Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Þögnin um niðurstöðu lög- fræðinganna ÞAÐ ER alkunna, að þögnin getur verið merkileg heimild. Síð- ustu árin hafa menn ekki mátt svo anda út úr sér orðinu „veiði- gjald“, að fjölmiðlar með Morgunblaðið í fararbroddi hafi ekki slegið því upp sem stórfrétt. Pjölmiðlar hafa hins vegar þagað um þá niðurstöðu ís- lenskra lögfræðinga, að aflaheimildir út- gerðarmanna á Is- landsmiðum (kvótarn- ir) séu atvinnuréttindi, sem ákvæði stjómar- skrárinnar um friðhelgi eignarrétt- ar eigi við um. Ég á hér við vandað- ar greinar og ritgerðir þeirra Sig- urðar Líndals prófessors og Skúla Magnússonar dómarafulltrúa. Lögfræðingarnir tveir segja, að það ákvæði laga, að nytjastofnar á íslandsmiðum séu sameign ís- lensku þjóðarinnar, geti ekki falið í sér eign ríkisins á þessum físki- stofnum. Þetta ákvæði leiði ekki annað af sér en venjulegan rétt ríkisins á því að skipa með lögum atvinnumálum, eins og þjóðarhag- ur krefjist. íslendingar hafi frá fornu fari haft fullan rétt á að veiða fisk við strendur landsins, eins og mælt hafi verið fyrir um í Grágás og Jónsbók, en sá réttur hafi verið takmarkaður, þegar fisk- veiðar vom fyrst bundnar leyfum árið 1976 og eftir það. Þjóðarhag- ur hafi krafist slíkrar takmörkun- ar. Aðalatriði málsins sé hins vegar það, segja lögfræðingamir, að hóp- ur manna hafi á þeim tíma hag- nýtt sér hinn almenna rétt til að veiða fisk við strendur landsins í trausti þess, að þeir yrðu ekki sviptir honum. Þeir hafi lagt eigið atvinnuöryggi að veði, aflað sér- þekkingar á fiskveiðum, lagt fé í skip og veiðarfæri, ráðið fólk til starfa og tekið að ýmsu leyti ábyrgð á afkomu þess. Fyrir þess- um mönnum var hagnýtingarrétt- urinn ekki orðin tóm, heldur varð- aði hann ríka hagsmuni þeirra. Þannig hafi þeir stofnað til atvinnu- réttinda. Það sé nær ágrein- ingslaust meðal lög- fræðinga, segja þeir Sigurður, að slík at- vinnuréttindi teljist eign og njóti vemdar stjómarskrárinnar. Þau verði ekki tekin af mönnum bótalaust. Með kvótakerfinu vom þessi réttindi takmörkuð við þá, sem þá stunduðu veið- ar, þótt með leyfi til framsals þeirra væri líka tryggt, að aðrir gætu aflað sér þessara réttinda, en þá aðeins með því að kaupa þau fullu verði. Hitt sé annað mál, taka lögfræð- Það er alkunna, að þögnin getur verið merkileg heimild, segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson í siöundu grein sinni. ingarnir fram, að atvinnuréttindi séu ekki full eða bein eignarrétt- indi, þótt skilin séu ekki skýr. Ég er sammála lögfræðingunum um það, að ranglátt hefði verið að taka þann rétt af útgerðarmönn- um, sem þeir höfðu hagnýtt sér í góðri trú. Þess í stað var eðlilegt að gera það, sem gert var, þegar þjóðarhagur krafðist takmörkunar þessa réttar, að takmarka hann við þá, sem höfðu gert hagnýtingu hans að atvinnu sinni og ævi- starfi. Það er síðan ekkert áhyggjuefni mitt, að fiskveiðar við strendur landsins eru nú orðnar miklu ábatasamari en áður, svo að þessi réttur er orðinn mikils virði. Eignarréttur eflir einmitt þjóðarhag. Höfundur er prófessor í stjómm&lafræði við Háskóla íslands. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Hagsmunasamtök um Sjómannaskólann! ÞAÐ nýjasta í hag- ræðingarhugmyndum menntamálaráðuneyt- isins er að fiytja sjó- mannaskólann úr húsi sjómanna og upp á Artúnshöfða og skilst mér að hugmyndin sé sú að með því móti færist hann nær Tækniskóla íslands sem þar er staðsettur en í staðinn verði húsið notað undir kennara- og uppeldisháskóla. Þessi umræða ætti ekki að koma sjómönnum neitt á óvart í sjálfu sér þó hugmyndin sé fár- ánleg, jafnfáránleg og viðhaldsleysi sjómannaskólahússins hefur verið undanfarin mörg ár. Hvort sem sjó- mannamenntunin flytur í annað hús- næði eða ekki, þarf að gera við húsið og halda því við og það skeyt- ingarleysi sem stjómvöld hafa sýnt húsinu er óveijandi með öilu. Það vita það allir sem vilja að verknám á íslandi er ekki hátt metið og af- hjúpar sjálfur menntamálaráðherra sig klaufalega með því að hreyfa þeirri hugmynd að flytja sjómanna- menntun í verksmiðjuhúsnæði sem ríkinu áskotnaðist og halda því svo fram að það sé svo gott vegna ná- lægðar við Tækniskóla íslands. Þar sem aðeins lítill hluti nemenda Sjó- mannaskólans fer í Tækniskóla ís- lands hvort sem skólinn er í 50 metra eða 5000 metra íjarlæð er þetta rökleysa. Hallærislegt. Ég hef verið nemandi í Stýn- mannaskólanum, Tækniskóla ís- lands og sjálfum Kennaraháskóla íslands og auk þess kenndi ég í Stýrimannaskólanum í 6 ár. Ég get sagt það fullum fetum að það hús- næði sem skólamir, Stýrimannaskól- inn og Vélskólinn, búa við í dag er síst of rúmgott því með aukinni tæknivæðingu þarf pláss undir kennslutæki og get ég nefnt að í Stýrimannaskólanum, þar sem ég þekki betur til, eru 7 tækjastofur m.a. fyrir siglingatæki, fiskileitar- tæki, loftskeytatæki, lyfjakistu og fl. í aðalbyggingu auk aðstöðu í sér- stöku húsi tækja. Það er þannig að við hveija rátsjá, svo ég nefni dæmi, komast aðeins tveir nemendur fyrir í einu og það er alveg sama hvort einhver hugmyndafræðingur í menntamálaráðuneytinu er með aðr- ar hugmyndir þá er það svona og verður svona. Því hefur verið fleygt fram að skóli sé aðeins innri starfsemi og því megi menn ekki vera með of mikla tilfinn- ingasemi í þessu máli. Ég er algjörlega ósam- mála þessu og get nefnt svo ótal mörg dæmi þar sem staðsetning húss- ins og ekki síður húsið sjálft kemur menntun- inni til góða. í turni hússins þar sem innsigl- ingarviti er inn í höfn- ina til Reykjavíkur fer fram tækjakennsla og er hægt að fylgjast með skipaum- ferð á Flóanum úr tuminum bæði á ratsjárskermum og með berum aug- um í góðu skyggni því útsýni er þar mikið. Þetta fínnst nemendum mjög gott og átta þeir sig betur á öllum aðstæðum. Kennslustofumar era rúmgóðar og þurfa að vera það því menn geta ekki stungið út í sjókort nema hafa til þess pláss, því þarf siglingafræðikennslan, sem er eins og gefur að skilja ein af aðalgreinum Stýrimannaskólans, gott pláss, þannig er það og þannig verður það. Á undanförnum áram hefur verið komið upp ágætri aðstöðu fyr- ir samlíki eða hermi bæði í Stýri- mannaskólanum og Vélskólanum í húsum sem era við hlið Sjómanna- skólans og þeir sem hafa heimsótt skólana á kynningardegi þeirra sem haldinn er einu sinni á ári þekkja þessa aðstöðu. Það er afskaplega mikilvægt að í verklegri kennslu sé nægilegt rými og hef ég kynnt mér það að aðeins tveir menn eru t.d. í flughermi í einu, það þykir sjálf- sagt. Ég tengi þetta einnig reynslu minni sem starfandi skipstjóri. í okkar nágrannalöndum, t.d. í Danmörku þar sem borin er virðing fyrir sjómannamenntun og varafor- stjóri dönsku siglingastofnunarinnar er siglingafræðingur en ekki lög- fræðingur, er einmitt lögð mikil áhersla á alla tækjakennslu og höf- um við íslendingar sótt góð nám- skeið þangað, m.a. kennarar Stýri- mannaskólans. Næsti undirmaður hans, sem veitir forstöðu svonefnd- um „Uddannelseskontor" er vél- fræðingur, en að öðra leyti er þessi stofnun sambærileg við Siglinga- stofnun íslands. Þar dytti engum Eg skora á sjómenn og velunnara sjómanna- stéttarinnar, segir Páll Ægir Pétursson, að mynda hagsmunasam- tök til verndar Sjó- mannaskóla íslands við Háteigsveg. manni í hug að halda því fram að húsnæðið skipti engu máli, það skiptir í raun mjög miklu máli. Því miður er það svo í okkar aga- lausa þjófélagi að ef einhveijum starfsmönnum í ráðuneytunum dett- ur eitthvað í hug, s.s. það mál sem ég er að fjalla um, eru þeir sem best þekkja til sem eru að sjálfsögðu skólameistarar Vélskólans og Stýri- mannaskólans svo ég tali nú ekki um vesalings kennarana, þeir era aldrei spurðir álits, nei starfsmenn ráðuneytisins „vita þetta miklu bet- ur“. Ég hef ekki ósvipaða reynslu af öðram ráðuneytum en ætla ekki að ijalla um það á þessum vettvangi. Ef verksmiðjuhúsnæðið upp á Höfða er hentugt til kennslu skora ég á menntamálaráðherra að nýta það endilega undir uppeldisháskóla og skal ég vera fyrsti maður til að styðja þá hugmynd en leyfa sjó- mannamenntuninni að vera áfram í því húsi þar sem hún á að vera og hefur verið í rúmlega hálfa öld og skal vera. Ég er sannfærður um að mikill skaði verður unninn ef þessi hugmynd nær fram að ganga og mér fínnst það hreint ekki samboðið sjómönnum að þessi hugmynd nái fram að ganga. Ég ákvað í upphafí að hafa þessa grein ekki langa, ég skrifa aðra ef ég þarf, en ég vil skora á alla nem- endur Sjómannaskólans að mynda hagsmunasamtök til að koma í veg fyrir þessa vitleysu. Einnig skora ég á þingmenn allra flokka að styðja menntun sjómanna í Sjómannaskóla íslands við Háteigsveg. Þetta mál er ekki verra kosningamál fyrir ykk- ur en hvað annað. Höfundur er skipstjóri & m/t Stapafelli. Páll Ægir Pétursson. Metum störf grunnskóla- kennara að verðleikum GRUNNSKÓLAKENNARAR hafa síðustu árin barist hart fyrir bættum kjöram sínum og eru enn í fersku minni síðustu átök þeirra við ríkisvaldið sem kostuðu 5 vikna verkfall. Þetta langa verkfall skað- aði mjög allt samstarf milli kennara og ríkisvaldsins og löngu ljóst að slík átök leiða ávallt af sér tap fyr- ir alla. Við yfirtöku sveitarfélag- anna á grunnskólunum var það von margra að meiri trúnaður myndi skapast milli kennara, vinnuveit- enda og foreldra vegna meiri ná- lægðar. Þær fréttir berast nú frá samningaborði kennara og sveitar- stjómarmanna að þar er allt á ann- an veg en vænst var. Kennarastarfið þarf að laga að einsetningunni Kennarastarfið er göfugt starf og ber að umgangast kennara og skólastofnanir með þeim hætti. Öll- um sem eiga böm í skóla ætti að vera ljóst gildi skólastarfsins og vaxandi hlutverk grannskólakenn- ara í uppeldi barnanna. Það sjáum við á lengingu skóladagsins og kröfu þjóðfélagsins til skólanna um lausn þjóðfélags- vandamála eins og upp- fræðslu ungmenna um vamir gegn vímuefnum. Lenging skóladagsins kemur að kröfu foreldra sem báðir vilja vinna utan heimilis og því fær- ist heimanámið inn í skól- ana og margir skólar bjóða upp á skólamáltíð. Þessi breytta þjóðfélags- mynd hefur kallað á ein- setningu skólanna sem er þörf og var einsetning- in lögfest í ráðherratíð Ólafs G. Einarssonar sem menntamálaráð- herra. Þessari þróun hefur fylgt ákveðinn vandi varðandi stöðu kennara því kennslan nær ekki að vera heil staða. Þannig sitja margir kennarar í hlutastarfi og eiga ekki kost á fullri stöðu þó menntunin hafi verið hugsuð til þess. Þessi þróun er varasöm fyrir skól- ana og kennara- starfið sem kallar á breytt skipulag inn- an skólanna. Sýnileiki kennarastarfsins Krafa um að gera starf kennarans sýnilegra með því að undirbúningsvinna þeirra færist inn í skólana, svo hægt sé að ræða kröfur um bætt kjör er að mínu mati á mis- skilningi byggð. Það er í sjálfu sér ekkert sem mælir gegn því að störf kennaranna verði nákvæmar tíund- uð og þau fari í gegnum sambæri- legt matsferli og starfsmatið gerir hjá sveitarfélögunum. Þar er hver klukkustund mæld sem unnin er í þágu sveitarfélagsins bæði innan Kristján Pálsson Ég hvet því forsvars- menn sveitarfélaganna til skjótra aðgerða, segir Kristján Pálsson, því við svo búið má ekki standa, ef ekki á illa að fara. og utan hefðbundins vinnutíma, á vinnustað og heima. Ef við lítum til okkar helstu viðmiðunarlanda í þessum efnum; Svíþjóðar, Dan- merkur og Noregs þá er ekki gerð krafa um að undirbúningur fyrir kennsluna fari fram í skólanum. í Danmörku getur skólastjóri krafið kennara um að hluti þessa tíma verði í skólanum eða 15% til sam- starfs o.þ.h. Það er álit margra að fyrir sveitarfélögin þýði breytt fyr- irkomulag minni undirbúnings- vinnu, dýrara kerfi og ósveigjan- legra sem nýtist nemendum verr. Fjölgun leiðbeinenda alvarleg þróun Þegar sveitarfélögin gerðu kröfu um fleiri verkefni frá ríkinu var grannskólinn þar efstur á blaði og hef ég sem fv. sveitarstjórnarmaður ávallt stutt þá niðurstöðu. Með yfir- tökunni tóku sveitarfélögin fulla og óskoraða ijárhagslega ábyrgð á þessum málaflokki í fullri sátt við Alþingi og ríkisstjórn. Ekki er hægt að áfellast sveitar- stjómarmenn eina fyrir hvemig ástandið í grunnskólunum er í dag, en þeir eru þó þeir einu sem geta leyst hnútinn. Þróunin innan grunn- skólans er mjög alvarleg þegar hundruð menntaðra grunnskóla- kennara hafa sagt upp störfum og um 95% konnara hafa boðað verk- fall. Á meðan fjölgar beiðnum frá sveitarstjórnum um undanþágur fyrir leiðbeinendur sem era orðnar 606, en það er veruleg aukning frá sama tíma fyrir ári. Að mati for- svarsmanna grunnskólakennara mun þessum beiðnum fjölga í 1.000 inna fárra mánaða. Þessir leiðbein- endur eru mjög misjafnlega í stakk búnir til að stunda kennslu og sum- ir hafa ekki lokið grunnskólaprófi! Þetta er grafalvarleg þróun innan grunnskólakerfisins sem verður að stöðva. Ég hvet því forsvarsmenn sveitarfélaganna til skjótra aðgerða því við svo búið má ekki standa, ef ekki á illa að fara. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.