Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR | Heimsmetið í stangarstökki innanhúss enn einu sinni tekið af Bartovu George fór yfir 4,47 m Astralska stúlkan Emma George bætti heimsmetið í stangar- stökki innanhúss aðfaramótt laug- ardagsins að íslenskum tíma þegar hún stökk yfir 4,47 metra á móti í Adelaide í heimalandi sínu. Hún fór yfir þessa hæð í fyrstu tilraun. Tékkneska stúlkan Daniela Bartova bætti heimsmetið á móti í Berlín í Þýskalandi á föstudagskvöldið þeg- ar hún fór yfir 4,46 metra en það met stóð sem sagt aðeins í fáeinar klukkustundir. Emma George, sem er 23 ára, er besti stangarstökkvari heims í kvennaflokki; á nú heimsmetið bæði innan- og utanhúss, en úti hefur hún stokkið hæst 4,57 metra. Hún bætti einmitt heimsmet sitt utanhúss um tvo cm á móti í Auckland á Nýja- Sjálandi fyrir tveimur vikum. Heimsmetið í stangarstökki kvenna innanhúss hefur fallið ört undanfarið og er George fjórða stúlkan sem bætir það á skömmum tíma. George var sú fyrsta sem fór yfir 4,40 metra innanhúss, í árslok 1996. Stacey Dragila frá Bandaríkj- unum jafnaði það met snemma árs 1997 og það var ekki fyrr en á þessu ári sem metið féll aftur. Og síðan hefur það fallið jafnt og þétt, sem hér segir: Erfuhrt, Þýskalandi 4. fehmar: Daniela Bartova, Tékklandi....4,41 Bielefeld, Þýskalandi, 6 febrúar: VALA FLOSADÓTTIR.............4,42 Prag, Tékklandi 14. febrúar: Daniela Bartova..............4,43 Eskilstuna, Svíþjóð 14. febrúar: VALA FLOSADÓTTIR.............4,44 EM í Valencia, 1. mars: _ Anzhela Balakhonova, Úkraínu ...4,45 Alþjóðlegt mót í Berlín, 6 mars: Daniela Bartova, Tékklandi....4,46 Adelaide Indoor Classics, 7. mars: Emma George, Ástralíu........4,47 Athyglisvert er að í öll þrjú skipt- in sem Daniela Bartova hefur bætt heimsmetið á þessu ári hefur það verið bætt aftur mjög skömmu síð- ar. Eins og að ofan greinh- bætti hún það fyrst 4. febrúar í Erfuhrt í Þýskalandi, á sama móti og Vala Flosadóttir fór yfir 4,35 m fyrst evr- ópskra kvenna. Bartova jafnaði það Evrópumet Völu aðeins um einni mínútu síðar og bætti svo um betur og setti heimsmet. Það stóð hins vegar ekki nema í tvo daga, þar til Vala bætti það í 4,42. Næst þegar Bartova bætti metið stóð það hins vegar ekki nema í um það bil hálfa klukkustund; hún stökk í Prag en Vala var á sænska meistaramótinu. Fékk þangað fregnir af árangri Bartovu og tók metið af henni strax. Bartova bætti metið svo þriðja sinni í fyrrakvöld en George bætti um betur nokkrum klukkustundum síð- ar. Morgunblaðið/RAX Hafa átt heimsmet ÞRJÁR efstu stúlkurnar á Evrópumeistaramótinu í Valencia hafa allar átt heimsmetið innanhúss á þessu ári. Frá vinstri: Daniela Bartova, Anzhela Balakhonova og Vala Flosadóttir. Reuters Á heimsmetið úti og inni EMMA George frá Ástralíu bætti heimsmetið innanhúss á móti í heimalandi sínu aðfararnótt laugardags. Stökk þá 4,47 og bætti met Danielu Bartovu frá Tékklandi frá því kvöldið áður um einn sentímetra. George hefur einnig stokkið hæst allra kvenna utanhúss, 4,57 m. í I I ) ) Mika fyrstur FINNINN Mika Hakkinen á McLaren Mercedes-Benz bif- reið verður fremstur þegar fyrsta keppni ársins í formúiu 1 kappakstri hefst aðfar- arnótt sumiudags að íslensk- um tínia í Mclbourne. Hakkinen, sem sigraði í fyrsta sinn á feriinum í síð- ustu keppninni i fyrra, í Jerez á Spáni, hélt sínu striki í gær þegar tímataka fór fram að- faramótt laugardagsins. Náði þá besta tímanum, var fjórum liundruðustu úr sekúndu á undan samherja sínum David Coulthard frá Bretiandi, þannig að McLaren liðið á tvo fremstu bflana þegar ekið verður af stað í nótt. Hakkinen ók hringinn á 1 mín., 30,010 sek. og meðai- hraðinn var 212,096 km/klst. sem er sjö hundruðustu úr sekúndu lakari tími en Jacques Villeneuve frá Kanada náði fyrir þessa sömu keppni í fyrra. Guðjón með 500 leiki GUÐJÓN Skúlason, landsliðs- maður í körfuknattleik og leik- maður Keflvíkinga, lék sinn 500. meistaraflokksleik með liði sínu gegn Þór frá Akureyri í Keflavík á fimmtudaginn og var sérstak- lega heiðraður við það tækifæri. Þeir eru ekki margir sem hafa náð þessum áfanga en Jón Kr. Gíslason lék 529 meistaraflokks- leiki með Keflavík og með sama áframhaldi stefnir allt í að Guðjón nái þeim áfanga og gott betur. „Eg ætla að halda áfram á með- an ég hef gaman af þessu og ég sé mig ekki leggja skóna á hilluna á næstunni," sagði Guðjón Skúlason í samtali við Morgunblaðið af þessu tilefni. Guðjón, sem er 31 árs, hefur leikið körfubolta síðan 1977 eða í 21 ár og hann varð ís- landsmeistari í fyrsta sinn árið 1978 þá með Njarðvík í minni- Srí®moistari ?3»994,1977 Morgunblaðið/Bjöni Blöndal bolta. Hann hefur fjórum sinnum orðið Islandsmeistari í meistara- flokki með Keflavík, þrisvar sinn- um bikarmeistari með Keflavík og einu sinni bikai-meistari með Gr- indavík. Guðjón sagði að mikil breyting hefði orðið á körfuknattleiknum á þessu tímabili og þá sérstaklega á síðustu 5-6 áraum. „Liðin eru orð- iðn jafnari, það er miklu meiri breidd og ég sé fjöldann allan af ungum og efnilegum körfuknatt- leiksmönnum sem eru að koma upp. Eg held að við þurfum ekki að kviða framtíðinni," sagði Guð- jón Skúlason ennfremur. Á myndinni afhendir Guðmund- ur Bjarni Kristinsson, foi-maður körfuknattleiksdeildar Keflavík- ur, Guðjóni teikningu af honum fyi-ir leikinn gegn Þór á fimmtu- daginn. i '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.