Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 24
MiL)VIKl t»l ii' í 5ViK!Í()i>E1J 1 \b7 r M 0 HG U N BLADI\) Hvaða keðjur þurfa varð- hundar almennings? Lagaramminn um starfsemi fjölmiðla hefur gerbreyst með lögfestingu Mannréttindasátt- mála Evrópu og breytingu á mannréttinda- kafla stjómarskrárinnar. Páil Þórhallsson gluggar í tvær nýjar bækur um þetta efni. HÚS Hæstaréttar. LAGAREGLUR um starf- semi fjölmiðla eru mjög í deiglunni um þessar mundir. Fjölmiðlarnir skipa æ stærri sess í þjóðlífinu og lagavernd starfsemi þeirra hefur verið styrkt til muna með breytingu á mannréttindakafla stjórnarskrár- innar árið 1995 og lögfestingu Mannréttindasáttmála Evrópu árið 1994. Á undanförnum árum hafa fallið fjölmargir dómar hjá Mann- réttindadómstól Evrópu í Strassborg er varða starfsemi fjölmiðla og er þess að vænta að þeir eigi eftir að hafa mikil áhrif hér á landi eins og í öðrum aðildarríkjum Evrópuráðs- ins. Ekki er laust við að íslenskur lögfræðingur og blaðamaður verði fyrir nokkrum hughrifum þegar hann kynnir sér dóma mannrétt- indadómstólsins á þessu sviði. ís- lenskir dómstólar hafa lengstum iagt lítið upp úr vernd tjáningar- frelsisins og þeir hafa sýnt starfi blaðamanna lítinn skilning. Hjá mannréttinda- dómstólnum kemur það hins vegar ítrekað fram að tján- ingarfrelsið sé mikilvægast mannréttinda, fjölmiðlar gegni lykilhlutverki í lýðræð- isþjóðfélagi, þeir séu „varð- hundar almennings“ og starfsemi þeirra verðskuldi sérstaka lagavernd. Það er nokkur ráðgáta hvernig á þessum viðhorfsmun stend- ur. Nú þurfa menn að sjálf- sögðu ekki að taka öllu sem að utan kemur sem heilögum sannleik. Það kann vel að vera að íslensk blaða- mennska hafi einfaldlega verið svo bágborin í saman- burði við það sem gerist er- lendis að hún hafi ekki gefið dómstólum tilefni til að upphefja fjölmiðlana líkt og mannréttinda- dómstóllinn gerir. Sé þetta rétt ber auðvitað að taka hinum erlenda boðskap með nokkrum fyrirvara. Önnur skýring er sú að grund- vallarréttindi borgaranna hafi ein- faldlega ekki verið tekin jafnalvar- lega í íslenskri lögfræði og hjá mannréttindadómstólnum. Þótt ís- lenska stjórnarskráin hafi í orði kveðnu verndað prentfrelsið (fram til 1995 en þá var ákvæðið lagað að 10. gr. mannréttindasáttmálans) hafi sú vernd verið óvirk til dæmis gagnvart ákvæðum almennra hegn- ingarlaga um meiðyrði. Fram á síð- ustu ár komust sjónarmið tjáningar- frelsis lítt eða ekki að í dómsmálum þar sem blaðamenn voru bornir sök- um um meiðyrði. Mannréttindadóm- stóllinn segir hins vegar sem svo að þegar blaðamenn eigi í hlut eða aðrir sem tjá sig opinberlega um málefni er varða almenning þá eigi ekki að refsa mönnum nema brýna nauðsyn beri til. Hvað sem öðru líð- ur má fullyrða að framundan er spennandi verkefni fyrir lögfræð- inga að laga íslenskan rétt að hinum nýju viðhorfum - og blaðamenn að velta fyrir sér hvort hlutverki þeirra er þar rétt lýst. Nú í haust hafa komið út tvær bækur um þetta efni, Fjölmiðlaréttur eftir Pál Sigurðsson prófessor og Tjáningarfrelsi og fjölmiðlar eftir Hörð Einarsson hrl. Bók Páls er hugsuð sem kennslurit fyrir laga- nema og er öllu yfirgripsmeiri (Há- skólaútgáfan, 476 bls.) en kver Harðar sem fyrst og fremst er ætlað þeim sem starfa við fjölmiðla og rita í þá og tala (Reykjaprent ehf., 135 bls.). Árekstur menningarheima Dómar mannréttindadómstólsins kalla á endurskoðun viðtekinna við- horfa hérlendis til meiðyrðamála. Þessi árekstur menningarheima ef svo má að orði komast birtist vel í máli Þorgeirs Þorgeirsonar rithöf- undar. Hæstiréttur sakfelldi Þorgeir fyrir móðganir og aðdróttanir í garð lögreglunnar í Reykjavík án þess að grufla mikið í tilgangi skrifanna og tilefni eða velta vöngum yfir því hvort æskilegt væri og þarft að menn ræddu málefni eins og lög- regluofbeldi. Mannréttindadóm- stóllinn tók allt annan pól í hæðina. Litið var til tilgangsins með skrifun- um, tilefnisins og þess að ásakan- irnar voru ekki úr lausu lofti gripn- ar. Var íslenska ríkið dæmt fyrir brot á 10. gr. sáttmálans sem vernd- ar tjáningarfreisið. Páll gagnrýnir reyndar niðurstöðu mannréttinda- dómstólsins að sumu leyti „því að vissulega var hér um hrakyrði að ræða, sem alls ekki eiga sér neina hefð í íslenskum blaðagreinum, þótt benda megi á einstöku dæmi um slíkt frá fyrri tíð. Verði almennt viðurkennt, að leyfilegt sé að nota bein hrakyrði til þess að ná athygli almennings, ef megintilgangurinn með skrifunum telst réttmætur á annað borð, verður ekki séð fyrir endann á því, hvert það getur leitt. Ættu ábyrgir ráðamenn fjölmiðla- fyrirtækja m.a. að hugleiða afleið- ingarnar. (232)“ Páll talar þarna heid ég fyrir munn margra íslenskra lögfræðinga. Svo rótgróin er sú kennisetning hér- lendis að opinber umræða eigi að vera málefnaleg og laus við gífur- yrði. Ég er nú samt þeirrar skoðun- ar að íslenskir lögfræðingar verði að sætta sig við þennan dóm því hann er í fullu samræmi við dóma- framkvæmd í Strassborg og ekki er annað að sjá en fræðimenn erlendis hafi tekið undir niðurstöðu hans. Lykilhugsunin er sú að einblína ekki á einstök orð, sem látin eru falla í hita leiksins, heldur skoða samheng- ið og vega og meta ummælin í heild og baksvið þeirra. Einnig þarf að hyggja að því hvort refsidómur kunni að hafa fælingaráhrif þannig að menn þori síður að láta í sér heyra framvegis. Þar með er ekki verið að mæla einstaka fúkyrðum bót og ekki þar með sagt að aðrir mættu endurtaka þau sér að meina- lausu í öðru samhengi. Það er ekki öllum gefið að gæta fyllilega orða sinna og vera málefnalegir en samt eiga slíkir menn að mati dómstólsins rétt á að segja hug sinn um málefni sem varða almenning. Vernd gildisdóma Bæði Páll og Hörður fjalla um þann greinarmun sem mannréttindadómstóllinn hef- ur gert á gildisdómum og stað- hæfingum, þ.e. fullyrðingum sem sanna má eða afsanna. Þessi greinarmunur er afar þýðingarmikill en hefur ekki verið virtur í íslenskri dóma- framkvæmd. Hann felur í sér að ekki má refsa fyrir gildis- dóma (dæmi: sagt er um stjómmálamann að hann sé spilltur eða siðlaus) nema þeir séu úr lausu lofti gripnir, þ.e. settir fram rakalaust, og gegn betri vitund. Alls ekki má dæma menn fyrir gildisdóma á þeirri forsendu að þeir hafi ekki verið sannaðir, því það fær ekki staðist að gera mönnum að leiða sönnur að skoðunum sínum. Páll efast um að ákvæði íslenskra hegningarlaga sem leggja refsingu við móðgunum (dæmi: fifl, asni) fái staðist gagnvart sáttmálanum. Rökstyður hann það með því að benda á að 2. mgr. 10. gr. sáttmál- ans heimili einvörðungu takmörkun tjáningarfrelsis til verndar mannorði manna en ekki til verndar sjálfsvirð- ingu þeirra. Viðtekið er að aðdrótt- anir vega fyrst og fremst að mann- orði manna en móðganir að sjálfs- virðingu. Ég hygg að það sé rétt að það verði að fara varlega í að refsa fyrir móðgandi blæ ummæla sem hafa að geyma sannleikskjarna því sáttmálinn verndar ekki einungis inntak ummæla heldur einnig form. Sama á við ef móðgunin telst gildis- dómur. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að það hafa nokkur mál komið til kasta dómstólsins þar sem dæmt hafði verið fyrir móðgun í heimaríkinu án þess að það hafi borið á góma þegar til Strassborgar var komið að slíkt væri í sjálfu sér brot á sáttmálanum. Móðgandi um- mæli geta líka spilit mannorði PÁLL Sigurðsson prófessor, höfundur Fjölmiðlaréttar. HÖRÐUR Einars- son hrl. höfundur Tjáningarfrelsis og fjölmiðla. Málstofa um mannréttindi og tjáningarfrelsi MÁLSTOFA um mannréttindi verður haldin í kvöld kl. 20.30 í Litlu-Brekku, sal veitingahússins Lækjarbrekku, undir yfirskrift- inni „Sigur 1jáningarfrelsisins?“ Það eru Mannréttindaskrif- stofan og Blaðamannafélag ís- lands sem boða til málstofu um tjáningarfrelsi. Framsögumenn verða Hörður Einarsson hæsta- réttarlögmaður og Sigurður Már Jónsson blaðamaður. „Nýlega kom út bókin „Tján- ingarfrelsi og fjölmiðlar" eftir Hörð Einarsson, en hann starfaði um hríð sem blaðamaður og rit- stjóri. Sigurður Már Jónsson er blaðamaður á Viðskiptablaðinu. Þeir munu ræða tjáningarfrelsi með tilliti til starfa fjölmiðlafólks og annarra sem tjá sig í og við fjölmiðla. Málstofa um mannréttindi mun í vetur boða til funda um mál sem eru og hafa verið ofar- lega á baugi í mannréttindaum- ræðunni hér heima og erlendis," segir í fréttatilkynningu. manna. Ég efast um að það væri framför ef fréttamaður í sjónvarpi gæti til dæmis sagt: „Svo mörg voru orð ráðherrans en hann er fífl eins og menn vita.“ Hér er ekki um að- dróttun að ræða þannig að ef ákvæði hegningarlaga um móðganir væri fellt brott væri ekki grundvöllur til að lögsækja viðkomandi. Omerking ummæla Eitt af því sem örugglega á eftir að vera í deiglunni á næstu árum er hvort ómerking ummæla fái stað- ist gagnvart stjórnarskránni og mannréttindasáttmálanum. Þótt fræðilega sé ómerking hugsuð sem hlutlaust úrræði þá má heita líklegt að eftirlitsstofnanirnar í Strassborg litu á það sem skerðingu á tjáningar- frelsinu þegar ummæli manns eru ómerkt með dómi. Af því leiðir að úrræði þetta þarf að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til þess að refsa megi fyrir ummæli. Það þarf að vera í réttu hlutfalli við tiiefnið og teljast nauðsynlegt í lýðftjálsu ríki. Er Ijóst að endurskoða verður hina fijálslegu beitingu þessa úrræðis af hálfu ís- lenskra dómstóla. Ómerking ummæla þekkist ein- göngu hérlendis, í Noregi og Dan- mörku. Þar er það einskorðað við aðdróttanir sem ekki hafa verið sannaðar. Hér virðast Iítil takmörk sett beitingu úrræðisins og ræður tilfinning dómarans fyrir því hvað sé viðurkvæmilegt nánast alfarið ferðinni. Má taka undir með Páli að nauðsynlegt sé að endurskoða lög um þetta efni því það er senni- legt að framkvæmdin eins og hún hefur verið standist ekki gagnvart ákvæðum mannréttindasáttmálans. Ég hygg að ómerking ummæla geti áfram átt rétt á sér ef hún yrði með lagabreytingu einskorðuð við sitt frumhlutverk sem sagt að vera yfirlýsing um að fullyrðing sé ósönnuð. Gildisdómar manna, sem hvorki er hægt að sanna né af- sanna, yrðu sem sagt ekki ómerktir eins og dæmi eru um í íslenskri dómaframkvæmd. Mismunandi ákærureglur Páll gagnrýnir Hæstarétt fyrir niðurstöðuna í kærumáli nr 9/1997 (Ákæruvaldið gegn Hrafni Jökuls- syni). Héraðsdómarinn hafði vísaði málinu frá þar sem sérregla b-liðar 2. tl. 242. gr. almennra hegningar- laga þar sem heimiluð er opinber málsókn vegna móðgana eða að- dróttana í garð opinbers starfs- manns út af starfi hans stríddi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar vegna þess að almennir borgar nytu ekki þessara réttinda heldur yrðu að fara í einkarefsimál. Hæstiréttur sneri niðurstöðunni við en án rök- stuðnings að kalla. Páll fellst á rök- stuðning héraðsdómarans og bætir svo við „Niðurstaða hefði að þessu leyti getað orðið önnur í Mannrétt- indadómstóli Evrópu en hjá Hæsta- rétti.“ (bls. 191). Ekki er að sjá að nokkru sinni hafi reynt á álitaefni af þessu tagi hjá mannréttindadómstólnum. Hugsunin á bak við umrætt ákvæði í íslensku hegningarlögunum hlýtur að vera sú að þegar meiðandi um- mælum er beint að opinberum starfsmönnum í starfi eða vegna starfs þeirra þá er fyrst og fremst verið að gagnrýna ríkið en ekki þá sjálfa. Er þá nokkuð óeðlilegt við það að ríkið standi fyrir málssókn- inni í þeim tilvikum sem ástæða þykir til að fara yfirleitt í mál en hinn opinberi starfsmaður þurfi ekki að gera það sjálfur á sinn kostnað? Mér sýnist þessi regla því styðjast við ágætis rök sem réttlætt geti þessa mismunun. Ég er því ekki sammála nafna mínum í gagnrýni hans á dóm Hæstaréttar en get tek- ið undir með honum að því leyti að Hæstiréttur hefði mátt rökstyðja niðurstöðuna. Vert er hins vegar að nefna að mannréttindadómstóllinn hefur hvatt til umburðarlyndis í þessum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.