Morgunblaðið - 06.06.1997, Síða 5

Morgunblaðið - 06.06.1997, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 B 5 DAGLEGT LIF Morgunblaðið/Ásdís EINSTÆÐIR feður virðast hætta að eiga börnin skrái þeir sig í sambúð. óðminjasafninu. Sú upphaflega var er með útskurðarsaumi úr roði. listakonan. „Það væri gaman að búa til séríslenska ímynd og sækja fyr- irmyndirnar í þær hefðir sem við eigum. Austurríkismenn og Múnchenbúar eiga til dæmis sér- staka búninga sem þeir ganga í dags daglega og ég vona að ís- lensku búningarnir festist þannig í sessi. Það verður líka að bjóða er- lendum ferðamönnum upp á fjöl- breyttari varning en bara lopapeys- ur, sem eiga reyndar ekki nema nokkurra áratuga sögu og voru hannaðar með hliðsjón af græn- lensku perlumynstri." Góð hönnun mikilvæg Gerla segir að hægt sé að skapa íslenska ímynd á fleiri sviðum en í textíl. „Eg held að möguleikarnir séu miklir og það er hægt að ýta undir þróun framleiðslugreinanna með því að veita hönnuðum styrki. Islenskur textíliðnaður verður til dæmis að byggja á gæðum og góðri hönnun en ekki magni, því við erum ekki samkeppnishæf varðandi vöru- verð við Asíulönd þar sem launa- kostnaður er mjög lítill. Það er nauðsynlegt að framleiðendur geri sér grein fyrir mikilvægi góðrar og frumlegi'ar hönnunar, það hefur komið í ljós að það skilar sér marg- falt. Á PAPPÍRUM geta börn skipt um foreldra án þess að vilja það og for- eldrar glatað börnunum þrátt fyrir mótmæli. Ef til vill taka ekki öll hjón eftir því að í bréfum og reikn- ingum vegna barnanna er stundum látið eins og aðeins annað þeirra sé til. Konan í fjölskyldunni virðist samkvæmt opninberum stofnunum vera aðaleigandi barnanna og faðh'- inn stundum eins og ekki til. „Mér fannst undarlegt eftir að ég hóf sambúð, að það var eins og ég ætti ekki lengur börnin mín,“ segir Teitur Gunnarsson efnaverkfræð- ingur því öll bréf og reikningar eru sendir konunni á heimilinu. Eiginkona og móðir barnanna hans varð bráðkvöld og Teitur varð þriggja barna einstæður faðir sam- kvæmt kerfinu. Síðai- kynnist hann annarri konu og hóf sambúð með henni en þau gerðu með sér sátt- mála um að hvort þeirra kostaði eigin börn. Hann var faðir sinna barna og hún sinna. „Þá byrjuðu mikil og undarleg tíðindi," segir Teitur „og fóru reikningar sem áður voru stílaðir á mig að vera til sambýliskonu minn- ar. Allir reikningar vegna dvalar dóttur minnai' á skóladagheimili á vegum Reykjavíkurborgar voru sendir henni. Eg brást við með því að neita að borga en það var ekki hægt að prenta mitt nafn á þá. Faðirinn hunsaður af opinberum stofnunum Loks ákvað forstöðu- konan að handskrifa gjaldið á mig.“ Teitur hafði sótt um pláss á leikskóla fyrir son sinn en nú tóku bréf og svör að berast sam- býliskonu hans. Allir reikningar frá Dagvist barna voru svo stílaðir á hana, þrátt fyrir að hún væri ekki móðir þeirra og hefði aldrei verið nefnd á umsóknareyðu- blöðum. „Ég neitaði að borga reikningana nema þeir væru á mínu nafni,“ seg- ir Teitur, „en fékk að- eins þau svör að kerfið Hér segir frá glímu föður við stofnanir um að fá reikninga og bréf rituð á sitt nafn og að geta talist faðir þeirra gagnvart til dæmis skólum. væri þannig að það væri ekki hægt. Hinsvegar vai- í lagi að taka pen- inginn beint af greiðslu- kortinu mínu og varð samkomulag um það.“ Á kona í skráðri sambúð öll böm á heimilinu? Mál Teits er marg- þætt bæði er það um jafnrétti kynjanna rétt- lætismál gagnvart feðr- um, sambýlisfólki, hin- um látnu og fólki sem hefur slitið sambúð og síðast en ekki síst börn- unum. Núna eru um fjögur ár síðan nafn hans fór að hverfa af blöðum merktum börnum hans. Þegar þau byrjuðu í skóla fyllti hann út eyðublöð en það er sama sagan: Bréfi em undantekningar- laust send til konunnar á heimilinu. Skattstjórinn í Reykjavík og Hagstofa Islands vísa hvor á aðra stofnun þegar Teitur gerir athuga- semdir. ,yUveg frá framtal 1994 hef- ur skattstjóri talið börnin á framtali konunnar en ég á engin börn sam- kvæmt skattframtalinu," skrifar hann í bréfi til Karlanefndar Jafn- réttisráðs í mars síðastliðnum, og skattframtal eldri sonai' hans fylgir hennar framtali en ekki foðursins. „Staðan er sú að allar opinberar stofnanh', bæði sveitarfélags og rík- is, telja börnin mín vera sambýlis- konu minnar, en það er ekki talið öruggt að ég eigi þau,“ segir hann. Teitur sættir sig ekki við að eina leiðin til að vera skráður faðir barna sinna sé að slíta sambúðinni. Hann sendi því erindi til Karla- nefndar jafnréttisráðs. Nýjustu fréttir eru þær að skól- arnir senda nú bréfin á nafn Teits. Hinsvegar er honum sagt hjá emb- ætti Skattstjórans að samkvæmt lögum eigi að telja börnin til kon- unnar á heimilinu hvort sem hún sé móðir þeirra eða ekki, ef hún er í skráðri sambúð. Gunnar Hersveinn Beðið eftir svari Ríkisskattstjóra KARLANEFND Jafnrétt- isráðs hefur leitað svara hjá þeim stofnunum sem Teitur Gunnarsson hefur átt við að glíma. Blaða- maður innti Ingólf V. Gíslason starfsmann eftir árangri. „Við sendum bréf til skattyfirvalda í Reykja- vík,“ segir Ingólfur „en þar var vísað á Ríkis- skattsljóra.11 Karlanefnd- in hefur sent því embætti bréf en engin svör hafa borist. „Við skrifuðum svo Dagvist bama,“ segir hann. Þar var málið skoðað og Ingólfur fékk í liðinni viku svar um að stefnt yrði að því að stfla öll al- menn bréf og erindi á báða foreldra. „Banka- menn treystu sér hins- vegar ekki til að rita báða foreldra á reikn- inga, einfaldlega vegna þess að ævinlega sé um einn greiðanda að ræða.“ Fram kemur í bréfi frá Dagvist barna að á stuttu tímabili hafi nöfn feðra verið rituð á alla reikninga, en að því hefði verið mótmælt kröftug- lega, m.a. vegna feðra sem ekki byggju lengur á heimilunum. Ingólfur V. Gíslason arangurmn með hraðvirka brúnkuflýtinum Banana Boat Tan Express Þú þekkir sólarmargtaldarann Banana Boat Sun Amplifier (magnar sólarljósið), Banana Boat djúpsóibmnkugelið (dýpri húðlög framleiða einnig sólbrúnku), Banana Boat dökksólbrunkukremið/oliuna (framkallar svart-brúna sólbrúnku) og sólbrúnkufestinn Banana Boat Dark Accelerator (lengir endingu sólbrúnkunnar um 7 - 9 vikur). Nú hafa þessir eiginleikar verið sameinaðir i eitt í hraðvirka brúnkuflýtinum Banana Boat Tan Express. Með Hrað-brunkuflýtinum Banana Boat Tan Express nærðu á mettíma dýpstu, dekkstu, fallepustu og endingarbestu sólbrúnku sem völ er á. Um leið nærir þú húðina með A og E vitamíni, sólblomaolíu, Aloe Vera, kókos, kvöldvorrósarolíu og öðru heilsufæði húðarinnar. 6 gerðir: Olía, krem, gel, mjólkur-sprey, sólbrúnkufestandi After Sun lotion og friskandi After Sun spray. Onnur Banana Boat nýjung: Bitvörnin Banana Boat Bite Block, skordýrafælandi sólkrem með sólvörn #15. Banana Boat fæst í vönduðum sólbaðsstofum, apótekum, snyrtivöruverslunum, í öllum heilsubúðum utan Reykjavikur og í Heilsuvali, Barónsstig 20 í Reykjavík, simar 562 6275 og 551 1275.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.