Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 B 5 en töluvert langt er síðan ég gerði mér grein fyrir því að það þjónar engum tilgangi að agnúast út í fólk. Það bitnar aðeins á manni sjálfum og því hef ég reynt að fyrirgefa fólki sem hefur farið með rangt mál um mig. Lífið er svo stutt að það tekur því ekki að ergja sig þó að maður heyri hitt og þetta um sig. Ævin endist ekki til að vera vondur út í aðra og því er mikið og stórt atriði að kunna að fyrirgefa verði mönnum á. Það er nú einu sinni svo að öllum verður okkur einhvern tíma á og þá eiga menn að fá að biðjast afsökunar og fá að byrja upp á nýtt. Eg þekki engan sem hefur ekki gert eitthvað af sér og ég er einn af þeim.“ Fjölskyldan traustur hlekkur BIKARSIGUR HAUSTIÐ 1978 fögnuðu George Kirby og Gunnar fyrsta sigri ÍA í bikarkeppninni en Skagamenn höfðu áður leikið átta sinnum til úrslita án sigurs. kunningja var sterk og ég stóðst hana ekki. Sigurður Lárusson hafði verið með liðið og gert góða hluti. Hann er einn mesti dreng- skaparmaður sem ég hef kynnst og góður vinur minn, en þá var tekin ákvörðun um að fá Kirby aftur. Við vorum með marga unga og efnilega leikmenn, valinn mann í hverju rúmi, og eg taldi að ég væri að gera rétt með því að ráða Kirby, að hann gæti kennt þeim mest, en sennilega voru þetta mestu mistök- in sem ég hef gert. Fall var óumflýjanlegt og Kirby var leystur frá störfum áður en tíma- bilið var úti. Eg hef heyrt að þá hafi mörgum fundist að ég ætti að segja af mér en enginn hafði kjark til að segja það við mig og ég var ákveðinn í að halda áfram. Eg sá hvað bjó í liðinu og þótt það hljómi sem mont tel ég að liðið hefði átt skilið að vera um miðja deild. Þetta er ekki einsdæmi því oft virðist sem það liggi fyrir liðum að tapa eða falla. Annars hef ég oft spurt mig hvað ég sé að fórna mér i þetta, sérstaklega eftir ljótar greinar um mig eða þegar ég hef lent í ágreiningi við leikmenn vegna félagaskipta til útlanda og þegar hlutirnir hafa verið per- sónugerðir. Þá hefur viðkvæðið verið að ég væri að gera þetta og hitt en ekki félagið. Mér hefur verið kennt um hlutina, „Gunnar yæður öllu“ hefur verið tónninn. A slíkum stundum hef ég spurt sjálfan mig: „Hvað ertu að gera? Af hverju ertu ekki heima og slappar af í stað þess að standa í þessu“? En svo koma dagar eins og þegar bikarmeistaratitill er í höfn eða leikur eins og við KR í haust og þeim íýlgir svo mikið súrefni að maður lifir á því í marga mánuði. Þetta er eins og að landa góðum laxi.“ Nýtt líf Fallið í 2. deild haustið 1990 gerði það að verkum að Skagamenn gátu hlaðið rafhlöðurnar á ný með þeim árangri að þeir hafa nánast verið ósigrandi á knattspyrnuvellinum síðan auk þess sem komið hefur ver- ið upp glæsilegustu aðstöðu landsins fyrir knattspyrnumenn. „Enn einu sinni settumst við niður og hugsuðum til framtíðar og í kjöl- farið hófst uppbygging vallanna og bygging félagsmiðstöðvarinnar en þetta leiddi meðal annai-s til stofn- unar stuðningsmannafélagsins í Reykjavík. Allir voru tilbúnir að leg- gja hönd á plóginn og í raun er lygi- legt hvað ýmsir verktakar lögðu á sig, jafnvel þótt þeir hefðu aldrei spilað fótbolta. Þórður Þórðarson var drýgstur en eins má nefna fyrir- tækið Skófluna, Helga Þorsteinsson og fleiri. Menn hrifust af ákafanum og allir vildu vera með, jafnt ein- staklingar sem fyrirtæki. Við Har- aldur tókum að okkur að ljúka við félagsmiðstöðina, sem var þá fokheld, og gerðum það á 30 dögum en í raun gerðum við ekki annað en sópa og taka til á kvöldin. Magnús Ólafsson arkitekt hannaði þetta fyr- ir okkur en síðan kom hver iðnaðarmaðurinn á fætur öðrum, menn eins og Ríkharður Jónsson og Þórður Árnason, og gerði það sem gera þurfti, leggja í gólf, innrétta og mála en allt var þetta unnið í sjálfboða- vinnu.“ Þessi tímamót eru ofarlega í huga Gunn- ars. „Endalok samstarfsins við Kirby voru mikið áfall fyrir mig. Eg gekkst í það að fá hann en þegar svona fór velti ég því fyrir mér hvort ég ætti að hætta en ákvað að gef- ast ekki upp. Þrátt fyrir allt fannst mér við vera á réttri braut og tíminn hefur leitt í ljós að við höfðum gott af því að falla. Framganga liðsins skipti öllu og áður en tímabilinu lauk hafði ég samband við Guðjón Þórðarson og færði í tal við hann að hann tæki við liðinu. Síðan hittumst við, áttum fjögurra tíma kvöldverðarfund hérna niðri á hóteli, þar sem við skipulögðum nánustu framtíð, bund- umst fastmælum um að við ætluðum að vinna saman og ákváðum hvernig við ætluðum að gera það. Þarna lögðum við grunninn að því sem kom í kjölfarið og ekki sér fyrir endann á.“ Fyrirgefning mikilvæg kki hefur beint verið lognmolla í kringum Gunnar og oft hefur hann verið hvassyrtur, jafnvel óréttlátur, en hann sagðist hafa lært af mistökunum. „Eg hef gert marga vitleysuna í einkalífinu og í sambandi við fótboltann og oft verið óvæginn, einkum í garð dómai'a, en þetta er framkoma sem ég hef séð mjög mik- ið eftir og hefði betur sleppt. Þessa hluti hef ég reynt að bæta upp með því að vinna betur. Sjálfur hef ég líka orðið fyrir mjög óvæginni gagnrýni manna á meðal og í fjölmiðlum, gagnrýni sem hefur oftast byggst á rangind- um, en ég hef lært að reyna að leiða slíkt hjá mér því ég veit að ég reyni alltaf að gera hlutina eins vel og ég get. Margir eru hissa á því að ég skuli tala við eða heilsa fréttamönn- um og öðrum sem hafa reynt að sverta mig Trommari í Dúmbó og Steina GUNNI bakari tekur stundum lag- ið þegar sá gállinn er á honum en tónlist var helsta áhugamál hans á árum áður. „Eg var töluvert í tónlistinni á yngri árum og var í hljómsveit í barnaskólanum þegar ég var átta ára sem leiddi til þess að ég fór að spila í skólalúðrasveitinni og var einn af stofnendum hljómsveitar- innar Dúmbó og Steina en með henni lék ég á trommur í um átta ár. Við vorum upp á okkar besta þegar Bítlarnir byrjuðu og nutum mikilla vinsælda. Þetta var ofboðs- lega skemmtilegur tími, en við fór- um meðal annars í hringferð um landið og spiluðum sérstaklega mikið í Borgarfirði. Ég eignaðist fína vini sem ég á enn og sú vinátta hefur verið mér mikils virði.“ Hljómsveitin Dúmbó og Steini frá Akranesi naut vinsælda um árabil og hér eru liðsmenn hennar í góð- um gír. Frá vinstri: Sigursteinn Hákonarson, Trausti Finnsson, Jón Trausti Hervarsson, Finnbogi Gunnlaugsson, Sigurður Guð- mundsson, Gunnar Sigurðsson og Ásgeir Guðmundsson. ar til á liðnu ári var Gunnar kvæntur Asrúnu Baldvins- dóttur og eiga þau tvö börn, Örn, sem er lögfræð- ingur á Akranesi, og Ellu Maríu, sem er í viðskipta- fræði við Háskóla íslands. Gunnar sagði að án þemra hefði hann aldrei getað sinnt félagsmála- starfinu. „Þetta starf hefði aldrei gengið upp án þein-a enda eru þau öll mjög tengd knatt- spyrnunni sem sést best á því að Örn er orð- inn varaformaður Knattspyi'nufélags IA, Ella María var í boltanum og Asrún hefur mjög mikinn áhuga á velgengni knattspyrnu- liðs okkar. Heimilið hefur alla tíð verið hálf- gert gistiheimili fyrir þjálfara og leikmenn, sem við höfum fengið annars staðar frá. Þetta hafa oft verið einskonar heimalningar hjá okkur." Framtíðin björt Það hefur sýnt sig á Akranesi sem annars staðar að maður kemur í manns stað og Gunnar er bjaitsýnn á framhaldið hjá í A. ,úHcranes verður eitt af þremur bestu lið- um landsins í nánustu framtíð og ég sé ekk- ert sem getur komið í veg fyrir það en þótt við verðum í fremstu röð er ekki hægt að krefjast þess að liðið verði ávallt Islands- meistari. Hins vegar hef ég vissar áhyggjur af íslenskri knattspyrnu. Eg var landshluta- fulltrúi hjá KSI og síðan í 14 ár í fram- kvæmdastjórninni en síðan finnst mér lítið sem ekkert hafa breyst hjá landsliðinu þótt við hefðum ekki fundið upp hjólið. Það þarf að taka upp breytt vinnubrögð og ég held að viku til 10 daga æfingabúðir að Laugarvatni eða öðrum góðum stað á ákyeðnum tíma á vorin séu það sem koma skal. I svona æfinga- búðum er tilvalið að stilla saman strengina í afslöppuðu umhverfi, ná upp stemmningu, og mikilvægt er að fjölskyldur leikmanna séu með. Leikmenn eru almennt í mjög góðri æf- ingu og þurfa ekki að æfa reitabolta í marga daga fyrir leik. Þess vegna er nóg að koma saman daginn fyrir heimaleik og mæta á leikstað erlendis daginn fyrir leik eins og flest landslið Evr- ópu eru farin að gera. Rétt eins og meistaraflokkur IA er flaggskip fé- lagsins stendur KSÍ og fellur með A-landsliði kai'la. Því á að gera allt sem hægt er fyrir landsliðið og ef með þarf verður að skera niður hjá öðrum liðum. Það má hvergi spara þar sem landsliðið á í hlut.“ Ekkert tómarúm Mikill erill hefur fylgt starfinu hjá ÍA og sjálfsagt hafa fáir kynnst því að tala við Gunnar í einrúmi í ein- hvern tíma án utanaðkomandi trufl- unar. Þetta kemur upp í hugann eft- ir samverustundir okkar að þessu sinni í algjöru næði á heimili hans. „Þetta er vissulega breyting því í raun höfum við verið að rifja upp sögu knattspyrnunnar á Akranesi og hlutdeild allra sem koma að máli en vissulega hefur mikið gengið á á umræddu tímabili. Eg tel mig hepp- inn að hafa fengið að vera með í þessari sögu en þessum kafla er lok- ið og það er ekkert tómarúm hjá mér, enginn kvíði. Ég sit í bæjarráði sem er mjög skemmtilegur hópur með Gísla bæjarstjóra Gíslason í broddi fylkingar og þar er mikil vinna unnin en ég vona að þrennt gerist: Að ég geti gefið Olís meiri tíma, pólitíkinni meiri tíma og sjálf- um mér meiri tíma, sem er aðalat- riðið. Ég held að ég hafi gott af öllu þessu þrennu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.