Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 19 Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson BRYNJÓLFUR Helgason, aðstoðarbankastjóri Landsbanka ís- lands, og Ralf Galme, forstjóri ETS, handsala samninginn að lok- inni undirskrift í Leifstöð í gær. Virðisaukinn endurgreiddur við heimkomu Grindavík. Morgunblaðið. ÍSLENSKIR ferðamenn á heimleið þurfa ekki lengur að eyða tíma í að fá virðisaukaskatt endurgreidd- an í erlendum flughöfnum heldur geta fengið endurgreiðsluna í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar við heimkom- una þar sem Landsbanki íslands ogETS, Europe Tax-free Shopping á íslandi hf. hafa undirritað samn- ing þar sem Landsbankinn mun annast þessa þjónustu. Frá og með 1. maí verður bank- inn tengdur alþjóðlegu tölvukerfi ETS. Kerfi þetta nær til 120 þús- und verslana í 23 Evrópulöndum. íslendingar á heimleið þurfa nú aðeins að sýna tollayfirvöldum í innkaupslandinu vörurnar og fram- vísa ETS tékkum og vegabréfí, og fá stimpil sem staðfestir útflutning- inn. Farþegar hafa fram til þessa þurft að innleysa ávísamir erlendis en framvegis er það óþarfí þvl útibú Landsbankans í Leifsstöð getur inn- leyst alla ETS tékka og þar er opið allan sólarhringinn alla daga ársins. Sérstök hraðþjónusta verður í boði fyrir viðskiptavini bankans sem geta látið millifæra endurgreiðslufj- árhæðina á viðskiptareikning sinn. Samstarf Landsbankans og ETS hófst í júní í fyrra er bankinn hóf að endurgreiða erlendum ferða- mönnum virðisaukaskatt vegna kaupa á vörum hér á landi. Starfs- semi þessi hlaut strax mjög góðar viðtökur og hefur að mati Kaup- mannasamtakanna stuðlað að auk- inni verslun erlendra ferðamanna á íslandi. Með samningi þessum er þjónusta bankans útvíkkuð þannig að hún nær einnig til íslendinga sem eru á heimleið. Ályktun aðalfundar Sameinaða lífeyrissjóðsins Ný löggjöf nái til allra lífeyrissjóða AÐALFUNDUR Sameinaða lífeyr- issjóðsins haldinn 28. apríl 1997 telur brýnt að sett verði löggjöf um starfsemi lífeyrissjóða er nái til allra lífeyrissjóða í landinu. í slíkri lög- gjöf þarf að skilgreina þær kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða um greiðslu ævilangs ellilífeyris, ör- orkulífeyris, bamalífeyris og maka- lífeyris. Jafnframt þarf að gera skýran greinarmun á tryggingum og frjálsum sparnaði segir í ályktun aðalfunda Sameinaða lífeyrissjóðs- ins sem Morgunblaðinu hefur bor- ist. Ennfremur segir: „Almennu líf- eyrissjóðimir em stofnaðir með fijálsum kjarasamningum aðila á vinnumarkaði og njóta ekki ríkis- ábyrgðar. Óþolandi er sú stefnu- mörkun, sem fram kemur hjá fjár- málaráðherra og einstöku hags- munaaðilum, að rikisvaldið eigi að hlutast til um innri mál sjóðanna með því að breyta 10% lágmarks- skylduiðgjaldi sjóðanna á sama tíma og Alþingi hefur ákveðið skylduað- ild að Lífeyrissjóði starfsmanna rík- isins, lágmarksiðgjald hans skuldi vera 15,5%, og sjóðurinn njóti fullr- ar ríkisábyrgðar. Fijáls lífeyrissparnaður umfram greiðslur samkvæmt kjarasamning- um eða lögum er af hinu góða og sjálfsagt að þeir aðilar sem mest hafa unnið að lífeyrismálum í land- inu, þ.e.a.s. lífeyrissjóðirnir hafi heimild til jafns við aðra til þess að taka við slíkum sparnaði og því óásættanlegt, að þeir séu útilokaðir frá slíku eins og frumvarp fjármála- ráðherra gerir ráð fyrir." DASA vill kaupa her- gagnadeild Siemens Friedrichshafen, Þýzkalandi. Reuter. ÞÝZKA flugiðnaðarfyrirtækið Da- imler-Benz Aerospace AG (DASA) kveðst vilja kaupa hergagna- og raftækjadeild Siemens AG í útboði sem fara mun fram fljótlega. Werner Heinzmann úr stjórn DASA kvað fyrirtækinu mikinn hag í að kaupa eldflaugafyrirtæki Siem- enss. DASA er deild í bifreiðafyrir- tækinu Daimler-Benz. Að sögn Heinzmanns hefur DASA einnig áhuga á að sameina eld- flaugafyrirtækið Diehl GmbH & Co í Núrnberg og yrði slíkur samruni liður í heildarendurskipulagningu. Vegna niðurskurðar á herútgjöld- um vil DASA fækka starfsmönnum við eldflaugasmíði í 1050 úr 1500 og íhugar lokun verksmiðju sinnar í Nabern í f Baden-Wúrttemberg. Lítil árangur hefur náðst í viðræð- um við Diehl þar sem fyrirtækið vill ekki meirihlutaraðild DASA, þótt það framleiði færri eldflaugar. Aðalfundur Almenna hlutabréfasjóðsins hf. Eignir sjóðsins þre- földuðust árið 1996 HAGNAÐUR Almenna hlutabréfa- sjóðsins nam 23,5 milljónum króna í fyrra samanborið við 33 milljóna króna hagnað árið 1995. í frétt seg- ir að heildarávöxtun hlutafjár hafi verið um 43% árið 1996 að teknu tilliti til 10% arðgreiðslu. Á árinu var hlutafé sjóðsins aukið um 200 milljónir króna og nam það í lok ársins tæpum 377 milljónum króna. Heildareignir Almenna hluta- bréfasjóðsins þrefölduðust á árinu, voru um 217 milljónir króna í byijun þess en rúmar 647 milljónir króna í lok ársins. Hlutfall hlutabréfa af heildareign félagsins var á bilinu 45-70%. „Það meginmarkmið með rekstri félagsins, að skapa einstakl- ingum og lögaðilum tækifæri til langtíma fjárfestingar í vel áhættu- dreifðu verðbréfasafni náðist því vel á síðasta ári,“ segir ennfremur í frétt. Hluthöfum Almenna hlutabréfa- sjóðsins hf. fjölgaði um 1.524 á ár- inu, úr 928 í ársbyijun í 2.452 í árslok, sem er um 165% aukning. Á árinu var ráðist í söluherferð nýs hlutafjár í samvinnu við Vátrygg- ingafélag íslands. Viðskiptavinum VIS gafst í fyrsta sinn tækifæri til að kaupa verðbréf hjá svæðisskrif- stofum og umboðsmönnum VÍS. Árangurinn af samvinnunni varð góður og alls fóru um 25% af sölu nýs hlutafjár í desember fram í gegnum söluskrifstofur VÍS. Stefnt er að áframhaldandi samstarfi við VÍS um aukna þjónustu við hluthafa Almenna hlutabréfasjóðsins. Á aðalfundi sjóðsins sem var hald- inn 22. apríl sl. var samþykkt að greiða 10% arð til hluthafa og er áætlað að arðurinn verði greiddur út um miðjan maí. Á aðalfundinum voru þeir Sigurbjörn Gunnarsson, Þórður S. Gunnarsson og Gunnar Birgisson kosnir í stjórn sjóðsins en daglegur rekstur Álmenna hluta- bréfasjóðsins er í höndum Fjárvangs hf. BLAÐAUKI & í blaðaukanum Húsinu og garðinum verður að þessu sinni lögð áhersla á nvjmigar og hugmyndir fyrir hús- og garðeigendur. Þar verður þ\i að finna ýmsan fróðleik um garðrækt og viðhald húsa, jafiit fyTir leikmenn sein fagmenn. Meðal efiiis: • almanak hús- og garðeigandans • sólpallar og -skýli • grillaðstaða • gangstígar, hellur og bílastæði • heitír pottar • gróðurhús og iuglahús • verkfæraskúrar og ruslageymslur • tól og tæki garðcigandans • gluggar og hljóðeinangrun • lýsing og húsamerkingar • þaltefhi og ináhiing • girðingar og fúavöm • leikaðstaða fyrir bömin • klipping tíjáa • matjurtir og lífrænar skordýravamir • o.m.fl. Stumndaginn 11. maí Skilafrestur atiglýsingapantana er til ld. 12.00 mánudaginn 5. mai. Allar nánari upplýsingar veita starfsmemi auglýsingadeildar í síma 569 1111 eða í bréfsíma 569 1110. kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.