Morgunblaðið - 20.04.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.04.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1997 B 15 HALLDÓR Einarsson ljósmyndari starfrækir ljósmyndastofuna Skyndimyndir. Hann hefur spilað á básúnu í Lúðrasveitinni síðan 1947. „Ég fæddist á Akranesi árið 1926 og flutti hingað til Reykjavík- ur 1945, nítján ára. Ég fór að læra iðn og endaði í ljósmyndun. Þá var mér ráðiagt að ef maður ætlaði að læra á hljóðfæri ætti maður að læra einhverja iðn til að hafa í bakhöndinni." — Ferð þú þá í tónlistarskóia eftir að þú flytur til Reykjavíkur? „Já, í Tónlistar- skóla Reykjavík- ur sem þá var. Það var árið 1946. Þar var ég í tónfræði hjá Jóni Þórarins- syni. Það kenndi enginn á básúnu í þá daga. Ég lærði áiiljóðfærið síðar hjá Albert Klahn. Ég er síðan skrifaður inn í Lúðrasveitina sem fullgildur meðlimur 1947. Þar var Albert Klahn stjónandi og var búinn að vera síðan 1936. Hann kom hingað nokkrum árum áður og var með danshljómsveit á Borg- inm. Ég var í Sinfóníunni í byijun hennar ferils og spilaði mikið með hijómsveit í Þjóðleikhúsinu í óper- ettum og söngleikjum og hafði töluverða atvinnu við það á tíma- bili jafnframt því sem ég rak ljós- myndastofuna." Fyrstu starfsár Lúðrasveitar- innar er hún eingöngu skipuð körl- um. Hvenær eru konur fyrst tekn- Sann- kallaður gleðigjafi ar inn í Lúðrasveit Reykjavíkur? „Fyrst var kona með Lúðra- sveitinni á tónleikum 1970. Ein- hver kona var búin að vera áður en það var ekki lengi. Svo komu þær ein og ein á næstu árum og eru nú tólf. í Lúðrasveitinni eru þrjátíu og fimm til fjörutíu manns og misjafnt eftir því hvað er verið að æfa. Það er náð í fleiri ef eitt- hvað stórt er í aðsigi. Þá eru fengnir menn sem eru í Sinfó- níunni og voru áður með í Lúðra- sveitinni.“ — Nýtur Lúðrasveitin ein- hverra opinberra styrkja? „Já, hún hefur lengi haft styrk frá Reykjavíkurborg. Um tíma var hún á fjárlögum frá ríkinu og fékk þá jafnt frá ríki og borg. Síðan hefur hún fengið einhvem smá- styrk frá ríkinu, aliavega ekki nóg. Það hefur dálítið komið á móti frá ríkinu að það hefur notað hljómsveitina við komur þjóðhöfð- ingja 0|g við opinberar móttökur." — Ur hvaða stéttum þjóðfélags- ins koma Lúðrasveitarmenn? „A fyrstu árunum og reyndar alla tíð hafa iðnaðarmenn verið áberandi og verslunarmenn. A síð- ari ámm hefur verið eitthvað um lögfræðinga og í Lúðrasveitinni er einn prestur, séra Sigurður Árni Eyjólfsson." — Hvað er þér nú minnisstæð- ast úr starfi Lúðrasveitarinnar á liðnum áratugum? „Það er svo sem ýmislegt. Við vomm svo frændræknir að fyrsta utanlandsferðin var til Færeyja og er ógleymanleg öilum sem fóru með í þá ferð. Árið 1972 fómm við til Kanada á 50 ára afmæli Lúðrasveitarinnar, fómm reyndar fyrst til Bandaríkjanna og síðan til Kanada, frá Winnipeg og vestur á strönd til Vancouver og Seattle. Það var nokkra vikna ferðalag. Við heimsóttum Islendingabyggð- ir í Kanada og í Bandarikjunum og notuðum tækifærið og auglýst- um upp þjóðhátíðina 1974. Þarna hittum við landa af annarri og þriðju kynslóð Islendinga sem töiuðu svona gamla íslensku. Þeg- ar við komum svo þangað aftur þrem ámm síðar vom þeir farnir að tala nútímalegri íslensku. Ég náði ágætu sambandi við frumheijana og stofnendur Lúð- rasveitar Reykjavíkur sem vom í sveitinni þegar ég byrjaði og lengi eftir það. Það er ekkert einsdæmi að menn séu í sveitinni í yfir 40 ár. Þetta hefur alltaf verið mjög góður félagsskapur og Lúðrasveit- in á bjarta framtíð. Það fer þó mest eftir fjárhagnum og stuðn- ingi velunnara og opinberra að- ila.“ Starfsemi Lúðrasveitarinnar hefur verið snar þáttur í Iífi borg- arbúa við hátíðleg tækifæri á liðn- um áratugum og er vonandi að við fáum sem lengst að njóta þeirr- ar ánægju að hlýða á leik hennar. Hún er sannkallaður gleðigjafi. HLJÓMSKÁLINN hefur verið bækistöð hljómsveitarinnar nánast frá byijun og var fyrsta byggingin hérlendis sem reist var bein- línis fyrir tónlist. • ■fcZT s WŒtSfí ' - \ ■ LIT*? 88 ^ LÚÐRASVEITIN fyrir framan hljómskálann á 10 ára afmælinu. HEIÐA Dögg Jónsdóttir er rit- ari í stjórn Lúðrasveitar Reykjavíkur. Hún er rúmlega tvítug og hefur verið í Lúðra- sveitinni síðan 1993 og spilar á þverflautu. Hún stundar nám í tölvunarfræði við Háskóla Is- lands. „Ég er fædd og alin upp á Seltjarnarnesinu og byrjaði að læra á þverflautu í Tónlistar- skólanum þegar ég var sjö ára og var þá búin að ljúka einu ári á blokkflautu og síðan var ég í námi þar til ég var fjórtán ára. Þá hætti ég í tvö og hálft ár og byrjaði síðan aftur og var í námi í tvö ár og hætti svo enda- lega fyrir þrem árum. Samtals var ég í námi í um níu og hálft ár.“ — Er tónlistarfólk í þinni ætt? „Það er eitthvað lítið um það. Amma mín spilaði á píanó fyrir um það bil fimmtíu árum og er búin að gleyma öllu í dag. Þrjú Alltaf verið góður fé- lagsskapur frændskystkini mín á svipuðum aldri og ég hafa verið í tónlist- arnámi. Ég hef verið í Lúðra- sveitinni síðan í janúar 1993. Ég var reyndar ekki tekin í fé- lagatölu fyrr en árið eftir, 1994. Það er reglur þar um að maður verði að hafa spilað með sveit- inni í fimm mánuði áður. Það eru tólf konur í Lúðrasveitinni og spila á hin ýmsu hljóðfæri, saxófón, barítonsaxófón og kon- ur eru í flautudeild og klarí- nettudeild. Stjórnandi Lúðra- sveitarinnar er Jóhann Ingólfs- son og hefur verið síðustu árin. Formaður stjórnarinnar er Kri- stófer Ásmundsson og hefur verið síðan í febrúarmánuði 1995. Ég hef verið ritari í stjórn siðan í febrúar á þessu ári. Við æfum venjulega einu sinni í viku en við höfum æft tvisvar í viku að undanförnu." — Og þið ætlið að minnast afmælisins með tónleikum? „Já, með afmælistónleikum í Ráðhúsinu laugardaginn 26. apríl klukkan tvö. Þar kemur t.d. Páll Pampichler fram og sljórnar sinni gömlu sveit eða þeim sem eftirlifandi eru af hans gömlu sveit. Fyrst spilum við og svo spila þeir þessir eldri og svo tökum við eitt lag saman. í Lúðrasveitinni eru að jafnaði um þijátíu og fimm manns.“ — Hefur ekki búningur hljómsveitarinnar breyst tölu- vert í tímans rás? „ Jú, en hann hefur samt sem áður haldist að sumu leyti ansi líkur. Hann var svona appelsínu- rauður á árum áður og við eig- um ennþá þessa gömlu búninga og þeir eldri munu koma fram í þessum búningum á afmælis- tónleikunum. Nýi búningurinn er gulur, rauður og blár. Þetta hefur verið virkilega skemmti- legur tími. Það er ánægjulegt að vera í góðum félagsskap og að fá að haida við kunnáttunni í tónlistinni" miklar breytingar á verkefnavali og hljóðfæraskipan sveitarinnar. Mikið er keypt af nýjum nótum, útsett mörg íslensk lög og tónverk samin fyrir lúðrasveitina. Þar voru afkasta- mestir stjórnandinn, Jan Morávék og Herbert H. Ágústsson, en þeir léku báðir með sveitinni og stjórnuðu í forföllum Páls. Þá voru t.d. ný hljóðfæri keypt. Það er á þessum fyrstu stjórn- andaárum Páls Pampichlers að auk- in áhersla var nú lögð á tónleika- hald innandyra og var mjög til tón- leikanna vandað á allan hátt, enda mun lúðrasveitin ekki hafa verið betur mönnuð í annan tíma. Auk þeirra stjórnenda, sem hér að fram- an hefur verið getið, hafa stjórnað sveitinni tímabundið: t.d. Björn R. Einarsson, Eyjólfur Melsted, Hans Ploder, Oddur Björnsson, Jón Ás- geirsson, Stefán Þ. Stephensen og fleiri í stutt tímabil en núverandi stjórnandi er Jóhann Ingólfsson. Guðjón Þórðarson var formaður til dánardags, 3. sept. 1952. Hann var mjög áhugasamur um málefni lúðrasveitarinnar og ötull formaður. Magnús Siguijónsson tók þá við formannsstarfinu. Hann var formað- ur samfellt til ársins 1963 og aftur í eitt ár þremur árum seinna. Björn Guðjónsson var formaður frá 1963-70, þá Björn R. Einarsson frá 1975. Þór Benediktsson gegndi for- mannstarfi í eitt ár og Þorvaldur Steingrímsson í tvö. Frá 1978 og í rúman áratug var Halldór Einarsson formaður. Lúðrasveitin hefur ferðast mikið á starfsferli sínum, aðallega innan- lands en þó einnig utanlands, t.d. til Bandaríkjanna og Kanada. Oft hefur lúðrasveitin náð að fanga athyglina. í endurminning- unni er atvik frá Melavellinum, snemma á sjöunda áratugnum, þjóð- hátíðardaginn 17. júní. Þar fór fram fijálsíþróttamót og ég var þarna í stúkunni þegar Lúðrasveit Reykja- víkur kom allt í einu inn á íþróttaleik- vanginn í skrautlegum búningunum og Páll Pampichler gekk fremstur með tónsprotann á lofti og svo kváðu við lúðrahljómar og ég var svo heill- aður að ég gleymdi að fylgjast nán- ar með átrúnaðargoðinu, Valbirni Þorlákssyni, stangarstökkvara sem var svona í þann mund að sveifla sér yfir 4,15 á bambusstönginni. Slík voru tilþrifin þegar Lúðrasveit Reykjavíkur marséraði um Melavöll- inn að ég man að eldri maður þarna í stúkunni tók ofan hattinn og hróp- aði húrra fyrir Lúðrasveitinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.