Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.04.1997, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Sláturfélagið býður út 6 7 milljóna kr. hlutafé Mikill vöxtur hjá Hlutabréfasjóðnum Heildar- eignir4,5 milljarðar HEILDARHAGNAÐUR Hluta- bréfasjóðsins hf. á árinu 1996 nam 758 milljónum króna. Þar af var hagnaður samkvæmt rekstrar- reikningi 105 milljónir króna og aukning á óinnleystum gengishagn- aði um 653 milljónir króna. Heildar- eignir sjóðsins námu í árslok 1996 um 3.512 m.kr. Þar af nam hluta- bréfaeign sjóðsins 2.175 milljónum króna og skuldabréf og laust fé 1.333 milljónum króna. Það sem af er árinu 1997 hafa heildareignir sjóðsins aukist um tæplega einn milljarð og eru heildareignir nú um 4,5 milljarðar króna, að því er segir í frétt. Fram kemur að í árslok 1996 átti sjóðurinn hlutabréf í 45 hlutafé- lögum. Þar af átti sjóðurinn eignar- hluta í 15 félögum sem hver er að verðmæti yfir 50 milljónir króna. Þeirra stærstir voru eignarhlutar sjóðsins í Eimskip hf. að verðmæti 381 milljón króna, íslandsbanka hf. 191 milljón króna, Flugleiðum hf. 187 milljónir króna, Granda hf. 173 milljónir króna, Útgerðarfélagi Ak- ureyringa hf. 146 milljónir króna og í Þormóði ramma hf. að verð- mæti 112 milljónir króna. 36% raunávöxtun 1996 Ávöxtun hlutabréfa í Hlutabréfa- sjóðnum hf. var 39% á árinu 1996 en það jafngidlir um 36% raun- ávöxtun að teknu tilliti til arðs. Frá ársbyijun 1997 hafa hlutabréf í Hlutabréfasjóðnum hf. hækkað um 15%. í nóvember 1996 gekkst Hluta- bréfasjóðurinn hf. fyrir stofnun nýs hlutabréfasjóðs, Vaxtarsjóðsins hf. sem hefur m.a. að markmiði að fjár- festa í hlutabréfum nýrra fyrir- tækja og fyrirtækja sem álitin eru hafa vaxtarmöguleika. Heildareign- ir Vaxtarsjóðsins hf. eru nú um 330 milljónir króna og hluthafar yfir 300. Hlutabréf í Vaxtarsjóðnum hf. hafa hækkað um 32% frá áramót- um. Aðalfundur Hlutabréfasjóðsins hf. verður haldinn föstudaginn 25. apríl 1997. Á fundinum verður lögð fram tillaga um að hluthöfum verði greiddur 8% arður. Hluthaf- ar í sjóðnum eru nú um 7.000 talsins. í stjórn Hlutabréfasjóðsins hf. eru Baldur Guðlaugsson formaður, Jón Halldórsson, Stanley Pálsson, Kristján Óskarsson og Rafn F. Johnson. Varamenn eru Bragi Hannesson og Haraldur Sumarliða- son. Verðbréfamarkaður íslands- banka hf. sér um daglegan rekstur Hlutabréfasjóðsins hf. SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur í dag útboð á nýju hlutafé í B-deild stofnsjóðs að nafnvirði rúmlega 67 milljónir króna. Félagsmenn í A- deild stofnsjóðs og eigendur hluta- bréfa í B-deild stofnsjóðs hafa for- kaupsrétt til kaupa í útboðinu í réttu hlutfalli við inneignir á tímabilinu 22. apríl til 6. maí, en þeir félags- menn sem ekki nýta forkaupsrétt- inn geta framselt hann að hluta eða öllu leyti. Þau hlutabréf sem ekki seljast á forkaupsréttartímabilinu verða seld á almennum markaði frá 12. maí. Bréfin verða seld á genginu 3,0 til forkaupsréttarhafa, en á genginu ÁRSFUNDUR Iðnlánasjóðs verður haldinn á Hótel Loftleiðum í dag kl. 16.00 Á fundinum mun Johan Bergendahl, framkvæmdastjóri J.P. Morgan, flytja erindi um endur- skipulagningu íslensks fjármagns- markaðar. Bergendahl er hagfræðingur frá Stokkhólmsháskóla og hóf störf hjá J.P. Morgan árið 1986. Hjá J.P. Morgan hefur hann unnið að stefnu- mótandi verkefnum fyrir ríkis- stjórnir og stærri fyrirtæki varðandi fjármál og lántökur. Hann hefur 3,20 í upphafi almennrar sölu, þannig að söluandvirði útboðsins verður a.m.k. 201,5 milljónir króna. Munu Kaupþing og Kaupþing Norð- urlands hafa umsjón með útboðinu. Hagnaður áætlaður 76 milljónir Eigið fé Sláturfélags Suðurlands var 543 milljónir króna í árslok 1996 og hafði hækkað um 47,5% frá fyrra ári. Heildarskuldir félags- ins fara lækkandi. Þær voru 1.388 milljónir í árslok 1996, en voru 1.729 milljónir árið áður. Hagnaður hefur verið hjá félaginu sl. þijú ár. Á árinu 1996 nam hagnaðurinn 75 unnið fyrir íslensk stjórnvöld varð- andi mat á Landsvirkjun og erlend- um lántökum og nú síðast skýrslu um endurskipulagningu lánasjóða atvinnuveganna. Umhverfisviðurkenning Iðnlána- sjóðs, sem er listaverkið „Vernd“ eftir Magnús Tómasson verður nú afhent í sjötta sinn. Til þessa hafa hlotið viðurkenninguna Delta hf. 1992, Hekla hf. 1993, Sæplast hf. 1994, Sláturfélag Suðurlands, Hvolsvelli, 1995 og Haraldur Böð- varsson hf. 1996. milljónum, en 71 milljón árið áður. Rekstrartekjur námu 2.325 milljón- um og hækkuðu um 4,7% frá árinu áður. Hagnaður yfirstandandi árs er áætlaður 76 milljónir. I útboðslýsingu félagsins kemur m.a. fram að fyrirhuguð stækkun kjötvinnslunnar á Hvolsvelli muni auka samkeppnishæfni vinnslunnar á innanlandsmarkaði. Auk þess sé stefnt að ESB leyfi til að opna möguleika til sóknar í sölu unninna kjötvara á erlenda markaði. Gild rök séu fyrir því að útflutningur unn- inna kjötvara sé hagkvæmasta sala á kjöti úr landi og verði nauðsynleg- ur á næstu árum. SIF skráðáVerð- bréfaþingi Islands „Hag hlut- hafa bezt borgið á þann hátt“ SÍF hefur nú verið skráð á Verð- bréfaþingi íslands um mánaðar- tíma, en það er fyrst hinna stóru sölusamtaka í sjávarútvegi, sem skráð er þar. Gunnar Örn Krist- jánsson, framkvæmdastjóri SÍF, segir það eðlilega þróun að skrá fyrirtæki á Verðbréfaþinginu, en það hafi áður verið á opna tilboðs- markaðnum. Hluthafar í SÍF eru nú um 650 og eru Lífeyrissjóður verzlunar- manna og Vinnslustöðin í Vest- mannaeyjum stærstu hluthaf- arnir með 4,8% og 4,2% eignar- hlut. Gunnar Örn segir að hluthafa- hópurinn sé góð blanda af fram- leiðendum, fjárfestingarsjóðum og einstaklingum og hagsmun- um þeirra sé bezt borgið með því að skrá félagið á Verðbréfa- þinginu. Margt gerst frá afnámi sérleyfis „Það hefur margt gerzt á undanförnum árum frá því sér- leyfi SÍF til útflutnings á saltfiski var afnumið. Sú þróun hefur verið eðlileg og nú er SÍF opið hlutafé- lag á Verðbréfaþingi og sinnir þeirri upplýsingaskyldu um rekst- ur félagsins sem því fylgir,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson. Fundur um ferða- kostnað LÆKKUN kostnaðar í við- skiptaferðalögum er yfirskrift síðdegisfundar Félags við- skiptafræðinga og hagfræð- inga. Fundurinn verður hald- inn miðvikudaginn 23. apríl kl. 16.30 á Hótel Sögu, þing- sal_A. Á fundinum mun Ágúst Þorbjörnsson, rekstrarráðgjafi hjá Hagvangi, kynna útreikn- inga á kostnaði í viðskipta- ferðalögum. M.a. er heildaryf- irlit um kostnað af viðskipta- ferðalögum einkafyrirtækja og hins opinbera. Þá kynnir Hag- vangur útreikninga á mögu- legum sparnaði atvinnulífsins af því að minnka biðtíma í við- skiptaferðum. Áðrir frummælendur verða Huld Magnúsdóttir, aðstoðar- maður forstjóra og gæðastjóri Össurar hf., og Jón Baldvin Hannibalsson alþingismaður. Þá verða forsvarsmenn frá Flugleiðum á fundinum til að svara fyrirspurnum og að lok- um eru óformlegar umræður. Fundurinn er opinn félags- mönnum í FVH, gestum þeirra og áhugafólki um viðfangsefn- ið. Aðgangur er ókeypis. Ráðstefna um öryggismál á netum HVAÐ á að gera við boðflenn- ur á tölvunetum og hvernig á að veija verðmætar upplýs- ingar fyrir tölvuhökkurum? Um þetta verður fjallað á ráð- stefnu sem Tæknival hf. heldur á Hótel Loftleiðum í dag, þriðjudag. Ráðstefnan er ætluð tölvu- stjórnendum fyrirtækja og öll- um þeim sem bera ábyrgð á eða taka ákvarðanir sem snerta staðarnet og tölvusam- skipti fyrirtækja jafnt inn á við sem út á við. Hún hefst hún klukkan 13.00 og stendur til 16.30. Sérfræðingar frá Cisco Syst mál frá ýmsum hliðum og kynna lausnir sem tryggja auð- veldan, öruggan og traustan aðgang að tölvuuppiýsingum. A ráðstefnunni verður fjall- að um tæknilegar lausnir á aðgangsstjórnun og öryggis- málum og nýjar upphringi- lausnir til að beina umferð upplýsinga inn á greiðar og öruggar brautir. Einnig verða rammgerðar þjófavarnir kynntar. Stærstu hluthafar hf. Hluthafar í aprfl 1997 Hiutafjáreígn, milljónir kr. Hlutfall, % 1 Lífeyrissj. Verslunarmanna 31,0 4,77 2 Vinnslustöðin hf. 27,5 4,23 3 Kaupfélag Eyfirðinga 22,4 3,45 4 Nesskiphf. 21,0 3,23 5 Lífeyrissjóður Norðurlands 19,4 2,98 6 ísl. Fjársjóðurinn hf. 19,1 2,94 7 Hlutabréfasj. íshaf hf. 18,6 2,86 8 Burðaráshf. 17,7 2,72 9 Auðlinf hf., Hlutabréfasjóður 17,7 2,72 10 Tryggingamiðstöðin hf. 17,4 2,68 11 Samvinnulífeyrissjóðurinn 15,8 2,43 12 Fiskaneshf. 15,8 2,42 13 ísfélag Vestmannaeyja hf. 14,6 2,24 14 Vátryggingarfélag íslands hf. 14,3 2,20 15 Þorbjörnhf. 13,9 2,14 16 Síldarvinnslan hf. 11,4 1,75 17 Hlutabréfasjópurinn hf. 10,4 1,60 18 Bjarni Sighvatsson 10,3 1,58 19 Lífeyrissjóður Austurlands 8,7 1,34 20 Karl Njálsson 8,1 1,24 Samtals, 20 stærstu 334,9 51,52 Aðrir 315,1 48,48 Samtals 650,0 100,00 Ársfundur Iðnlánasjóðs < '* % I ", ? Stuttur afgreiðslutími ? Vísitölubundin lán > Milliliðalaus lánveiting Erlendar myntir Sveigjanleg endurgreiðsla v Virk þjónusta á lánstíma IÐNLÁNASJÓÐUR Á R M Ú LA 13 a • 155 R E Y K J A V í K • S í M I 588 6400 Q110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.