Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ San Francisco er ein fallegasta borg í heimi, segja þeir sem telja sig hafa næga þekkingu á alheimsfegurð. Hanna Katrín Friðrik- ---------^-----*------------------------------------------------ sen og Asdís Asgeirsdóttir ljósmyndari, sem voru þar á ferð síð- astliðið haust áttu ekki erfítt með að taka þessa fullyrðingu trúan- lega. Fegurðin felst í landslaginu, byggingum, sögunni og síðast en ekki síst fjölbreyttu mannlífí og margvíslegum menningaráhrifum. ÞESSI Iitli snáði naut lífsins á hringekju við eina af bryggjunum fjölsóttu á Fisherman’s Wliarf. AF 600 kapalvögnum sem runnu um götur borgarinnar fyrir jarðs * IBORGINNI við flóann blandast áhrif ólíkra menningarheima, í norðri er Seattle, Kanada og Alaska. í austri Salt Lake City, Denver og Kansas City. Los Angel- es, San Diego og Mexflíó eru í suðri og vestrið geymir Sidney, Singa- pore og Manila, Hong Kong, Tævan og Tókíó. Allir þessir staðir eiga talsmenn í San Franciseo og því gætir þar menningaráhrifa sem eru jafn mörg og margvísleg og nágrannarnir. Sátt og samlyndi eru einkunnarorð- in, borgin geymir margar vistarver- ur þar sem hver unir sáttur við sitt. Þessi fallega borg teygir sig ekki yfir stórt landsvæði á bandarískan mælikvarða. Byggingar San Francisco þekja litlu stærra svæði en Manhattan-hverfí í New York. Ibúar sjálfrar borgarinnar eru um átta hundruð þúsund, en hið víð- feðma flóasvæði er heimili um fímm milljóna manna. Beðið eftir skjálftanum Innfæddir, og flestir íbúar San Francisco vilja telja sig innfædda, segja það sérstöðu borgarinnar að hafa enga sérstöðu. London er óumdeilanlega ensk borg, París frönsk, Róm ítölsk og Peking er kínversk. En San Francisco hvílir ekki á neinum ákveðnum grunni. Hún er engum öðrum borgum lík, tekur nýjungum fagnandi og ríg- heldur ekki í það sem einu sinni var. Saga borgarinnar er líkt og í mörg- um lögum, sem liggja hvert ofan á öðru án þess að blandast að ráði. Þannig er San Francisco nútímans gjörólík einni helstu bækistöð þandaríska sjóhersins í síðari heimsstyrjöld, jarðskjálftaborginni 1906 eða San Franeisco á tímum gullæðisins mikla. Neðsta lagið sker sig þó á ein- stakan hátt frá öllum öðrum. Frá því áður en nokkur maður bjó við flóann, í raun frá því áður en flóinn myndaðist, áður en nokkur var þama til að óttast jarðskjálftahætt- una sem vofir yfir San Francisco- búum alla daga. Vofír þarna og verður hluti af lífi fólks, skelfileg en samt spennandi og eftirsóknarverð á einhvern einkennilegan hátt. Kannski finnur það samkennd hjá fámennri þjóð á eldfjallaeyju norð- ur í Atlantshafi. San Andreas-misgengið er undir San Francisco-flóa, hluti af hinu mikla jarðskjálftasvæði Kyrrahafs- ins þar sem um 80% jarðskjálfta í heiminum eiga upptök sín. Þann 18. apríl 1906 skók heljarinnar jarð- skjálfti svæðið við flóann, um fimm hundruð manns létust og stór hluti borgarinnar eyðilagðist í skjálftan- um og eldi sem honum fylgdi. Sam- kvæmt sögunni verða risajarð- skjálftar á um eitt hundrað ára fresti. Því lengra sem líður frá hin- um síðasta, því styttra er í þann næsta. Gullæði og Golden Gate Indíánar bjuggu við flóann nær óáreittir af Evrópumönnum til árs- ins 1776. Þá settust Spánverjar þar að, vildu líkast til vera á undan Bretum sem lögðu undir sig sífellt meira af landsvæðinu vestra. Spán- verjar áttu hins vegar í erfiðleikum í Norður-Ameríku og þessi nýja ný- lenda þeirra varð ekki langlíf. Árið 1821 lýsti Mexíkó yfir sjálfstæði frá GOLDEN Gate-brúin er helsta einkenni San Francisco. Við opnun hennat- árið 1937 varð bylting í s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.