Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rúmlega 4.300 nemendur luku samræmdu prófunum í gær INGÓLFUR Shahin, Ásgrímur Eiríksson og Hjalti Vilhjálmsson, nemendur í Hagaskóla, voru ánægðir með að vera búnir í samræmdu prófunum. HAUKUR Þór Sigurbjörnsson, nemandi í Hagaskóla, segir að fjöldi nemenda hefði verið miður sín. Honum á hægri hönd situr Egill Atlason. ÁSTHILDUR Erlingsdóttir og Sunna Kristín Símonar- dóttir úr Æfingaskólanum segja að samræmdu prófin eigi að mæla kunnáttu en ekki hraða. „Eiga að mæla kunnáttu en ekki hraða“ Rúmlega 4.300 nemendurí 10. bekk grunnskóla landsins luku samræmdu prófunum í gær með prófi í ensku. Af því tilefni heimsótti blaðamaður Morgunblaðsins þtjá grunnskóla í Reykjavík og ræddi við nokkra nemendur um prófin í heild og hið umdeilda stærðfræðipróf. Morgunblaðið/Ásdís SARA Sigurbjörnsdóttir og Emilia Garðarsdóttir, nemendur í 10. bekk Hagaskóla. Morgunblaðið/Ásdís SARA Sigurbjörnsdóttir og Emilia Garðarsdóttir, nemendur i 10. bekk Hagaskóla. JÓHANNA Jóhannsdóttir og Alma Steinarsdóttir úr Hvassaleitisskóla segja að mjög vinsælt sé að fara niður í Kringluna eftir samræmdu prófin. FYRSTU nemendurnir fóru að tínast út úr prófstofunum um ellefuleytið í Hagaskóla í gærmorgun, en enskuprófið byijaði kl. 9 og átti að ljúka kl. 12. Nokkrir piltar söfnuð- ust saman í öðrum enda á aðalinngangi skólans, klöpp- uðu hver öðrum á öxlina og hlógu, greinilega ánægðir með að vera búnir með áfang- ann, Fjórar stúlkur mættust á miðjum gangi, föðmuðust og óskuðu hver annarri til hamingju. Tvær þeirra, Sara Sigurbjörnsdóttir og Emilia Garðarsdóttir, sögðu aðspurð- ar að þeim hefði gengið vel í enskuprófinu, en Emilia sagði að sér fyndist það þó hafa verið erfiðara en gömlu sam- ræmdu prófin sem kennarinn hefði látið bekkinn hennar fara yfir síðustu vikurnar. Báðar voru þær á því að stærðfræðiprófið í fyrradag hefði verið erfiðasta prófið sem þær hefðu tekið og að þeim hefði ekki gengið vel í því. „Það var einfaldlega hræðilegt," sagði Sara. Þeir félagar Ingólfur Sha- hin, Ásgrímur Eiríksson og Hjaiti Vilhjálmsson vildu hins vegar ekki meina að stærð- fræðiprófið hefði verið erfitt. „Það var bara venjulegt," sagði Ingólfur, en hinir tveir viðurkenndu þó að þeir hefðu þurft að sleppa nokkrum dæmum, sem þeir hefðu ekki haft tíma til að leysa. Haukur Þór Sigurbjörns- son, sem kom stuttu síðar út úr einni prófstofunni, sagði að sér hefði gengið frábær- lega í enskuprófinu og ágæt- lega í stærðfræðinni. „Það voru hins vegar einhveijir nemendur sem fóru að gráta í lok stærðfræðiprófsins því það var enginn tími eftir til að ljúka prófinu," sagði hann. Ekki verið að mæla kunnáttuna í Æfingaskólanum sátu þær stöllur Ásthildur Erlings- dóttir og Sunna Kristín Símon- ardóttir og ræddust við að prófí loknu. Þær sögðu að enskuprófið hefði verið eins og þær hefðu búist við, það hefði verið nokkuð langt en ekki erfitt. „Öll prófin voru frekar sanngjöm nerna stærð- fræðiprófið," sagði Ásthildur og Sunna Kristín samsinnti því. Þær sögðu að stærðfræði- prófið hefði verið mjög þungt, í því hefði verið fullt af gildram sem hefði þurft tíma til að leysa, en tíminn sem gefinn var til úrlausnar á prófinu hefði verið allt of knappur. „Samræmdu prófin eiga ekki að mæla hraða heldur kunn- áttu,“ sagði Ásthildur. Sunna Kristín tók eitt dæmi um það hve erfítt stærðfræði- prófíð hefði verið og sagði að bekkurinn hennar hefði verið látinn taka gamalt samræmt próf í stærðfræði fyrir stuttu og að í því hefði hún fengið sjö. Hún bjóst hins vegar ekki við því að fá hærri einkunn en fímm í stærðfræðiprófinu sem hún tók í fyrradag. „Og það munar því tveimur heilum á einkunnum mínum á þessum prófum, en það getur ekki verið að mér hafi farið svona aftur í stærðfræði á svona stuttum tíma,“ sagði hún. Aðspurðar hvað þær ætluðu að gera til að fagna lokum samræmdu prófanna sögðu þær að bekkurinn ætlaði sam- an niður í bæ um daginn en að þær væru ekki búnar að ákveða hvað þær ætluðu að gera um kvöldið. Þær ætluðu hins vegar ekki í Nauthólsvík- ina, jiar sem félagsmiðstöðvar og Iþrótta- og tómstundaráð væra með uppákomur, því þangað færi enginn svo þær vissu til. „Ætli maður elti ekki hjörðina, því maður yill vera með hinum,“ sagði Ásthildur að síðustu. Orðaspurningarnar flóknar Alma Steinarsdóttir og Jó- hanna Jóhannsdóttir sátu ró- legar frammi á gangi Hvassa- leitisskóla eftir enskuprófíð í gær og að vonum fegnar að vera búnar í samræmdu próf- unum. Aðspurðar sögðust þær hafa búið sig nokkuð vel und- ir prófín og að þeim hefði gengið vel í enskuprófinu. „Okkur fannst það mjög svip- að og eldri samræmdu prófín sem við höfum farið yfir að undanförnu, nema hvað núna voru fleiri krossaspurningar,“ sögðu þær. Alma og Jóhanna sögðu á hinn bóginn að stærðfræði- prófíð hefði verið mjög erfitt. „Orðaspurningamar voru mjög flóknar og var greinilega verið að reyna að rugla mann,“ sagði Alma. Henni fannst spurningarnar auk þess vera mjög illa úr garði gerðar. „Það var eins og einhver hefði sest niður og drifið í að semja þær í snarhasti," sagði hún. Aðspurðar hvað þær ætluðu að gera til að fagna sam- ræmdu prófunum sögðu þær að allir ætluðu að fara niður í Kringlu, en á undanfömum árum hefðu tíundabekkingar safnast saman hjá göngu- stígnum á milli versúnarmið- stöðvar Kringlunnar og Borg- arkringlunnar. H > \ i I b Framkvæmdir við byggingu Menntaskólans í Kópavogi dýrari en gert var ráð fyrir Kostnaður 156 millj. yfir áætlun FRAMKVÆMDIR við byggingu Menntaskólans í Kópavogi hafa farið 156 milljónir fram úr kostnaðaráætl- un, sem var 963,3 milljónir. Upphaf- leg kostnaðaráætlun var 1.070 millj- ónir en um það hafði verið samið að ríkið greiddi 963,3 milljónir og kostnaður umfram þá upphæð legð- ist á bæjarsjóð. Endanlegur kostnað- ur liggur ekki fyrir en gert er ráð fyrir að hann verði rúmlega 1.119 milljónir. Þannig verður kostnaður umfram upphaflega áætlun um 48,8 milljónir eða 156,2 milljónir umfram samningsfjárhæðina við ríkið. í svari byggingarnefndar MK við fyrirspurn Valþórs Hlöðverssonar bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins í bæjarráði, er bent á að hönnun húss- ins hafi ekki verið lokið þegar kostn- aðaráætlunin var gerð og að lagna- kerfi hússins hafi stækkað allnokkuð vegna aukinna krafna um lægra hitastig í kjötvinnslu í kjallara húss- ins. Breytingar nauðsynlegar Fram kemur að fljótlega eftir að skólinn hafí ráðið til sín deildarstjóra í verknámsdeildir hafí komið í ljós að nauðsynlegt var að breyta tækj- um og búnaði, svo og fyrirkomulagi í verknámsstofum. Ennfremur segir að kennslufræðilegar þarfir hafí reynst með nokkuð öðrum hætti en fram hafði komið hjá fulltrúum stýri- hópa, sem menntamálaráðuneytið setti á stofn hönnuðum og verkefnis- stjórn til ráðuneytis. Jafnframt hafí komið í ljós að kostnaður vegna búnaðar í bakara- deild hafí verið vanáætlaður og að kostnaðaráætlun þar hefði þurft að vera 100% hærri. Tekið er fram að byggingarnefndin hafí spornað við breyttum kröfum ráðgjafa og not- enda og er það mat nefndarmanna að faglega og vel hafi verið unnið, allir þættir rökstuddir og hófs gætt í vali á búnaði. Loks kemur fram að talsverðar breytingar hafí orðið að gera á hönn- un mötuneytiseldhúss, þar sem not- endur kröfðust þess að þar gæti farið fram starfsemi algerlega óháð kennslueldhúsum og varð því að auka verulega eldunarmöguleika frá því sem áður var gert ráð fyrir. I svari byggingarnefndar kemur einn- ig fram að hönnun hússins sé ekki lokið og að áfallinn kostnaður vegna hennar hafi verið rúmlega 109 millj- ónir í mars 1997. „Hér er um stóralvarlegt mál að ræða og Ijóst að ýmsir þættir við verklag í þessari byggingu hafa far- ið úr böndunum," sagði Valþór. „Byggingarnefndin hefur starfað að þessu í umboði bæjaryfirvalda og hún hefur haft í verkum fyrir sig hönnunar- og eftirlitsaðila sem hljóta að geta svarað fyrir það hvers vegna þetta fór úr böndunum um ríflega 150 milljónir frá upphafleg- um áætlunum. Það versta er að samningar Kópavogsbæjar við ríkið kveða á um að allur kostnaður um- fram upphaflegar áætlanir skuli greiddur af bænum. Nú fara í hönd viðræður við ríkið um að taka þátt í þessum kostnaði og auðvitað vona ég að þær beri árangur þannig að skattgreiðendur í Kópavogi sitji ekki eftir með allan skaðann. Er vart á skuldir bæjarins bætandi en eins og | menn vita er Kópavogsbær í dag |- skuldsettasta sveitarfélag landsins L með á sjötta milljarð króna.“ * Þórarinn Hjaltason, formaður byggingarnefndar MK, segir viðræð- ur í gangi um hlutdeild ríkisins í umframkostnaðinum og bendir á að miðað við upphaflegar kostnaðar- áætlanir muni aðeins 4,56%. Hann leggur áherslu á að aðeins hafi legið fyrir frumhönnun að húsinu þegar upphaflega kostnaðaráætiunin var | gerð. Síðan hafi ekki náðst sam- komulag við menntamála- og fjár- 1 málaráðuneyti um nema 963,3 millj- I ónir og þá hafi menn reynt að gera sitt besta til að reyna að halda kostn- aðinum innan ramma þess samn- ings. Það hafi því miður ekki tekist, bjartsýnustu vonir hafi ekki gengið eftir. „Þetta eru alltaf málamiðlanir, þar sem notendur gera ákveðnar kröfur.^ En það er langt í frá að | þeirra ýtrustu kröfur hafi verið sam- þykktar, ég vil meina að byggingar- nefndin hafí gætt fyllsta sparnaðar," segir Þórarinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.