Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens i'iBÞi Hffur £Kjq ufRjD /neé £7*LFU/Hséfi Sj'MN HANN FÉKJC HÖFUÐHÖC3G/Ð * ©1M7 Tribune Media All rtghts retervw. Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk Spurðu hundinn þinn hvort hann vilji koma út að o Það er krakkakjáni fyrir Spyrðu hann hvort hann utan sem vill leika... kunni „olsen olsen“. leika... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Klassík FM Frá Ragnari Ólafssyni: HVAÐ er í gangi með þetta Klas- sík FM? Hverjum er ekki sama? Tónlist liðinna alda, gamaldags hugsun, kraftlaust og veimiltítu- legt, Mósart von Sjúbert, dööööööö ... hallærislegt, leim og leiðinlegt, fyrir heldra fólk og menntasnobb. Ég verð að viðurkenna fyrir mitt leyti að ég í þröngsýni minni gerði mér ekki grein fyrir því að svona hugsa margir unglingar í dag og varð því sár og svekktur, því ég er ofuráhugamaður um klassíska tón- list, og ég hélt og held enn að lang- flestir séu þannig af guði gerðir að þeir geti notið unaðslegra tóna eins og matar eða víns. Ég held að um misskilning sé að ræða hjá ungling- um í dag sem líta niður á klassíska tónlist. Er ekki frekar vinsælt lag í dag „See’ya when you get there“? Ég man ekki hver flytur lagið en stefið sem hljómar á bakvið er nokk- ur hundruð ára gamalt og er tileink- að Pachelbel. Harry Nilsson á einn- ig eitt verulega frægt lag, og texti sem kemur fyrir í því er eitthvað á þessa leið: „I can’t liiiiiiiive if living is without you...“ hluti þessa lags er bein afritun úr 2. kafla 2. píanó- konserts Rachmaninovs, einni af perlum klassískra tónbókmennta. Þetta eru ekki einu dæmin. Fyrir mig og aðra unnendur klassískrar tónlistar er Klassík FM kærkomin viðbót í íslenska útvarps- flóru. Á þessu hefur verið þörf um nokkurt skeið og ég trúi varla að stöðin sé nokkurra ára gömul, og átti að loka henni á þeim forsendum að enginn hlustaði. Þessi stöð hefur ekki verið auglýst af neinu viti, eða ekkert auglýst yfirleitt. Ég frétti af henni af afspurn í fyrra! Að hún hafi lifað af er í raun ótrúlegt og Halldóri Haukssyni verður ekki hrósað nægilega fyrir það starf sem hann hefur unnið sem umsjónar- maður stöðvarinnar, og er von að yfirmenn hans fari nú að sjá að sér og setji upp alvöru sendi á háa hæð og vandaðan tækjabúnað í holuna hans Halldórs. Eitt er víst í hverfulum heimi og það er að tónlistin heldur velli sama hvað bjátar á, auðvitað breytist hún og þróast með tímanum en það þýðir ekki að maður geti kastað því sem fyrir var í ruslið hugsunar- laust. Éf ekki hefði verið fyrir dugn- að tónlistarmanna á þessari öld sem veltu fyrir sér eðli tónlistar og tón- fræði hefði Elvis spilað á kassagítar að eilífu og rapp í núverandi mynd væri ekki til, hvað þá danstónlist. Nákvæmar staðreyndir sögunnar eru mér ekki kunnar en það er augljóst að tónlistin í dag kemur frá meisturunum í gær og verður maður var við aftur og aftur að nútíma tónlistarmenn leita í smiðjur gömlu meistaranna að efni og inn- blæstri. Ég vona að sem flestir sannir aðdáendur tónlistar láti í sér heyra og sýni stuðning við Klassík FM og þróun hennar því að í svona útvarpsstöð erum við minnt á hvað- an við komum með tónlistinni og hve mikilvægt er að varðveita minn- ingu snillinga sem gefa okkur skiln- ing á sjálfum okkur í gegn um verk sín og sýna okkur fegurðina í því sem umíykur okkur og við erum hluti af. RAGNAR ÓLAFSSON Bakkahjalli 9, 200 Kóp. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Bar5nia v/Nesveg, Seltjarnarnesi Sími 561 1680.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.