Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ E' [ KKI eru allir á eitt sáttir um til hvaða aðgerða sé vænlegast að grípa til að tryggja að jörðin verði byggileg um ókomna framtíð og sumir líta jafnvel svo á að hækkun hitastigs á jörðinni eigi eftir að hafa gott eitt í för með sér, að lífið verði betra, uppskera verði meiri, fólki eigi eftir að líða betur sökum hlýrra veðurfars og þar fram eftir götunum. Umhverfíssinnar hafa einnig kvatt sér hljóðs og látið í ljós áhyggjur sínar og hvatt til róttækra aðgerða í Kyoto. Snjór er sjaldséður nú til dags Fólk í Tókýó og nágrenni er nú farið að merkja áþreifanlega sönnun þess hvaða áhrif hækkandi hitastig jarðar getur haft á umhverf- ið. Hið dáða íjail Fuji, sem rís 3.776 metra yfír sjávarmál og er vinsælt viðfangsefni ljós- myndara, virðist vera að skipta um ásjónu þar sem gróður fetar sig nú upp fjaliið og klæðir svæði sem áður voru sem eyðimerkur. Snjó- hettan sem vanalega situr á toppi fjallsins er orðin sjaldséðari og gróður er þar einnig farinn að taka við sér. Veðurfræðingar segja skýringuna mjög líklega vera hlýnandi loftslag sem megi rekja til gróðurhúsaáhrifa. „Ég byijaði að fylgjast með fjallinu af áhuga árið 1947,“ segir Tei Takagi, 80 ára, fyrrverandi starfsmaður hjá skógræktarstöðinni í Numazu í Shizu- oka héraði, í nágrenni fjallsins. „Um þetta leyti, í október og nóvember fyrir fimmtíu árum, var toppur fjalls- ins vanalega hulinn tveggja metra þykkum snjó og hægt var að renna sér á skíðum niður brekkurnar." Nú segir hann snjóinn hins vegar vart sjáanlegan, jafnvel á blátoppi fjallsins. Undir orð Tagakis tekur Minoru Endo, 59 ára líffræðikennari við Numazu Nishi framhaldsskólann en hann hefur rannsakað ýmis um- hverfisspjöll og breytingar á Fuji á síðustu árum. „Vanalega settist snjór á toppinn um 7 sinnum á ári en nú getum við talist heppin ef það snjóar einu sinni svo heitið geti.“ Á Hoeikako hryggnum, sem er í miðjum hlíðum eldfjallsins, hefur plöntugróður gert sig heimakominn þar sem snjórinn er ekki lengur fyrir hendi. „Fyrir 40 árum var þetta svæði, sem er 2.450 metra yfír sjávarmáli, eins o g eyðimörk, þar var aðeins brúnn sandur en nú er þar alit þakið gróðri yfír sumarmánuðina," segirTagaki. Þeir eru báðir sammála um að ástæðu þessa megi rekja til hækkandi hitastigs á jörðinni, það hækkar sam- fara breýtingum á lofthjúpi jarðar sem þykknar sökum útblásturs svokallaðra gróðurhúsalofttegunda. „Þetta er sönnun þess hvað getur gerst og fólk getur séð það með berum augum," sagði Endo. Fuji-eldfjallið rís á mörkum Shizu- oka og Yamanashi héraða og hefur ekki gosið síðan árið 1707. „I upp- byggingunni eftir seinni heimsstyij- öldina hugsaði fólk ekki um hvað það var að gera umhverfinu," segir Tag- aki og á þar við framleiðslu á raf- magni, bílanotkun, húshitun og orku- stöðvar sem ýta undir bruna á óend- umýjanlegum orkugjöfum sem valda gróðurhúsaáhrifum. Talið er að hitastig jarðar hækki um 3,5 gráður fram til ársins 2100 miðað við núverandi þróun. Þetta mun breyta veðurkerfum, leiða til hækkun- ar sjávarborðs og breyta vistkerfum eins og við þekkjum þau í dag, sam- kvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Fulltrúi frá veðurrannsóknarstöð- inni, sem er átoppi fjallsins, segir að hitinn fari ótvírætt hækkandi. Meðal- hiti á toppi fjallsins í nóvember á síð- asta ári var -8,3 gráður á celsíus en fyrir fimmtíu árum var hitinn -10,7 gráður að sögn fulltrúans. Talið er að um 30.000 manns gangi upp fjallið á hinu opinbera klifurtíma- biliíjúlíogágúst. Endo og Tagaki vonast eftir að útkoman úr væntanlegum fundi í Kyoto í byijun desember verði lofts- laginu í hag. Þeir óttast að breytt veðurfar hafi áhrif á landbúnað, upp- skeru og matarframleiðslu í Japan og vona að ber tindur Fuji verði fólki víti til vamaðar. „Það er hálfsorglegt að hugsa til þess að þurfa að venjast því að horfa á Fuji snjólaust og algrænt." Lífskjör versna með minni útblæstri En hvað gerist ef samþykkt verður í Kyoto að gera bindandi samning um minnkun útblást- urs gróðurhúsalofttegunda? Ljóst er að það er ekki síst hinn almenni borgari sem verður að taka á sig ábyrgð og draga saman seglin. í nýlegri grein sinni í Japan Times skrifar Thom- Jörðin hitnar og Fuji bráðnar Mikið er rætt og ritað í Japan þessa dagana um væntan- lega ráðstefnu um loftslagsbreytingar sem fram fer í japönsku borginni Kyoto í byrjun desember. Þóroddur Bjamason kynnti sér það helsta sem ritað hefur veríð og segír frá því hvemig hitinn er sagður farínn að bræða þjóðarstolt Japana, Fuji eldfjallið. cV'< Presslink FUJI-fjall gnæfir yfir umhverfi sitt og sést hér frá kappreiðabraut Tókýó-borgar. Japanir óttast að tindur fjallsins verði ekki snævi þakinn I framtíðinni vegna hlýnandi loftslags. það allt eins gerst að fyrirtæki í Japan flytji framleiðslu sína til þróunarríkja sem hugsanlega þurfi ekki að hlíta sömu losunarskerðingu og önnur ríki. „Rétt hjá Japan eru lönd eins og til dæmis Kórea og Kína, sem bæði myndu taka japönskum fyrirtækjum fagnandi." Þessari ábendingu greinarhöfundar er vissu- lega óhætt að taka mark á enda hafa svipuð sjónarmið komið fram í máli margra annarra sem tjá sig um málið. Utblásturinn færist að- eins á milli landa í stað þess að minnka, verði þróunarríkjunum ekki gert að hemja útblásturs- aukningu sína. Moore segir að lokum að í raun telji hann að gróðurhúsaáhrif, sem þýða hlýrra veðurfar, séu einungis góðar fréttir fyrir Japani ogjarð- arbúa alla. „Flestir Japanir og Bandaríkjamenn munu annaðhvort græða á hækkun hitastigs eða hún mun engin áhrif hafa á þá. „Mínar eigin rannsóknir sýna að fólk muni verða hraust- ara, lifa lengur og njóta lífsins betur í hlýrra loftslagi. Fjöldaframleiðsla mun ekki verða fyr- ir neikvæðum áhrifum af hlýnuninni, það verð- ur minni ís og snjór og færri slæm vetrarveður munu gera ferðalög auðveidari og veið- ar á höfunum öruggari. Hitakostnaður yfír vetrarmánuði mun minnka, öll ræktun verður meiri og mun færa neytendum og framleiðendum gæfu og góðæri.“ Það eru þó fæstir á sömu skoðun og þessi vísindamaður enda virðist greining hans byggjast á skammsýni og ekki vera í takt við niðurstöður og spár vísindamanna almennt. Stephen Hesse segir, í nýlegri grein sinni í Jap- an Times, frá fólki í Kansai sem skip- ar samtökin „Hópur 21“, en þau hrintu af stað póstkortaherferð sem hefur það að markmiði að gera fólk um allan heim meðvitaðra um hvað er að gerast í lofthjúpi jarðar. Hópurinn hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að senda póstkort til samtakanna fyrir ráðstefnuna í Kyoto. Hópurinn leggur til póstkort sem á stendur: Ég styð 20% skerðingu á út- blæstri kolefna fyrir árið 2005. Nálgast má upplýsingar um hópinn á heimasíðu hans, http://web.kyoto- inet.or.jp/org/s-world/cop3/ index.html. Stjómendur samtakanna vonasttil að safna um einni milljón nafna áður en ráðstefnan byijar en við setninguna mun 21 ungmenni færa ráðstefnunni póstkortin. í hópnum verða böm, allt frá reifabörnum til ungmenna 21 árs, frá 21 þjóð. Með framtaki sínu ætla samtökin að minna ráðstefnugesti og samningamenn í Kyoto á hvað er í húfí fyrir komandi kynslóðir. Samningamenn ættu að hafa í huga sögu af indíánaþjóðflokki í Norður- Ameríku sem sagður er hafa tekið ákvarðanir fyrir samfélagið með af- komu næstu sjö kynslóða í huga. Áður en ákvörðun var tekin hugleiddu öld- ungamir hver áhrif hugsanleg ákvörð- un þeirra myndi hafa á ófædd böm þjóðflokksins og reyndu að gera ekk- ert sem gæti haft slæm áhrif á næstu sjö kynslóðir. Vantar samstöðu í baráttuna Víst er að ýmsir umhverfísvemdar- hópar, jafnt japanskir sem alþjóðlegir, munu fara til Kyoto og dvelja þar á meðan ráðstefnan stendur yfír. í Ky- oto búa reyndar margir þekktir um- hverfissinnar og þar á meðal einn þekktasti umhverfissinninn í Japan, Bandaríkjamaðurinn David Kubiak, sem hefur látið umhverfísmál og mann- réttindi til sín taka um árabil. Hann er kunnur fyrir skrif sin í dagblaðið Kyoto Joumal en hann hefur búið í Kyoto í 17 ár. Hann er hræddur um að ráðstefnan sé á góðri leið með að snúast upp í dæmigerða japanska há- tíð, þar sem ýmsir hópar umhverfis- sinna og annarra óopinberra hags- munahópa muni koma til Kyoto í þeim tilgangi fyrst og fremst að ná athygli fjölmiðla og koma málum sínum á framfæri, hvort sem þar er um að ræða skógareyðingu, kjamorkumál eða hvalveiðar. Muni slíkir hópar leggja mest upp úr því að ná inn smáklausum um „sín mál“ í lokasáttmálann. as Gale Moore, frá Hoover stofnuninni við Stan- ford-háskóla í Bandaríkjunum, um hveiju jap- anskur almenningur gæti staðið frammi fyrir. „Raforka verður dýrari; orkufrek framleiðslu- fyrirtæki gætu orðið undir í samkeppninni við sambærileg fyrirtæki í löndum sem teljast til þróunarlanda, svo sem Kína, Suður-Kóreu, Tævan og Indlandi, sem margir telja að eigi ekki að þurfa að draga úr utblæstri líkt og önnur ríki; og útflutningur á japönskum bflum, vélum og fleiru mun dragast saman,“ segir hann í grein sinni. Hann heldur áfram ogtalar um að þótt kjarnorkuver sinni stórum hluta af orkuþörf Japana, þá hafí olíuknúin orkuver mest að segja um raforkuverð til neytenda. „Þau fyrirtæki munu þurfa að borga hærra verð fyrir olíuna sem þau þarfnast sem neyðir þau aftur á móti til að hækka verð á raforku til neytenda. Bensín og disilolía munu hækka mikið í verði og hafa þannig áhrif á verð alls þess varnings sem hinn dæmigerði japanski neytandi þarfnast," segir Moore. Hann bendir einnig á að ef ákveðið verður að draga umtals- vert úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda geti Regnhlífasamtök þessara hópa heita Kiko Forum og eru 200 hópar og sam- tök innan vébanda þeirra. Kubiak ef- ast um gagnsemi þeirra. Vanalega lætur hver hópur sig einungis eitt málefni varða og fáir eiga í samvinnu. Þeir eru því í sam- keppni um að koma sínum málum að. Kubiak segist óttast að niðurskurðurinn, sem samið verði um, verði svo lítill að litlu máli eigi eftir að skipta fyrir umhverfið. Einnig furðar hann sig á hve lítið er talað um og hvatt til rann- sókna á nýjum endurnýjanlegum orkugjöfum í Japan. „Sumir segja að svarið sé sólarorkan," segir Kubiak, „en í Bandaríkjunum til dæmis hefur notkun á sólarorku dregist saman um helming undanfarinn áratug."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.