Morgunblaðið - 20.12.1997, Síða 10

Morgunblaðið - 20.12.1997, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Meirihluti fjárlaganefndar reiknar með að tekjur ríkissjóðs vaxi minna 1998 en í ár Stefnt að 154 milljóna afgangi á fjárlögum EKKI er gert ráð fyrir að tekjur rík- issjóðs aukist jafnmikið á næsta ári og á þessu ári. Jón Kristjánsson, formaður fjárlaganefndar, segir að eftir sem áður sé gert ráð fyrir að ríkissjóður greiði niður skuldir um 5 milljarða á næsta ári og ríkissjóður verði rekinn með 154 milljóna króna afgangi. Fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir 521 milljónar króna tekju- afgangi. Þetta er annað árið í röð sem gert er ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn með afgangi. Samkvæmt breytingartillögum meirihiuta fjárlaganefndar hækka tekjur ríkissjóðs samtals um 2,3 milljarða frá fjárlagafrumvarpinu. Þjóðhagsstofnun taldi ekki ástæðu til að endurskoða þjóðhagsspá sem lögð var til grundvallar í tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins. Endurskoðuð tekjuáætlun byggist því fyrst og fremst á breytingum sem orðið hafa á tekjugrunni þessa árs. Jón sagði að horfur væru á að tekjur ríkissjóðs á þessu ári yrðu 5,6 milljörðum meiri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Ekki væri að bú- ast við að viðlíka vöxtur yrði í tekj- um ríkissjóðs á næsta ári og á því sem nú er að líða. Það væri því gætt varúðar í tekjuáætluninni. Veltuskattar skila milljarði í viðbót Gert er ráð fyrir eins milljarðs aukningu skatttekna af vöru og þjónustu, en þar af koma um 600 milljónir af meiri tekjum af vöru- gjaldi og virðisaukaskatti. Gert er ráð fyrir að tekjuskattur einstakl- inga skili ríkissjóði 200 milljónum minni tekjum en áætlað var í frum- varpinu og kemur þar m.a. til sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að rík- issjóður taki á sig 0,4% lækkun á tekjuskatti sem áður hafði verið gert ráð fyrir að sveitarfélögin fjár- mögnuðu. Breytingartillögurnar gera einnig ráð fyrir að tekjuskattur fyrirtækja skili ríkissjóði 200 millj- ónum króna minna en áður var reiknað með. Breytingartillögur fjárlaganefnd- ar gera ráð fyrir að bifreiðagjöld skili 271 milljón króna meira í ríkis- sjóð en áður var reiknað með. Mark- aðar tekjur vegagerðar verða skertar um 1.164 milljónir sem renna í ríkis- sjóð, en það er 100 milljóna króna hækkun frá frumvarpinu. Eignasala skili 2,7 milljörðum í breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar er gert ráð fyrir að hagnaður ríkissjóðs verði 2,7 millj- arðar, sem er hækkun um 800 millj- ónir frá frumvarpinu. Skýringin á þessu er að sölu á hlutabréfum ríkis- ins í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga var frestað fram yfir áramót og mat á verðmæti í Fjárfest- ingabankanum hefur verið end- urskoðað með hliðsjón af betri af- komu banka. Áformað er að selja 49% af hlutabréfum ríkisins í bank- anum á næsta ári. Meirihluti fjárlaganefndar lagði fram við þriðju umræðu tillögur um 1,1 milljarðs útgjöld. 250 milljónir eru til komnar vegna aukins Iauna- kostnaðar ríkisins. Þar er um að ræða kjarasamninga sem gerðir voru á síðustu mánuðum ársins, m.a. við lækna og þroskaþjálfa. Einnig er inni í þessari tölu áætlaður kostnaður af ákvörðunum kjaranefndar, en hún á eftir að úrskurða um laun heilsu- gæslulækna og háskólaprófessora. Von er á úrskurði nefndarinnar um laun þessara hópa í janúar. SHR fær 100 miiyónir í viðhald Gert er ráð fyrir að fjárveiting til málefna barna og ungmenna verði hækkuð um 20 milljónir og er það til að mæta kostnaði við hækkun sjálfræðisaldurs úr 16 árum í 18 ár. Gerð er tillaga um 100 milljóna fjárveitingu til Sjúkra- húss Reykjavíkur vegna meiri hátt- ar viðhalds á sjúkrahúsinu. Enn- fremur eru 25 milljónir ætlaðar til að kosta áframhaldandi athugun á aukinni samvinnu eða sameiningu sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu. Meirihluti íjárlaganefndar jeggur til að Happdrætti Háskóla íslands verði heimilað að taka allt að 180 milljónir króna að láni til að fjár- magna byggingu náttúrufræðahúss fyrir Háskólann. Ríkisútvarpinu verður heimilað að taka 300 milljón- ir að láni vegna flutnings sjónvarps- ins frá Laugavegi í húsnæði RUV við Efstaleiti. Þá verður flugstöð Leifs Eiríkssonar heimilað að taka 475 milljónir að láni til að hefjast handa við stækkun flugstöðvarinn- ar. Auk þess er Rafmagnsveitum ríkisins heimilað að taka 160 millj- ónir að láni til að flýta framkvæmd- um. Lánsfjárheimild Landsvirkjun- ar er hækkuð um 800 milljónir og heimild Húsnæðisstofnunar til út- gáfu húsbréfa er hækkuð um 500 milljónir og verður 16,5 milljarðar. Ónákvæmar efnahagsspár gagnrýndar Kristinn H. Gunnarsson Alþýðu- bandalagi mælti fyrir nefndaráliti minnihluta fjárlaganefndar í gær. í álitinu er bent á að efnahagsforsend- ur fjárlaga yfirstandandi árs hafi reynst fjarri lagi. Einka- og sam- neysla og fjárfesting hafí verið mun meiri en gert var ráð fyrir, sömuleið- is aukning á innnflutningi, þjóðar- tekjum, ráðstöfunartekjum heimil- anna og tekjum ríkissjóðs. Lýst er áhyggjum vegna þessarar ónákvæmni spádómanna og hvatt til þess að leitað verði leiða til að bæta þá. Minnuhlutinn telur að gera megi ráð fyrir að hagvöxtur á næsta ári sé vanmetinn, einkum vegna þess að líklegt sé að einkaneysla verði meiri en gert sé ráð fyrir í spá Þjóðhags- stofnunnar. Því verði tekjur ríkissjóðs iíklega 1-1,5 milljörðum króna meiri heldur en spáð hefur verið. Einnig megi gera ráð fyrir að dragi úr fjár- festingum þegar Iíður á árið. Tekju- og útgjaldaliðir ótraustir Að öðru leyti telur minnihlutinn efnhagsforsendur fjárlaganna lik- lega, en telur bæði tekju- og útgjaid- aliði ótrausta. Háar fjárhæðir vanti til reksturs sjúkrahúsa. Minnihlutinn tel- ur að uppsafnað- ur vandi þeirra sé um einn milljarð- ur króna og á næsta ári muni vanta 1,5 millj- arða í viðbót. I áliti minnihlutans segir einnig að útgjöld almanna- trygginga hafi kerfisbundið verið vanmetin á undanförnum árum. Á tekjuhliðinni sé líklega ofmetinn ágóði af sölu eigna. Minnihluti fjárlaganefndar leggur til að bætt verði við tekjur ríkissjóðs með auknu skattaeftirliti, sérstökum aðgerðum gegn skattsvikum og betri innheimtu útistandandi krafna ríkis- sjóðs, auknum sköttum á atvinnu- rekstur og breyttum lagaákvæðum um frádrátt einstakra útgjalda frá tekjum. Bent er á að ónotuð rekstr- artöp fyrirtækja frá fyrri árum séu talin nema 78 milljörðum króna, eða fjórum sinnum hærri fjárhæð en sam- anlagður tekjustofn allra fyrirtækja. Minnihlutinn telur að einn milljarð Alþingi Stutt Morgunblaðið/RAX LÚÐVÍK Bergvinsson og Tómas Ingi Olrich hlusta á umræður. i'J M Llj Ij 'iS) f'l V;: Uéjoí; V I!-V-ÍÍUÍÍ J ALÞINGI króna megi fá með hækkun á skatt- hlutfalli hagnaðar fyrirtækja úr 33 í 39% og með 0,5% hækkun trygg- ingagjalds megi afla 1,2 milljarða króna. Hann vekur einnig máls á því að söluhagnaður aflaheimilda verði skattlagður sérstaklega þegar fjármagn er fært úr sjávarútvegi. Kristinn H. Gunnarsson nefndi einnig í máli sínu að samrekstur sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæð- inu myndi leiða til mikils sparnaðar. Á höfuðborgarsvæðinu mætti einnig spara með því að styrkja heilsu- gæslu og draga þannig úr útgjöldum vegna sérfræði- lækninga. Minnihlutinn gagnrýnir að far- ið sé út í fjöl- margar stórfram- kvæmdir fyrir lánsfé á vegum ríkisins á tímum góðæris þegar merki ofþenslu séu farin að sjást. í álitinu eru með- al annars nefndar framkvæmdir við stækkun á Leifsstöð, framkvæmdir við hús Ríkisútvarpsins og byggingu Náttúrufi-æðahúss. Byggingarsjóður verkamanna í gjaldþrot? Einnig er gagnrýndur niðurskurð- ur á framlögum til Byggingarsjóðs verkamanna, sem nemi 275 milljón- um króna nú, en ætti samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 1992 að nema 1.308 milljónum króna. Afleiðingin er mikill hallarekstur sjóðsins sem stefnir honum smám saman í gjaldþrot og fækkun fram- kvæmdalána. Kristinn H. Gunnarsson lagði til í framsögu sinni að auknum fjár- munum yrði varið til uppbyggingar dreifikerfis Ríkisútvarpsins, enda væru móttökuskilyrði víða slæm fyr- ir sjónvarp, til dæmis í Keflavík og á Snæfellsnesi og á norðanverðum Vestfjörðum. Lítil sanngirni væri í því að innheimta afnotagjald við slík- ar aðstæður. Sturla Böðvarsson, varaformaður fjárlaganefndar, kom einnig inn á málefni Ríkisútvarpsins. Sagði hann að jafnhliða þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar væru til að koma útvarpi og sjónvarpi undir eitt þak yrði að bæta úr hlustunarskilyrðum útvarps og sjónvarps. Það væri al- gjörlega óþolandi það ástand sem væri í dag að útvarp og sjónvarp skuli hiklaust efna til kostnaðar við dagskrárgerð án þess að vera viss um að allir landsmenn nái efninu. „Ég held að það hljóti að vera verk- efni nýs útvarpsstjóra að láta verða þarna breytingar á,“ sagði hann. Gísli S. Einarsson, þingflokki jafn- aðarmanna, sagði m.a. í umræðum á eftir að fjárlögin væru í raun með halla sem næmu a.m.k. tveimur til tveimur og hálfum milljarði. Þessa fullyrðingu staðfesti hann með þeirri skýringu að hluti tekna ríkissjóðs eða 2,7 milljarðar vegna eignasölu stæðist ekki. Sagðist hann reyndar fallast á að hluti þessarar eignasölu þ.e. 500 milljónir vegna sölu járn- blendifélagsins kæmi í ríkissjóð þeg- ar af sölu verði. Þá sagðist hann líka geta fallist á að sala hlutabréfa í fjárfestingabanka gefi 300 milljónir í auknar tekjur frá fyrri áformum. „En nítján hundruð milljónir sem eftir standa munu ekki koma í ríkis- sjóð,“ sagði hann. „Af þeim sökum verður að fjármagna ríkissjóð með lántökum," sagði hann ennfremur. Framkvæmda- áætlun um jafn- rétti kynjanna PÁLL Pétursson félagsmála- ráðherra hefur lagt fram á Al- þingi þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að vinna samkvæmt meðfylgjandi fram- kvæmdaáætlun til fjögurra ára til að ná fram jafnrétti kynj- anna. í framkvæmdaáætluninni, sem er 14 síðna þingskjal, er að finna markmið ríkisstjórnar- innar í jafnréttismálum en leið- arljós áætlunarinnar er að sjón- armið jafnréttis verði fléttað inn í alla þætti stefnumótunar, ákvarðana og aðgerða á vegum ríkisins. í inngangi framkvæmdaáætl- unarinnar segir að íslenskum stjórnvöldum beri, á grundvelli laga sem og vegna alþjóðlegra sáttmála sem þau hafi staðfest, að sýna fordæmi og eiga frum- kvæði að aðgerðum til að auka jafnrétti kynjanna. „Jafn réttur og jöfn staða kynjanna verða þó ekki tryggð með stjórn- valdsaðgerðum einum saman. Nauðsynlegt er að margir legg- ist hér á eitt, félagasamtök, fjölmiðlar, vinnuveitendur sem og verkalýðsfélög." Framkvæmdaáætlunin er þannig úr garði gerð að sérhver ráðherra hefur sett sér að unn- ið verði að tilteknum verkefnum á málasviði síns ráðuneytis, en auk þess hefur ríkisstjórnin ákveðið að vinna í sameiningu að nokkrum verkefnum, að því er kemur fram í áætluninni. Sex frumvörp samþykkt GUÐMUNDUR Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, greiddi einn atkvæði gegn frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða sem felur m.a. í sér framsal veiðiheimilda smábáta, í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær. Frumvarpiðvar samþykkt með 31 atkvæði gegn einu, en 25 þingmenn sátu hjá, Þar á meðal Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokks og Guðni Ágústsson þingmaður Fram- sóknarflokks. Frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem felur m.a. í sér rýmkun reglna um endurnýjun fiskiskipa og frumvarp um breytingar á Þró- unarsjóði sjávarútvegsins voru einnig lögfest í gær. Þá var lögfest frumvarp um búnaðargjald, frumvarp um Al- mannatryggingar og frumvarp um fæðingarorlof. A fimmtudag voru hins vegar lögfest frum- varp um háskóla og frumvarp um Kennaraháskóla íslands. Dagskrá Þingi frestað í dag ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 9.30 í dag. Fyrir hádegi verða umræður um ýmis mál eins og skyldutryggingu lífeyr- isréttinda og tekju- og eignar- skatt. Kl. 13.30 verður atkvæða- greiðsla um þau mál sem af- greiða á fyrir jól, auk fjárlag- anna. Búist er við því að at- kvæðagreiðsla um fjárlög taki tvo tíma. Að sögn Olafs G. Einarssonar forseta Alþingis er stefnt að því að þingi verða frestað um kl. 16 í dag fram til 27. janúar næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.