Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Sálumessa syndara IFORMÁLA höfundar að bókinni segir að það sé einstakt tækifæri fyrir ævi- sagnahöfund að skrifa ævisögu manns sem hefur bæði menntað sig sem sál- könnuður og unnið sem slíkur í heila mann- sævi auk þess sem hann hefur gengii í gegnum sálkönnun sjálfur í árafjöld. Það séu nánast forréttindi að fá tækifæri til að beita aðferðum sálkönnunar við ævisagna- gerð. Bókin er tilraun til að gera hinn ævi- sögulega sannleik gerlegan. Esra er fæddur á íslandi en ólst upp í Kanada til 12 ára aldurs þarsem faðir hans, Pétur Sigurðsson, var heittrúaður aðventi- staprestur sem boðaði trúboð Sjöunda dags aðventista í íslendingabyggðum og víða um Kanada. Flökkulífið og hin stranga trú hafði djúp og langvarandi áhrif á líf Esra. Faðir minn var sífellt á ferðalögum; hann var sannfærandi predikari og mikill ræðu- -vmaður. Pabbi var einnig rithöfundur og skrifaði talsvert af bókum á þessum tíma; safn erinda, aðallega um uppeldis- og trú- mál, og ljóðabækur. Á ferðalögum sínum, þegar hann boðaði fagnaðarerindið, reyndi hann einatt að selja bækur sínar. Síðar átti hann eftir að skrifa fleiri bækur auk þess sem hann ritstýrði í aldarfjórðung Einingu, mánaðarblaði Stórstúkunnar, sem hann átti að tiluta og skrifaði að miklu leyti sjálfur. Ég hef aldrei lesið þessar bækur hans af neinu viti, aðeins stöku sinnum gotið auga á einstakar setningar eða ljóð. Sennilega er það vegna þess að ég fékk nóg af pred- ikunum hans á heimilinu; við matarborðið eða á kvöldin. Pabbi var stundum vikum og mánuðum saman að heiman. Við vorum líkt og sjó- mannsfjölskylda sem aldrei er heil nema í skamma stund og taugaveiklunin í fjölskyld- unni er meiri en þar sem fjölskyldufaðirinn er daglega í öryggi heimilisins. Pabbi kom iðulega heim fyrir jólin og lagð- ist í rúmið upp úr áramótum, haldinn þung- lyndi. Var það inngróin en dulvituð minning fortíðar þegar hann sem ungbarn var svipt- ur móður sinni? Áður en þunglyndið skall á honum var hann kvíðinn og eirðarlaus. Þá hélt hann langar ræður um spádóma Gamla testamentisins um dómsdaginn; þegar Guð í reiði sinni myndi tortíma jörðinni. Pabbi ^teiknaði jafnvel litríkar og nákvæmar mynd- ir á stóra pappírsörk þar sem hann útskýrði dómsdag og eyðileggingu alheimsins í smá- atriðum. Köst pabba lögðust eins og mara á fjöl- skylduna. Hann fylltist svartsýni og sálar- angist, fullur vandlætingar á einu og öllu. Skuggar liðu yfir skarpleitt andlit hans: Hann hótaði að fremja sjálfsvíg, ógnaði mömmu og hellti reiði sinni og kvíða yfir okkur; gagnrýninn og óþolinmóður. Pabbi var einnig þjakaður af ótta við breyskleika sinn og vanmátt að vinna hjörtu mannanna fyrir Guð; hræddur við að skaða hið góða málefni sem hann hafði viljað allt gagn. „Ég hef fellt margt tár, vakað og beðið og eytt margri stund ævi minnar þann- ig í veikleika, ótta og mikilli angist, vitandi það að mitt kærleikssnauða hjarta hlyti að varpa skugga á kærleikshjarta Krists, sem ég vildi boða mönnum og geta unnið hjörtu þeirra fyrir hann,“ skrifaði pabbi mörgum árum síðar. Óöryggi uppvaxtarins kallaði fram ómannlega fullkomnunaráráttu og sjálfspín- ingu í föður mínum. Eftir að ég varð eldri og lífsreyndari og fór að vinna með fólki sá ég betur hve fullkomnunarárátta veldur iðulega depurð, þunglyndi og taugaveiklun. Fullkomnunarárátta á háu stigi kallar fram þráhyggju. Fyrirheitna landið hafði rifið upp sár ... æskunnar, minnt hann á fráveru eigin föð- ur, kulda og sult; pabbi var sviptur vinum og ættingjum í framandi landi líkt og móðir mín. Bæði höfðu verið heilsutæp og þau höfðu misst son. Kanadaferðin var að breyt- ast í ein allsheijar mistök í augum pabba. Og hann skellti skuldinni á sjálfan sig af hamslausri heift. Hann krossfesti sjálfan sig. Sálarháski pabba og strangleiki hélt okk- Roskinn geðlæknir leggur sjálfan sig á bekkinn og af- hjúpar leyndarmál langrar lífs- göngu á bók. „Allir eiga sín leyndarmál. Aliar fjölskyldur eiga sín leyndarmál,“ segir Esra S. Pétursson, geðlæknir og sálkönnuður, í ævisögu sinni og eftirþönkum sem ber heitið Sálumessa syndara og er skrifuð af Ingólfí Margeirs- syni rithöfundi. Bókin er gefin út hjá nýstofnaðri bókaútgáfu höfundar, Hrísey, og kemur út í næstu viku. . í Kanada: maría arVTð?a Ió««da ^ ur öllum í heljargreipum. Það létti fyrst yfir heimilinu þegar hann reis um síðir úr rekkju og lagði upp í nýja ferð. Líkt og faðir hans hafði kvatt heimilisfólkið árvisst og haldið til Siglufjarðar til að færa björg í bú kast- aði pabbi kveðju á okkur og hvarf út í óviss- una. Og líkt og faðir minn hafði ungur tekið við hlutverki bóndans er afi hvarf yfir heið- ina var ég nú gerður að húsbóndanum á heimilinu og varð að eins konar staðgengli heimilisföðurins. Sá sem valdið hafði. Þegar fjölskylda Esra sneri aftur til ís- lands Alþingisárið 1930, gekk faðir hans af aðventistatrúnni. Esra missti alla guðstrú um tíma, gerðist svallsamur á menntaskóla- og háskólaárum og stundaði hljóðfæraleik og söng jafnframt námi með hljómsveitum Carl Billichs og Bjarna Böðvarssonar og fleirum. í stríðsbyrjun giftist Esra Ástu Einarsdóttur og eignuðust þau sjö syni með tímanum. í byrjun gekk hjónabandið vel en fljótlega reyndi á þolgæði Ástu þegar bera tók á fram- hjáhaldi Esra. Með árunum átti Esra eftir að eignast tvö börn utan hjónabands, með tveimur konum. í bókinni staldrar Esra mjög við framhjáhald og brýtur eðli þess og afleið- ingar til mergjar með sterkri skírskotun til eigin reynslu. Hann segir einnig frá því að framhjáhald maka geti leitt til óvæntra at- burða eins og eftirfarandi kaflabrot sýnir þegarEsra ogÁsta voru læknishjón á Kirkju- bæjarklaustri á fimmta áratugnum: ESRA S. Pétursson í dag: „Sem læknir hef ég helgað stóran hluta ævi minnar hinum sjúku; linað þjáningar þeirra, hlúð að líkama þeirra og sálu og reynt að gera þeim lífið bæri- legra. A sama tíma hef ég oftsinnis gleymt eiginkonu minni, börnum og öðrum nákomnum; ítrekað valdið þeim kvíða, sorg og þjáningu með háttalagi mínu. Ég hef rannsakað líf mitt til að fá svör við endalausum spurningum sem á mig hafa leitað. Ég hef skoðað og endurskoðað. Ég hef haft þanka, bakþanka og eftirþanka. Og svo er enn í dag - á degi hverjum." Það gerði fimbulvetur, fossinn lagðist í klakabönd og virkjunin hætti að framleiða rafmagn. ískuldi ríkti í húsinu. Við sátum kappklædd með teppi á herðunum og norpuðum í kringum prímuslampa í eldhús- inu til að halda á okkur hita. í ofanálag við kuldann bættust löng tíma- bil þar sem lítið var um útköll hjá mér og ekkert fyrir neitt okkar að hafast að. Þetta ástand setti okkur öll úr jafnvægi. Kannski það hafi verið þessar kringumstæður sem brutu gömlu máli farveg upp á yfirborðið að nýju. Ég hafði fundið kort til eiginkonu minnar frá vélstjóranum sem sigldi yfir Atlantshaf- ið með Ástu forðum og fór að gruna að upphafleg frásögn hennar af siglingunni til Bandaríkjanna um árið hefði kannski getað átt við meiri rök að styðjast en mig hafði grunað. Eitt sinn er við vorum nýkomin heim úr teiti í sveitinni hafði Ásta fengið sér einu glasi of mikið. Hún var hávær og í upp- námi. Ég bar upp á hana kortið frá vél- stjóranum; hefði hún ekki verið fullfljót að draga játningu um framhjáhald til baka? Áður en varði hafði hún misst út úr sér að hún hefði átt ástarævintýri með honum um borð í skipinu þegar hún sigldi með dreng- ina okkar til fundar við mig í Bandaríkjun- um. Hún viðurkenndi að hún hefði verið skelfingu lostin vegna þess að tíðirnar létu standa á sér í þrjár til fjórar vikur eftir að hún kom af skipsfjöl. Hún óttaðist að vél- stjórinn hefði barnað sig. Nótt eftir nótt hefði hún legið við hlið mér í rúminu í nýju landi, óörugg og angistarfull, böðuð köldum svita. Loks eftir stigvaxandi angist höfðu blæðingar hafist að nýju, í þetta skipti í óvenjumiklum mæli. Þegar Ásta sagði mér frá þessu fjögurra ára gamla leyndarmáli varð hún stjórnlaus; það var engu líkara en atburðurinn hefði gerst í gær. Hún hafði borið þetta atvik djúpt í sálu sinni, greypt það innra með sér og þar hafði það kraumað og ólgað. Loksins hafði stíflan brostið. Áköf frásögn Ástu blandaðist afsökun jafnt sem réttlætingu. Hún væri vön miklu kynlífi í okkar hjónabandi og þegar ég hefði verið horfinn á braut hefði hún verið að- gengilegri en ella. Hún hefði líka verið mið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.