Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C 107 TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Clinton fagnar samkomulagi um samstarfssamning Rússa og NATO „Sögnlegt skref í átt að friðsamlegi*i Evrópu“ Moskvu, Washington, Bonn, París. Reuter. RUSSAR og Atlantshafsbandalagið (NATO) náðu í gær samkomulagi um nýjan samstarfs- samning sem miðar að því að tryggja friðsam- leg samskipti andstæðinganna fyrrverandi í kalda stríðinu. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, fagnaði samkomulaginu sem „sögulegu skrefi í átt að friðsamlegri, óskiptri og lýðræðis- legri Evrópu“. Fjölmiðlar fengu þó ekki upplýs- ingar um texta samningsins og óvissa ríkti um eðli hans. Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins, og Jevgení Prímakov, utan- ríkisráðherra Rússlands, skýrðu frá samkomu- laginu eftir tveggja daga viðræður í Moskvu. „Þetta er stór sigur fyrir skynsemina og þjóðir heims, stór sigur fyrir Rússa og allar ríkisstjórn- ir í heiminum sem vilja tryggja frið og sam- vinnu,“ sagði Prímakov. Solana sagði að samkomulagið myndi greiða fyrir því að samningurinn yrði undirritaður á fundi Borís Jeltsíns Rússlandsforseta og leiðtoga NATO-ríkjanna í París 27. maí. Samningnum er ætlað að sefa Rússa vegna fyrirhugaðrar stækkunar NATO í austur. Borís Jeltsín sagði í sjónvarpsviðtali að hann hefði hringt í leiðtoga NATO-ríkjanna fyrr í vikunni og tryggt stuðning þeirra við samkomulagið. Ekki var vitað í gær hvenær skýrt yrði frá efni samningsins. Solana og Prímakov sögðu aðeins í sameiginlegri yfírlýsingu að NATO og Rússar hefðu náð „afgerandi árangri" í mikil- vægum málum, meðal annars í deilunni um hernaðaruppbyggingu í nýjum aðildarríkjum NATO, sem var helsta fyrirstaða samkomulags. Jeltsín sagði að samningurinn myndi draga eins og hægt er úr þeirri hættu sem Rússum Reuter JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atl- antshafsbandalagsins, tekur utan um Jevg- ení Prímakov, utanríkisráðherra Rúss- lands, eftir fund þeirra í Moskvu í gær. stafaði af stækkun NATO í austur. „Við erum andvígir stækkuninni," sagði hann. „En með hliðsjón af raunveruleikanum ... hefur verið gengið of langt og við verðum að takast á við málið og halda hættunni fyrir Rússland í lág- marki.“ Jeltsín virtist vilja gera sem mest úr árangri rússneskra stjórnvalda í samningaviðræðunum og gaf til kvnna að þeim hefði tekist að knýja fram skuldbindingar af hálfu NATO um að bandalagið færði ekki herafla sinn nær landa- mærum Rússlands og að Rússar gætu hindrað ákvarðanir bandalagsins. Jeltsín segir samninginn bindandi I „Bindandi eðli samningsins er augljóst," sagði Jeltsín. „Ef Rússar eru andvígir einhverri ákvörðun merkir það að hún nær ekki fram að ganga.“ Clinton lagði hins vegar áherslu á að svo væri ekki. „Rússar munu starfa í nánum tengsl- um við bandalagið en ekki innan þess, sem veitir Rússum áhrif en ekki neitunarvald.“ Solana fór til Brussel til að skýra sendiherrum NATO-ríkjanna frá samkomulaginu og gert er ráð fyrir að ráðamenn rikjanna samþykki það formlega í dag. Stjórnvöld í Bretlandi, Þýskalandi og Frakk- landi fögnuðu samkomulaginu. Dariusz Rosati, utanríkisráðherra Póllands, sagði að Rússar hefðu ekki getað hindrað áformin um stækkun NATO en bætti við að samkomulagið myndi draga úr spennu í Evrópu. Gert er ráð fyrir að samþykkt verði á leiðtogafundi NATO í Madrid í júlí að veita Pólveijum, Ungverjum og Tékkum aðild að bandalaginu. Kommúnistar og þjóðemissinnar á rússneska þinginu fordæmdu samkomulagið, eins og búist var við, en viðbrögð fijálslyndra þingmanna voru varfærnisleg. ■ Lék úrslitahlutverk/2I Stríðið í Zaire Friðar- viðræð- unum frestað Pointe Noire. Reuter. FRIÐARVIÐRÆÐUM Mobut- us Sese Seko, forseta Zaire, og Laurents Kabila, leiðtoga upp- reisnarmanna, var frestað í gær eftir að Kabila neitaði að fara um borð í suður-afrískt skip í hafnarborginni Pointe Noire í Kongó, þar sem viðræðurnar áttu að fara fram. Mohamed Sahnoun, sendi- maður Sameinuðu þjóðanna, sagði að Kabila hefði hætt við að mæta á fundinn á síðustu stundu og krafist þess að hann yrði haldinn utan landhelginnar þar sem hann óttaðist um ör- yggi sitt í Pointe Noire. Nelson Mandela, forseti Suður-Afríku, sem átti að stjórna viðræðun- um, hafnaði þeirri kröfu. Sahnoun sagði ekkert um hvað Mandela gæti gert til að reyna að afstýra blóðugu upp- gjöri milli stuðningsmanna Mobutus og Kabila á götum Kinshasa, höfuðborgar Zaire. Talsmaður uppreisnarmanna sagði að þeir litu á Pointe No- ire sem „óvinasvæði" og bætti við að þeir myndu halda áfram sókn sinni að Kinshasa þótt af friðarviðræðum yrði. ■ Vilja að eignir/24 Tyrkjaher ræðst inn í Norður-írak Zakho. Reuter. ÞUSUNDIR tyrkneskra hermanna réðust í gær inn í norðurhluta ír- aks og skriðdrekum, stórskota- vopnum og flugvélum var beitt í árásum á kúrdíska skæruliða sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda. Innrásin hófst klukkan 11 í fyrrakvöld og kúrdísk yfirvöld í írak fyrirskipuðu öllum frétta- mönnum að fara af landamæra- svæðinu og lögðu hald á farsíma og filmur þeirra. Mikið mannfall Tyrkneskur embættismaður sagði að 10.000 hermenn hefðu tekið þátt í innrásinni og stefndu í norðaustur frá Zakho, helsta bænum á svæðinu. Hersveitirnar hefðu sótt um 20 km inn fyrir landamæri íraks. Fréttastofan DEM, sem styður baráttu Kúrda, sagði að hermennirnir hefðu gert sprengjuárásir á stöðvar skæruliða á hæðum í norðurhluta landsins. Tyrkneska fréttastofan Anatol- ian skýrði frá hörðum bardögum milli hersveitanna og skæruliða í Verkamannaflokki Kúrdistans (PKK) og sagði að margir skæru- liðar hefðu fallið. Tyrkir hefðu m.a. beitt Cobra-þyrlum, sem eru framleiddar í Bandaríkjunum. írakar mótmæla Stjórnin í írak fordæmdi innrás- ina, sagði hana gróft brot á þjóða- rétti og krafðist þess að hersveit- irnar yrðu kallaðar heim. Bresk stjórnvöld sögðust hafa áhyggjur af innrásinni. „Við styðj- um það markmið Tyrkja að veija lögmæta öryggishagsmuni sína,“ sagði talsmaður breska utanríkis- ráðuneytisins. „Við hvetjum Tyrki til að ganga ekki lengra en þörf er á til að veija þessa hagsmuni." Turhan Tayan, varnarmálaráð- herra Tyrklands, sagði að innrásin hefði verið fyrirskipuð „í mann- úðarskyni" til að vernda íraska Kúrda vegna árása PKK. „Her- sveitirnar verða kallaðar heim þeg- ar aðgerðinni lýkur,“ sagði hann. Norðurhluti íraks var gerður að sjálfstjórnarsvæði Kúrda, með stuðningi vestrænna ríkja, eftir stríðið fyrir botni Persaflóa 1991. Reuter Drottningin flytur stefnuræðu Blairs ELÍSABETII Bretlandsdrotting og eiginmaður hennar, Filippus prins, sjást hér sitja í hásæti í lávarðadeild brezka þingsins áður en drottningin flutti stefnu- ræðu nýja forsætisráðherrans, Tony Blairs. Þessi háttur hefur verið hafður á við upphaf þing- halds eftir sljórnarskipti frá upphafi þingræðis í landinu. I stefnuræðunni boðar ný rík- isstjórn Verkamannaflokksins róttækar stjórnlagaumbætur og víðtækar lagabreytingar, sem miða að því að uppfylla helztu kosningaloforð flokksins. Stjórnin hyggst m.a. minnka bekkjarstærðir í grunnskólum, stytta biðlista á sjúkrahúsum, gera meðferð réttarkerfisins á afbrotum síbrotaunglinga skil- virkari, finna 250.000 atvinnu- lausum ungmennum vinnu og skapa skilyrði fyrir varanlegri velmegun. ■ Sljórnlagaumbætur/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.