Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 26. OKTOBER1997 MORGUNBLAÐIÐ SAMTÖK VERSLUNARINNAR Haustf undu r Útflutningsráðs SV/FÍS Fjárfestingarbanki íslands Framtídarstefna Útflutningsráö Samtaka verslunarinnar - Félags íslenskra stórkaupmanna boðar til fundar þriðjudaginn 28. október nk. kl. 12:00 í Ársal, Hótel Sögu. Framsögumaður verður Bjami Ármannsson forstjóri Fjárfestingarbanka íslands Bjarni mun kynna framtíðar- stefnu bankans og ræða framtíðarhorfur á fjármagns- markaði. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500,- Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlega tílkynnið þátttöku á skrifstofu samtakanna í síma 5888910. ■___■___■■■______I_■___ SLIMMA SHAKE BRAGÐGOTT OG BÆTANDI FYRIR HEILBRIGÐA ÞYNGDARSTJÓRNUN. Fullur af vitamínum og steinefnum. Minna en 200 hitaeiningar í einni máltíö. Fyrir þá sem vilja heilbrigða þyngdarstjórnun. Fyrir þá sem vilja bragðgoða og holla m'ltíð. Góður heima, í vinnunni, í ferðalagið, allsstaðar. CITRIN | 30 TC** Samþykkt af lyfjaeftirliti ríkisins. Citrin hefur áhrif á matarlist - dregur úr löngun í sætindi. 5 bragðtegundir Inniheldur ma. carcina cambogia og chormium picolinate. Söluaðilar: Apótek Keflavíkur, Apótek Grindavíkur, Apótek Norður- bæjar, Kópavogsapótek, Breiðholtsapótek, Ingólfs- apótek, Árnesapótek, Apótek Garðabæjar, Lyfja, Apótek Árbæjar, Mosfellsapótek, Sauðárkróksapótek, Apótek Akureyrar, Sunnuapótek, Studio Dan, ísafirði, Heilsuhorn Hagkaups, Kringlunni og Kjörgarði, Hraunbergsapótek Umboðsaðili: CETUS, Skipholt 50c, Reykjavík SIGURÐUR Jónsson sjávarlíffræðingur í heimsókn hjá Jean Lavie, sem fann kistur með plöggum frænda síns Pauls Gaimards og skrifaði um hann bók. kvæmt Durupt“ sem er maður sem ætti skilið sæti í sögunni. Þetta reyndist einmitt vera ættingi séra Jóhannesar Briem núverandi prests í Hruna, annar Islendinganna tveggja sem Paul Gaimard bauð til Frakklands í þakklætisskyni fyrir þær góðu móttökur sem íbúamir á strönd íslands hafa svo oft veitt sjó- mönnum okkar í sjávarháska. Ætt- ingi hans segir mér að hann hafí gerst trésmiður í París og kvænst þar „. Rétt mun það vera að þama er myndin af Kristjáni Gunnlaugi tré- smiði Briem sem í heimildum er sagt að hafí farið til Parísar eða dvalið í París, og var bróðir séra Jó- hanns Kristjáns prests í Hrana. Þeir era synir Gunnlaugs sýslu- manns á Grand, forfóður Briemsættarinnar. í myndabók Ma- yers segir í franska textanum að hann hafi lært trésmíði í París, dvalið þar um tíma, en dáið í Reykjavík, sem mun ekki rétt. En í dagbókum leiðangursins segir að sonur Gunnlaugs Guðbrandssonai- Briem búi í París. Annars staðar er sagt að hann hafi dáið 1840. Hvernig sem myndin af Kristjáni Gunnlaugi Briem er til komin af hendi leiðangursmanna Gaimards, þá liggur fyrir að hann fór ekki utan með honum. Þegar Gaimard fór 1836 var Kristján Gunnlaugur orð- inn 34 ára gamall og hafði lengi ver- ið 1 útlöndum, eins og Eggert Ás- geirsson rekur í niðjatali Briemsættarinnar. Þar segir að Christian Gunnlaugsson hafi siglt til Danmerkur, lært trésmíðaiðn og ferðast um Evrópulönd, dvaldi í Heiðarbæ, Hamborg og Dresden og hafði dvalið í París frá páskum 1828. Leiðir Eggert getum að því að hann hafi verið í sambandi við leiðangurs- menn í París fyrir eða eftir leiðang- urinn. Hann hverfur úr heimildum um 1840 og segir Eggert Ásgeirs- son:“Kai Erik Ebbesen læknir (1892-1959) afkomandi séra Jó- hanns Briem í Danmörku, getur þess í skjölum, sem hann lét eftir sig og nýlega era komin til íslands, að endalok Kristjáns Gunnlaugs Briem hafi verið þau að hann hafi fallið saklaus í tilræði við Louis Philippe. Ekki getur hann hvaða ár það hafi verið. Spumingin er hvort Kristján Gunnlaugur hafi verið sak- laus. Eða sakleysið tekið fram til að bera af honum blak“. Hvað um það, um 1840 var mikill órói í París og uppreisnir gegn kónginum. Saga þessara tveggja íslensku pilta, sem fóru út í heim, er fróðleg og hefur verið ævintýraleg, ekki síður endalok þeirra ef rétt er til getið. Um þau er þó lítið vitað af staðreyndum. Og ekkert er um Kristján Gunnlaug eða afdrif Guð- mundar Sívertsen í plöggunum í nýfundnum kistum Gaimards. Hvort þeir hafi hist í París er ekki vitað, en skýtið er að svo virðist sem einu myndirnar úr leiðangrin- um sem merktar eru sama teiknara séu myndirnar af þeim tveimur. Og hefur Kristján þá líka verið í sam- bandi við Gaimard. Islandsferðin Eftir að hafa undirbúið að sínum hluta 12 binda verk um rannsókn- imar í síðasta Kyrrahafsleiðangrin- um, sem tók 3 ár, hélt Paul Gaimard 27. apríl 1835 í fýrri ferð sína til ís- lands, þá í leit að de Bosseville sem horfið hafði með skipi sínu Lilloise við ísland. Hann fékk þá slíkan áhuga á rannsóknum hér að það varð tilefni leiðangurins mikla 1836, sem mikið hefur verið skrifað um. Enda hafði athygli Frakka lítið beinst að norðurhöfum á þessari miklu landfræði- og landkönnunar- öld. í bók Jeans Lavie segir: „Á ár- inu 1835 var stofnað til nýs leiðang- urs og fól kóngurinn hann Paul Gaimard. Árangurslaust reyndi fjöl- skylda hans, sem alltaf hafði áhyggjur af afdrifum hans, að telja hann af því að fara þessa ferð. Einn frænda hans í Saint-Maximin, Jacques Gasquet, skrifar honum 22. febrúar 1835 eftirfarandi bréf: „Hercule fer á morgun til höfuð- borgarinnar til að freista þess að hafa þig ofan af þessum heimsku- legu áformum að halda í fjórða sinn og hætta lífi þínu í íshafinu. Ótti HUS ættingja Gaimards, lækn- isins og vínbóndans Jean Lavie, er glæsilegt og geymir gamlar minjar. Það er skammt frá Nimes í Suður-Frakklandi. þeirra, sem allir vinir og ættingjar eru undantekningarlaust haldnir, er á of miklum rökum reistur til þess að ég hiki við að bætast í þann hóp. Hvað um það, hugsaðu þig vel um, þú hefur nægan tíma og leiddu hug- ann að því að þó að móðir þín deyi kannski ekki úr sorg þá mun það valda henni ómannúðlegum sárs- lauka og sú dapurlega tilhugsun veldur mér þeim mun meiri áhyggj- um að hún hefur verið alvarlega veik undanfarnar vikur.“ Móðir Gaimards er þá enn á lífi háöldrað. En faðir hans Paul Gaimard, sem var vínkaupmaður og landeigandi og var í héraðsstjóm- inni var myrtur í einhverjum póli- tískum átökum þess tíma í heima- héraði þeirra Saint-Zacharie í Var þegar drengurinn var ekki nema 6 ára gamall 13. febrúar 1799. Þurfti móðirin, sem gekk með fjórða barn- ið að senda þennan elsta son sinn til ættingja í Saint Maximin, sem ólu hann upp og veittu honum mennt- un. En Gaimard vildi ekki hætta við íslandsferðina og hélt rakleiðis til Cherbourg um borð í skipið. Hann hafði þá fengið í bréfi, sem þarna fannst, frá aðstoðarlækni sínum mikinn lista yfir tæki og gögn sem þeir vora búnir að draga að sér til Islandsferðarinnar og fróðlegt að sjá hvað þurfti með í slíkan leiðang- ur. La Recherche, kennt við rann- sóknaleiðangurinn mikla í Kyrra- hafi, hélt úr höfn 23. apríl 1935. Ekki er ástæða til að tíunda leið- angrana til íslands 1935 og 1936, svo mikið sem hefur verið skrifað um þá hér á landi. Þó er þarna kom- ið fram úr kistunum góðu fróðlegt bréf sem Gaimard skrifaði t.d. frá Ólafsvík 6. júlí 1835 og er birt í bók Jean Lavie. Hann er þá staddur hjá Clausen í Ólafsvík. Leitin að Lill- oise hefur engan árangur borið og hann hefur farið landleiðina með ströndinni til að spyrjast fyrir, segir m.a. að hann hafi þurft að krækja inn fyrir alla voga Faxaflóa. „Aldrei var alla þessa leið lát á regninu, sem stundum var blandað snjó, hagli, sterkum vindum og kulda. Ámar urðu straumþyngri og dýpri, hvergi nokkur brú og það kom fyrir mig að sitja hest í 11 klukkustundir án þess að fara af baki, í lemjandi rigningu, veralegum kulda og á vegum sem í öðram löndum væra taldir ófærir. Stundum hefði ekki þurft nema smá misstig til að ekkert biði nema dauðinn. En það verður að segjast að íslensku hestarnir eru fótvissir og hreint afbragð." En Gaimard heldur áfram ferð- inni og lætur alls staðar senda sýn- ishom af plöntum, dýrum og stein- um, meira að segja 15 feta langan hákarl í alkohóli í safnið í París. Og á Búðum og í Ólafsfirði er hann frá morgni til kvölds að sinna sjúkling- um sem streyma að úr öllum áttum svo að húsin þar sem hann gistir era eins og sjúkrahús. En hann seg- ir að Islendingar séu honum mjög þakklátir og honum þykir slæmt að þurfa að yfirgefa sjúklingana til að halda áfram leitinni. í öðra bréfi frá íslandi, sem M. Luttin hefur skrifað til Vísindaaka- demíunnar í París 19. júlí, kemur fram að leiðangursmenn hafa verið önnum kafnir við vísindalegar nátt- úrurannsóknir, m.a. við segulmæl- ingar, sem mun hafa verið algert nýmæli, og hyggjast þeir fara með tækin að Geysi og upp á Heklu. Er sjálfsagt hægt að finna í þessum bréfum margt sem ekki hefur kom- ið fram áður og sem varpar ljósi á þennan stórmerka leiðangur. Ættu að minnsta kosti söfnin hér að út- vega sér þessa bók hjá höfundinum Jean Lavie, sem býr í St Etienne d’Escatte, Souvignargues í Frakk- landi. Eða gegn um upplýsingar frá Sigurði Jónssyni, 60 rue Monsieur le Prince, París 75006.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.