Morgunblaðið - 20.12.1997, Page 61

Morgunblaðið - 20.12.1997, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 61 FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli AÐVENTULJÓSUNUM hefur verið komið fyrir í gluggum Landakotsspítala. Gáfu Landakoti 50 aðventuljós Gönguferð frá sól risi til sólseturs Á VETRARSÓLSTÖÐUM, sunnu- daginn 21. desember, stendur áhugafólk um gönguferðir með ströndinni, Strandgönguhópurinn, fyrir gönguferð frá sólrisi til sólset- urs með strönd Kollafjarðar og Skerjafjarðar. Lagt verður af stað frá bæjar- skrifstofum Kópavogs kl. 11.21. Þaðan verður farið út á Borgarholt og niður að ströndinni og eftir strandstíg eins og kostur er út fyrir Seltjarnarnes og að bæjarskrifstof- unum á Seltjarnarnesi og upp á Val- húsahæð. Þaðan aftur niður á ÁRNI Þór Sigurðsson, borgarfull- trúi og formaður hafnarstjórnar Reykjavíkur, hefur tekið við for- mennsku í Hafnasambandi sveitar- félaga af Kristjáni Þór Júlíussyni, fráfarandi bæjarstjóra á Isafírði. Kristján Þór sagði af sér for- mennsku í Hafnasambandinu í kjölfar þess að hann hvarf úr stóli bæjarstjóra fyrr í mánuðinum. Árni Þór hefur verið varaformaður sambandsins undanfarin þrjú ár. Stjóm Hafnasambandsins er strandstíg og niður að Reykjavíkur- höfn, áfram að Ráðhúsi Reykjavík- ur og upp á Skólavörðuholt. Þar lýkur Vetrarsólstöðugöngunni kl. 15.30. Um kvöldið á sólstöðumínútunni kl. 20.07 verður skotið upp flugeldi af Valhúsahæðinni. Tilgangurinn með gönguferðinni er að hvetja ofangreind sveitarfélög til að ljúka við að leggja göngustíg með allri strönd þeirra og auðvelda innkomu á þá sem víðast, segir í fréttatilkynningu. Öllum er velkom- ið að taka þátt í göngunni. skipuð 8 mönnum, einum fulitrúa úr hverju kjördæmi. Kristján Þór hefur verið fulltrúi Vestfjarða síð- an 1994 og formaður frá sama tíma. Nýr fulltrái Vestfjarða verður Halldór Jónsson, bæjarfulltrái á Isafirði. Ami Þór Sigurðsson hefur verið fulltrái Reykjavíkur frá 1994. Þá var Ólafur M. Kristinsson, hafii- arstjóri í Vestmannaeyjum, kjörinn nýr varaformaður en Ölafur er full- trái Suðurlands í stjórninni. VINAFÉLAG Sjúkrahúss Reykja- víkur afhenti Landakotsspítala 50 aðventuljós sem búið er að koma upp í gluggum sjúkrahússins. Vináttufélag Sjúkrahúss Reykja- víkur var stofnað 10. febrúar 1983 þá undir nafninu Félag velunnara Borgarspítalans. Formaður frá byrjun hefur verið Egill Skúli Ingi- bergsson, verkfræðingur. I fréttatilkynningu frá félaginu segir: „Félagið hefur á liðnum ár- um sérstaklega reynt að leggja sig eftir þeim þáttum sem hættir til að sitja á hakanum hjá fjárveitinga- valdinu. Má þar nefna t.d. bein kaup á tækjum eða stuðning við kaup á tækjum sem auðvelda læknisaðgerðir og gera þær þján- ingarminni fyrir sjúklinginn, kaup á húsgögnum í aðstandendaher- bergi, gerð kapellu o.fl.“ Visa greiði fyrir mistök í innheimtu HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Visa ísland til að greiða SÁÁ tæpar 1,6 milljónir króna vegna mistaka sem urðu við innheimtu styrktarfram- laga. , SÁA safnaði styrktarframlögum frá u.þ.b. 800 Visa-korthöfum vorið 1994 og átti að færa umsamda upp- hæð á kortareikning þeirra árlega. í september það ár fór SÁÁ að ganga eftir greiðslunum, sem sam- ^ tökin töldu Visa hafa innheimt. Allt fram í febrúar 1995 gerðu starfs- menn Visa leit að peningunum, sem þeir töldu hafa farið inn á biðreikn- ing og gleymst þar. í ljós kom að Visa hafði fyrir mistök litið svo á að greiðslurnar ætti fyrst að inn- heimta í maí 1995, í stað maí 1994. Ástæðan var sú að listi yfir loforðs- gjafa var ekki tölvufærður fyrr en liðið var á maí 1994 og tók „kerfið" það svo að innheimta ætti í næsta maímánuði á eftir. Eiga að geta treyst vinnubrögðum og ráðgjöf Hæstiréttur segir ekki hægt að líta svo á að Visa hafi haft réttmæta ástæðu til að ætla að gjöldin ættu fyrst að koma til greiðslu í maí 1995. Ef vafi hefði leikið á þessu hafi Visa borið að gera SÁÁ grein fyrir þvi og leiðbeina um réttan frá- gang gagna. „Verður að hafa í huga að stefndi sérhæfir sig í þjónustu af þessu tagi og eiga viðskiptavinir hans að geta treyst því að vinnu- brögð og ráðgjöf séu með vönduð- um hætti,“ segir Hæstiréttur. LEIÐRÉTT ' í FRÉTT frá Alþingi um umræður um stjóm fiskveiða á miðvikudag var ranglega sagt frá því að tveir þingmenn stjói-narflokkanna hefðu greitt atkvæði gegn c-lið fyrstu greinar. Hið rétta er að fjórir þing- menn stjórnarflokkanna greiddu at- kvæði gegn ákvæðinu, þ.e. þeir Guð- jón Guðmundsson og Guðmundur Hallvarðsson, þingmenn Sjálfstæð- isflokks og Guðni Ágústsson og Magnús Stefánsson, þingmenn Framsóknarflokks. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. Skotið verður upp flugeldi á Valhúsa- hæð kl. 20.07 Seltjar Nýr formaður Hafna- sambands sveitarfélaga Móttaka sorps um jól og áramót Móttökustöð Sorpu í Gufunesi verður opin sem hér segir desember til 3. janúar 28. des. sunnudag lokað 29. des. mánudag 6:30 - 18:00 20. des. laugardag 7:30 - 18:00 30. des. þriðjudag 7:30 - 16:15 21. des. sunnudag lokað 31. des. miðvikudag lokað 22. des. mánudag 7:30 - 18:00 1. jan. fimmtudag lokað 23. des. þriðjudag 6:30 - 19:00 2. jan. föstudag 7:30 - 16:15 24, des. miðvikudag lokað 3. jan. laugardag 7:30 - 16:15 25. des. fimmtudag lokað 26. des. föstudag lokað Spilliefnamóttakan í Gufunesi 27. des. laugardag 7:30 - 16:15 verður opin á sama tíma Gleðileg jól! S@RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi, sími 520 2200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.