Morgunblaðið - 20.02.1997, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 20.02.1997, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 35 AÐSEIMPAR GREINAR Málþing um öldungadeildir í JANÚAR 1972 birtist í Morgunblað- inu tilkynning frá Menntaskólanum við Hamrahlíð um kvöldn- ámskeið fyrir fullorðið fólk sem kysi að afla sér menntunar og rétt- inda stúdentsprófs. Skólinn hafði fengið heimild og aukafjár- veitingu ráðuneytis til þessarar nýbi'eytni og var búist við að um 50-60 manns þæðu boðið. Á fyrsta innrit- unardegi kom hins vegar í ljós að þörfin var stórlega vanmetin því hátt á þriðja hundrað manns mættu til innritunar. Nú voru góð ráð dýr en ráðuneytið veitti meira fé og var engum vísað frá. Öld- ungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð var þar með hleypt af stokkunum og mikilvægt skref tek- ið í íslenskri skólasögu. Þeir voru fullir eftirvæntingar og áhuga fyrstu öldungamir sem innrituðu sig og þakkláttir fyrir þetta tækifæri sem sumir hveijir höfðu beðið lengi eftir. Áhugasöm- um ijölgaði ört þar til þeir voru komnir hátt á sjöunda hundrað. Meðaltal undanfarinna 15 ára hef- ur þó verið öllu lægra eða fimm til sex hundruð á önn. Jafnframt hefur meðalaldur öldunga lækkað. Á þeim 25 ámm sem öldungdeildin hefur starfað hafa 1.367 stúdentar verið brautskráðir, 944 konur og 429 karlar og sýnir það nokkum veginn kynjahlutfall innritaðra í gegnum árin. Aldrei hefur þó verið mulið und- ir þetta áhugasama námsfólk. Upp- haflega var litið á námið sem „að- stoð við heimanám“ og fengu öld- ungar helmingi færri kennslu- stundir á hveija námseiningu en tíðkaðist í dagskólanum. Þetta reyndist ekki vel í öllum greinum og var kennslustundum því fljót- lega fjölgað um eina í raungreina- og stærðfræðiáföngum. Auk þess að fá minni kennslu var ekki sett hámark á hópastærð og oft var 50-70 manns kennt í einni kennslu- stofu eða þar til hvert sæti var skipað — að gluggakistunni með- talinni. Vitaskuld setti þetta kennslufræðinni ákveðin takmörk. Því varð vart viðkomið að veita hveijum og einum sérstaka þjón- ustu enda fyrirlestrarformið ráð- andi. Veruleg bragarbót var síðar gerð á þessu og hópum skipt til að koma við hentugri kennsluað- ferðum. Sömuleiðis var kennslu- stundum fjölgað í áföngum þar sem nauðsyn rak til. Ákveðið var frá upphafi að öld- ungar skyldu taka þátt í greiðslu námskostn- aðar svo ekki innrituð- ust aðrir en þeir sem raunverulega ætluðu sér í nám. Fljótlega var ákveðið að þeir skyldu greiða sem næmi allt að þriðjungi kennslu- kostnaðar og er við það miðað enn í dag. Ekki hefur reynst erfitt að fá hæfa kenn- ara til kennslu í öld- ungadeild enda til- breytingin góð frá dagskólakennslunni, nemendurnir alla jafna enn áhugasamari og kennslan betur borguð. Á síðustu árum höfum við sem störfum við öldungadeildina fundið Ákveðið að efna til málþings í MH um öldungadeildir þann 22. febrúar, segir Sverrir Einarsson, undir kjörorðinu „svo lengi lærir sem lifir.“ fyrir vissum breytingum á þörfum, getu og áhugasviði öldunga. Stefn- an á stúdentspróf er ekki jafn ein- dregin og áður. Menn innrita sig til náms af margþættari hvötum nú en áður og fýsir okkur mjög að fá um þessi mál meiri og betri vitneskju. Í janúar 1992 var skipuð fulltrúanefnd kennara og öldunga undir forsæti rektors. Nefndin skyldi kanna hug öldunga til skóla- starfsins í heild og koma með tillög- ur að breytingum þar sem ástæða þætti til. Ætlunin var að kynna þessar niðurstöður á ári símenntun- ar 1996 enda vel við hæfi þar sem athygli manna beindist að símennt- un, endurmenntun og þeim mann- auði sem fólgin er í frekari mennt- un. Ekki reyndist það unnt en nú er ákveðið að efna til málþings í Menntaskólanum við Hamrahlíð um öldungadeildir undir kjörorðinu „svo lengi lærir sem lifir“ þann 22. febr- úar nk. Þar verður skýrsla nefndar- innar í brennidepli og umræður um hvemig skólinn geti aðlagað sig breyttum háttum og áhugasviðum öldunga. Allir em velkomnir til þátt- töku og em öldungar og kennarar við deildina fyrr og síðar sérstaklega hvattir til að mæta. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Sverrir Einarsson Tölvuþjálfun Windows • Word • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Fjárfestu í framtíöinnil Tölvuskóli íslands Höfðabakka 9 • Sími 567 1466 Hercules HOGGDEYFAR Höfum úrval höggdeyfa í margar gerðir bifreiða. Leiðbeinum einnig við val á höggdeyfum í breyttar bifreiðar. / Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum okkar í síma 588 2550. BílavörubúÖin FJÖDRIN I fararbroddi SKEIFUNNI2,108 REYKJAVÍK SÍMI 588 2550 n x ísland að vetri býður upp á fjölmarga möguleika til afþreyingar og skemmtunar. Skíðaferðir, fjallaskoðun, listalíf, matur, menning og skemmtun. Flugleiðir innanlands bjóða flug, gistingu, skemmtun og ævintýri á einstöku Gjugg-verði fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki. n Lífgaðu upp á tilveruna í vetur og skelltu þér í ógleymanlega helgarferð til Akureyrar með Flugleiðum innanlands. & -Aaieyn-IMðavÍt jí & 14.130 $: S •Flugframogtilbaka. • Gisting í 2 nætur með 5 morgunverði. *§ • Afsláttarhefti og flugvall- arskattur innifalinn. Verð pr. mann. Akureyrí SKEMMT Gjugghslgin 28. febrúartil 2. mars Daðurhelgi ** Landsmenn eru sérstaklega velkomnir á Daðurhelgi 28. " febrúartil 2. mars. Sérstök dagskrá tengd daðri og munaði - alltfrá japönskum baðhúsum að miðnætur- skíðum, Kossum og kúlissum. & y Taktu eftir: - fegurð Eyjafjarðar fölnar ei - frábært færi, fjör og læti í Hlíðarfjalli - Listagil, leikhús, myndlist, tónlist, krár og KEA - næturlíf - líflegt og spennandi - fiallaferðir, ieppar, vélsleðar, dorg og sjóstöng - sumar - handbolti, djass, verslanir, skautar og veislumatur - Lystigarður, Kjarnaskógur, sund og sæla - dekrað og daðrað með norðlenskum áherslum! «»IKA»SFÍUGIB ,bi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.