Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 23 LISTIR „Lít ekki á mig sem furðuverk“ Jessica Tivens heitir sextán ára gömul óperusöngkona sem líkt hefur verið við Maríu Callas. Þröstur Helga- son hitti hana að máli þegar hún var að búa sig undir tónleika í Háskólabíói í kvöld. SUMIR segja að hún sé undrabarn og henni hefur jafnvel verið líkt við dívuna sjálfa, Maríu Callas. En sjálfsagt eru margir efins og hugsa; það verður aldrei önnur Callas. En það verður að hafa í huga að Jessica Tivens varð aðeins sextán ára gömul í síðustu viku og rödd söng- kvenna nær ekki fullum þroska fyrr en á fer- tugsaldrinum. Jessica á því langa ferð fyrir höndum og kannski mikilvægast að hún geri sér grein fyrir því. Sumir velta því til dæmis fyrir sér hvort það sé ekki óhollt fyrir hana og óæskilegt að syngja mikið opinberlega, það geti reynt of mikið á óþroskuð raddböndin. En hvernig lítur hún á þetta sjálf? Er hún undrabarn? „Ég lít á mig sem venjulega stelpu, kannski með eilitlum frávikum. Annars sé ég sjálfa mig í öðru ljósi en aðrir, ég lifi bara í mínum litla heimi með minni tónlist. Nei, ég lít ekki á mig sem eitthvert furðu- verk. En ég lít á mig sem eina þeirra sem er gædd ákveðnum hæfileika. Mig langar til að þroska þann hæfileika og læra meira um menningu og listir, mennta mig.“ Undirleikari og umboðsmaður Jessicu, Mic- hael Garson, sem var sjálfur álitinn undrabarn í píanóleik í æsku en er sennilega kunnastur fyrir samstarf sitt við David Bowie, segist ekki vera í nokkrum vafa um að Jessica sé gædd einstökum hæfileikum. „I mínum augum er hún undrabarn. Hún má auðvitað ekki segja það sjálf því þá yrði hún álitin hrokagikkur og monthani." Veit hvað hún vill Jessica er komin af tónlistarfólki í báðar ættir, faðir hennar er básúnuleikari og móðir hennar söngkona. Hún hefur sungið opinber- lega frá átta ára aldri og komið víða við, í söngleikjum, leikritum og sjónvarpi. Hún hef- ur komið fram sem einsöngvari með Burbank Chamber Orchestra, Tucson Civic Orchestra og New West Symphony. Hún hefur einnig unnið til fjölda verðlauna og hlaut meðal ann- ars Los Angeles Music Center verðlaunin í fyrra og Microsoft Discovery Artist verðlaunin nú í vetur. Jessica kom fyrst fram á hljóm- plötu með Michael Garson, Screen Themes ’94. Þegar hún var átta og hálfs árs gömul seg- ist hún hafa tekið þá ákvörðun að snúa sér að klassískum söng en þangað til hafði hún mestmegnis fengist við rokktónlist og djass. „Það var bæði tónlistin og tungumálin sem vöktu áhuga minn á óperusöngnum. Mig hef- ur alltaf langað til að læra önnur tungumál og svo langar mig til að kynnast nýjum lend- um, annarri og framandi menningu. Og óp- eran var mér framandi." Jessica veit greinilega hvað hún vill. Hún er líka ákveðin í fasi og lætur ekki slá sig út Morgunblaðið/Golli „ÉG SÉ mig fyrir mér í öllum stærstu óperuhúsum heimsins," segir Jessica Tivens. Með henni á myndinni er undirleikari hennar, Michael Garson. af laginu eins og sjá má hér að franran. Hún er vel máli farin og segist vera í sérstökum enskutímum í skólanum sínum sem ætlaðir eru fyrir afburðanemendur. „Mér þykir skólinn yfirleitt fara of hægt yfii' námsefnið og ég er sérstaklega ósátt við tungumálakennsluna. Við lærum bara eitt erlent tungumál og það fremur illa; það er ekki ætlast til þess að við getum talað það heldur aðeins að við höfum grunnþekkingu á málfræði þess og getum lesið það. Sömuleiðis er alltof lítil áhersla lögð á listir í bandarískum skólum; hvernig eiga unglingar að geta haft gaman af listum og menningu ef þeim er ekki kennt að meta hana. Mér skilst að við- horfið sé töluvert annað í Evrópu enda langar mig til að búa þar um tíma og mennta mig frekar í söngnum; það er draumurinn að flytja til Italíu og búa í hjarta óperusöngsins.” Sé mig í öllum stærstu óperuhúsum heims Aðspurð segist Jessica ekki óttast mjög breytingar á rödd sinni. „Hún hefur verið að breytast undanfarin ár og mun halda áfram að breytast um ókomin ár. Ég er nokkuð viss um að ég muni halda áfram að vera sópran en það er spurning hvernig sópran ég mun verða.“ Garson segir að rödd Jessicu sé geysilega sterk og vel gerð frá náttúrunnar hendi og hún hafi enga veikleika. „Hún getur vissulega lært mikið í tækni og túlkun en rödd hennar er nánast fullkomin frá náttúrunnar hendi. Með þjálfun verður hún aðeins betri og betri. Það sem hún þarf að varast er að missa jafn- vægið, raddlega og andlega. Hún þarf að halda sig við jörðina og láta ekki alla þessa athygli trufla einbeitinguna." Én hvað heldur Jessica sjálf um framtíðina? „Ég á örugglega eftir að vera á stöðugum ferðalögum, ég sé mig fyrir _mér í öllum stærstu óperuhúsum heimsins. Ég ætla samt umfram allt að hafa gaman af þessu og læra meira um heiminn og mismunandi menningu og hugsunarhátt þjóða. Það er draumur minn.“ Jessica segist hafa beðið lengi eftir því að koma hingað og hlakkar mikið til að syngja fyrir íslendinga. Tónleikarnir verða tveir, í kvöld og á iaugardagskvöld í Háskólabíói. Lífeyrissjóður sjómanna UPPLYSINGAR UM STARFSEMI ÁÁRINU 1996 Á árinu 1996 greiddu 1.076 launa- greiðendur iðgjöld til sjóðsins fyrir 7.121 sjóðfélaga. í árslok 1996 voru á skrá hjá sjóðnum samtals 34.465 einstaklingar. Skrifstofa sjóðsins er í Þverholti 14, sími 551 5100, fax 562 1940. Afgreiðslutími er kl. 8.00-16.00. í stjórn sjóðsins árið 1996 voru: Bjarni Sveinsson Guðmundur Ásgeirsson Guðjón Jónsson Gunnar I. Hafsteinsson Guðmundur Hallvarðsson Þórhallur Helgason Framkvæmdastjóri sjóðsins erÁrni Guðmundsson. Efnahaqsreikninqur 31.12.1996 (þús. kr. Veltufjármunir.................... 4.761.059 Skammtímaskuldir.................. -147.684 Hreint veltufé................... 4.613.375 Fastafjármunir Skuldabréf................. 20.704.307 Varanleqir rekstrarfjármunir. 41.725 Hrein eiqn til qreiðslu lífevris .... 25.359.407 Yfirlit um brevtinqar á hreinni eiqn til qreiðslu lífevris fvrir árið 1996 í þús. kr. Fjármunatekjur, nettó.............. 1.754.989 Iðgjöld............................ 1.451.977 Lífeyrir........................... - 655.037 Kostnaður (rekstrargjöld-rekstrartekjur).. -39.417 Matsbreytinqar......................... 476.515 1 iuoimxui 1 i li V>li II II v/iyi 1 *-*l 11 IV-I Hrein eiqn frá fvrra ári . 22.370.380 Hrein eiqn í árslok til qreiðslu lífevris... . 25.359.407 Ýmsar kennitölur: Lífevrisqreiðslur 1996: Lífeyrir sem hlutfall af iðgjöldum 45.10% í þús. kr. Kostnaður sem hlutfall af iðgjöldum. 2.71% Örorkulífeyrir . 295.363 Kostnaður sem hlutfall af eignum .... 0.17% Ellilífeyrir 244.337 Raunávöxtun m.v. vísitölu neysluverðs 7.58% Makalífeyrir 79.658 Meðalraunávöxtun síðustu 5 ára 7.40% Barnalífevrir 37.343 Samtals kr. 656.701 VerðbréfakauD 1996 »: Verðbréfaeiqn 31.12.1996: í þús. kr. í þús. kr. Húsbréf 1.659.875 Húsbréf 9.845.529 Skuldabréf banka og sparisjóða 1.052.432 Skuldabréf Húsnæðisstofnunar . 5.708.494 Húsnæðisbréf 762.190 Skuldabréf banka og sparisjóða . 2.052.663 Spariskírteini ríkisins 736.943 Erlend verðbréf 1.241.288 Erlend verðbréf 728.486 Skuldabréf sjóðfélaga . 1.437.173 Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga.. 319.028 Spariskírteini ríkisins . 1.175.305 Fjárfestingalánasj. atvinnuveganna.. 299.226 Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga . . 1.137.607 Ríkisbréf 183.922 Fjárfestingalánasjóðir atvinnuveganna 1.026.955 Skuldabréf sjóðfélaga 171.940 Ríkisbréf 413.830 Skuldabréf fyrirtækja 171.138 Hlutabréf 398.045 Hlutabréf 101.857 Skuldabréf fyrirtækja 305.908 Önnur skuldabréf 95.628 Önnur markaðsskuldabréf 305.769 Samtals kr. 6.282.665 Samtals kr. 25.048.566
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.