Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 17 ERLENT Kanadamenn og Bandaríkin deila um veiðar á laxi við vesturströndina Reuter myndi hlaupa undir bagga með sjó- mönnunum ef yfirvöld í Alaska krefðu þá um skaðabætur. Hann lofaði ennfremur að kanna mögu- leikann á því að greiða sjómönnun- um bætur vegna þess tjóns sem þeir hafa orðið fyrir vegna deilunn- ar. Sextíu milljóna kvenna „saknað“ London. Reuter. OFBELDI gegn konum er al- gengasta mannréttindabrotið í heiminum, samkvæmt skýrslu sem Barnahjálparsjóður Samein- uðu þjóðanna (UNICEF) gaf út í gær. Þar kemur fram að 60 milljónir kvenna, sem ættu að vera á lífi nú, sé „saknað“ vegna ofbeldis sem tengist kyiyamis- munun, einkum í suður- og vest- urhluta Asíu, Kína og Norður- Afríku. 25-50% allra kvenna í heimin- um hafi sætt líkamlegri misnotk- un af hálfu maka sinna. Allt að 130 milljónir stúlkna og kvenna hafi gengist undir umskurð sem tíðkast í að minnsta kosti 28 ríkj- um. Rúm milljón barna, aðallega stúlkur, er neydd í vændi á ári hverju og á Indlandi eru rúm- lega 5.000 konur myrtar vegna þess að tengdafólkinu finnst heimanmundur þeirra of lítill. * Oeining um austur- stækkun Brussel. Reuter. MISMUNANDI skoðanir aðildar- ríkja Evrópusambandsins á tillög- um framkvæmdastjórnar sam- bandsins um stækkun þess til aust- urs komu skýrt fram á fundi utan- ríkisráðherra þeirra í Brussel í gær. Danmörk, Svíþjóð og Ítalía leggjast gegn tillögum fram- kvæmdastjórnarinnar um að að- eins verði rætt um aðild við sex ný ríki og vilja að rætt verði við ellefu. „Það er afar mikilvægt fyrir stöðugleika í Evrópu að stækkunin fari fram með þeim hætti að það skapi ekki nýjar markalínur," sagði Niels Helveg Petersen, utanríkis- ráðherra Dana, á fundinum en umræðum ráðherranna var sjón- varpað. „Okkur ber söguleg skylda til að tryggja að Evrópa vaxi í sameiningu.“ Lamberto Dini, utanríkisráð- herra Ítalíu, sagði að ef sumum ríkjum Austur-Evrópu yrði mis- munað, gæti það haft áhrif til hins verra á efnahags- og lýðræðisþró- un þeirra. Bera hag Eystrasalts- og Balkanríkja fyrir brjósti Norrænu aðildarríkin hafa lagt áherzlu á að Eystrasaltsríkin hefji öll viðræður við ESB til að losa þau undan áhrifum Rússlands. ít- alir bera einkum hag Rúmeníu og Búlgaríu fyrir bijósti, en ástandið á Balkanskaga hefur mikil áhrif á ítalska hagsmuni. Ósammála um niðurskurð í landbúnaði Umræður á ráðherrafundinum bentu einnig til að ekki væri eining meðal aðildarríkjanna um tillögur framkvæmdastjórnarinnar um nið- urskurð landbúnaðarstyrkja til að greiða fyrir stækkun. Endanleg ákvörðun um aðildar- viðræður við ný ríki verður tekin á leiðtogafundi ESB í Lúxemborg í desember. Saka Bandarík- in um ofveiði Vancouver. Reuter. KANADÍSKIR sjómenn hættu þriggja daga umsátri um banda- ríska feiju í fyrrikvöld eftir að stjóm Kanada fullvissaði þá um að hún myndi reyna að leysa deilu um meinta ofveiði bandarískra sjó- manna á Kyrrahafslaxi. Allt að 400 bátar höfðu hindrað að bandaríska feijan gæti siglt úr höfn í Prince Rupert í Bresku Kól- umbíu, skammt frá landamærum Kanada og Alaska. 142 farþegar voru í feijunni og Bandaríkjastjórn hafði fordæmt aðgerðirnar og hvatt kanadísku stjórnina til að binda enda á þær. Sjómennirnir ákváðu að hleypa feijunni úr höfn eftir fund með David Anderson, sjávarútvegsráð- herra Kanada, í Prince Rupert. Ráðherrann fullvissaði sjómennina um að stjórnin myndi freista þess að leysa deiluna við Bandaríkja- menn. Deilt um skiptingu kvótans Ríkjunum tveimur tókst ekki að ná samkomulagi um skiptingu lax- veiðikvótans fyrir þetta ár í samn- ingaviðræðum nýlega. Eftir að skýrt var frá því að sjó- menn í Alaska hefðu þegar veitt helmingi meira af laxi en þeir eru vanir sökuðu Kanadamenn banda- ríska sjómenn um ofveiði og brot á fiskveiðisamningi ríkjanna. Banda- ríkjastjórn sagði ekkert hæft í þess- ari ásökun. Kanadísku sjómennirnir höfðu hunsað úrskurð kanadísks dómstóls um að leyfa feijunni að sigla úr höfn. Anderson kvaðst ætla að leggja til við kanadísku stjórnina að hún Forseti Perú sagður hefta tjáningarfrelsi Kveðst fórnar- lamb ófrægingar Malaga. Morgunblaðið. ALBERTO Fujimori, forseti Perú, segir að hafin sé skipulögð ófræg- ingarherferð á hendur sér og ríkis- stjórn sinni í fjölmiðlum landsins. Mótmæli vegna einræðislegra stjórnarhátta forsetans hafa farið vaxandi dag frá degi og hafa þús- undir manna komið saman i höfuð- borginni Lima til að andmæla síð- ustu aðför forsetans að tjáningar- frelsinu í landinu. Fujimori lýsti því yfir að Perú væri lýðræðisríki þar sem mann- réttindi væru virt og fjölmiðlar fengju að starfa án afskipta stjórn- valda. „Þeir sem fullyrða að hér ríki einræði nota tækni sem löngum hefur notið mikilla vinsælda í ein- ræðisríkjum: heilaþvott," sagði for- setinn og bætti við að sú staðreynd að öflug stjórnarandstaða væri starfandi í landinu bæri þess glögg- lega vitni að Perú væri lýðræðisríki. Ólga hefur ört farið vaxandi i Perú m.a. vegna tilrauna forsetans til að tryggja sér eitt kjörtímabil í viðbót þvert á það sem stjórnarskrá landsins mælir fyrir um. Ráðamenn fjölmiðla kveðast sæta hótunum og kúgunum og stjórnarandstaðan heldur því fram að hópur glæpa- manna stjórni landinu. í liðinni viku lét stjórn Fujimori til skarar skríða gegn Baruch Iver, eiganda sjónvarpsstöðvarinnar Frecuencia Latina. Fréttamenn sjónvarpsstöðvarinar höfðu að kröfu Ivers látið af undirlægjuhætti gagnvart stjómvöldum og birt gagnrýnar fréttir sem m.a. snerust um hleranir og aðrar ólöglegar að- gerðir leyniþjónustu landsins. í ljós kom að njósnað er með skipulögðum hætti um fjölda stjórnmálamanna og blaðamanna í Perú. Fujimori brást við þessu með því að svipta Iver perúönsku ríkisfangi en hann er innflytjandi. Þessi viðbrögð forsetans hafa vakið verulega athygli utan Perú. Nicholas Bums, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, lýsti yfir áhyggjum sínum á fundi með blaðamönnum og gagnrýndi stjórn- arhætti Fujimoris. „Þessar aðgerðir skapa raunverulegan efa um hvort prent- og tjáningarfrelsi ríkir í Perú,“ sagði Burns. Sveitir Ranar- iddhs í sókn Phnom Penh. Reuter. BARDAGAR héldu áfram milli hersveita stjórnarinnar og liðs- manna Ranariddhs prins í Kambódíu í gær. Konungssinnar hafa náð á sitt vald bænum Samr- ong í norðvesturhluta landsins, skammt frá landamærunum að Tælandi. Yfirmaður í her forsætisráð- herrans Huhs Sens staðfesti í gær að hermenn stjómarhersins hefðu hörfað frá Samrong, og fullyrti að herlið konungssinna nyti aðstoðar skæmliða Rauðu khmeranna. Stuðningsmenn Rana- riddhs prins hafa alltaf neitað sam- vinnu við skæruliðana, en Hun Sen hefur lýst því yfir að tengsl við þá væri ástæða þess að hann steypti Ranariddh af stóli forsætis- ráðherra fyrr í mánuðinum. Flóttamannaskrifstofa Samein- uðu þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum vegna þess að yfirvöld í Tælandi hafi ekki hleypt kambó- dísku flóttafólki inn í landið, en talið er að um 20 þúsund flótta- menn frá bardagasvæðinu við Samrong bíði við landamærin. Ranariddh Hun Sen sefar áhyggjur fjárfesta Forsætisráðherrann Hun Sen reyndi í gær að fullvissa erlenda fjárfesta í Kambódíu um að staðið yrði við gerða saminga, ekki yrðu gerðar breytingar á efnahags- stefnu landsins og að verið væri að meta ýmsa möguleika til að auðvelda frekari fjárfestingar. Hann fullyrti að efnahagslífið í landinu væri nú aftur að komast í samt lag, en mörg erlend fyrir- tæki lögðu tímabundið niður starf- semi í landinu eftir valdaránið. Hun Sen afsakaði einnig það tjón sem erlend fyrirtæki urðu fyr- ir í átökunum þegar hersveitir hans unnu sigur á hermönnum Rana- riddhs og í öldu skemmdarverka og þjófnaða sem fylgdi í kjölfarið. Hann sagði að verið væri að meta tjónið og stefnt væri að því að greiða bætur. Sumarauki! Seljum nokkra vel búna MAZDA 323 Sedan með sérstökum sumarafslætti. Tryggið ykkur bíl strax, því aðeins er um fáa bíla að ræða! ' ■ . ■ SKÚLAGÖTU 59, SÍMI 540 5400 Hoimasídn: wifljuu.raosir.is EVRÓPA^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.