Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ lÆTLAe&U ' / NEI, þó BRT \ felOUAÐkTA jl 0FS3ÓMIÍZ. f \ AilG? . ^ J þESSi MEGxm er ab æsa /miö 1 HVAÐA AMTSEM ÉS HU6SA a . uM 8ARA — ( hveíz ee ] § [SVAH6UÍ&/ > ! I -6^X1—. Smáfólk HOL) ABOUT TWAT, MARCIE.. I THINK THE¥ FIXEP THE IEAK IN THE ROOF.. LET S JU5T HOPE THERE AREN'T 50ME OTHER PLACES UUHERE... Hvað segirðu um þetta, Magga ... ég held að þeir hafi gert við þakið. Við skulum bara vona að það séu ekki einhverjir aðrir staðir sem ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Trúarbragðakennsla í skólum fyrir hveija? Frá Þorsteini Sch. Thorsteinssyni HINIR svokölluðu fræðingar um Guð (guðfræðingar) vilja fá að kenna önnur trúarbrögð í skólum. Markmiðið er að þiggja bæði góð laun og koma á boðskap gegn öllum öðrum trúarbrögðum. Boðskapur- inn í kennslugögnunum verður eins og er að finna í bókunum: Credo, Haustdreifar, Kirkjan játar og Trú- arbrögð mannkyns. Boðskapurinn verður þannig að allri fagurfræð- inni og kærleikanum í trúarbrögð- unum öðrum en kristinni trú verður gjörsamlega sleppt í kennslugögn- unum. Það getur hver sem er athug- að samþykktar og viðurkenndar bækur um hin trúarbrögðin og þannig borið sig saman við þessar fjórar fyrrgreindu bækur, Kirkjurit- ið og blöð sem kirkjunnar menn hafa skrifað, því það er hægt að fínna hveija rangtúlkunina á fætur annarri hjá kirkjunnar mönnum. Höfundarnir hafa skilið verksum- merkin eftir sig. Ef við athugum bókina Kirkjan játar bls 23-24. sjáum við það greinilega, því það er annars nokkum veginn sama hvaða bók við athugum af þessum fjórum fyrrgreindum bókum, hinn neikvæði boðskapur er þar til stað- ar. Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóðkirkjunnar, hefur séð vel og dyggilega um að koma þessum boð- skap til skila, bæði með útgáfu kirkjuritsins og bóka. Það er alveg ljóst að það er ekki nóg fyrir þá að predika gegn öðrum trúarbrögðum á þessum námskeiðum sem þeir halda hér og þar, heldur vilja þeir einnig fá að vera á föstum launum við það. Ósannindi viðhöfð gegn öðrum trúarbrögðum Mörgum manninum fínnst sr. Þórhallur Heimisson búa til ein- hvem hálfsannleika, sem er verri en ósannindi. Tökum nokkur dæmi úr Kirkjuritinu eftir sr. Þórhall, þar sem hann segir um karma og endur- holdgun: „Markmið verður að end- urholdgast sem oftast, ekki að losna frá hringrás fæðingar og dauða.“ Hið rétta er að komast hjá því að endurholdgast og markmiðið er að losna frá hringrás fæðinga og dauða. Þessi tiltekna kenning er eins hjá guðspekingum, nýaldar- hreyfingunni^ (NAM), hindúum og búddistum. Utskýring Sr. Þórhalls á karma er þannig: „Ekki er hægt að þróast aftur, aðeins hið góða karma hefur áhrif, ekki hið slæma.“ Hið rétta er að hið góða (eða sið- ferðislega góð verk) hefur jákvæð áhrif, rétt eins og slæm verk hafa siðferðislega neikvæð áhrif. Þessi tiltekna kenning er eins hjá guð- spekingum, NAM, hindúum og búddistum. Síðan í framhaldinu á því útskýrir sr. Þórhallur það þann- ig: „endurholdgun er góð“. Þegar hann er sjálfur búinn að segja rétt áður að endurholdgunin sé „nei- kvætt fyrirbrigði“ hjá hindúum. Hið rétta er að hún er neikvætt fyrirbrigði hjá guðspekinni, NAM, búddistum og hindúum. Það er talað um að menn losni frá hringrás fæð- ingar og dauða, og þannig hætti að endurholdgast. Eg vil síðan fá að taka það fram, að þó þetta sé tekið úr gömlu kirkju- riti (eða 2. hefti 59. árg. júní 1993), þá hefur sr. Þórhallur notað einmitt þessar sömu greinar sínar margar hveijar hvað eftir annað og gefið síðan fólki ljósrit á námskeiðum sínum. Eitt er víst að sr. Þórhallur hefur lært ýmislegt í Guðfræðideild- inni í HÍ. hjá dr. Einari Sigurbjörns- syni prófessor sem einmitt sýnir þessa sömu ósiði, er hann fjallar um önnur trúarbrögð. Dæmi um ósannindi hans er að finna í Bjarma: „Karma er verk, gott eða vont. Það er ekki hægt að leggja neinn sið- ferðislegan mælikvarða á karma, því gott og vont er hluti blekkingar tilverunnar og ef menn eru að gera grillur um slíkt, eru þeir undir valdi karma.“ Síðan hvenær þurfa menn að fara með önnur eins ósannindi gegn hindúisma og búddisma? Fá menn borgað fyrir fara með önnur eins ósannindi eins og að segja að „gott og vont sé orðið hluti blekk- ingar tilverunnar?“ Hjá hveijum öðrum koma fram önnur eins ós- annindi, en hjá dr. Einari er hann segir: „Karma nefnist hið altæka, hræðilega lögmál“ (Bjarmi 88. árg. 2. tbl. 1994)? í bókinni hans „Kirkj- an játar“ er að finna skýr skilaboð og þau eru: „Eigind austrænna trú- arbragða er sú að vanmeta mannlíf- ið og ætla það tilgangslausri blekk- ingu, en sannleikurinn sé fólginn í að flýja mannlífið." (Bls. 24). Það kæmi mér ekki á óvart, þó að guð- fræðiprófessorarnir létu áletra þessi eigind hans dr. Einars í stórum gullstöfum við innganginn í HÍ. og við Guðfræðistofnunina. Stór hluti Guðfræðideildar HÍ. og prestastétt- in hefur ævinlega verið hrifin af þessu, og sjálfsagt er hún þeim kirkjunnar mönnum innilega þakk- lát fyrir alla umfjöllunina, eða hvað? Trúarlegt umburðarlyndi er lítið sem ekkert í þjóðkirkjunni Auðvita mun þjóðkirkjan svara þessu þannig að aðrir trúaðir séu að ásaka kirkjuna en ekki öfugt. En getur þjóðkirkjan nokkuð látið önnur trúfélög, samtök eða söfnuði en kristinnar trúar í friði? Nei. En hvernig er með Nýaldarsamtökin, fá samtökin nokkuð að vera í friði Nei. Hvað með búddista? Nei. Hvað með jógastöðvar eða hindúatrúar- menn? Nei. Hvað með íslamstrúar- menn? Nei. Hvað með áhugamenn í sálarrannsóknar-félögum og spí- ritista? Nei. Hvað með Votta Jehóva sem eiga það sameiginlegt með þjóðkirkjunni að vera á móti öllum öðrum trúarbrögðum? Nei. Áhuga- menn margir hveijir í trúmálum eru hissa á því að kirkjan skuli ekki hafa farið í samstarf með Vottum Jehóva gegn öllum öðrum trúar- brögðum. Hver veit nema þjóðkirkj- an eigi eftir að taka upp á því. ÞORSTEINN SCH. THORSTEINSSON, formaður Samstarfsnefndar trúfélaga fyrir heimsfriði, Hörðalandi 6,108 Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.