Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.09.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 39 Helgi Áss blind- skákmeistari SKAK Bein útscnding á SÝN, 7 . scptcmber: ÍSLANDSMÓTIÐ í BLINDSKÁK Helgi Áss Grétarsson sigraði Hannes Hlífar Stefánsson í úrslitum. HELGI Áss Grétarsson sigraði á fyrsta íslandsmótinu í blindskák, sem fram fór um helgina. Úrslit mótsins voru í beinni útsend- ingu á sjónvarps- stöðinni Sýn. Skákáhugamenn fengu þar að fylgjast með bráðskemmtilegu einvígi _ þeirra Helga Áss og Hannesar Hlíf- ars. Það var kannski við hæfi í þessari erfiðu íþrótt, að úrslitin réð- ust í síðasta leiknum á því að Hann- es lék af sér riddara í unninni stöðu. Mótið fór fram í þremur áföng- um. I undanrásum var skipt í tvo fimm manna riðla og þar urðu úr- slit þessi: A-rlðill 1. Hannes Hlífar Stefánsson 3 ‘/2 v. 2. Helgi Áss Grétarsson 3 v. 3. Helgi Ólafsson 2'A v. 4.-5. Sigurður Daði Sigfússon og Jón Viktor Gunnarsson 'A v. B-riðilI 1. Þröstur Þórhallsson 3 v. 2. Dan Hansson 2'A v. 3. Jóhann Hjartarson 2 v. 4. Bragi Þorfinnsson 1 ‘A v. 5. Áskell Örn Kárason 1 v. Tveir efstu úr hvorum riðli kom- ust áfram í undanúrslitin. Þar tefldi Hannes við Dan Hansson og sigr- aði, en Helgi Áss sigraði Þröst Þór- hallsson. Þar með voru þeir Hannes og Helgi Áss komnir í úrslitakeppn- ina. Eins og áður segir var hún í beinni útsendingu á Sýn og tókst afar vel. Ekki sáust neinir tæknileg- ir hnökrar og skákirnar voru hin besta skemmtun fyrir skákáhuga- menn. í heildina tekið var þetta fyrsta íslandsmót í blindskák mjög vel heppnað og auðvelt ætti að vera að lagfæra þau vandamáj sem í ljós komu, áður en næsta íslandsmót verður haldið. Blindrafélagið og Skáksamband íslands stóðu í sameiningu að mót- inu, með stuðningi Nýherja, Búnað- arbanka íslands og íslenska út- varpsfélagsins. Skákstjórar voru Gunnar Björnsson, Ólafur S. Ás- grímsson, Ríkharður Sveinsson og Haraldur Baldursson. Við skulum líta á bestu skák ís- landsmeistarans. Þröstur missir snemma frumkvæðið í skákinni og Helgi Áss teflir betur en margur sjáandi: Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Helgi Áss Grétarsson Philidor vörn I. e4 - e5 2. Rf3 - d6 3. d4 - Rf6 4. Rc3 - Rbd7 5. Bc4 - Be7 Philidorvörnin ævagamla var vin- sæl á blindskákmótinu. í hinni und- anúrslitaskákinni þar sem þeir tefldu Hannes Hlífar og Dan Hansson varð hinum síðar- nefnda þó hált á að beita henni: 5. - c6? 6. dxe5 - dxe5 7. Rg5 - Bc5 8. Rxf7 - Db6 9. Rxh8 - Bxf2+ 10. Kfl - Rc5 11. Dd6 - Rcd7 12. De6+ og svartur gaf, því 12. - Kd8 13. Rf7+ - Kc7 14. Dd6 er mát. 6. 0-0 - 0-0 7. Hel - c6 8. a4 - b6 9. Bg5 - h6 10. Bh4 - Bb7 II. Dd2 - a6 12. dxe5 - Rxe5 13. Rxe5 - dxe5 14. De2 - b5 15. Bb3 - Rd7 16. Bxe7 - Dxe7 17. axb5 - axb5 18. Hxa8 - Hxa8 19. Hdl - Rc5 20. De3 - Bc8 21. Re2 - Rxb3 22. Dxb3 - Be6 23. Dc3 SJÁ STÖÐUMYND 23. - Dd6! Ýmsir höfðu leikið drottningunni beint í dauðann í undanrásunum og mátt gefast upp. En hér er þetta afar sterkur og mikilvægur leikur sem vinnur yfirráð yfir d línunni. Ef hvítur drepur drottninguna verð- ur hann mát í borðinu. 24. Hcl - Ha2 25. b3 - b4 26. Del - Dc5 27. Ddl - g6 28. h3 - Kg7 29. Dd3 - Ha7! 30. De3?! - Dxe3 31. fxe3 - c5 32. Kf2 - Ha3 33. g4 - Ha2 34. Kel - Kf6 35. Kd2? Afleikur í tapaðri stöðu. 35. - Bxb3 36. Kd3 - c4+ 37. Kd2 - Ba4 38. Rg3 - c3+ 39. Kdl - Kg5 og hvítur gafst upp. Bragi Halldórsson sigrar á helgarmóti TR Taflfélag Reykjavíkur stóð fyrir helgarskákmóti dagana 5.-7. september. Alls tóku 34 kepp- endur þátt í mót- inu og voru 11 þeirra með yfir 2000 stig. Tefld- ar voru_ 7 um- ferðir. í fyrstu þremur voru tefldar atskákir, en í fjórum síð- ustu umferðun- um voru tíma- mörkin 1 '/2 klst. á 30 leiki og síðan 30 mín. til að ljúka skákinni. Bragi Halldórsson sigraði á mótinu, hlaut 6 vinninga. Hann er greinilega í góðu formi um þessar mundir því hann sigraði einnig á síðasta helgarskákmóti TR sem fram fór í ágúst. Úrslit urðu annars sem hér segir: 1. Bragi Halldórsson 6 v. 2. Sævar Bjarnason 5'A 3. -7. Bergsteinn Einarsson, Jón Viktor Gunnarsson, Sigurbjörn Bjömsson Björn Þorfínnson og Olafur ísberg Hannesson 5 v. 8.-9. Stefán Kristjánsson og Matthías Kjeld 4'A v. 10.-14. Sigurður Daði Sigfússon, Arnar E. Gunnarsson, Einar Hjalti Jensson, Björgvin Víglundsson og Halldór Garð- arsson 4 v. 15.-21. Guðjón Heiðar Valgarðsson, Davíð Kjartansson, Guðni Stefán Péturs- son, Guðmundur Kjartansson, Sigurður Páll Steindórsson, Guðmundur G. Guð- mundsson og Siguijón Sigurbjörnsson 3'A v. o.s.frv. Skákstjórar voru Ríkharður Sveins- son og Ólafur S. Ásgrímsson. Helgarat- skákmót Hellis Taflfélagið Hellir efndi til helgar- atskákmóts dagana 22.-23. ágúst sl. Björn Þorfinnsson sigraði af ör- yggi á mótinu, hlaut 6V2 \dnning í sjö umferðum. Eina jafntefli hans var gegn Jóni Viktori Gunnarssyni í 4. umferð. Ekki er hægt að segja að Bjöm hafi fengið sigurinn á silf- urfati, því andstæðingar hans voru mjög sterkir. M.a. sigraði hann þá Jón Garðar Viðarsson og Jón Árna Halldórsson. í öðru sæti varð Jón Viktor Gunnarsson. Góður árangur hans þarf ekki að koma á óvart, en jafntefli í fyrstu umferð gegn Jóni Áma Halldórssyni gerði það að verk- um að hann fékk 6 vinninga, eða hálfum vinningi minna _en Bjöm. í þriðja sæti varð Davíð Ólafur Ingi- marsson. Hann tapaði gegn þeim Birni og Jóni Viktori, en vann aðrar skákir og hlaut 5 vinninga. Davíð hefur ekki verið mjög virkur í skák- inni að undanfömu, en þessi árang- ur sýnir að með örlítið meiri ástund- un væri stigatalan fljót að hækka hjá honum. 1. Björn Þorfmnsson 6'A v. 2. Jón Viktor Gunnarsson 6 v. 3. Davíð Ó. Ingimarsson 5 v. 4. -5. Jón Garðar Viðarsson 4 v. og Hrannar Baldursson 4 v. o.s.frv. Þátttakendur á mótinu voru 14. Daði Orn Jónsson Margeir Pétursson Helgi Áss Grétarsson A U G L V S I N HÚSNÆÐI ÓSKAST íbúð óskast strax 4—5 herb. íbúð óskast strax til leigu. Við erum 6 manna fjölskylda sem bráðvantar rúmgott húsnæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar í síma 561 4812. FÉLAGSSTARF k XXXIV þing lr ^ Sambands ungra sjálfstæðis- mk manna 12. —14. september SAMBAND UNCKA m 1997 j Reykjanesbæ Frelsi Föstudagur 12. september 14.00—18.00 Skráning þingfulltrúa i Stapa 18.00 — 19.30 Setning 34. sambandsþings Sambands ungra sjálf- stæðismanna í Stapa. Formaður SUS, Guðlaugur Þór Þórðarson, setur þingið. Ávarp Ríkharðs Ibsen, formanns Heimis, FUS Reykjanesbæ. Ávarp for- manns Sjálfstæðisflokksins, Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. 19.30— 20.15 Kvöldverður 20.30— 22.20 Fundur þinggesta með ráðherrum Sjálfstæðis- flokksins í þingsal. 22.30— 23.30 Móttaka í boði gestgjafa í Stapa. Laugardagur 13. september 07.00— 10.00 Morgunverður 10.00„12.30 Þingfundur og nefndarstörf. 12.30— 13.30 Hádegisverður 13.30— 17.00 Þingfundi og nefndarstörfum haldið áfram. Skoðunarferð 17.00—19.00 Hátíðarkvöldverður. Heiðursgestur verður oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi, Ólafur 20.00—24.00 G. Einarsson, forseti Alþingis. Stórdansleikur í Stapa. 24.00 Sunnudagur 14. september 07.00—10.00 Morgunverður Þingfundur og nefndarstörf. 10.00—12.00 Hádegisverður Þingfundi haldið áfram. Kosningar og þingslit að 12.00—13.00 þeim loknum. 13.00-17.00 Nefndarfundir fara fram í Njarðvikurskóla en sjálft þinghaldið og skrifstofur þingsins verða í Staþa. Þinggjald verður 3.500 kr. Þingfull- trúar verða að ganga frá gistinginu og mat fyrir hádegi föstudaginn 12. september á skrifstofu SUS í síma 515 1700. ATVIISiiSiUHÚSIMÆQI Til sölu eða leigu Verslunarpláss — skrifstofuhæð Til sölu eða leigu ervel staðsett verslunarpláss á götuhæð í austurborginni. Húsnæðið sem erá hornlóð, þarfnast verulegrarstandsetning- ar. Heildargólfflötur er um 800 fm. Hægt er að skipta í minni einingar. Á 2. hæð í sama húsi er gott skrifstofuhúsnæði eða verslunar- húsnæði um 750 fm. Hugsanlegum kaupanda er hægt að lána 70—80% kaupverðsins með jafngreiðsluláni til 25 ára, með mjög hagstæðum vöxtum. Upplýsingar veitir: Ragnar Tómasson hdl. s. 567 2621 og 896 2222. FUIMOin/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundi félags Sjálf- stæðismanna í Gravarvogi erfrestað og verður haldin miðvikudaginn 24. september nk. í samkomusal Hverafold 5. Fundurinn hefst kl. 20.00. Stjórnin. Fundarboð Aðalfundur Fiskiðjunnar Skagfirðings, vegna reikningsársins 1996, verður haidinn fimmtu- daginn 18. september 1997 kl. 20.00. á Kaffi Krók. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins. 2. Önnur mál. Ársreikningur Fiskiðjunnar Skagfirðings 1996 liggurframmi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis. Stjórn Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. 2» w Vélstjórafélag íslands Vélstjórar Félagsfundur verður haldinn föstudaginn 12. september í Borgartúni 18, Reykjavík, 3. hæð. Fundurinn hefst kl. 17.00. Fundarefni: Uppstilling til stjórnarkjörs. Vélstjórafélag Islands. s G GAR FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Haustið er spennandi ferðatími. Laugardagur 13. sept. kl. 09.00. Hlöðuvellir— Hlöðufell. Sunnudagur 14. sept. kl. 08.00. Þórsmörk kl. 10.30. Sogid—Sogsvirkj- anir (afmælisferð) kl. 10.30. Reykjadalur—Ölk- elduháls — Ölfusvatn. Afmæl- isganga Helgarferðir: Þórsmörk 12. — 14. sept. Gist í Lindartungu. Hítardalur, Háleiksvatn o.fL Haustlita- og fræðsluferð: Skaftafell—Núpsstaðarskóg- ar 19. — 21. sept. Ferð í samvinnu F. í. og Skóg- ræktarfélags íslands. Gist í Freysnesi. Þórsmörk, haustlitir, grill- veisla 26. — 28. sept. Göngu- ferðir. Kvöldvaka með nýstár- legu sniði. Fjögurra manna hljómsveit verður með er leikur tónlist með irsku ívafi fyrir söng og dansi. Fagnið 70 ára afmæli Ferðafélagsins á einstakan hátt. Pantið tímanlega. Takmarkað pláss í ferðina. Söngsmiðjan ehf. auglýsir Nú geta allir lært að syngja, ungir sem aldnir, laglausir sem lagvísir. Hópnámskeið: Byrjendanámskeið, framhalds- námskeið, söngleikjarhópur (byrjendaframhald), barna- og unglingahópar, einsöngsnám (kassískt og söngleikja) og pían- ókennsla. Upplýsingar og innritun i síma 561 2455 alla virka daga frá kl.10-17. Söngsmiðjan, Grensásvegi 12. KENNSLA — Leiklistarstúdíó — Eddu Björgvins og Gísla Rúnars. Haustnámskeið fyrir fullorðna. Síðustu skráningar. S. 581 2535. DULSPEKI Ragnheiður Ólafsdóttir, teiknímíðill starfar í Reykja- vík dagana 13.- 20. september nk. að báðum dögum með- töldum. Tímapantanir í s. 551 5322 eftir kl. 18.00 til 22.00 á kvöldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.