Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 ERLENT MORGUNB LAÐIÐ Þjóðarflokkurinn eykur fylgi sitt í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum í Danmörku Minni hægri- sveifla en búist var við Reuters Konunglegt gullbrúðkaup ELÍSABET Englandsdrottning og eiginmaður hennar, Filipus, hertogi af Edinborg, sjást hér koma til hádegisverðar í Guildhall í gær. Hádegis- verðurinn markaði upphafið að hátíðahöldum í tilefni af gullbrúðkaupi þeirra hinn 20. nóvember og að máltíð lokinni hlýddu þau á tónleika sem yngsti sonur þeirra, prins Edward, hafði skipulagt. í dag verður hátíðarathöfn í Westminster Abbey þar sem þau gengu í hjónaband fyrir 50 árum og er mikill Qöldi konungborinna kominn til London til að vera við athöfn- ina. Að henni lokinni mun drottningin ganga út á meðal þegnanna og er það Iiður í viðleitni konungsfjölskyldunn- ar til að nálgast alþýðu lands- ins. Frakkland Fjárlaga- halli minnkaður FRANSKA ríkisstjómin sam- þykkti í gær breytingar á fjárlögum ársins í ár í því skyni að tryggja að landið uppfylli hin efna- hagslegu skilyrði sem sett eru fyrir stofnaðild að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu, EMU. Með breytingunni lækkar fjár- lagahalli ársins í 270,7 milljónir franka úr 284,8 milljónum, sem gert hafði verið ráð fyrir í fjárlögum ársins, en þau voru verk fyrri ríkisstjómar sem fór frá í júní sl. Fjárlagahalli franska ríkis- sjóðsins sem hlutfall af þjóðartekj- um verður þannig 3,1% í ár, að sögn Christians Sautters, fjárlaga- ráðherra. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. HÆGRIBYLGJAN í dönsku bæjar- og sveitarstjómarkosning- unum varð ekki jafnmikil og skoðanakannanir höfðu spáð um hríð. Danski þjóðarflokkurinn jók fylgi sitt á landsvísu um rúm fjögur prósent, Venstre, flokkur Uffe Ellemann-Jensens, missti um tvö prósent og Jafnaðarmannaflokkur- inn og Sósíah'ski þjóðarflokkurinn misstu hvor um sig rúmt prósent miðað við síðustu kosningar. Jafnaðarmannaflokkurinn getur hins vegar haft áhyggjur af að hann hefur engin tök í yngsta aldurs- flokki kjósenda, sem annaðhvort kjósa hinn frjálslynda Venstre eða Einingarlistann, sem er yst til vinstri. Pia Kjærsgaard, formaður Danska þjóðarflokksins, var sigur- hreif á kosningakvöldið, þar sem flokkurinn er ekki lengur aðeins bundinn við stærstu borgir og bæi, heldur hefur náð fótfestu víðast hvar um landið. Hluti af fylgisaukn- ingu hans er fenginn frá Framfara- flokknum, sem Mogens Glistrup stofnaði á sínum tíma, en þjóðarflokkurinn er klofningsflokk- ur frá Framfaraflokknum og á góðri leið með að taka við hlutverki hans. Kjærsgaard segir sigur flokksins glöggan vitnisburð um áhyggjur Dana yfir innflytjendum. Hún von- ast nú eftir kosningum sem fyrst, því hún túlkar það sem svo að upp- sveifla flokksins nú sé aðeins daufur endurómur af því, sem flokkurinn gæti fengið í þingkosningum. Ymsir hafa rýnt í niðurstöður kosninganna til að átta sig á áhrifl um útlendingaumræðunnar. I útbæjum Kaupmannahafnar, þar sem margir útlendingar búa, fékk Danski þjóðarflokkurinn víða um tíu prósent. Sama mynstur þekkist í öðrum löndum, þar sem útlendinga- andstöðuflokkar hafa komið upp, til dæmis í Frakklandi. En í öllum þessum bæjum eru borgarstjórarn- ir jafnaðarmenn, sem hafa talað mjög gegn útlendingum. Af því draga margir þá ályktun að þeir hafi kynt undir fylgi þjóðarflokksins og um leið hrakið frá sér útlend- inga, sem hafa stutt jafnaðarmenn í þessum bæjum hingað til og eigi því sök á fylgistapi flokksins um leið. Poul Nyrup Rasmussen forsætis- ráðherra gaf til kynna að stjórnin myndi halda áfram að herða á regl- um gagnvart útlendingum, en í ljósi þessara niðurstaðna er það hugsan- lega ekki heppilegt svar við fram- gangi Danska þjóðarflokksins. í Kaupmannahöfn hefur Jafnaðarmannaflokkurinn ríkt með Sósíalíska þjóðarflokknum, en miss- ir þann meirihluta og þótt hann sé enn stærsti flokkurinn þarf hann að sækja sér stuðning meðal annarra flokka nú ef Jens Kramer Michel- sen borgarstjóri á að halda velli. Samningaviðræður um framvind- una í Kaupmannahöfn og skipting fagborgarstjóraembætta milli flokka munu væntanlega taka nokkra daga. í kosningunum voru þijú stór mál uppi í borginni: Fram- tíð nýju strætisvagnabyggingarinn- ar á Ráðhústorginu, viðbygging við Konunglega leikhúsið og lokun „Kommunehospitalet“, sem er öldr- unardeild. Með þeim meirihluta sem nú er að myndast virðist stuðningur við að rífa strætisvagna- bygginguna, byggja ekki við leikhúsið og halda rekstri spítalans áfram. Sveiflusjóðir 5tað gengisfellinga Hclsingfors. Morgnnblaöið. FINNSK stéttarfélög og vinnu- veitendur sömdu á mánudaginn um sjóðakerfí sem á að draga úr neikvæðum efnahagssveifl- um ef Finnar gerast aðilar að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Sjóðir þessir eiga að vega það upp að ekki verður lengur unnt að fella gengi til þess að efla samkeppnisstöðu útflutn- ingsiðnaðar. EVRÓPAt Fulltrúar fínnska alþýðusam- bandsins töldu á þriðjudaginn að sjóðakerfíð gæti samsvarað allt að tíu prósenta gengisfellingu. Með samkomu- laginu þykja stéttarfélögin hafa fallist á þá stefnu ríkis- stjórnarinnar að Finnar verði meðal fyrstu þjóða í EMU. Almenningur mun lítið verða var við sjóðakerfíð. í sjóðina munu renna ýmis launatengd gjöid sem voru sett á þegar efna- hagskreppan stóð sem hæst i byrjun áratugsins. Þá urðu þeir sem höfðu vinnu að borga nokk- ur prósent af tekjum sinum í tryggingagjald til að standa und- ir atvinnuleysisbótum og lífeyris- greiðslum. Til stóð að leggja þetta kerfí niður en nú munu peningarnir hins vegar tryggja framkvæmd EMU í Finnlandi. Ef áætlanir standast mun sjóðakerfíð vera fullbúið árið 2004 en þá eiga rúmir 7,5 millj- arðar fínnskra marka að vera í sjóðunum. Wei heitir frekari baráttu KÍNVERSKI andófsmaður- inn Wei Jings- heng verður útskrifaður af bandarísku sjúkrahúsi í dag en hann var látinn laus í Peking sl. laugardag til að geta leitað sér lækninga á Vesturlöndum. Hann mun ræða við fréttamenn í New York á morgun en í samtali við fréttamann Newsweek á leið til Bandaríkjanna sagðist hann myndu halda áfram baráttu sinni fyrir auknum lýðréttind- um í Kína. í samtalinu lofaði hann efnahagsumbætur Dengs Xiaopings leiðtoga Kína en gagnrýndi hann fyrir einræðis- lega stjómarhætti. Wei sagðist efíns um að Jiang Zemin hefði festu til að koma á umbótum, hann hefði verið lengi við völd en ekki sýnt neina staðfestu. Tveir líflátnir í Illinois TVEIR menn, 42 og 45 ára, voru líflátnir með tæprar klukkustundar millibili í State- ville-fangelsinu skammt frá Joliet í Illinoisríki í fyrrinótt með banvænni lyfjagjöf. Ann- ar þeirra myrti tvo menn er hann rændi skartgripaverslun í útborg Chicago 1980 og hinn kæfði 9 ára dreng í kynferðis- legri árás í sömu borg árið 1977. Mannskæð bílsprengja BÍLSPRENGJA sprakk í borginni Hyderabad á Ind- landi í gær og biðu a.m.k. 22 bana. Um 20 til viðbótar slös- uðust. Sprengjan var falin í jeppabifreið sjónvarpsstöðvar og var hún sprengd með fjarstýringu er bifreiðin stóð fyrir utan myndver. Grunur leikur á að uppreisnarmenn úr útlægum maóistasamtökum hafi verið að verki. Alnæmi mest á Indlandi INDLAND er á góðri leið með að verða helstu upptök alnæmissjúkdómsins, að sögn Bamahjálpar Sameinuðu þjóð- anna. Um það bil 400 þúsund vannærð götubörn í Nýju Del- hí, Kalkútta, Bombay og Ma- dras eru í meiri hættu að verða sjúkdómnum að bráð en nokkrum öðrum. Að sögn sér- fræðinga eru milli þrjár og fimm milljónir Indverja sýktar af alnæmi eða miklu fleiri en í nokkru öðru ríki jarðarinnar. Strandaði með flóttamenn SKIP með um 400 ólöglega inn- flytjendur innanborðs strand- aði skammt frá Monasterace á suðurströnd Ítalíu í gær og voru skipbrotsmenn fluttir til vistunar í bráðabirgðaskýlum. Skipið lagði úr höfn í Istanbúl í síðustu viku og voru um 100 flóttamanna Kúrdar en hinir frá Pakistan, Bangladesh og Sri Lanka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.