Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kynning á starfi Félags eldri borgara í Gjábakka Félags- og tóm- stundastarf árið um kring STARF Félags eldri borgara í Kópavogi í félagsheimilinu Gjábakka var kynnt í gær en þrisvar á ári eru haldnir slík- ir kynningarfundir þar sem dagskrá næsta misseris er kynnt. Jóhanna Arnórsdóttir, formaður félagsins, sagði Gjá- bakka vera orðinn of lítinn fyrir starfið en talið er að milli 150 og 200 manns sæki þar daglega hvers kyns tóm- stunda- og félagsstarf. Sigurbjörg Björgvinsdóttir er forstöðumaður Gjábakka og sagði hún Félag eldri borg- ara vera virkasta félag sinnar tegundar í landinu, boðið væri upp á fjölbreytta starfsemi árið um kring. Þegar mest væri kæmu um 300 manns á dag í heimsókn en iðulega milli 150 og 200 manns. Opið er í Gjábakka milli klukkan 9 og 17 alla virka daga. Hægt er að taka þátt í ýmsu tóm- stundastarfi, grípa í spil, líta í blöð og bækur, stunda dans og leikfimi og ræða landsins gagn og nauðsynjar við kunn- ingjana. Einnig hefur Hana- nú hópurinn komið við sögu og kynnti Ásdís Skúladóttir starfsemi hans, en hann verð- ur 15 ára á næsta ári. Ný aðstaða í Gullsmára Jóhanna Arnórsdóttir, for- maður Félags eldri borgara, sem sjálf hefur staðið fyrir sundleikfimi í mörg ár, segir spilakvöld félagsins vinsæl. Spiluð er félagsvist á hverju föstudagskvöldi árið um kring og sækja hana kringum 100 manns. Hún sagði fjölbreytt starf félagsins vera að sprengja utan af sér húsnæðið og því horfðu menn mjög til nýrrar félagsmiðstöðvar sem vonandi yrði opnuð í næsta mánuði í Gullsmára þar sem væru íbúðir aldraðra. Er inn- angengt milli íbúða og félags- miðstöðvar. Félag eldri borg- ara og bæjaryfirvöld eru að fjalla um hugsanlegt samstarf þar og segir Jóhanna sam- Morgunblaðið/Ásdís JÓHANNA Arnórsdóttir (t.v.) og Sigurbjörg Björgvinsdóttir segja að þegar mest er um að vera í Gjábakka komi þangað daglega um 300 eldri borgarar í Kópavogi. Starfið er að sprengja utan af sér húsnæðið. starf þessara aðila alltaf hafa verið gott. Þær Jóhanna og Sigurbjörg lögðu áherslu á að eldri borg- arar væru mjög virkir í starf- inu, væru uppfullir af hug- myndum um hvers kyns fé- lagsstarf og allir ynnu síðan saman að því að hrinda þess- um hugmyndum í fram- kvæmd. Meðal þess sem er framund- an eru kóræfingar, námskeið í ensku, dansæfingar, fjöl- skyldudagur í október og í nóvember er ráðgerð heim- sókn til vinabæjarins Akra- ness. Myndfundatækni til að íslenskir þingmenn geti tekið þátt í nefndarstörfum á þingi Evrópuráðsins Tilraunin þótti hafa tekist vel Morgunblaðið/Ásdís TÓMAS Ingi Olrich, alþingismaður, á fundinum í gærmorgun, þar sem myndfundatæknin var prófuð. ISDN samningur við þrjú lönd ATHUGUN á því hvort mögulegt væri fyrir þingmenn hérlendis að taka þátt í nefndarstörfum Evr- ópuráðsþingsins í Strassborg fyrir tilverknað myndfundatækni tókst mjög vel, en tilraun til þessa var gerð í gærmorgun. Athugunin var gerð að frumkvæði Tómasar Inga Olrich, alþingismanns, sem á sæti á Evrópuráðsþinginu ásamt fleiri alþingismönnum. Hann segir of snemmt að segja til um það hvort þessu verði hrundið í framkvæmd þannig að þingmenn geti tekið þátt í nefndarstörfum Evrópuráðs- þingsins á myndfundum. Hins veg- ar hafi verið ákveðið að halda at- huguninni áfram og snúa sér að því að kanna hina fjárhagslegu hlið málsins. Fálkagata 2 Gott atvinnuhúsnæði á jarðhæð og kjallara ca 179 fm ásamt 5 herbergja ibúð á 2. hæð og í risi ca 109 fm. Selst í sitt hvoru lagi eða saman (öll húseignin). Verð á jarðh. og kjallara 7,6 m. Verð á íbúð 7 m. Borgarfasteignir s. 568 - 4270, 896 - 2340. Faxafeni 5, fax 568 - 4277 Tómas Ingi sagði að tilraunin hefði gengið mjög vel. Engin sér- stök tæknivandamál hefðu komið í ljós að öðru leyti en því að ljóst væri að takmarkað svigrúm væri til að flytja fleira en eitt tungumál á milli þegar þessari tækni væri beitt. Það skapaði ekki vandamál fyrir okkur Islendinga, þó það gæti vissulega skapað þjóðum eins og Belgum og Svisslendingum ákveðin vandamál. Þau vandamál ætti hins vegar að vera auðvelt að leysa. Önnur tæknivandamál tengdust aðallega því að ef margar þjóðir kysu að fara inn á nefndar- fund með þessum hætti gæti skap- ast flöskuháls í gagnaflutningun- um. Tómas Ingi sagði að nú ætti eftir að skoða alveg tvær hliðar á málinu. Annars vegar væru það fundarsköp þingsins, en það væri ekki gert ráð fyrir að menn gætu komið inn í störf nefndanna án þess að vera á staðnum. Hins veg- ar ætti eftir að skoða fjármálahlið- ina. Það væri ljóst að ef af þessu yrði væri verið að flytja kostnað að einhveiju leyti frá þátttökulönd- unum til Evrópuráðsþingsins. Bæði væri um að ræða fjárfestingar- kostnað og rekstrarkostnað sem þingið þyrfti að bera, en til þessa hefði kostnaður vegna þátttöku fulltrúa hvers lands í störfum þingsins algerlega verið greiddur af hverri þjóð fyrir sig. Ójöfn aðstaða Tómas Ingi sagðist bæði hafa rætt þetta mál við starfsmenn þingsins og nefnt það við forseta SAMKVÆMT upplýsingum Pósts og síma komu engir tækni- legir örðugleikar í ljós við það að halda myndfundinn að öðru leyti en því að einungis tvær ISDN línur fengust til Frakk- lands en ekki þrjár eins og stefnt hafði verið að, en það gefur betri myndgæði. Hrefna Ingólfsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Pósts og síma, sagði að þar sem ekki væri enn kom- inn á samningur við Frakkland um ISDN samband hefði þurft að hringja héðan til Danmerkur, sem við erum með ISDN samn- ing við, og þaðan áfram til Frakklands. Hrefna sagði að þegar Póstur og sími hefði byrjað að bjóða upp á aðstöðu fyrir myndfundi hefði það verið grundvallað á fastlínusambandi við Svíþjóð. ISDN tæknin hefði verið inn- leidd um leið og hún hefði stað- ið til boða og nú væri búið að gera ISDN samninga við Bret- land og Noreg, auk Danmerkur. Unnið væri að því að gera samn- inga við fleiri þjóðir, en slíkir samningar væru tímafrekir, þar sem meðal annars þyrftu að fara fram tæknilegar prófanir áður en hægt væri að veita almennum notendum þjónustuna. Samning- ar við fleiri lönd yrðu alveg ör- ugglega gerðir á næstunni en hversu hratt það gerðist og í hvaða röð gæti hún ekki fullyrt um á þessu stigi. Hrefna áætlaði að kostnaður við klukkutímalangan simafund gæti verið í kringum 40 þúsund krónur. þess. Ljóst væri að þær þjóðir sem væru í útjaðri þess svæðis sem störfuðu saman á Evrópuráðsþing- inu bæru margfalt hærri kostnað af þátttöku sinni í þessu starfi en þær þjóðir sem nær væru vett- vangi, að ekki væri talað um Frakka sem væru með þessa starf- semi innan sinna landamæra. „Þetta skapar að sjálfsögðu mjög ójafna aðstöðu til að koma á fram- færi sínum áherslum og hefur ekki verið tekið til alvarlegrar athugun- ar innan Evrópuráðsþingsins," sagði Tómas Ingi. Hann benti einnig á að aðstaða þjóðanna væri mjög mismunandi til að nýta sér aðstoð sérfræðinga af þessum sökum, þar sem kostn- aður því samfara að senda sér- fræðinga um langan veg til að sækja nefndarfundi væri einnig mikill. Það vandamál myndi einnig leysast með notkun myndfunda- tækninnar, þar sem þá væri nefnd- armönnum í lófa lagið að hafa sérfræðinga sér við hlið ef málin væru mjög sérhæfð og flókin. Þannig snerti þetta þann aðstöðu- mun sem sumar þjóðir byggju við á Evrópuráðsþinginu. Tómas Ingi sagði að ákveðið hefði verið að halda þessari athug- un áfram og snúa sér að því að kanna hina fjárhagslegu hlið máls- ins. „Ef menn finna lausn á henni verður tekið til við að skoða fund- arsköpin og að hvaða leyti þyrfti að breyta þeim til að gera þetta mögulegt. En það er talað um að áður en svo langt verður gengið verði kannað hversu margar þjóðir hafa áhuga á þessu. Þá gæti kom- ið til þess að við Islendingar þyrft- um að benda alveg sérstaklega á þessa mismunandi stöðu sem við höfum samanborið við marga aðra til þess að vinna að málum innan Evrópuráðsþingsins og ýta þannig á að menn tækju á þessu vanda- máli sem hefur hingað til alls ekki verið rætt,“ sagði Tómas Ingi enn- fremur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.