Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.11.1997, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Smáfólk And so,Andyand Olaf set off once agaín to find their brother Spike. This time,however, I províded them wíth an experienced guide to show them the way. Og Kátur og Lubbi lögðu Að þessu sinni sá ég þeim þó aftur af stað til að finna Sám fyrir reyndum leiðsögumanni bróður sinn. til að vísa þeim veginn. BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylgavik • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 „Aðeins smekksatriði“ Frá Finni Þór Vilhjálmssyni: SÍÐAST liðinn laugardag birtist í dálki þessum pistill frá reiðri konu undir hinni óræðu fyrirsögn „Hvert erum við eiginlega að fara?“. Til- gangur skrifa þessara er þó annar en að svara þeirri heimspekilegu spurningu enda væri það óhjá- kvæmilega verkefni fróðari og víð- lesnari manna en undirritaðs. Grein þessi fjallaði í stuttu máli um ógeð og vandlætingu téðrar Elín- ar er hún „í ógáti“ stillti sjónvarpið sitt á Stöð tvö meðan hún beið eftir dagskrárliðnum Stöðvarvík í Ríkis- sjónvarpinu. Til þess að það fari ekki á milli mála skal upplýst hér og nú að það sem er á dagskrá á þessum tíma á Stöð tvö og olli Elínu þvílíkum viðbjóði er þátturinn Fóst- bræður þar sem ungir leikarar og skemmtikraftar fara með gaman- mál. Það fannst Elínu Skeggjadóttur heldur betur grátt gaman og fer hún hamförum í pistli sínum, talandi um vesalinga sem séu subbulegir í munninum, ósóma, óskapnað, sorp, óvirðingu við áskrifendur og skort á sjálfsvirðingu. Síðan klikkir hún út með að gefa fólkinu á Stöð tvö skömm í hattinn og segir upp áskrift sinni í sömu andrá. í pistlinum kemur, eins og áður sagði, fram að þessi ágæta kona hafi verið að bíða eftir Stöðvarmönn- um á Stöð 1 og má því glögglega sjá hvorn dagskrárliðinn hún kýs sér til skemmtunar og andlegrar upp- lyftingar á laugardagskvöldi. Ég vil benda Elínu á það að til er fólk sem hefur annan smekk og (sem betur fer) aðra kímnigáfu en hún og tekur nýjum og ferskum þætti, líkt og Fóstbræðrum, fagn- andi. Og án þess að ég ætli að fara út í neinn samanburð á þessum tveimur ágætu þáttum vil ég geta þess að ekki hafa allir jafngaman að útvötnuðum pólítískum bröndur- um, langdregnum söngatriðum með mismeitluðum textum og, síðast en ekki síst, sömu persónunum með nánast sömu brandarana ár eftir ár eftir ár. Hér er einfaldlega um mis- munandi smekk að ræða og að því er ég best veit hefur tilhneigingin hingað til verið sú að iáta fólk í friði með það sem því persónulega þykir skemmtilegt svo lengi sem það kem- ur ekki niður á öðrum. Enda ætla ég fráleitt að vera að amast við því að þeir sem það vilja hlægi sig mátt- lausa yfir hinum skuggalega Stalín Ræner, teprulega hárgreiðslumann- inum, fúllynda sjoppueigandanum og öllum hinum kostulegu karakter- unum í Stöðvarvíkinni. Ég leyfí mér einnig að ætlast til þess að það sé látið átölulaust þó ég og fjölmargir aðrir gerum það ekki og horfum frekar á öllu svartari og oft ýkjukenndari þætti Fóstbræðra. Eigi Elín svo bágt með að þola það að sá valkostur sé í boði bið ég hana einfaldlega að hafa í huga hin gömlu og gildu sannindi: „Lítið kætir litla sál“. Vona ég að það veiti henni einhveija huggun og frekari fullvissu um það að hennar skilgreining á „gríni“ sé hin eina sanna. Hún og aðrir sem deila hennar skoðun verða einnig að sætta sig við að einstakir liðir í dagskrá sjónvarps- stöðva séu ekki alltaf þeim að skapi. Og þar er Stöð tvö að sjálfsögðu ekkert einsdæmi. Ég minnist þess til dæmis ekki að hafa heyrt eða séð eitt né neitt frá Elínu eða nokkrum öðrum varðandi það þegar Steinn Ármann Magnússon sást alls nakinn með gúmmíhanska á höfðinu í þætt- inum Radíus sem Ríkissjónvarpið sýndi hér um árið. Ég legg til að Elín Skeggjadóttir hafí ekki stillt á Stöð tvö milli klukk- an 20.40 og 21.15 á laugardags- kvöldum en leyfí öðrum að hafa sína hentisemi. FINNUR ÞÓR VILHJÁLMSSON 18 ára, menntaskólanemi, Brúnavegi 4, Reykjavík. Misskilningnr Ama Matthíassonar Frá Kjartani Vilhjálmssyni og Davíð Haukssyni: VIÐ sjáum okkur því miður knúna til að árétta efni greinar okkar sem birtist í blaðinu 13. nóv. Okkur sýnist nefnilega á svari Áma Matthíassonar að efni hennar hafi ekki komist alveg nógu vel til skila. Sennilega er þar um að kenna fákunnáttu okkar í meðferð ritaðs máls. Okkar tilgangur með greininni var ekki að benda á að plata Maus væri léleg, enda undarlegt hvemig Áma tekst að lesa það úr grein okkar (hér verðum við að vísa til áðumefndrar fákunnáttu). Tilgangurinn var ekki heldur að rægja Árna sem gagnrýn- anda eða persónu, eða ráðast á skoð- anir hans. Við efumst ekki um að plötugagnrýni Áma hafí verið vel ígrunduð. Tilgangurinn var að benda á eft- irfarandi: Tilfelli þar sem sami maður tekur viðtal við hljómsveit, gefur plötu hennar framúrskarandi dóma og fær þar að auki sérstakar þakkir í um- slagi plötunnar, em til þess fallin að draga úr trúverðugleika gagnrýninn- ar. Það skiptir ekki máli hvers vegna Áma er þakkað á plötunni, sú stað- reynd gerir það bara að verkum að hyggilegra væri að láta einhvem ann- an dæma plötuna, þó ekki væri nema bara vegna faglegra sjónarmiða. Sá háttur sem hafður var á er hins vegar ósanngjam gagnvart Maus, öðrum hljómsveitum og lesendum Morgunblaðsins. Útúrsnúningur um Noel Gallagher og Bono breytir þar engu um. Að lokum viljum við þakka Maus fyrir skemmtilega útgáfutónleika í Þjóleikhúskjallaranum. Með vinsemd og virðingu, KJARTAN VILHJÁLMSSON, Hvassaleiti 28. DAVÍÐ HAUKSSON, Stuðlaseli 29 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt I upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtinear teliast sambvkkia betta. ef ekki fvleir fvrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.