Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alþingi Embætti umbodsmanns aldraðra verði stofnað LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að ríkisstjórnin kanni forsendur fyrir stofnun embættis umboðs- manns aldraðra sem sinni gæslu hagsmuna og réttinda aldr- aðra. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Guðmundur Hall- varðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. í greinargerð tillögunnar segir m.a. að með hliðsjón af þeim staðreyndum að íslendingar verða elstir allra þjóða, að um 27.000 íslendingar eru 67 ára og eldri og að hlutfall aldraðra af heiidaríbúafjölda fer vaxandi sé mikil nauðsyn á að sljórn- völd taki tillit til hagsmuna aldraðra þegar teknar eru ákvarðan- ir sem þá varða. „Umboðsmanni aldraðra væri ætlað að vinna að málum sem snerta sérstaklega hagsmuni aldraðra, fylgjast með því að sljóm- völd og einkaaðilar tækju fullt tillit til réttinda, þarfa og hags- muna aldraðra og setja fram ábendingar og tillögur um úrbæt- ur í málum er snerta hag aldraðra á öllum sviðum samfélags- ins,“ segir í greinargerðinni. Nef nd til að auka aga í skólum HJÁLMAR Árnason, Guðni Ágústsson og Olafur Örn Haralds- son, þingmenn Framsóknarflokks, hafa lagt fram þingsályktun- artillögu um skipan nefndar til að auka aga í skólum landsins. Er nefndinni m.a. ætlað að birta tillögur til bóta þannig að ís- lensk ungmenni viti til hvers sé ætlast af þeim og séu fær um að axla þá ábyrgð. í greinargerðinni kemur m.a. fram að samband og samstarf heimila, skóla, íþróttafélaga og ýmissa samtaka, sem starfi í þágu barna, sé mjög takmarkað og skilaboð til barna um hegð- an og ábyrgð séu misvísandi og óljós. „Þetta er það sem kallað hefur verið óagað umhverfi og Ieiðir m.a. til þess að ungmenni eiga örðugt með að þroska með sér sjálfsaga. Skýrar leikreglur og agað umhverfi er með öðrum orðum forsenda þess að ein- staklingur geti náð að þroska með sér nauðsynlegan sjálfsaga," segir í greinargerðinni. „ísland á í aukinni samkeppni við þjóðir heims á flestum svið- um. Forsenda þess að þjóðin standist hana og geti haldið hér uppi traustu velferðarþjóðfélagi hlýtur að vera sú að einstakling- ar alist upp við þau skilyrði að þeir geti þroskað með sér aga á öllum sviðum." íslenskt sjónvarpsefni verði textað SIGRÍÐUR Jóhannesdóttir, þingmaður Alþýðubandalags, lagði í gær fram tillögu til þingsályktunar um textun íslensks sjón- varpsefnis. Meginatriði tillögunnar er að Aiþingi álykti að fela mennta- málaráðherra að beita sér fyrir því að íslenskt sjónvarpsefni verði textað eftir því sem við verður komið til hagsbóta fyrir heyrnardauft fólk sem við núverandi aðstæður á erfitt með að fylgjast með íslensku efni í sjónvarpi. Þess er getið í greinargerðinni að annars staðar á Norðurlönd- um sé textun innlends efnis orðin sjálfsagður liður í rekstri sjón- varpsstöðva og ennfremur bent á að textun íslensks efnis gæti bætt mjög lestrargetu heymarskertra bama og unglinga. Sjómenn fái veiðileyfi eftir 20 ára sjómennsku SJÓMENN sem hafa starfað í 20 ár samtals á íslenskum fiski- skipum öðlast rétt til að stunda handfæraveiðar, samkvæmt fmmvarpi sem Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Alþýðu- bandalags, hefur lagt fram á Alþingi í annað sinn. Samkvæmt framvarpinu fá þessir sjómenn rétt til að stunda handfæraveiðar á bátum sem em 6 brúttólestir að stærð eða minni, og er veiðileyfið óframseljanlegt og bundið viðkomandi sjómanni. Frumvarp til laga um hollustuhætti Utgtífa starfsleyfa í höndum ráðherra GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverfísráðherra mælti fyrir frum- varpi til laga um hollustuhætti á Alþingi í gær. Frumvarpið er samið af nefnd sem umhverfis- ráðherra skipaði í febrúar 1996 til að endurskoða núgildandi lög um hollustuhætti og heilbrigðiseft- irlit. Felur frum- varpið m.a. í sér breytingar á heil- brigðiseftirliti sveitarfélaga sem miða að því að skýra það og einfalda. Lagðar eru til breytingar á starf- semi Hollustuverndar ríkisins, með- ferð gjaldskrármála er einfölduð og refsiákvæði eru gerð skýrari. Enn- fremur er lagt til að gildissvið lag- anna nái yfir efnahagslögsöguna og til farkosta sem ferðast undir íslenskum fána. Þá er eitt helsta nýmæli frumvarpsins til- laga um það í 6. grein hvernig staðið skuli að útgáfu starfs- leyfa. Þar er kveðið á svo ekki fari á milli mála að sé um meng- andi starfsemi og meiriháttar at- vinnurekstur að ræða skuli útgáfa starfsleyfa vera í höndum umhverf- isráðherra. í því tilviki er miðað við að samanlögð fjárfesting sé meiri en 950 milljónir króna miðað við byggingarvísitölu í september 1997. Hollustuvernd ríkisins eða heilbrigðisnefndir sveitarfélaganna gefa út starfsleyfi í öðrum tilvikum eftir því sem mælt er fyrir í reglu- gerð. Einnig er i 6. grein frumvarpsins kveðið á um rétt manna til að koma með athugasemdir áður en starfs- leyfið er gefið út, svo og um með- ferð þeirra athugasemda. Er al- menningi þannig tryggður víðtækur réttur til að koma að athugasemd- um sínum, bæði áður en Hollustu- vernd ríkisins sendir ráðherra til- lögu sína að starfsleyfi, og eins áður en ráðherra tekur endanlega ákvörðun um útgáfu þess. í framsögu sinni um frumvarpið í gær sagðist ráðherra m.a. leggja áherslu á að lög þessi öðlist gildi sem fyrst, ekki síst til að koma á réttarvissu varðandi útgáfu starfs- leyfa. ALÞINGI UPPSÖFNUN gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum er talin valda hlýnun loftslags á jörðinni. Eldsneyti unnið úr mengmi- inni? ÁRNI R. Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti fyrir til- lögu til þingsályktunar um athug- un á nýtingarmöguleikum gróður- húsalofttegunda, á Alþingi í gær. Tillagan felst í því að Alþingi álykti að fela iðnaðarráðherra að láta athuga til hlítar möguleika á að nýta gróðurhúsalofttegundir til eldsneytisframleiðslu og í hvers konar iðnaði eða iðnaðarferlum. Tillaga þessi var lögð fram á síð- asta þingi en náði ekki fram að ganga. I máli Árna kom fram að veru- leg aukning hefur orðið á út- blæstri mengandi lofttegunda hér á landi á síðustu árum og að slíkt útstreymi ætti eftir að aukast í framtíðinni vegna fjárfestinga i stóriðju og orkufrekum iðnaði sem fyrirhugað er að rísi hér á landi. Sagði hann að um verulegt vanda- mál væri að ræða og því nauðsyn- legt að athuga hvort unnt væri að draga úr útblæstri þessara loftteg- unda með því að nýta þær. Benti Árni á að nokkrir innlendir aðilar sem og erlendir hefðu athugað slíka möguleika að nokkru leyti. í greinargerð tillögunnar er til dæm- is nefndur sá möguleiki að koltví- oxíð mætti nýta ásamt vetni til framleiðslu metanóls sem væri hentugt eldsneyti fyrir bíla og skip í stað bensíns og olíu. Tillagan miðast m.a. að því að flýta þessum athugunum, að sögn Árna, og koma því til leiðar að dregið verði úr útblæstri mengandi lofttegunda hér á landi með því til dæmis að nýta þær til eldsneytisframleiðslu. NÝ, OG ENN BET Rí NILFISK Kraftmeiri, nú með 1400W mótor. Fislétt, aðeins 6.5 kg. Biðstöðufesting fyrir rör og slöngu. Og hinn frábæri Nilfisk AirCare® síunarbúnaður með HEPA H13 síu. Komdu og skoðaðu nýju Nilfisk GM-400 ryksugurnar i?omx HÁTÚNI6A REVKJAVÍK SÍMI 552 4420 Arbær — raðhús — ein hæð Glæsilegt ca 150 fm raðhús á einni hæð ásamt góðum bílskúr. 3—4 svefnherb., endurnýjað bað. Parket. Fallegur garður. Endurnýjað þak. Frábær nýting. Verð 12,2 millj. Hamrahverfi — sjávarlóð Glæsileg 185 fm einbýli á einni hæð ásamt tvöföld- um 50 fm bílskúr. Frábær staðsetning við sjáv- arsíðuna. Möguleiki á 5 góðum svefnherb. Stórar stofur með glæsilegum arni. Parket. Glæsilegur garður með góðri sólverönd. Áhv. byggsjóður 3,3 millj. Verð 18,9 millj. Valhöll fasteignasala, Mörkinni 3, Reykjavík, sími 588 4477. Sjómannaafsláttur verði afnuminn PÉTUR H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt og lögum um stað- greiðslu opinberra gjalda, en þess- ar breytingar kveða á um afnám sjómannaafsláttarins. Frumvarpið var einnig flutt á síðasta þingi og er nú flutt í lítið breyttri mynd. Flutningsmaðurinn segir m.a. að sjómannaafslátturinn geri það að verkum að störf við frystingu í frystitogurum úti á sjó njóti skattfrelsis á meðan sambærileg störf í landi eru sköttuð að fullu. Afslátturinn virki því sem eins konar niðurgreiðsla á vinnu um borð í frystitogurum og stuðli þannig að því að frystingin flyst út á sjó og valdi atvinnuleysi í landi. Þá segir flutningsmaður að yfir 98% þeirra sem hafí greitt til Líf- eyrissjóðs sjómanna á árinu 1995 hafi verið karlar. „Þannig má segja að sjómannaafslátturinn sé forrétt- indi karla og vinni gegn launajafn- rétti karla og kvenna þar sem yfir- gnæfandi fjöldi starfsfólks í fisk- vinnslunni eru konur. Launamunur sjómanna og fiskvinnslufólks er mikill. Sjómannaafsláttur eykur enn frekar þann mun.“ Kristín Halldórsdóttir, þing- maður Kvennalistans, tók undir frumvarp Péturs í gær og sagði m.a. að með afnámi sjómannaaf- sláttarins yrðu allir jafnari að lög- um. Guðmundur Hallvarðsson, flokksbróðir Péturs, sagði hins vegar að með frumvarpinu væri verið að ráðast með beinum eða óbeinum hætti að sjómannastétt- inni. Sagði hann að frumvarpið væri tímaskekkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.