Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 B 21 Lyfjafræðingur Lyfjanefnd ríkisins óskar eftir lyfjafræðingi til starfa. Um fullt starf er að ræða. Mikil- vægt er að viðkomandi hafi gott vald á ensku og Norðurlandamáli. Umsóknir, ásamt afriti af starfsréttindaskír- teini, prófskírteini og upplýsingum um fyrri störf sendist til Lyfjanefndar ríkisins, Eiðis- torgi 15, pósthólf 180, 172 Seltjarnarnes, fyrir 20. febrúar 1997. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefur Rannveig Gunnarsdóttir á skrifstofu nefndarinnar í síma 561 2111. Reykjavík, 31. janúar 1997. Lyfjanefnd ríkisins. Viltu starfa við daggæslu barna íheimahúsi? Dagmóðir - Dagpabbi Frá og með 1. febrúar til 1. apríl 1997 er hægt að sækja um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi f Reykjavík. Æskilegt er að viðkomandi geti starfað allan daginn. Skilyrði til leyfisveitinga eru m.a.: - Umsækjandi skal vera orðinn 20 ára. - Hafa lokið 60 klst grunnnámskeiði fyrir dagmæður/dagfeður eða hafa aðra upp- eldismenntun. - Skila skal læknisvottorði og sakavottorði. - Húsnæði og útivistaraðstaða skal vera full- nægjandi Grunnnámskeið fyrir þá sem þurfa, verður haldið í apríl og maí næstkomandi. Kennt verður tvö kvöld í viku. Skráning fer fram um leið og sótt er um leyfi. Takmarkaður fjöldi. Þeir sem hafa áhuga á að fá leyfi til dag- gæslu f heimahúsi, vinsamlegast hafi sam- band við daggæsluráðgjafa Dagvistar barna til nánari upplýsinga í síma 552 7277. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277. Rafmagnstækni- fræðingur - raf- magnsverkfræðingur Staða tæknimanns á umdæmisskrifstofu RARIK í Stykkishólmi er laus til umsóknar. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi opin- berra starfsmanna. Starfssvið • Hönnun raforkukerfa • Áætlanagerð • Kerfisskráningar • Viðhald tölvuteikninga Menntunar- og hæfniskröfur • Tæknifræði- eða verkfræðimenntun af sterkstraumssviði • Æskilegt er að umsækjendur hafi sveins- próf í rafvirkjun eða reynslu af rafveitu- störfum • Góð þekking á CAD-vinnslu • Góðir samstarfshæfileikar og skipulögð vinnubrögð • Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt Nánari upplýsingar veita Erling GarðarJónas- son og Björn Sverrisson í síma 438 1154. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir fyr- ir 14. febrúar nk. Rafmagnsveitur ríkisins, Hamraendum 2, 340 STYKKISHÓLMUR. AKUREYRARBÆR Bæjarskrifstofur Laust til umsóknar starf fulltrúa. Starfið er fólgið í umsjón með íbúaskrá bæjar- ins, bréfa- og skjalaskráningu, afgreiðslu og upplýsingaráðgjöf. Krafist er menntunar á viðskiptasviði eða reynslu í skrifstofustörfum. Tilskilið er að við- komandi sýni reglusemi og nákvæmni í starfi og lipurð í mannlegum samskiptum. Laun skv. kjarasamningi STAK og launanefnd- ar sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið gefa bæjarritari og starfsmannastjóri í síma 462-1000. Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild Akureyrarbæjar í Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 13. febrúar 1997. Starfsmannastjóri. EIIIIIIIIIII IIIIKIESBÍ! Illllllllll Háskóli íslands Frá námsbraut í hjúkrunarfræði Við námsbraut í hjúkrunarfræði Háskóla ís- lands er laust til umsóknar 50% starf deild- arstjóra. í starfinu felst m.a. skipulagning og samskipti við stofnanir vegna verknáms nemenda á hinum ýmsu námsárum og um- sjón með gerð stundaskrár. Yfirmaður starfs- mannsins verður formaður stjórnar náms- brautarinnar. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í starfið frá 1. mars næstkomandi. Krafist er góðrar tölvukunnáttu auk mikilla skipulags- og samskiptahæfileika. Háskóla- menntun er æskileg en ekki nauðsynleg. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- ráðherra og Félags háskólakennara eða fjár- málaráðherra og Starfsmannafélags ríkis- stofnana. Frekari upplýsingar veitir Kristín Björnsdótt- ir, formaður stjórnar námsbrautar í hjúkrun- arfræði, í síma 525 4978. Umsóknir ásamt ítarlegri greinargerð um menntun og fyrri störf skulu sendar starfs- mannasviði Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu 1,101 Reykjavík, fyrir 18. febr- úar. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vegna aukinna verkefna á Véla- og vörubifreiðaverkstæði og vara- hlutalager okkar, vantar fólk til starfa. Verksvið á verkstæði: Viðgerðir á vélbúnaði m.a. frá Caterpillar, Ingersoll Rand og viðgerðir á Scania vörubif- reiðum. Við óskum eftir umsóknum frá: • Bifvélavirkjum. • Vélfræðingum. • Vélvirkjum. Verksvið í varahlutadeild: Móttaka, frágangur og afgreiðsla varahluta. Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja reynslu af störfum á vörulager. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá síma- vörslu Heklu hf. og skal umsóknum skilað til þjónustustjóra véladeildar. Nánari upplýsingar gefa þjónustustjóri eða verkstjóri véla- og vörubifreiðaverkstæðis og verslunarstjóri varahlutaverslunar. Umsóknarfrestur er til 12. febrúar nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. HEKLA Laugavegi 170-174. Gjaldkeri Stofnun í miðborg Reykjavíkur óskar eftir að ráða starfsmann, karl eða konu, til gjaldkera- starfa ásamt skráningu gagna á töivu. Ráðningin er tímabundin en möguleiki á framtíðarstarfi. Umsóknum sé skilað til afgreiðslu Mbl., fyrir 6. febrúar, merktar: „G - 130“. Norræna samtíma- listarstofnunin Norræna samtímalistarstofnunin í Helsinki er ný stofnun, er heyrir undir Norrænu ráð- herranefndina, er mun sjá um sýninga- og upplýsingastarfsemi, gefa út listatímaritið SIKSI og starfrækja gestastúdíó fyrir lista- menn. Þeir sem munu njóta þjónustu stofn- unarinnar og starfa með henni verða fyrst og fremst atvinnumenn úr listalífinu innan jafnt sem utan Norðurlandanna. Stjórnunarlegur samræmandi Meðal verkefna er að sjá um hefðbundin stjórnunarstörf stofnunarinnar og aðstoða alla þá er taka þátt í starfi stofnunarinnar. Samræmandinn mun aðstoða forstöðumann í málum er varða fjárhag, stjórn og Norrænu lista- og listiðnaðarnefndina, sem er norr- ænn sérfræðingahópur. Sá er ráðinn verður í starfið verður að búa yfri góðum stjórnunarhæfileikum og eiga auðvelt með að vinna með nýja upplýsinga- tækni. Jafnframt verður hann að eiga auð- velt með að vinna í hóp með öðrum og vera með þróaða þjónustuhæfileika. Lifandi áhugi á samtímalist og þekking á listalífinu skiptir miklu máli. Umsækjendur verða að hafa há- skólamenntun eða samsvarandi. Góðrar enskukunnáttu og þekkingar á einu eða fleiri norrænum tungumálum er krafist. Samræmandi fyrir þjónustustarf- semi stofnunarinnar Stofnunin á að samræma og miðla upplýsing- um um samtímalist og listalífið á Norðurlönd- unum. Samræmandinn mun móta og sjá um innri uppbyggingu stofnunarinnar á sviði upplýsingatækni, þar á meðal starfsþjálfun annarra starfsmanna. Samræmandinn ber ábyrgð á ýmsum þjónustuþáttum (heimilis- fangalista, samskiptamiðlun, samræmingu upplýsingagrunna á Norðurlöndunum o.s.frv.) og skal tryggja framgang verkefna (út- gáfu, ráðstefna, samvinnu við listamenn o.s.frv.). Aðstoðarmaður verður ráðinn til starfa síðar. Viðkomandi verður að hafa mjög haldgóða þekkingu á nútíma upplýsingatækni, góða hæfileika til að starfa og tjá sig í hóp með öðrum, sem og þróaða þjónustuhæfileika og stjórnunarhæfileika. Krafist er umfangsmik- illar fræðilegrar og praktískrar reynslu af nútímalist og listalífi. Umsækjanda ber að hafa lokið háskólaprófi eða hafa sambæri- lega menntun. Góðrar enskukunnáttu og þekkingar í einu eða fleiri norrænum tungu- málum er krafist. Um bæði störfin á við að viðkomandi yrðu að geta hafið störf sem fyrst eftir 1. mars 1997. Við tökum við starfsumsókn þinni, sem þú orðar eftir eigin höfði, ásamt æviágripi, fram til 14. febrúar 1997. Umsóknir ber að senda á eftirfarandi heimil- isfang: Nordisk Institut för Samtidskonst, Sveaborg B-28, FIN-00190 Helsingfors, Finland. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá for- stöðumanni stofnunarinnar, Anders Kreu- ger, í síma 00358 9 66 85 46 og hjá stjórnar- formanninum Per Bj. Boym, forstöðumanni Samtímalistasafnsins í Ósló, í síma 0047 22 33 58 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.