Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTONLIST ILIÐINNI viku kom út breiðskífa Bubba Morthens sem hann kallar Trúir þú á engla? Bubbi segir að fjölmargir séu að yrkja á plötunni fleiri en hann og á þá við hljóðfæraleikarana Eyþór Gunnarsson og Guðmund Pétursson, en fjölmargir fleiri koma að plötunni. Aðspurður segir Bubbi svo frá plötunni: „Upphafslag plötunnar og titillag er í raun um syndafyrir- gefninguna. Englar finnst mér vera flott concept, ég trúi á engla, en kannski ekki á þá engla sem mér var innrætt í æsku. Ástandið í veröldinni er reyndar þannig að það virðist mikill skortur á englum. í textanum er meðal annars sagt frá gömlu fólki og börðum konum á bar sem lifa í þeirri von að það sé ein- hverskonar syndaaflausn og betra líf til, bíða eftir englum sem ekki koma. Við vatnið er lag sem hefði getað farið á Lífið er Ijúft, stingur kannski eilítiðí stúf á plötunni. í því eru foreldrar mínir og bræður, ég, kon- an mín og bömin, Tolli og börnin hans, Arthúr, bróð- ir minn og barnið hans, Allan og bamið hans, Beggi og börnin hans; sumarbústaðurinn við vatnið í Kjósinni og myndir frá þeim stað og ákveðnum stað fyr- ir ofan hann. Þetta er mjög persónuleg mynd, en þó ekki þannig að aðrir geti ekki nálgast hana. Leiðin liggur ekki heim er dauðastund ákveðinnar manneskju sem mér þótti vænt um. Þar koma englar aftur fyrir; ég segi „Við sjónar- hringinn bácur bíður“, það er fljótið og ferjumaðurinn Karon og síðan ertu tilbúinn að fara um borð, en þar koma heldur ekki englar til að lið- sinna manneskju sem er að deyja. í textanum togast á í mér trúin og efinn. Syndir feðranna varð til vegna æskuvinar míns sem situr inni fyrir þá ógæfu að hafa orðið tveimur mönn- um að bana. Um leið er lagið trúarlegs eðlis líka, því það er einhverskonar fyrirgefning í gangi. Það var mjög erfitt að gera þetta lag, en mér fannst ég þurfa að segja þetta og var afskaplega ánægður þegar ég e^t'r Inw var búinn með það. Ég hef séð þess getið að einhverj- Matthiasson um fannst lagið væmið, en það er vísast vegna þess að textinn er erfiður og fjallar um erfiðar tilfinningar. Einn dag í einu fjallar um að lifa bara í deginum í dag. Lagið segir frá pari sem farið hefur í gegnum einhverjar hörmungar og komist yfir þær, sérstaklega karlinn. Heiti lagsins er frasi sem þekkist í ákveðnum hópi í þjóðfélaginu og þúsundir manna á Islandi þekkja, einn dag í einu, og í og með er ég að fjalla um sjálfan mig. Ég geri það oft í lögum að syngja um sjálfan mig í þriðju persónu eða ég er að ávarpa sjálfan mig og það er ég að gera í þessu lagi, sem mér finnst reyndar mjög vel heppnað. a Hulduþulan er ástartexti saminn í apríllok, fyrstu sólardag- ana; ég vaknaði og fór út á altan og það var ekta vor, gróður- angan í lofti og sjávarlykt; mér fannst eins og Brynja hefði far- ið út að ganga í morgunsárið og komið með vorið með sér úr göngunni. Hulda er minn uppáhalds þuluhöfundur og ég vitna óbeint til hennar í heiti lagsins og í textanum sjálfum. Svo er það Barnablúsinn; þar segir frá ákveðnum strák sem ég þekkti í æsku sem aldrei bauð heim til sín. Ég fattaði það ekki fyrr en löngu síðar að það var vegna þess að foreldrar hans voru drykkjumanneskjur. Þetta lag finnst mér kynngi- magnað fyrir það hvemig Guðmundur Pétursson leikur á gítar- inn. Það er klisja að kalla þennan og hinn snilling, en um fáa á það eins vel við og Guðmund; ég held því fram að önnur eins spilamennska hafi ekki heyrst á íslenskri plötu. Ég fæ gæsahúð í hvert skipti sem ég heyri lagið. Böm Guðs varð til þegar ég las minningargrein um stúlku sem hafði haldið mikið upp á mig og um leið ímyndaði ég mér hvemig mér myndi líða ef ég missti eitt af mínum börnum. Lag og texti varð til á fáeinum mínút- um og þeir Eyþór og Guðmundur áttu mikinn þátt í því hvemig það varð, Eyþór hægði á því og Guðmundur bætti Bítlaáhrifum við, enda höldum við báðir mikið upp á Bítlana. Þetta er kannsi sterkasta lagið, en ég hef verið hræddur við að syngja það á tónleikum, því ég hef verið hræddur um að ýfa upp sár einhvers meðal áheyrenda. Ég spilaði lagið fyrir foreldra stúlkunnar í Grafarvogskirkju og þau tóku því svo vel að ég ákvað að setja það á plötuna. Með þér er svar mitt við þeim sem hafa gagnrýnt mig fyrir að syngja um lífið og ástina. Ég skil þær raddir að vissu leyti, því þegar þú ert tví- tugur hugsar þú ekki út í það að þú eigir eftir að verða þrítugur, hvað þá fertugur. Eins og ég segi í textanum: „ég syng um það sem skiptir máli aðeins fyrir mig“ og það er það sem ég hef gert alla tíð. Stóra ástina í líf- inu er hægt að mæra endalaust, eins og þessir ungu popparar og rokkar- ar eiga eftir að skilja síðar. Bóndinn í blokkinni er þula, fyrsta þulan til margra ára á plötu, kannski sú fyrsta framsamda í íslensku poppi. Þula þarf ekki endilega að vera saga frá upphafi til enda, hún getur byggst á stuttum myndum eða sögum sem tengjast hver annarri. Oft er í þulunni tregi eða von, en ég hugsaði með mér að ég gæti sýnt fram á að þuluformið sé ferskt, en mér finnst það eitt magnaðasta form sem við eigum og býður meðal annars upp á góða möguleika til að rappa. I þulunni segi ég frá mann- eskju sem flosnar upp og flytur í blokk. Þar eru engir álfar heldur er þetta ógæfumaður með börn á framfæri, drykkjusjúkur maður. Það var ekki hægt að hafa neitt nema þjóðlegan gítar í laginu og því varð það þannig." FÁAR breiðskífur eru eins rómaðar í íslenskri rokksögu og tvöföld tónleikaplata Magnúsar Þórs Jónssonar, Megasar. Bæði var að tón- leikamir sem á plötunni em þóttu óvenju vel heppnaðir, með val- inn mann í hverju rúmi, og svo hitt að eftir útkomu plötunnar dró Megas sig í hlé um hríð. rög að sjálfsmorði var hljóðrituð á tvennum tónleikum í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð í nóvember 1978 og kom út á vegum Ið- unnar 1979. Upplagið seldist upp á næstu mánuðum og hefur platan ver- ið ófáanleg með öllu þar til nú. Stuðningssveit Megasar, sem hann kallaði Sjálfsmorðssveitina, skipuðu valinkunnir tónlistarmenn. Þar lék Guðmundur Ingólfsson á harmonikku og hljómborð, Björgvin Gíslason á gítar, Láms Grímsson á hyómborð og g að s iálf smorði flautu, Sigurður Karlsson á trommur og Pálmi Gunnarsson á bassa. Upp- töku stýrði Anthony Cook, en Magnús Kjartansson var við takkana. Eins og getið er víir platan tvöföld og er gefin út sem tvöfaldur diskur, og á diskunum er að finna sum þekktustu laga Megasar í bland við lög sem ekki hafa heyrst siðan upplagið þvarr, þar á meðal Ef þú smælar framan í heiminn, Grísalappalísa og Odysseifur snýr aftur, Um ástir og örlög Eyjólfs bónda, Heim, Frægur sigur, Hvellgeiri og Formsatriði var ekki fúllnægt. Skífan gefur plötuna út. H HARALDUR Reynisson hef- ur lengi iðjað sem trúbádúr og sent frá sér plötur. Þær hafa verið upp fullar með lífs- gleði og skemmtan, en fyrir stuttu kom út með honum breiðskífa þar sem kveður nokkuð við annan tón. HARALDUR segist frá- leitt vera í einhveiju þunglyndi þó meiri alvara sé yfir plötunni nýju en síðustu plötum. „Textarnir eru ekki þungir, en þeir eru vissulega dýpri en áður enda er ég að tala um alvarleg mál. Undan- farið hef ég samið mikið af lögum og textum sem hafa hentað best fyrir kassagítar og rödd og þau röðuðust þannig inn á þessa plötu, meðal annars til þess að gera hana heilsteyptari. Ég hef verið þannig alla tíð, ef ég sé eitthvað fyrir mér finnst mér ég verða að skrifa um það texta; byrjaði að semja texta fimmtán ára og hef gert það upp frá því. Oftast verður lagið til um leið, en þegar textinn verður til fýrst er lagið í honum þeg- ar ég fer að skoða hann.“ Haraldur segir að hann hafi ekki ætlað sér að gefa út plötu á árinu, hann hafi farið í hljóð- ver til að taka upp iyrir sjálf- an sig, en þegar hann heyrði afraksturinn ákvað hann að gefa hana út. „Ég var búinn að ákveða það að gefa næst út rólega plötu og kannski er al- vörublærinn þannig til kom- inn. Mér finnst sérstaklega gaman að spila þessi lög, því á bak við hvert þeirra er saga.“ Haraldur segist gera sér grein fyrir því að plötuútgáfa sé ekki vænlegur gróðavegur, en hann gefí plötuna út vegna þess að hann þurfi að segja sitthvað. „Ég stefni vissulega af því að ná inn fyrir kostn- aði, en það er ekki aðalatrið- ið; ég er sáttur við þessa plötu, tónlistina og textana og það hvemig ég er búinn að opna mig; það er ekki hægt að fela sig einn með gítar.“ Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.