Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ1997 23 AÐSENDAR GREINAR Breyttar áherslur á fjármagnsmarkaði Fjárfestingarbanki og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins EINS og fram kom í fyrri grein minni um breytingar á íslenskum fjármagnsmarkaði er það álit þeirra er best þekkja að víðtæk þátttaka ríkisins á þeim markaði hafi veikt alþjóðlega samkeppnisstöðu íslands og dregið úr lánshæfi þjóðarinnar á alþjóðlegum mörkuðum. Nú, þeg- ar Alþingi hefur samþykkt lög, sem gera ráð fyrir breytingu ríkisvið- skiptabankanna í hlutafélög, sam- einingu fjárfestingarlánasjóðanna og að úr eignarhaldi ríkisins dragi, er von til þess að samkeppnisstaða íslands batni. Raunar eru þessar breytingar þær mestu sem átt hafa sér stað á íslenskum fjármagns- markaði í áratugi. Fækkun sjóða - efling fjármagnsmarkaðar Uppstokkun fjárfestingarlána- sjóðakerfísins hefur verið til umræðu á annan áratug, án þess að nokkuð markvert hafí gerst. Með nýsam- þykktum lögum verða hins vegar Iðnlánasjóður, Iðnþróunarsjóður, Fiskveiðasjóður og Útflutningslána- sjóður sameinaðir í einn sterkan Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. Að auki verður settur á fót Ný- sköpunarsjóður atvinnulífsins. Til- gangurinn með þessum breytingum er að fækka lánastofnunum í ríkise- ign, að draga úr áhrifum ríkisins á fjármagnsmarkaði, að bijóta niður þá múra sem verið hafa í íslensku atvinnulífi og að draga úr kostnaði íslenskra fyrirtækja við langtíma- ijármögnun með minni vaxtamun og bættri þjónustu. Framtíðarhlutverk ríkisins Framtíðarhlutverk ríkisins á fjármagns- markaði er fyrst og fremst að tryggja að fyrir hendi sé fjármála- þjónusta eins og verk- efnafjármögnun og bein áhættufjármögn- un. Ennfremur að brýnt sé að greina að áhættufj ármögnun annars vegar og hefð- bundna fjárfestingarl- ánastarfsemi hins vegar. Það er almennt viðurkennt að mikið skorti á að nægileg aðstoð til nýsköpunar og þróunar sé fyrir hendi á íslensk- Tilgangurinn, segir Finmir Ingólfsson, er að fækka lána- stofnunum í ríkiseign. um fjármagnsmarkaði. Reynslu okkar og erlendum samanburðar- könnunum ber saman um að aðstoð við nýsköpun, þróun og alþjóðavæð- ingu er ábótavant hér á landi. Því er nauðsynlegt að ríkið tryggi að slík þjónusta sé fyrir hendi enda á skortur á henni veigamikinn þátt í að ísland stendur illa á þessu sviði, sé litið til alþjóðlegrar sam- keppnisstöðu. Bættur aðgangur að áhættufjármagni Hlutverk Nýsköpun- arsjóðs atvinnulífísins verður að stuðla að arð- bærri uppbyggingu og vexti íslensks atvinnu- lífs með þátttöku í fjár- festingarverkefnum á sviði nýsköpunar með áhættufjármagni og að styðja við þróunar- og kynningarverkefni. Ætla má að hinn nýi sjóður byggi að nokkru á þeirri reynslu sem fengist hefur með starf- semi Iðnþróunarsjóðs sl. 2 ár og af starfsemi vöruþróunar- og markaðs- deildar Iðnlánasjóðs. Reiknað er með að starfssvið sjóðsins verði þríþætt; þátttaka í arðvænlegum fjárfesting- arverkefnum með íslenskum eða erlendum fyrirtækjum, stuðningur við forathuganir, vöruþróunar- og kynningarverkefni og starfræksla tryggingadeildar útflutningslána. Sjóðnum er ætlað að starfa fyrst og fremst sem áhættufjármagns- sjóður. Þannig mun hann leggja fram fjármagn í formi hlutafjár eða lána með sambærilegum Iq'örum og hlutafé hvað varðar áhættu og von um arðsemi. Honum verður hins vegar einnig heimilt að ráðstafa Finnur Ingólfsson hluta af ráðstöfunarfé sínu í formi styrkja til fyrmefndra vöruþróunar- og kynningarverkefna. Hagstæðari langtímalán Megináherslan í starfsemi Fjár- festingarbanka atvinnulífsins hf. mun hins vegar snúa að hefðbund- inni starfsemi er tengist veitingu langtímaveðlána. Þá má ætla að hann muni koma að fjármögnun vel skilgreindra og afmarkaðra verk- efna. Bankanum verða sett ströng markmið um hagkvæmni og ódýra þjónustu enda eitt aðalmarkmiðið með stofnun hans að geta boðið íslensku atvinnulífí upp á hagkvæm langtímalán. Fjárfestingarbanki af þessu tagi getur náð hagstæðum samningum við lánveitendur sína og þannig, ásamt litlum rekstrar- kostnaði, veitt fyrirtækjum hag- stæð lán. Auk þess mun hann veita starfandi viðskiptabönkum heil- brigða samkeppni en jafnframt get- ur hann verið í samstarfi við þá um fjármögnun stórverkefna ef svo ber undir. Með því að fara þessa leið er aukinheldur varðveitt mikil fyrir- liggjandi þekking núverandi sjóða á atvinnulífinu og náin tengsl þeirra við viðskiptavini sína. Bætt samkeppnisstaða Það verður ekki um það deilt að endurskipulagning íslensks fjár- magnsmarkaðar er honum nauð- syn. Við samanburð á honum og mörkuðum þeirra landa sem við berum okkur saman við og eigum í mestri samkeppni við, kemur í ljós að við eigum langt í land. Vextir eru hér hærri en víðast hvar, kostn- aður við bankaþjónustu einnig og ríkið er hér umsvifamikið á mark- aðnum, án þess þó að vera að sinna þeim þáttum hans sem eðlilegast og heilbrigðast væri. Við munum sjá miklar breytingar á fjármála- markaði á næstu árum. Bankakerf- ið stendur frammi fyrir vaxandi samkeppni og mun að líkindum bregðast við með hagræðingu í rekstri og aukinni áherslu á ný svið, svo sem á verðbréfaþjónustu og líf- tryggingar. Uppbygging verðbréfa- markaðar hefur tekist afar vel hér á landi á undanförnum árum en ljóst má þó vera að verðbréfaþjónusta mun engu að síður taka hvað mest- um breytingum á næstu árum, enda stöndum við langt að baki þeim þjóðum sem fremst standa í verð- bréfaþjónustu. Líklegt má telja að fjármagnsmarkaðurinn muni á næstu árum einkennast af aukinni samkeppni, nýjum sparnaðarform- um, auknum verðbréfaviðskiptum, meiri útrás íslenskra fjárfesta og íjármálastofnana og auknum áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum verð- bréfum og fjármálastofnunum. Betri lífskjör Þær breytingar á íslenskum fjár- magsmarkaði, sem nú hafa verið lögfestar af Alþingi, eru þær mestu sem orðið hafa undanfarna ára- tugi. Líkur eru á að lánshæfismat íslands muni hækka, m.a. vegna þeirrar uppstokkunar sem nú á sér stað á fjármagnsmarkaði. í skýrsl- um alþjóðastofnana hefur margoft komið fram að víðtæk þátttaka rík- isins á fjármagnsmarkaði er tíma- skekkja og hið virta fyrirtæki Standard & Poor’s telur að lánshæf- iseinkunn Islands séu skorður settar vegna þátttöku ríkisins í fjármála- lífinu. Ef svo fer sem horfir, að lánshæfiseinkunn okkar hækkar, mun það leiða til hagstæðari við- skipta við erlenda lánardrottna sem aftur skilar sér í lækkun vaxta á innanlandsmarkaði. Með því er skotið styrkari stoðum undir rekst- ur fyrirtækja í landinu og þar með batnar afkoma fólksins. Þess vegna, fyrst og fremst, hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á þær breytingar sem nú sér fyrir endann á. Höfundur er iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Félagsvæðing BÚSETI stóð fyrir málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur 3. júní sl. undir yfirskriftinni „Ný öld, ný hugsun, ný verkaskipting". Meg- intilgangurinn var að ræða þær breytingar sem menn sjá fyrir sér í verkaskiptingu á milli sveitarfélaga og félaga- samtaka í framtíðar- þjóðfélaginu. Mörg fróðleg erindi voru flutt, m.a. af borgar- stjóra Reykjavíkur, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, um félag- svæðingu hjá Reykja- víkurborg sem hún gerði einnig ítar- lega grein fyrir í Morgunblaðinu 22. júní sl. Ljóst er að núverandi borgarstjórn er að vinna merkilegt starf og þarft að mörgu leyti með því að feta sig inn á braut félag- svæðingar. Þó sakna ég þess að hvorki sjá né heyra minnst á félag- svæðingu Reykjavíkur þegar til umræðu er hið merka starf Kvenfé- Iagsins Hringsins sem miðar að byggingu barnaspítala í borginni. Hvað er félagsvæðing? Flestir munu geta fallist á að með félagsvæðingu sveitarfélaga er helst átt við að félagasamtök taka að sér ýmis verkefni sem sveit- arfélög hafa sinnt eða vilja láta framkvæma. Þetta er gert með samningsgerð sem felur í sér hæfi- legar fjárveitingar o.fl. Ýmsir kost- ir eru samfara félagsvæðingu og má t.d. nefna að í mörgum tilfellum færast verkefni í hendur aðila sem hafa meiri reynslu og á vissum svið- um betri þekkingu á þeim en við- komandi starfsmenn sveitarfélag- anna. Einnig má nefna að sumir kostnaðarliðir geta lækkað og þar með næst hagkvæmari rekstur. Fleira mætti nefna sem einkennir félag- svæðingu. Á ríkið að félagsvæða? Félagsvæðing sveitarfélaga mun án efa færast í vöxt enda mæla sterk rök með henni í mörgum tilfell- um. Sú spurning vaknar hvort hún gæti orðið stjórnvöldum ríkisins fyrirmynd þegar foreldrahópar sjúkra barna eru ann- ars vegar. Að vísu yrði sá reginmunur á í samanburði við félagsvæðingu Reykjavíkur að borgin er að færa viðurkennd verkefni frá starfs- mönnum sínum til félagasamtaka en með félagsvæðingu foreldrafé- laga sjúkra barna væru stjórnvöld ríkisins að viðurkenna nauðsyn þess að ákveðnum verkefnum sé sinnt. Raunar liggur sú viðurkenning fyr- ir í orði ef marka má skoðun Páls Péturssonar félagsmálaráðherra sem fram kom í fréttatíma sjón- varps RÚV 20.02. 97 þar sem hann telur það vera mjög verðugt verk- efni að reyna að létta undir með íjölskyldum langveikra barna. Framkvæmda í því sambandi hefur hins vegar lítið orðið vart hjá honum eða öðrum ráðamönnum ríkisins. Tóku af skarið A síðastliðnum árum hefur færst mjög í vöxt að foreldrafélög eða -hópar séu myndaðir. Ekki leikur nokkur vafí á orsökum þess því öll- um er augljós hinn dapurlegi aðbún- aður sem fjölskyldur sjúkra barna búa við hér á landi. Foreldrar barn- anna eru að reyna að framkvæma sjálfir það sem í nágrannalöndum okkar er talið sjálfsagt að ríki, sveit- arfélög eða jafngildi þeirra sjái um. Margt er gert í sjálfboðavinnu en kostnaði sem af hlýst er mætt með almennum fjársöfnunum, oft í sam- keppni við aðila sem njóta verulegs fjárstuðnings íslenskra stjórnvalda. Til útskýringar má benda á nokkur þeirra atriða sem Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna kostar með þessum hætti en til þessa hef- ur sá foreldrahópur vafalítið teygt sig einna lengst í þjónustu við fé- lagsmenn af þeim hópum sem stofn- aðir hafa verið um málefni sjúkra barna: Félagsvæðing foreldra- hópa sjúkra barna, segir Þorsteinn Ólafsson, er kostur sem verður er alvarlegrar skoðunar. Beinn íjárstuðningur við fjöl- skyldur barna með krabbamein. Þjónusta sálfræðings. Þjónusta uppeldis- og fjölskyldu- ráðgjafa. Starfræksla unglingahóps. Ferðir í sumarbúðir erlendis sem sniðnar eru að þörfum sjúkra barna (ekkert sérhæft athvarf fyrir sjúk börn er til á íslandi). Kaup og rekstur hvíldarathvarfs að Flúðum. Margþætt félagsstarfsemi. Útgáfa upplýsingarita og önnur fræðslumiðlun. íbúðarkaup í Reykjavík fyrir fjöl- skyldur sjúkra barna af lands- byggðinni. Starfræksla sjálfshjálparhóps foreldra sem misst hafa barn úr krabbameini. Glöggir menn sjá að félagsráð- gjafi, sem í raun er ómissandi þjón- ustuaðili þegar barn greinist með Þorsteinn Ólafsson alvarlegan sjúkdóm, er ekki í ofan- greindri upptalningu. Ástæða þess er að fjölskyldur barna sem grein- ast með krabbamein eru einn fárra hópa sem fá sjálfkrafa viðtal við félagsráðgjafa á barnadeildunum. Því miður hefur þjónusta félagsráð- gjafa á barnadeildum hérlendis ver- ið undantekning fremur en regla enda hefur engin hinna þriggja barnadeilda hér á landi slíkan fag- aðila ráðinn við deildina enn sem komið er. Sömu sögu er að segja um sálfræðing sem auk beinnar áfallahjálpar gæti sinnt mjög mikil- vægu forvarnastarfí, m.a. til sparn- aðar fyrir ríki og sveitarfélög til lengri tíma litið. I stuttu máli liggur ljóst fyrir að sálfélagsleg þjónusta á barnadeildum sjúkrahúsa hérlend- is er af mjög skornum skammti. Mörgum fínnst sú staðreynd illskilj- anleg og ekki síður mótsagnar- kennd þegar samanburður er gerð- ur við ýmsar aðrar deildir eins og t.d. kvennadeild Landspítalans sem hefur heilar tvær stöður félagsráð- gjafa í sinni þjónustu eftir því sem næst verður komist. Reyndar má leiða rök að því að sjúkir, jafnt börn sem fullorðnir, séu félagslega verr í sveit settir á Is- landi en margir aðrir hópar sem opinberrar aðstoðar eru þurfandi. Lýsandi dæmi um það er að á fjár- lögum ríkisins eru framkvæmda- sjóðir fatlaðra og aldraðra en ekki sjúkra þótt sambærileg þörf þessara hópa sé í mörgum tilfellum óve- fengjanleg og mörg fleiri dæmi mætti nefna. Skilgreining Það er fyrir löngu orðið tíma- bært að stjórnmálamenn skilgreini hlutverk foreldrahópa sjúkra barna í þjóðfélaginu. Þeir geta ekki lengur skýlt sér á bak við þekkingarleysi því upplýsingum um stöðu sjúkra barna hefur æ ofan í æ verið kom- ið á framfæri við þá með margvís- legum hætti að undanförnu. Vegna aðgerðaleysis ráðamanna íslensks samfélags í gegnum tíðina kom að því á sínum tíma að foreldrar riðu á vaðið og framkvæmdu sjálfir, margir í sárri neyð, brýnustu verk- efnin. Það eru þó einungis fjölmenn- ustu hóparnir sem hafa bolmagn til slíks. Enn eiga því margar fjöl- skyldur undir högg að sækja. Og ekki hætta börn að greinast með alvarlega sjúkdóma. Þannig fjölgar þeim stöðugt sem þurfa á aðstoð að halda. Jákvæðar breytingar Ósanngjarnt væri að loka augun- um fyrir því að ýmislegt jákvætt hefur verið gert af hálfu einstaka ríkisstofnana á síðustu árum en það er ekki nándar nærri nóg. Undarleg er sú staðhæfing ekki því það skil- yrði hefur iðulega fylgt þeim breyt- ingum sem um ræðir að þær megi ekki hafa í för með sér kostnaðar- auka svo neinu nemi. Gott dæmi eru lög um réttindi sjúklinga (74/1997) sem samþykkt voru á nýliðnu löggjafarþingi og tóku gildi 1. júlí sl. Með semingi má segja að sérhæfður barnaspítali sé undan- tekningin sem sannar regluna. Mið- að við þörf er áætluð fjárveiting einnig þar skorin við nögl af hálfu stjórnvalda. Kjarni málsins er að þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að þörfum sjúkra barna og aðstandenda sé mætt kosta pen- inga. Ekki mikla peninga miðað við margt sem sjálfsagt þykir að veita fé í en peninga samt og þeir eru augljóslega til í ríkiskassanum þeg- ar grannt er skoðað. Skilningur og pólitískur vilji verður að skapast hjá þeim sem ráða fjármagni ríkis- ins í þessu sambandi. Það er ekki réttlátt að byrði foreldra sé að óþörfu aukin ofan á það að annast fársjúkt barn sitt með öllu sem því fylgir. Félagsvæðing foreldrahópa sjúkra barna er kostur sem verður er alvarlegrar skoðunar. Hvort sem sú leið verður valin eður ei þá er ljóst að auknar fjárveitingar í um- ræddan málaflokk eru óumflýjanleg- ar til þess að aðbúnaður þeirra sem honum tilheyra verði viðunandi. Höfundur er framkvæmdastjóri SKB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.