Morgunblaðið - 20.04.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.04.1997, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ ■ý Viðtökurá langri leið Gárur ÞEGAR leigubíl- stjórinn til- kynnir fargjaldið, ein miiljón 700 þús- ~ E/(nu Pálmadóttur und, hrekkur ferða- J maðurinn óneitanlega við. Þótt frá það sé eðlilegt gjald í Tyrklandi venst maður illa slíkum upphæð- um. Ekki síst ef farið er milli ianda á einum degi, notuð bresk pund og svo skipt í belgíska franka í Lúxemborg og loks franska franka í Strasborg. Gott þegar komin verður sameiginleg Evrópumynt. Það á eftir að létta líf ferðafólks á æ meiri hraðferð milli landa. Nú þegar er mikill munur að þegnar Evrópusam- bandsríkjanna geta farið hindr- unarlaust í gegn um vegabréfa- skoðun. Æ nauðsynlegra verður að samræma alla þjónustu og ferðir milli landa. Ekki síst þar sem umferðin og manníjöldinn eru orðin svo mikil að víða er illviðráðanlegt. Hlýtur að verða þótt íhaldssamir þrjóskist við. I allri þeirri sam- ræmingu sem verið er að gera í Evrópu- löndum í smáu og stóru þykir sumt óþarft. En samt gengur hægt að samræma rafmagn og innstungur. Þótt ég væri gerð út með mörg millistykki gat ég aldrei t.d. sett tölvuna mína í sam- band við símann í hótelum í Tyrklandi til að senda frá mér. Burðaðist þó líka með lítinn prentara og gat sent fax. En að bera myndavél og þessar græjur þyngir farangurinn óneitanlega. Slík samræming er þó á leiðinni, komin víða í Evr- ópulöndum. Þrennt hefur mér þó lengi þótt bráðnauðsynlegt í öllum þessum samræmingarmálum. í fyrsta lagi að samræma kerfin í baðherbergjunum, svo maður sé ekki í hvert skipti sem komið er inn á hótel að beijast við að finna út stillinguna og fá kannski vatn- ið úr sturtunni yfir sig. Annað er að samræma hitakönnurnar í öllum löndum til hagræðis þegar hella þarf í kaffibolla. Og í þriðja lagi að samræma kerfin á pen- ingahólfunum, sem nú er farið að hafa í hótelherbergjum til að geyma í verðmæti, stundum í vínskápnum. Þau verður maður að sjálfsögðu að stilla sjálfur og eru sitt með hveiju móti. Mér finnst að þeir í Brussel sem sitja og samræma, ættu að láta svona þarfaþing ganga fyrir. A löngum, hröðum ferðum finnur maður vel hve óhemju miklu máli viðhorf og hjálpsemi starfsfólks á flugvöllum og járn- brautastöðum skiptir. Það ýfði gárur í sinni á sunnudegi, þegar skyndilega þurfti að komast frá Istanbul, um London til Strass- borgar. Klukkan 6 að morgni byijar maður að ryðjast gegnum þvöguna á flugvellinum í Istanb- ul og standa í biðröðum til að komast í gegn. Ágæt flugferð með BEA til London tók ekki nema 3 klst. og 40 mínútur. En á Lundúnaflugvelli voru allir þessir farþegar látnir bíða meira en klukkustund eftir farangrin- um. í millitíðinni kom farangur frá Tel Aviv, Budapest, Genf, París og Reykjavík og fór við- stöðulítið í gegn. Skýringin að tafir væru vegna skorts á mann- skap. Nú var eftir að finna út framhaldið. Ég þaut því með þungan farangurinn milli hæða og bygginga og fann Flugleiða- borðið. Þar sat fúll Breti, sagði að fé- lagið flygi ekkert London til Luxemborgar. Með semingi fékkst hann þó til að slá upp í tölvunni og sjá að Luxair ætti flug kl. 2.10. Það væri þarna dnhvers staðar innar í salnum. Ég af stað með tösk- urnar án þess að finna Luxair. En elskuleg stúlka hjá Air France sagði mér að gá á milli- hæðinni. Ef Luxair-borðið væri autt ætti ég að koma aftur, sem ég gerði. Þá vísaði hún á lyftuna niður á næstu hæð og að borði Air France þar. Elskulegur franskur afgreiðslumaður tók málið að sér, fletti upp í tölvum að næsta flugvél Luxair væri uppbókuð, líka BEA vélin þang- að, svo og kvöldvél til Strasborg- ar og biðlistar.. Ef ekki mundi hann reyna gegn um París. En við skyldum byija á Luxair. Ég keypti miðann sem hann kvaðst geta endurgreitt ef ég kæmist ekki. Fór sjálfur með mér að innritunarborðinu, til að vigta farangur og fá sætiskort. Sjálf þurfti ég að komast hið snarasta langa leið milli hæða með far- angurinn að útgönguhliðinu. En þá var mér ekki hleypt út gegn- um útlendingaeftirlitið. Ég hefði ekki komið inn í landið, enginn stimpill í passanum, bara út úr Tyrklandi. Um morguninn hafði þó verið stimplað á útfyllt kortið frá mér. Eftir japl og jaml út- fyllti ég nýtt kort og var hleypt í gegn. Þegar ég Ioks kom móð og másandi að útgönguhliði Luxair á síðustu stundu með farangurinn var beðið eftir mér og mér dembt á fyrsta farrými til Luxemborgar, þaðan sem auðvelt er að komast með lest til Strasborgar. Semsagt þetta fólk allt af vilja gert. í Luxemburg sneri ég mér að stúlku, sem reyndist vera hún Sólrún hjá Flugleiðum, sem tók mig af miklum elskulegheitum að sér, geymdi farangurinn með- an ég fór í banka og fleira og hringdi eftir hóteli. Hún var enn í vinnu síðdegis á sunnudegi, því hún var að búa sig undir að taka á móti fullum áætlunarbíl af öskureiðum farþegum, sem höfðu átt að koma með Flug- leiðavél gegnum Frankfurt til Luxemborgar, en flugmennirnir höfðu neitað að fljúga lengra. Notuðu víst þessa aðferð til að leggja áherslur á kröfur sínar í samningaviðræðum uppi á Is- landi. Allt þetta fólk hafði því strandað í Frankfurt. Sólrún hefur eflaust tekið á móti þeim af samúð og sömu elskulegheit- um, eins og hún gerði líka þegar ég í bakaleiðinni þurfti á því að halda. Slíkt skiptir sköpum. MANNLÍFSSTRAUMAR Matarlist///vab eryin ogycrng? Lofsungin og bannsungin fæða HINN vestræni heimur er þjakaður af alls kyns kvillum, misjafnlega alvarlegum. Flensur, mígreni, hey- mæði, krabbamein, gigt og maga- sár má t.d. til telja. En hvers vegna allir þessir kvillar? Við vitum það í okkar vitræna og vísindalega heimi að í nútímaþjóðfélagi okkar segir tölfræðin okkur að auknar reglur, lög og álag virðast haldast í hendur við verri heilsu og aukið ofbeldi í heiminum. Fólki finnst þetta vitaskuld hræðileg þróun og það gerir sér grein fyrir ástandinu, en hefur samt oft ekki fyrir því að leita að hinum sönnu rótum vandans. Gott dæmi um þetta er að ekki alls fyrir löngu var krabba- mein nær óþekkt, en í dag þjáist einn af hveijum þremur í Bretlandi og Bandaríkjunum af þessum ill- víga sjúkdómi. Samt hefur hinn vísindalegi heimur okkar ekki enn fundið lækningu við honum, þó oft takist að komast fyrir sjúkdóminn sé gripið nógu fljótt í taumana. Menn vita ekki heidur almennilega hvað það er sem veldur, þó vitað sé um ákveðna hluti sem séu bein- línis krabbameinsvaldandi. Kínveijar segja rót vandans hins vegar liggja í skorti á innri og ytri orku eða alheimsorku í vefjum líkamans og í taugakerfinu. Þenn- an skort segja þeir leiða til mikils ójafnvægis í líkamanum sem fyrir vikið verður vanhæfari til að tak- ast á við krabbamein. Það þarf sem sagt að nema brott orsök vandans og þá nær sjúkdómurinn sér ekki á strik. Þetta þýðir m.a. að mikil- vægt er að hugsa um jafnvægi fæðunnar sem við látum í okkur, því maður er jú það sem maður borðar, en ekki það sem maður klæðist, sem virðist vera nokkuð útbreiddur misskilningur. Eftir því sem við fjarlægjumst náttúruna meira, því verr hlýtur líkaminn að vera undir lífsbaráttuna búinn. Flúorblandað vatn, DDT-skordýra- eitur, tilbúnir réttir með alls kyns aukaefnum, litarefni ýmiss konar, rotvarnarefni og ýmis lyf taka sinn toll. Líkaminn geymir e.t.v., en hann gleymir ekki. Við getum ekki án matar verið og þörfnumst hans jafnt líkamlega sem andlega. Úr matnum fáum við næringu til að lifa og annaðhvort gefur maturinn okkur orku eða tekur frá okkur orku. Það fer eftir fæðunni náttúrlega. Það eru ekki margir held ég sem borða eingöngu náttúrulegan kost, enn fleiri hafa verið lokkaðir af framleiðendum ýmsum til að borða oft „rangan" mat, þar sem peningasjónamiðin eru sett ofar næringarfræðilegum oft á tíðum. í auglýsingum er matur úðaður og málaður til að auka aðdráttarafl hans, sama er í gangi með manneskjurnar, maður á helst að nota 5 krem og maska til þess að geta látið sjá sig úti á götu samkvæmt snyrtivörufram- leiðendum. Ég ýki nú e.t.v. aðeins, en staðreyndin er samt sú að öll þessi ónáttúrulegheit eru að sigla manneskjunni í strand og tími til kominn að grípa í taumana. Ef maður vill breyta heiminum þá byijar maður á kjarna hans, sjálf- um sér, ekki satt? Yin og yang er tákn Taoismans fyrir skiptivirkni hinna andstæðu afla yin og yang. Hver yin hefur yang-kjarna og öfugt, eins ber öll gleði með sér einhvern sársauka. Ekkert er til sem er algerlega yin eða yang. Það er ekkert í alheimin- Yin og yang! um sem er algerlega sannað og heldur ekkert sem er alveg ósann- að. Þetta tvennt helst ætíð í hend- ur. Nokkur dæmi um yin og yang eru: úti-inni, uppi-niðri, kaldur- heitur, vatn-eldur, C-vítamín-A-, D- og K-vítamín, sumar-vetur, maður-kona, vetur og kuldi-sumar og hiti, afslöppun-einbeiting o.s.frv. Hér er gróf flokkun á yin og yang í fæðukeðjunni. Sætuefni, sýrðar mjólkurvörur, ávextir, vatn, grænmeti og jurtafita er yin. Manneskjan er bland af hvoru tveggja. Mjólk, ostur og korn eru bæði yin og yang. Eggjahvíta, fisk- ur og kjöt eru yang. Hafa ber í huga að innan hvers fæðuflokks er flokkað í yin og yang, en fæðu- tegundirnar hér að ofan eru alltaf sterkari í þeirri flokkun en í svo- kallaðri undirflokkun fæðutegund- anna. Til dæmis um þetta getur maður ekki sett samasemmerki á milli kjöts af dádýri og eplis þó þau séu bæði yang, af því að kjöt- vörur eru með mun sterkara yang en ávextir hins vegar yin. Hvað á maður svo að borða til að viðhalda þessu blessaða yin og yang jafnvægi? Hvað má ekki borða og hvernig getur maður eig- inlega vitað hvort að maður sé í jafnvægi? Við skulum fyrst aðeins spá í yin og yang fólk. Eins og eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur TXKNlA/irif bílsins á karlmanninn Verðum við hættulegir í um- ferðinni afsálrænum ástæðum? ÞAÐ er með ráðum gert að rita hættulegir en ekki hættuleg í spurningunni hér að framan. Það er nefni- lega verulegur munur á hegðun karla og kvenna í umferðinni. Furðu algengt er að hinir dagfarsprúð- ustu menn sem eru hinir undirgefnustu í vinnu sinni breytast í hálfgerða djöfla úti á vegum, sem ógna lífi sjálfs sín og annarra. Margt myndi heyrast, væri leynilegum hljóðnema komið fyrir í bílum og hljóðinu útvarpað. Margt kemur til. Við karlmenn breytum sjálfsmynd okkar við að fá stálkassa utan um okkur, vél sem framlengingu vöðvaafls og stýri á milli fingra, - tæki til að hrinda stefnumarkandi ákvörðun í framkvæmd. Hraðinn breytir okkur einn- ig. Hraði er tákn frelsis. Bílaumboð auglýsa bíla sem tæki til að menn ákveði sjálfir að þeir fari nákvæm- lega á þann stað sem þeim kann að detta í hug. Töfrar hraðans orka á alla, en einkum á karlmenn, - en mest á unga karlmenn. Kappakstursmenn lýsa því að lifun þeirra sé fullkomin þegar hraðinn er nægur til að líf þeirra sé í hættu. Landamærin á milli ótta og lífstöfra eru miðjan í landi lífsfullkomn- unarinnar. Menn bijóta ógjarnan reglur daglegs lífs. Þeir standa prúðir og þolinmóðir í biðröð í banka og stórmarkaði. í umferð- inni geta þeir hinir sömu verið að olnboga sig áfram á ská akreina á milli eftir Miklubrautinni, þvers- um inn fyrir prúðari ökumenn, virða hina ekki einu sinni stefnu- ljóss. Þeir eru öruggir um sig inni í hljóðeinangruðum stálkassa. Bíll- inn bætir við og margfaldar yfir- Litli maðurinn í fyrirtækinu nær sér niðri á yfir- mönnunum í bílnum á leið heim úr vinnunni. má ekki taka upp og ekki má senda út. Miklu hlutverki gegnir fram- úraksturinn. Ástæða þess að bílar seljast vegna vélarstyrks er ekki slst sú að í framúrakstri er sett valdabarátta á svið - opinberlega. Má ekki sjá á Hellisheiði háð ein- vígi, þar sem mér hefur orðið á að fara fram úr viðkvæmum manni, sem er lítill kall í einkalífi sínu. Honum er misboðið, svo að hann herðir á sér, dregur mig uppi, ráðasvæði okkar, sem er það svæði sem við viljum ekki að aðrir komi inn á. Við eigum bílinn og minnsta kosti fimmtíu metra af akrein- inni fram undan. Vei þeim sem kemur inn á þetta svæði. Sá fær frá okkur illilegan svip og orð sem leynilegi hátalarinn eftir Egil Egilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.