Morgunblaðið - 26.09.1997, Side 2

Morgunblaðið - 26.09.1997, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frakkans Halldór Ásgrímsson og Björn Tore Godal ræddu Smugudeiluna í New York Utanríkisráðherra Rússlands væntanlegur hingað til lands leitað inn Fljótshlíð ÁKVEÐIÐ hefur verið að hefja leit að franska manninum Michael Leduc inn Fljótshlíðina og inn á Þórsmerk- ursvæðið. Björgunarsveitarmenn munu byija að ganga svæðið í dag og verður leitað beggja vegna Markar- fljóts. Ef leitin ber ekki árangur í dag verður settur meiri þungi í hana um helgina, að sögn Jónasar Hallssonar aðstoðaiyfírlögregluþjóns. Ekkert hefur spurst til mannsins frá því 6. september síðastliðinn er hann fór með rútu austur tii Hvols- vallar. Jónas sagði að samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum virtist maðurinn ekki hafa farið út af þessu svæði og því væri talin ástæða til að leita þar ítarlega. Michael Leduc er 19 ára gamall, búsettur í París. Hann kom hingað til lands 3. september og keypti sér rútumiða í kringum landið. Miðinn hefur ekki verið notaður nema í ferð- ina til Hvolsvallar. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra, sem staddur er á allsheij- arþingi Sameinuðu þjóðanna í New York, hefur tvívegis á seinustu dög- um hitt Björn Tore Godal, utanríkis- ráðherra Noregs, þar sem ráðherr- amir ræddu óformlega um deilu ríkjanna vegna veiða íslenskra skipa í Smugunni í Barentshafí. Halldór segir að engar ákvarðanir hafi enn verið teknar um að hefja formlegar viðræður við Norðmenn og Rússa um lausn á Smugudeil- unni. Hann segist ekki eiga von á að ákvarðanir um það verði teknar fyrr en stjórnmálaástandið í Noregi skýrist vegna væntanlegra stjómarskipta. Að sögn Halldórs áttu Godal og Jevgení Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, einnig tvíhliða viðræður um þetta mál í New York á fímmtudag en Halldór mun svo í dag eiga fund með rússneska utanríkisráðherranum. Þar verður m.a. rætt um fyrirhugaða heim- sókn Prímakovs til íslands síðar í haust, en íslensk stjórnvöld hafa búið sig undir að ræða fískveiði- deiluna við rússneska utanríkisráð- herrann á meðan á þeirri heimsókn stendur. Viyi til að ná niðurstöðu „Það er ekkert nýtt í málinu en við munum verða í sambandi um það á næstunni. Af eðlilegum ástæðum er ekki gert ráð fyrir að það gerist mikið alveg á næst- unni, meðal annars vegna þess að gert er ráð fyrir ríkisstjómaskipt- um í Noregi. Ég á ekki von á öðru en að þetta mál geti orðið í svipuð- um farvegi og að það verði vilji til að ná niðurstöðu. Því má ekki gleyma að þarna er um að ræða þríhliða mál sem snertir líka Rúss- land,“ segir Halldór. í Morgunblaðinu sl. miðvikudag var haft eftir ráðuneytisstjóra norska sjávarútvegsráðuneytisins að Norðmenn og Rússar vildu sjá hver árangur yrði af veiðum ís- lenskra skipa á hafíssvæðinu áður en gengið yrði til viðræðna um Smuguveiðarnar. Norðmenn áætli að íslensk skip hafi ekki veitt nema 3.000 tonn á svæðinu í sum- ar og veiðin í ár sé ein þeirra for- sendna sem taka þurfi tillit til þegar reynt verði að ná samning- um. Halldór vill ekki tjá sig um for- sendur væntanlegra viðræðna. „Það hefur verið samband á milli íslenskra og norskra stjómvalda vegna málsins um langan tíma og forsendur þess hvort viðræður eiga sér stað eða ekki em fyrst og fremst þær hvort einhveijar líkur séu á að menn nái saman,“ segir Halldór. Morgunblaðið/Árni Sæberg SAMNINGANEFND kennara var ósátt við þær hugmyndir sem launanefnd sveitarfélaganna lagði fram í gær. Enginn árangur varð á samningafundi í kjaradeilu kennara Hugmynd launanefndar um tvöfalt launakerfi hafnað ENGINN árangur varð á samningafundi kennara og sveitarfélaganna hjá ríkissáttasemjara í gær og segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, varafor- maður Kennarasambandsins, að hún sjái ekki fram á annað en að kennarar verði að búa sig undir langt verkfall. Á fundinum lagði launa- nefnd sveitarfélaganna fram hugmynd um að búið yrði til nýtt launa- kerfi fyrir kennara sem koma til starfa næsta haust. Viðræður um sameiginlegt framboð A-flokka í Reykjanesbæ Endanleg ákvörðun eftir mánaðamót VIÐRÆÐUR Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags um sameiginlegt framboð í komandi sveitarstjómar- kosningum í Reykjanesbæ eru komnar mjög langt á veg og fátt annað eftir en að ganga formlega frá málinu og taka ákvarðanir um framboð. Viðræður milli flokkanna hafa staðið lengi yfir og liggur fyr- ir samkomulag. Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi Alþýðubandalags, reiknar með að það verði lagt fyrir aðalfundi flokkanna f næsta mán- uði. í gærkvöldi var haldinn fundur í Alþýðuflokksfélögunum í Reykja- nesbæ þar sem rætt var um fram- boðsmálin. Samkvæmt upplýsing- um blaðsins fékk málið góðar við- tökur og mælti enginn fundar- manna gegn því að flokkurinn gengi formlega til sameiginlegs framboðs með Alþýðubandalagi og öðru fé- lagshyggjufólki. Engar ákvarðanir voru þó teknar á fundinum en reikn- að er með að málið fái formlega afgreiðslu flokkanna í næsta mán- uði. ■ Aukinn áhugi/10 Hugmynd launanefndarinnar er að kennarar sem nú starfa myndi lokaðan hóp og þeir starfí áfram á grundvelli núverandi kjarasamn- ings. Nýir kennarar verði hins vegar ráðnir til starfa samkvæmt nýju launakerfí sem feli í sér nýja vinnu- tímaskilgreiningu. Einnig setti launanefndin fram þá hugmynd að færa ýmar álagsgreiðslur inn í grunnlaun. Jón Kristjánsson, varaformaður launanefndar sveitarfélaganna, sagði að þessar hugmyndir hefðu verið settar fram án skilyrða. Til- gangurinn hefði verið að reyna að þoka viðræðum út úr þeirri sjálf- heldu sem þær hefðu verið í. Leysir ekki vandann að mati kennara Guðrún Ebba sagði að þetta leysti ekki þann vanda sem við væri að glíma. „Við vitum að sá kjarasamn- ingur sem við erum með er meingall- aður. Hann passar ekki við einsetinn skóla og þess vegna er óhjákvæmi- legt að breyta honum." Guðrún Ebba sagði að ekkert lægi fyrir um hvemig þetta nýja launakerfí ætti að líta út. Ef það væri eitthvað í líkingu við fyrri til- boð launanefndarinnar væri það ekki fallið til samkomulags. Hún sagði að samninganefnd kennara hefði krafist þess að vita hvað launa- nefndin ætlaði að bjóða kennurum miklar launahækkanir fyrir óbreytt- an vinnutíma. Engin svör hefðu fengist. „Á fundinum óskuðu kennarar skýrra svara við því hvort launa- nefndin féllist á kröfu kennara frá 26. ágúst sem fól í sér tæplega 60% launahækkun. Við höfnuðum þess- ari kröfu formlega á fundinum. Krafa kennara er sú að áður en þeir geti rætt hin ýmsu mál varð- andi vinnutíma eða annað þurfí að liggja fyrir tilboð af okkar hálfu, sem væntanlega þarf að vera svo hátt að þeir geti fellt sig við það. Við erum þar ekki að tala um al- mennar launahækkanir eins og orð- ið hafa í þjóðfélaginu heldur hækk- anir upp á tugi prósenta. Sveitarfé- lögin geta ekki gengið að svona skilmálum," sagði Jón. „Einhveijir fylltust örlítilli bjart- sýni eftir leikskólasamninginn. Við sjáum hins vegar enga ástæðu til bjartsýni eftir fundinn í dag. Það er ekkert sem bendir til þess að launanefndin sé að breyta afstöðu sinni til samninga við grunnskóla- kennara,“ sagði Guðrún Ebba. Ekki hefur verið boðað til nýs sáttafundar með kennumm. Hæstiréttur Hallaði verulega á konuna við skilnaðinn SAMNINGUR hjóna um fjár- skipti við skilnað þeirra var felldur úr gildi með dómi Hæstaréttar í gær. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að verulega hefði hallað á kon- una og að samningurinn hefði ekki verið gerður við eðlilegar aðstæður. í samningnum var gengið út frá að markaðsverð jarðar, sem maðurinn fékk í sinn hlut, væri svipað fasteigna- mati hennar, eða um 6 millj- ónir króna. Hálfu ári eftir lögskilnað hjónanna var jörð- in hins vegar seld á 11 millj- ónir. Markaðsverð níu milljónir Hæstiréttur segir að ekki sé því óvarlegt að gera ráð fyrir að markaðsverð jarðar- innar á þeim tíma sem samn- ingurinn var gerður hafi verið 9 milljónir. Að öllu virtu hafi verðmæti eigna búsins verið tæpar 11 milljónir og skuldir rúmar 7 milljónir. Hrein eign hafi verið um 3,8 milljónir og því hefði hvort hjóna um sig átt að fá 1,9 milljónir. Konan fékk hins vegar í sinn hlut bíl sem metinn var á milljón, en á honum hvíldu lán upp á tæpa hálfa milljón. Að auki hafði _hún tekið að sér skuld við LÍN upp á 140 þúsund. Hrein eign hennar samkvæmt samningnum var því rúmar 360 þúsund krónur og vant- aði því 1,5 milljónir upp á að konan fengi helming af hreinni eign hjónanna. Ekki fær um að gæta hagsmuna sinna Hæstiréttur bendir einnig á, að konan hafi verið alvar- lega þunglynd um það leyti sem hún skildi og ekki verið fær um að gæta hagsmuna sinna með eðlilegum hætti. Þá hafi forsendur samnings- ins breyst verulega við það að konan haldi nú heimili fyr- ir börn þeirra hjóna, en maðurinn gerði það við skiln- aðinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.