Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 VIKAN 23/11-29/11. Nýr biskup KÖNNUN sem unnin var fyrir Byggðastofnun sýnir að fóik sem flutti til höfuð- borgarsvæðisins frá lands- byggðinni árin 1992-1996 teiur að búsetuskilyrði sín hafi batnað. Þau atriði sem mestu máli skiptu varðandi flutninga voru húsnæðis- mál, menning og afþreying, samgöngumál og verslun og þjónusta. VIÐSKIPTA- og iðnaðar- ráðherra telur Skagafjörð besta staðinn fyrir olíu- hreinsunarstöð hér á landi. Breskt fyrirtæki hefur áhuga á að reisa slika stöð og stendur nú yfir forat- hugun sem ljúka á í janúar. HERRA Ólafur Skúlason biskup ís- lands, vígði eftirmann sinn, séra Kari Sigurbjömsson, í Hallgríms- kirkju sl. sunnudag að við- stöddu fjölmenni. Nýr bisk- up tekur við um næstu áramót og verður fyrsta emb- ættisverk hans að messa í Dómkirkj- unni á nýársdag. í viðtali við Morgun- blaðið sagði hann hollt á þessum tímamótum að fram færi úttekt á fjármálum og stjórnsýslu kirkju- stjómarinnar. Bæjarstjóri hættir ÚTLIT er fyrir að þjónusta við sjúklinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Landspit- ala versni um mánaðamótin þar sem þá koma til fram- kvæmda ákvæði vinnutíma- tilskipunar ESB sem þýðir að unglæknar draga mjög úr yfirvinnu. SJÁVARÚTVEGSRÁÐ- HERRA hefur boðað laga- frumvarp þar sem afskrift- ir aflaheimilda yrðu bannaðar. EFTIR að bæjarstjóm ísafjarðarbæj- ar hafnaði á miðvikudag kaupum á frystihúsi Norðurtangans fyrir grunnskóla sagði bæjarstjórinn upp starfi sínu. Meirihlutasamstarf Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks féll og þau Magnea Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar, og Þorsteinn Jóhann- esson, formaður bæjarráðs, munu einnig láta af þeim embættum þegar nýr meirihluti tekur við. Mun meiri hiti en í meðalári ÁKVEÐIÐ hefur verið að Þjóðminjasafnið verði til frambúðar i safnahúsinu við Hringbraut í Reykjavík. Stefnt er einnig að þvi að kaupa hús atvinnudeildar Háskólans, skammt frá safninu, og færa þangað skrifstofur safnsins. ERLENDIR flugmenn sem oft eiga leið um Reykjavík- urflugvöll eru farnir að forðast hann vegna þess hversu lélegt ástand hans MUN hærri meðalhiti var í nóvember sem nú er að líða samanborið við nóvember í fýrra og munar þar tæp- um þremur gráðum. Meðalhitinn í ár hefur verið um 3,9 stig en í fyrra var tveggja gráðu frost að meðaltali. Einar Sveinbjömsson veðurfræðingur segir að ástandið í lofthjúpnum hafi verið undarlegt frá því í sumar, lægðagangur hafi verið afbrigðileg- ur. Hann sagði ekki óeðlilegt að slík afbrigði stæðu í tvær til þijár vikur en nú hefði þessi afbrigðilegi kafli staðið frá síðasta sumri. Efnahagsvandinn teygir sig til Japans EFNAHAGSKREPPAN í Asíu teygir nú anga sína til fjármálarisa álfunnar, Japans og Suður-Kóreu. Mikil ólga hefur verið í japönsku fjármálalífi frá )ví Yamaichi, ijórða stærsta verðbréfa- fyrirtæki landsins, var lýst gjaldþrota í byijun vikunnar. f kjölfarið var gert opinbert að Tokuyo-svæðisbankinn væri orðinn gjaldþrota auk þess sem nokkur fjármálafyrirtæki til viðbótar eru talin róa lífróður. Stjórnvöld veittu viðskiptavinum bankans fjárhagsað- stoð en Ryutaro Hashimoto forsætis- ráðherra lýsti því yfir við lok leiðtoga- fundar APEC-ríkjanna að Japanir hefðu ekki bolmagn til að takast á við vandann í fjármálaheimi Suðaustur- Asíu einir síns liðs. í Suður-Kóreu fór Soosan, eitt stærsta fyrirtæki landsins fram á greiðslustöðvun. ►SANNLEIKS- og sátta- nefnd Suður-Afríku hóf í vikunni yfirheyrslur vegna máls Winnie Mandela, fyrr- verandi eiginkonu Nelsons Mandelas forseta. Winnie er sökuð um að hafa myrt 14 ára dreng og átt þátt í a.m.k. 5 morðum til viðbót- ar. Frú Mandela sækist eftir kosningu í embætti varafor- seta Afríska þjóðarráðsins (ANC) og hafa stuðnings- menn hennar ásakað áhrifa- menn um taka mál hennar upp nú til að draga úr mögu- leikum hennar á kosningu. írakar ósamvinnuþýðir ÞRATT FYRIR að bandarískum vopna- eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna hafi verið leyft að snúa aftur til starfa í írak virðist langt frá því að deila ír- aka við SÞ sé til lykta leidd. Opinber fréttastofa íraka greindi frá því á mið- vikudag að vopnaeftirlitsmönnum væri velkomið að skoða hallir Saddams Husseins íraksforseta. Leyfið var hins vegar afturkallað degi slðar auk þess sem írakar hafa neitað að endurnýja samning SÞ um leyfi til að selja olíu fyrir matvælum fyrr en gengið hefur verið frá deilum um bankaábyrgðir og afhendingu matvæla. ►BENJAMIN Netanuahu, forsætisráðherra fsraels, tilkynnti undir lok vikunnar að hann væri reiðubúinn að láta af hendi hluta her- numdu svæðanna ef Palest- ínumenn hertu aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi. lsraelskir harðlinumenn brugðust reiðir við hug- myndum forsætisráðherr- ans og hótuðu nokkrir ráð- herra hans að steypa sljórn- inni ef til framkvæmda þeirra kæmi. Palestínu- menn hafa hins vegar sagt að tilboðið sé langt frá því sem þeir geti fallist á. ► STJÖRN ARKREPPA virðist blasa við á Indlandi eftir að Inder Kumar Gpjral forsætisráðherra baðst Iausnar fyrir minnihluta- stjórn sína á föstudag. Áður hafði Kongressflokkurinn hætt stuðningi sinum við stjórnina að því er talið er að undirlagi stuðnings- manna Soniu Gandhi. FRETTIR Morgunblaðið/Jón Sigurðsson STEFÁN Hólm er ánægður með gæskuna í veðrinu og þakklátur fyrir að fá lengingu á veiðitímabilið. Svínavatn í A-Húnavatnssýslu Á silungsveiðum í byijun jólaföstu Blönduósi. Morgnnblaðið. ÞAÐ vekur óneitanlega athygli þegar sóiin nær aðeins fjórar gráður upp yfir sjóndeildarhring- inn, vika liðin af ýli og aðventan að ganga í garð, að sjá mann vilja um silunganet í Svinavatni. í venjulegu ári er kominn nokk- ur ís á vatnið en fimm fyrstu vik- ur vetrar hafa reynst iandsmönn- um vel í veðurfarslegu tilliti. Þessi veðurgæska veldur því að menn eru að fást við ýmsa hluti utan- dyra sem venjulega eru aflagðir og bíða vorsins. Stefán Hólm á Blönduósi, sem hefur í sautján ár fengist við sil- ungsveiðar í net í Svínavatni, seg- ist aldrei fyrr hafa veitt eins lengi fram á vetur og nú. Vatnið er algjörlega íslaust en í venjulegu ári leggur vatnið um miðjan októ- ber og hefur Stefán þá þurft að hætta veiðum og koma bát sínum í skjól. Að sögn hans er silungur- inn óvenju vænn og aflamagn þokkalegt. íslending-ar geta krafist læknisþjónustu í öðrum ríkjum innan EES ÍSLENDINGAR eiga rétt á því að nýta sér heilbrigðisþjónustu í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og fá kostnaðinn endur- greiddan hér á landi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sem kveðið er á um í reglugerð Evrópusambands- ins (ESB). „Þetta byggist á grein í Evrópu- sambandsreglugerð, sem er hluti af samningnum um Evrópska efnahags- svæðið, og hefur því lagagildi hér á landi," sagði Guðríður Þorsteinsdótt- ir, skrifstofustjóri lögfræðiskrifstofu heilbrigðisráðuneytisins. „í reglu- gerðinni er meðal annars fjallað um nauðsynlegar ferðir til annars ríkis í lækningaskyni og það kemur þar fram að einstaklingur, sem er sjúkra- tryggður hér á landi og hefur heim- ild þar til bærrar stofnunar, geti leit- að sér lækninga í öðru aðildarríki. Stðan segir að einstaklingur eigi rétt á meðferðinni ef hún er hluti af þeirri aðstoð, sem kveðið er á um í löggjöf aðildarríkisins þar sem viðkomandi er búsettur. Ef hann á ekki kost á slíkri meðferð innan eðlilegra tíma- marka í búseturíkinu ef mið er tekið af heilsufarsástandi hans og líklegri framvindu sjúkdóms." Umræða í Svíþjóð Hér er um að ræða grein 22 í reglugerð 1408/71 og hefur hún vakið nokkra umræðu á Norðurlönd- unum, nú síðast í dagblaðinu Svenska Dagbladet í Svíþjóð í upp- hafí þessarar viku. Sænsk nefnd um heilbrigðismál hefur nýlega lagt fram tillögur um að réttindi sjúkl- inga verði treyst og biðtími í heil- brigðiskerfinu verði ekki lengri en þrír mánuðir. Lotta Westerháll, laga- prófessor við viðskiptaháskólann í Gautaborg, skrifaði í Svenska Dag- bladet að nefndin hefði ekki tekið tillit til reglugerðar ESB og gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir sænskt heilbrigðiskerfi vegna þess að sænskur sjúklingur ætti rétt á að leita sömu meðferðar erlendis, sem hann ætti rétt á heima fyrir, á kostnað sænska ríkisins. Guðríður sagði að grein 22 í reglu- gerð 1408/71 væri nokkuð opin og byði því upp á túlkun. „Ef læknisfræðilegt mat er að sjúklingur þurfi meðferð strax eða mjög fljótt og líf hans geti annars verið í hættu fær hann hana auðvitað hér á landi,“ sagði hún. „Síðan eru aðgerðir, sem talið er að geti beðið, en það getur auðvitað verið mikið matsatriði. Og þá vaknar spurningin hver séu eðlileg tímamörk.“ Guðríður sagði að þótt einhver umræða hefði verið um þetta mál í fjölmiðlum hefði ekki komið upp til- felli, sem kalla mætti prófmál. „Það hefur enginn látið reyna á þetta og ég held að það sýni kannski að fólk fái heilbrigðisþjónustu hér innan viðunandi marka,“ sagði hún. „Það sýni að fólk vilji fremur fá heilbrigðisþjónustu sína hér en að fara til útlanda." > 5b & Heimild þarf fyrirfram til að nýta sér ákæðið 13-18 Kveikt ó jólatrénu kl. 14. ► KRINGWN i § l .o^ Hún sagði að til þess að nýta sér þetta ákvæði reglugerðarinnar þyrfti heimild viðkomandi stofnunar, sem hér á landi væri Tryggingastofnun ríkisins. Þá heimild yrði að fá fyrir- fram og viðkomandi yrði að sýna fram á að hann hefði ekki átt kost á meðferð innan eðlilegra tímamarka miðað við heilsufarsástand og líklega framvindu sjúkdóms. Að sögn Guðríðar hefur ekki kom- ið til umræðu að það gæti borgað sig að ýta undir það að sjúklingar leituðu meðferðar erlendis til að létta á biðlistum hér á landi. Enda væru biðlistar í þeim löndum, sem sjúk- lingar vildu líklegast leita til, senni- lega ekki styttri en hér. „Þessi grein mun hafa haft mjög lítil áhrif í nágrannalöndunum," sagði hún. „Þetta er ekki nokkuð, sem fólk hefur verið að nýta sér þar. fe fe l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.