Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR pYerðum að geta treyst því «. að ráðherrar segi satt Jóhantu jlyturfrumvxrp til lagá um rióhemábyrgð Þú ert á kolrangri hillu í lífinu, góða. Það er ekkert til, sem heitir ólyg'inn ráðherra, bara mislyg'inn. Fjölþjóðlegt samstarf um þróun staðsetningarkerfa LANDSSÍMI íslands hefur gert þró- unar- og samstarfssamning við breska fjarskiptafyrirtækið Racal Survey og íslenska hugbúnaðarfyrir- tækið Stefju um kaup á tæknibúnaði til uppbyggingar á sjálfvirku tilkynn- ingaskyldukerfi fyrir islensk fiski- skip. Jafnframt hefur Landssíminn fest kaup á 20% hlut í Stefju. Landssími íslands hf. hefur tekið að sér að setja upp og reka móttöku- og dreifileiðir fyrir sjálfvirka kerfið. Síðustu 18 mánuði hafa Stefja og Racal Survey unnið saman að því að þróa hug- og tæknibúnað fyrir slíkt kerfi sem í senn væri öruggur, ein- faldur og ódýr. A grundvelli samvinnu þessara fyr- irtækja og einnig Landssíma íslands hf. og DNG hf. hefur stjói-n Lands- símans gert samninga við fyrirtækin um kaup og þróun á hug- og tækni- búnaði til verkefnisins. Aætlað er að uppbygging tilkynningaskyldukerfis- ins muni kosta Landssímann um 50 milljónir króna auk þeirra 25 milljóna sem fengust í styrk frá stjórnvöldum. Þórarinn V. Þórarinsspn, stjómar- formaður Landssíma íslands hf., segist sannfærður um að hér sé á ferðinni hugbúnaður sem eigi mikla möguleika í markaðssetningu er- lendis. „Það er okkar trú að með eignaraðild að Stefju og samningi milli Landssíma Islands, Stefju, Racal Survey og DNG hf. um mark- aðssetningu á þessum búnaði séu möguleikar á að ná hluta af útlögð- um kostnaði aftur.“ DOLBY SURROUND 2X25 W.RMS framht - 2X10 W.RMS miíjuht - 2X10 W.RWS bakht • Stafrænt útvarp með FM / AM / LW 40 st. minni m/RDS. • Þriggja diska spilari • Forstilltur I tónjafnari m/5 minnum • Heima bió • Timastiilir + vekjari • Tvöfalt segulband/ 2X100 W.RMS surround. • Stafrænt útvarp með FM / AM / LW 40 st. minni m/RDS. • Þriggja diska spiiarf • Forstilltur tónjafnari m/5 minnum • Tímastillir + vekjari • Tvöfalt segulband • Fjarstýring • 8” Bassa hátalari 2X20 W.RMS - surround • Stafrænt útvarp með FM/AM og 40 st minni • Þriggja diska spilari • Forstilltur tónjafnari m/5 minnum • Tímastillir + vekjari • vöfalt segulband • Fjarstýring JMih. _ __ r-, . . j-j Reykjavfk Byggt og Búiö. Vosturland: Málmngarbjónustan. Akranesi. Kt tíorgtirómga,« B H HZ t) U ' n N I rt Borgarnesi Guöni Hallgrlmsson, Grundarfiröi Vestfirölr: Geirseyjarbúöin, Patreksfiröi. ■ Kt Am /CCAKT TJT? Ralverk. Bolungarvík. Slraumur. Isafiröi. Moröurland: Ki. V-Hún„ Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blönduósl. | mil { JKMAaUN rÍr verslunin Heori, Sauöérkröki. Hljómver, Akureyrí. Kf. Þingeyinga Husavlk. Austuríand: Kf. Héraðsbua, Egilsstööum.a —ri/ xf*. Vers|unin V|k Neskaupstaö. Vélsmiöjan Höiri Suöurland: Arvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Lágmúla 8 • Símí 533 2800 Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljésboginn. Keflavlk. Raiborg, Grindavlk.■ Afmæli hjá Stígamótum Þjonustu vantar fyrir þolendur úti á landi STÍGAMÓT, ■ samtök kvenna gegn kyn- ferðisofbeldi, voru stofnuð hinn 8. mars árið 1990 á alþjóðlegum bai-- áttudegi kvenna og eiga því átta ára aftnæli í dag. Til þess að minnast þess munu samtökin efna til göngu gegn kynferðisofbeldi frá Hlemmi niður Laugaveg á morgun, mánudag, klukk- an 17. Gangan mun stað- næmast fyrir framan Al- þingishúsið þar sem starfs- konur Stígamóta munu af- henda Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra eða fulltrúa hans áskorun um réttarfarslegar úrbætur vegna kynferðisofbeldis. Stígamót er ráðgjafar- og fræðslumiðstöð fyrir konur og börn sem hafa verið beitt kynferðisofbeldi en opið er hjá samtökunum frá níu til nítján alla virka daga. Á öðrum tímum eru samtökin með sím- svara. Stígamót hafa mest haft 3,3 stöðugildi og kostnaðurinn er 14- 15 milljónir á ári, segir dr. Guðrún Jónsdóttir starfskona samtak- anna. - Hvemig hefur starfsemin þró- ast á þessum árum? „Hún hefur orðið æ fjölbreyttari því hingað hefur leitað miklu meiri fjöldi þolenda en okkur hafði órað fyrir þegar við opnuðum. I heiid hafa komið hingað 2.420 einstak- lingar, konur og böm. Einnig hafa karlað leitað til okkar í einhverjum mæli því allir sem hafa verið beitt- ir kynferðisofbeldi eru velkomnir þótt samtökin hafi verið stofnuð fyrir konur og böm. Við úthýsum engum.“ - Hverju sinnið til öðru en ráð- gjöfínni? „Við sinnum ýmiss konar fræðslu- og námskeiðastarfi fyrir hópa sem eftir því leita og höldum fundi fyrir félagasamtök og áhugafólk. Til dæmis höfum við haldið námskeið á vegum félags- málastofnunar á Höfn í Homa- firði, í Grundarfirði, á Akureyri og fleiri stöðum um kynferðisofbeldi og hvernig fólk getur brugðist við. Það er ætlað starfsmönnum sem koma að félags- og heilbrigðis- þjónustu í viðkomandi sveitarfé- lagi. Fræðslufundirnir em síðan á þá lund að við fóram á staði og segj- um frá starfi samtakanna. Við höf- um til dæmis farið í efstu bekki grunnskólans og einnig hafa nem- endafélög framhaldsskólanna beð- ið okkur að koma og flytja erindi. Við reynum að láta í okkur heyra sem allra mest því okkur finnst mikið á það skorta að fólk hafi nógu góða þekkingu á þessum málum eða átti sig á því hversu geysilega alvarlegt kynferðisof- beldi er.“ - Hvers vegna telur þú að kyn- ferðisofbeldi sé ekki tekið alvar- lega? „Þolandi þess tekur raunveru- lega á sig ábyrgðina, finnur bæði fyrir sektarkennd og skömm og að skýringamar hljóti að liggja í eigin atferli. Kynferðisofbeldi er hins vegar alltaf á ábyrgð ofbeldismanns- ins og að hans frum- kvæði. Maður verður enn var við fordóma þar sem kon- an eða barnið er gert ábyrgt fyrir því ofbeldi sem það er beitt. Því miður. Kynferðisofbeldismenn era að 98-99% karlar, á öllum aldri, úr öllum stéttum og með mjög mis- munandi menntun.“ Dr. Guðrún Jónsdóttir ► Guðrún Jónsdóttir fæddist árið 1931 í Vík í Mýrdal. Hón lauk stódentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1953 og námi í félagsráðgjöf í Svíþjóð árið 1957. Guðrón var í framhalds- námi í Bretlandi, fyrst í meistara- námi í London árið 1973, og lauk doktorsprófi í félagsráðgjöf frá Sheffield-háskóla árið 1992. Að námi loknu var hón fyrst við störf hjá Bamaveradamefnd Reykja- víkur til 1960 og sfðan hjá Sál- fræðideild skóla til 1972. Þá byrj- aði hón að starfa með þroskaheft- um við Kjarvalshós, sem var for- veri Greiningarstöðvar ríkisins, þar sem hón var f þrjó ár. Guðrón vann einnig að því hjá Sumargjöf að koma á samræmdri innritun fyrir öll dagvistarheimili í borg- inni og starfaði þar í fjögur ár til 1979. Hón sinnti lengi stunda- kennsiu við Fósturskóla Islands og Kennaraháskólann og hafði kennslu að aðalstarfí við Fóstur- skólann í ein þijó ár. Einnig var hón félagsráðgjafi við Æfinga- deild kennaraháskólans í nokkur ár og kenndi jafnframt við KHÍ. Árið 1981 var hón ráðin sem kennslustjóri í félagsráðgjöf við Háskóla Isiands sem hón gegndi til 1992 þegar hón hóf störf hjá Stígamótum. - Eru þetta menn sem hafa sjálfír orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku? „Það er önnur goðsögn sem fólki finnst handhægt að grípa til til skýringar því kynferðisofbeldi er svo ógnandi. Það á sér yfirleitt stað innan vébanda fjölskyldunn- ar, í vinahópi og sjaldnast vitni að atburðinum. Erlendar rannsóknir á dæmdum kynferðisbrotamönn- um, til dæmis í Bandaríkjunum, sýna að um 30% þeirra hafi verið beittir slíku ofbeldi sem börn, 70% hafa því aldrei orðið fyrir slíku.“ - Hverju vilduð þið geta sinnt betur? „Við myndum vilja gefa út meira af fræðsluefni en höfum þegar gert tvo fræðslubæklinga, annars vegar um sifjaspell og hins vegar um nauðgun. Einnig mynd- um við vilja hafa meira fé til þess að fara út á land og halda námskeið án þess að bíða eftir boði frá sveitarfélaginu sem borgar fyrir það. Þar með gætum við hjálpað fólki sem er að berjast 2.240 hafa leitað til Stíga- móta frá upp- hafi við afleiðingar ofbeldis og getur ekki komist í bæinn. Enda er ekki sanngjarnt að landsbyggðarfólk þurfi að leita eftir allri þjónustu hingað. Þar með gætu sprottið upp samtök úti á landi til þess að sinna sambærilegri þjónustu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.