gæsalifur „Foie Gras“ á blönduðu skrautkáli með jarðsveppum. Með henni er borið fram kampavín. Kampavíns- soðin fersk smákskata og humar með saframjóma og með er borið fram hvítvín. Blábeijakrap. Skóla- brúarlamb og með því er rauðvín. Mangó-búðingur með karamellu- pecansósu og með því borið fram púrtvín. Kaffi og boðið með því koníak og líkjör. Verð á þessum matseðli er 7.500 kr. og eru vín- föng innifalin í verði. Fyrirlestur um hug og heila HELGE Malmgren, læknir og heimspekingur, flytur erindi á veg- um Siðfræðistofnunar Háskóla Is- lands og Geðlækningafélags ís- lands fimmtudagskvöldið 23. jan- úar kl. 20.15. Fyrirlesturinn verður á ensku og nefnist „Brain and Mind in Philosophy and Psychi- atry“ (Heilinn og hugurinn í heim- speki og geðlæknisfræði). „Helge Malmgren nam læknis- fræði og starfaði um skeið við geðlækningar. Síðar nam hann heimspeki en aðaláhugamál hans og rannsóknarefni á því sviði er heimspeki hugans (philosoph'y of mind). Hann hefur í mörg ár unn- ið með Göran Lindquist að flokkun geðrænna einkenna sem rekja má til líkamlegra sjúkdómsfyrirbæra og hafa þeir ritað bók um efnið. Þá hefur Helge Malmgren í mörg ár kennt læknisfræðilega siðfræði og skrifað kennslubók um efnið,“ segir í fréttatilkynningu. Námskeið í ís- lensku fyrir út: lending’a við HÍ ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Islands mun í samvinnu við skor í íslensku fyrir erlenda stúd- enta, bjóða upp á þijú námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Boðin eru námskeið á þremur stigum: byij- endanámskeið, framhald 1 og 2. í námskeiðunum er lögð megin- áhersla á talað og ritað mál, en samhliða kennd grunnatriði ís- lenskrar málfræði. Námskeiðin standa yfir frá 27. janúar til 29. apríl. Kennt er síðdeg- is, tvisvar sinnum í viku kl. 17.15- 19.45, alls 100 kennslustundir. Þátttökugjald er 39.000 kr. Upplýsingar eru veittar á skrif- stofu Endurmenntunarstofnunar, Tæknigarði, Dunhaga 5. Strandganga á Seltjarnarnesi HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer á miðvikudagskvöldið frá Hafnar- húsinu kl. 20 út með ströndinni og yfir í Bakkavör á Seltjarnar- nesi, síðan með ströndinni fyrir Suðurnes. Val um að ganga til baka eða fara í SVR. Allir vel- komnir. Meistaraprófs- fyrirlestur á vegum HÍ ROBERT Skraban heldur meist- araprófsfyrirlestur fimmtudaginn 23. janúar kl. 16 að Grensásvegi 12. Fyrirlesturinn nefnist: „Vaxt- arhindrandi væki í mæði-visnu veiru.“ í fréttatilkynningu segir: „Mæði- visnu veirur valda algengum sjúk- dómi í sauðfé um allan heim. Sjúk- dómnum var fyrst lýst hérlendis en honum hefur nú verið útrýmt á íslandi. í rannsókn þessari var erfðafræðilegum aðferðum beitt til að varpa ljósi á ónæmissvar gagn- vart mæði-visnu veirum. Veiran er náskyld HlV-veirunni og rannsókn- ir á henni geta m.a. aukið skilning okkar á alnæmi." Verkefnið var unnið á Tilrauna- stöð Háskólans í meinafræði á Keldum. Breytt dagskrá hjá Nýrri dögun MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Nýrri dögun: „Vegna óviðráðanlegra orsaka breytist dagskrá Nýrrar dögunar fram á vor og verður sem hér segir: 23. janúar: Opið hús, 6. febrúar: Sorg og sorgarviðbrögð - sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, 20. febrúar: Opið hús, 6. mars: Sjálfsvíg - Sig- mundur Sigfússon, geðlæknir, 20. mars: Opið hús, 3. apríl: Vinamiss- ir - Guðfinna Eyldal, sálfræðing- ur, 10. apríl: Aðalfundur, 17. apríl: Opið hús, 15. maí: Barnamissir - Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur og 29. maí: Opið hús. Við minnum á að fyrirlestrar og opin hús eru haldin í Gerðubergi kl. 20 og eru allir velkomnir." Samkirkjuleg bænavika Samkoma í Kristskirkju NÚ STENDUR yfir samkirkjuleg bænavika og verður af því tilefni samkoma í kvöld, miðvikudag 22. janúar, í Kristskirkju í Landakoti og hefst hún kl. 20.30. Biskup kaþólsku kirkjunnar á íslandi, dr. Johannes Gijsen, flytur predikun og kór og organisti kirkj- unnar flytja tónlist. Fulltrúar safn- aðanna lesa ritningarorð. Allir velkomnir. ^ Sólarkaffi ísfirðingafé- lagsins NÚ ÞEGAR sól tekur að teygja geisla sína yfir brúnir fjalla blárra og verma eyrina við Skutulsfjörð, eins og segir í fréttatilkynningu, gengst ísfirðingafélagið í Reykja- vík að venju fyrir sínu árlega Sólar- kaffi sem að þessu sinni verður drukkið laugardagskvöldið 25. jan- úar nk. á Hótel Islandi. Hefðbundin dagskrá verður að venju með ijúkandi kaffi og ijómapönnukökum. Hátíðarræðu flytur að þessu sinni Halldór Her- mannsson skipstjóri. ísfirskir skemmtikraftar koma fram, söngv- arar og grínistar og stiginn verður dans til kl. 3 að nóttu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.