Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR UMRÆÐA um mál- efni unglinga í vanda tekur á sig ýmsar myndir. Greinilegt er að margir hafa áhyggj- ur af vandamálum hjá þessum aldurshópi og sýnist sitt hverjum um hvað helst beri að gera til úrbóta. Þessi um- ræða verður gjaman mjög tilfmningahlaðin. Það getur t.d. verið erf- itt að fá sýn yfír þau hjálparúrræði sem til staðar eru. Vegna við- kvæmra persónulegra mála er hætt við að inn- sýn í hið daglega starf á meðferðarheimilunum verði tak- mörkuð. Slíkt eykur hættu á sleggju- dómum og fljótfæmislegum ályktun- um um starfsemi sem eðlis síns í neyðarvistun, segir > •• Askell Orn Kárason, hefur einstaka sinnum myndast hættuástand. vegna þarf að njóta trausts. Nýlega hefur umboðsmaður bama, frú Þór- hildur Líndal, látið í Ijósi það álit að e.t.v. séu framin mannréttindabrot á meðferðarheimilum fyrir böm og unglinga. Hveijar sem ástæður um- boðsmanns bama kunna að vera, er ljóst að slíkar opinberar efasemdir skapa óvissu og álag á þessa starf- semi. Meðferðarheimili fyrir ungl- inga er, af bamaverndaryfirvöldum, falin umsjá unglinga sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu vegna lífemis síns. Jafnframt gæslu, til þess að „stoppa af‘ hið óheilsu- samlega lífemi, eiga þessir unglingar rétt á hjálp til að skilja að- stöðu sína og fínna sína leið til betra lífs. Meðferð; agi í stað ringulreiðar Á Stuðlum er starf- rækt meðferð fyrir unglinga í vanda á aldr- inum 13-16 ára. Ly- kilorðin eru agi og ábyrgð, viðurkenning og virðing. Ekki koma allir fúsir í meðferð, en flestir útskrifast með nýja hæfni og von um betra iíf. í upphafi fer fram greining á vanda og aðstæðum ungl- ingsins. Við hjálpum honum að skoða stöðu sína og fínna hvers kyns vandamál hans em. Sá sem neytir vímuefna eða stundar afbrot fær svigrúm og aðstoð til að sjá hvemig atferði hans leiðir hann í ógöngur, hvemig hann hefur misst stjóm á eigin lífí og hvemig hin heilbrigðu og jákvæðu markmið hans fjarlægj- ast eftir því sem vandamálin ná yfir- höndinni. Oft ríkir mikil ringulreið í lífí unglingsins og fjölskyldunnar allrar þegar kemur að innlögn. Heil- brigður agi og festa em því nauðsyn- leg, og raunar viðtekið af fræði- mönnum að slík umgjörð er forsenda þess að árangur verði af slíku með- ferðarstarfi. Ókunnugum hættir stundum til að mgla heilbrigðum aga við e.k. refsigleði. Refsingar skila hins vegar litlum árangri í meðferð, auk þess að vera óheimilar skv. lög- um. Á Stuðlum ríkir ákveðið kerfi hlunninda, þar sem unglingurinn fær vaxandi frelsi og hlunnindi samfara auknum árangri og betri siðum. Af þessu hlýst einnig, að við reglubrot getur unglingurinn misst fyrri hlunn- indi og þarf þá að vinna sér þau aftur inn. Á meðferðarstað gilda vitaskuld sömu lögmál um mannréttindi og heigi einstaklingsins sem annars staðar. Engu að síður er það svo, að við þessar aðstæður hlýtur frels- ið að verða nokkuð takmarkað. Allt verður að lúta lögmálum meðferð- arinnar og þess marks sem stefnt er að, að einstaklingurinn yfirvinni vanda sinn og læri að lifa heilbrigðu lífí. Líf í meðferð má að þessu leyti líkja við það að hafa fótinn í gipsi; skammvinn takmörkun á frelsi, í þeim tilgangi að ná bata. Sá sem er í gipsi, verður að gera ráð fyrir að líf hans sé einhveijum takmörkun- um háð að sinni. Einnig sá sem er í meðferð. Neyðarvistun í bráðatilvikum Á Stuðlum er einnig sérstök að- staða til vistunar í bráðatilvikum. Um það hlutverk segir svo í reglu- gerð: Með [skammtímavistun] er átt við vistun vegna óupplýstra afbrota eða stjórnleysis sökum ölvunar eða annarrar vímuefnaneyslu og aðra bráðnauðsynlega vistun meðan úr- ræði í máli unglings eru undirbúin á grundvelli laga um vernd barna og ungmenna. Hámarksvistunartími er 14 dagar. í flestum tilvikum koma í neyðar- vistun unglingar sem teknir hafa verið af lögreglu og ekki næst í foreldra, eða starfsmaður bama- vemdarnefndar æskir vistunar ef neyð ríkir vegna hegðunar unglings, til að tryggja að af frekari skaða verði ekki meðan verið er að leita úrræða. Hlutverk starfsmanna að Stuðlum er að annast unglinga sem til slíkrar vistunar eru færðir og gæta þeirra, þar til forráðamenn eða starfsmenn barnaverndarnefnda, eftir atvikum, taka þá í sína umsjá. Hefur þessi vistun verið talin mann- úðlegri en vistun í fangaklefa. Við neyðarvistun hafa verið tengd ýmis ummæli um einangmn og fjötranir, sem sum hver em heldur óyfírveguð. Útidyr í neyðarvistun em læstar, og tveimur rúml. 20 fm herbergjum er hægt að læsa. Ungl- ingur í neyðarvistun er þó aldrei yfirgefinn og í stöðugri gæslu. Ef hann er æstur, kvíðinn eða óróleg- ur, er rík þörf á stöðugri náiægð og faglegum vinnubrögðum. Hins vegar er engin glóra er í því að leyfa ósjálfráða unglingi í þannig ástandi að fara fijálsum ferða sinna, og dylgjur um mannréttindabrot í því samhengi eru afar fávíslegar. Frelsi - til að meiða sig? Af sjálfu leiðir, að á stað eins og Stuðlum getur komið til átaka. Fyrir kemur, að lögregla færir ungling í járnum í neyðarvistun. Tímabundin sturlun getur átt sér stað. í slíkum tilvikum gildir, hér sem annars stað- ar, ákveðinn neyðarréttur. Hann helgast af virðingu fyrir lífí og heilsu þeirra sem í hlut eiga. í neyðarvistun hefur einstaka sinnum myndast hættuástand, og raunar er ekki hægt að útiloka að slíkt gerist í meðferðar- vistunni heldur. Ef næg mönnun er fyrir hendi er í flestum tilvikum hægt að halda æstum unglingi niðri, þar til hann róast, en fyrir getur komið að ekkert annað en fjötrun geti fyrirbyggt slys og meiðsli. Sem betur fer hefur ekki þurft að grípa Meðferð unglinga - refsing eða hjálp? Áskell Örn Kárason Brúðhjón Allur horöbiíndðui Glæsileg gjafavara Briiódrhjónd listar VERSLUNIN I.atigtivegi 52, s. 562 4244. SUMARTILBOÐ Qluggatjaldaefni 20% afsláttur JÖL Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, w FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333. Virða ber trúnað aflaskýrslna AFLASKÝRSLUR íslenskra skipstjómar- manna em ein megin- stoðin sem mat á stærð botnfískstofna hvílir á. Réttar upplýsingar um afla á togtíma eftir veiðistað og veiðitíma, sem lesa má úr afla- dagbókum skipstjórn- armanna, eru álíka mikilvægar og gögn úr togararalli þegar meta skal ástand fískistofna og veita ráðgjöf um nýtingu þeirra. Það er því afar mikilvægt að áfram megi treysta upplýsingum úr afla- dagbókum alls þorra skipstjórnar- manna. Til þess að svo geti orðið verður að ríkja trúnaður um þessi gögn. Trúnaðargögn til sölu? í september sl. varð þessi trúnað- ur fyrir skaða þegar útvarpið sagði þær fréttir af sjávarútvegssýning- unni að Radíomiðun ehf. hefði í undirbúningi að selja aflaspárforrit sem byggði á gögnum Hafrann- sóknastofnunar um öll tog allra fiskiskipa undanfarin 19 ár. Skip- stjómarmönnum var vitanlega brugðið, enda höfðu þeir ekki hug- mynd um að gögn þeirra hefðu ver- ið látin af hendi til þriðja aðila og yrðu bráðlega boðin þeim sjálfum til sölu á frjálsum markaði. Sem betur fer kom síðar í ljós að ekki var um fmmgögnin að ræða. Engu að síður stendur það eftir, að til stóð að dreifa ítarlegum upplýs- ingum um veiðistaði og aflabrögð, sem teknar voru úr trúnaðarskýrsl- um, og ekki hafði verið haft samráð við skipstjórnarmenn. Sem vonlegt var brugðust skipstjórnar- menn og útvegsmenn hart við og kröfðust þess að trúnaður upp- íýsinga úr aflaskýrsl- um yrði tryggður. Ha- frannsóknastofnunin sýndi ábyrgð í málinu og stöðvaði frekari notkun gagnanna utan veggja stofnunarinnar, enda hefði annars verið fórnað meiri hagsmun- um fyrir minni og áreiðanleiki fiskveiði- ráðgjafar skerst veru- lega. I ljós hefur komið, að þróun sjálfs forritsins var til- raunaverkefni unnið í Háskóla ís- lands í samstarfí við Radíómiðun ehf. Nú hefur framkvæmdastjóri Radíómiðunar lýst því yfír í fjölmiðl- um að fyrirtækið hafí hætt frekari þróun á aflaspárkerfinu og eytt gögnum og einstakir starfsmenn H.I. hafa lýst vonbrigðum sýnum með þessa stöðu mála. Ég tel að aðstandendur verkefn- isins hjá Radíómiðun og hjá Há- skóla Islands hefðu átt að standa öðruvísj að kynningu hugmynda sinna. í stað þess að hefja kynning- una á sölumennsku hefðu þeir átt að byija á því að ræða við skipstjóm- armenn, kynna sér viðhorf þeirra og leita eftir samstarfí við þá. Hvernig má nýta trúnaðargögn? Margrét S. Björnsdóttir, for- stöðumaður Endurmenntunarstofn- unar Háskóla Islands, ritar grein i Morgunblaðið þ. 9. júlí sl. og leggur út af þessu máli. Hún ásakar skip- stjómarmenn og útvegsmenn um Kristján Þórarinsson til þess ráðs á Stuðlum, enda lýtur allt verklag að því að koma í veg fyrir að hættuástand skapist. Til em dæmi frá fyrri tíð (síðast árið 1994) um fjötrun á Unglingaheimili ríkis- ins. Mikilvægt er að taka fram, að sú stofnun, eða starfsmenn hennar hafa aldrei verið sakfelldir fyrir harð- ræði eða ómannúðlega meðferð, þótt e.t.v. megi skilja annað af umfjöllun undanfarinna vikna. Þau tilvik íjötr- ana, sem vitað er um, hafa öll verið könnuð nákvæmlega, og ekki verður séð, að miðað við þær ástæður sem þá ríktu hefði verið hægt að koma í veg fyrir slys og meiðsli með öðmm hætti. Maður, sem vill henda sér í gegnum gluggarúðu, er betur kom- inn fjötraður um stund og sviptur frelsi en fijáls og stórslasaður. Ummæli byggð á vanþekkingu Því miður sá umboðsmaður barna ekki ástæðu til að kynna sér aðstæð- ur á meðferðarheimilum, áður en hún gerði álitsgerð sína opinbera. Sá tónn, sem þar er sleginn, gefur til kynna, að embættismaðurinn hafí alið með sér fordóma um þessa starfsemi. Gott er að viðbúnaður samfélagsins gagnvart ósjálfráða unglingum í vanda sé skoðaður og álitamál könnuð. En að hefja slíkt starf með dylgjum um að beitt sé ómannúðlegum refsingum, einangr- un varnarlausra barna svo sól- arhringum skiptir og annarri van- virðandi framkomu, er illt. Það er engum til hagsbóta, að skapa þann- ig óvissu og rýra traust á viðkvæmu hjálparstarfi, síst unglingunum sjálfum og aðstandendum þeirra. Að sinni lýkur hér opinberri um- fjöllun minni um þetta mál. Skylda okkar býður, að orðaskakinu linni og friður komist á um að efla þjón- ustu við það unga fólk sem er hjálp- arþurfí. Höfundur er s&lfræðingur og forstöðumaður Stuðla - meðferðarstöðvar fyrir unglinga. skammsýni, þröngsýni og afturhald og reynir að sýna að forystumenn í sjávarútvegi séu á móti framförum í greininni. Ekkert gæti verið fjær sanni. Starfsreynsla skipstjórnarmanna birtist í afladagbókum þeirra. Haf- rannsóknastofnunin fær gögn úr afladagbókum afhent til notkunar í mikilvægum vísindalegum tilgangi. En nú virðist Margréti þykja sjálf- sagt að hver sem er megi ganga í gögnin, jafnvel þótt það kunni að Starfsreynsla skip- stjórnarmanna, segir Kristján Þórarinsson, birtist í afladagbókum þeirra. skaða áframhaldandi gagnaöflun Hafrannsóknastofnunarinnar. Margrét telur að skylt hefði verið að láta Tölvunefnd skera úr í þessu máli. Þetta er mikill misskilningur hjá Margréti. Hlutverk Tölvunefnd- ar er að vernda gegn misnotkun gagna, en ekki að þvinga menn til að láta þriðja aðila í té gögn sem þeim eru afhent sem trúnaðarmál. Allar tilraunir til að beita yfír- gangi myndu spilla trúnaði og þar með gagnsemi gagnanna í framtíð- inni, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir getu okkar til að nýta físki- stofnana skynsamlega. Einnig yrði erfiðara að ná sátt við skipstjórnar- menn um víðtækari notkun gagn- anna, að uppfylltum nauðsynlegum skilyrðum. Höfum hugfast að gögn af þessu tagi geta úrelst fljótt vegna breytilegs ástands fiskistofna og breytilegra skilyrða í sjónum. Niðurstaðan er augljós: Úrskurðir og valdboð geta ekki leyst þennan vanda. Vilji menn nýta gögn úr afla- dagbókum verða þeir að leita sam- komulags og samstarfs við skip- stjórnarmenn. Höfundur er stofnvistfræðingur hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.