Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.05.1998, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ LISTIR Lof og last en leikarar fá meiri vinnu Hernáminu gerð skil á Islandssöguvefnum VEFUR á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Ríkisútvarpsins helgaður hernámsárunum á íslandi verður opnaður 10. maí. VEFUR á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Ríkisútvarpsins helgaður hernámsárunum á Islandi verður opnaður 10. maí næstkom- andi. Þar má finna ljósmyndir, hljóðupptökur og myndskeið sem tengjast þessu umbrotaskeiði í lífi þjóðarinnar. Hemámsvefurinn skiptist i sex efnisflokka. Þar gefur meðal annars að heyra útvarpsávarp, lýsingu bresks landgönguliða á handtöku þýska ræðismannsins, upptöku úr dagskrá þýska áróðursútvarpsins sem beint var til Islendinga, söng Brynjólfs Jóhannessonar á Ástandsvísum og ræðu sem Sveinn Björnsson forseti flutti af svölum Aþingishússins á friðardaginn 8. maí 1945. Ljósmyndirnar á vefnum eru flestar úr Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar á meðal eru myndir úr safni Ólafs Magnússonar og Skafta Guðjónssonar. Vefurinn um Hemám Islands er annar áfanginn í samstarfsverkefni Ríkisútvarpsins og LJósmynda- safns Reykjavíkur sem miðar að því að endurskapa eftirminnilega at- burði íslandssögu 20. aldar með möguleikum margmiðlunar, en fyrsti áfangi þess, vefur um Nóbels- verðlaunin í bókmenntum 1955, var opnaður 23. apríl sl. Verkefnið hef- ur fengið samheitið íslandssöguvef- urinn en tilgangurinn er að auka fjölbreytni íslensks efnis fyrir al- menning á Netinu, ekki síst efnis sem nýst getur í almennu skóla- starfi. Hemámsvefurinn verður form- lega opnaður í tengslum við fyrir- lestur sem dr. Naomi Rosenblum heldur í boði Ljósmyndasafns Reykjavíkur um strauma og stefnur í bandarískri ljósmyndun. Fyrirlest- urinn hefst í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, kl. 14 sunnudaginn 10. maí. Björn Bjamason mennta- málaráðherra mun opna vefinn. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson MARGMENNI var á vinnustofu málarans Gunnars Amar er hann lýsti aðdraganda framkvæmdanna og ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaður vígði húsið. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson LITLA fallega húsið að Kambi. Fyrir framan það standa þeir Eiríkur Óskarson hárskeri og áhuga- maður um myndlist, Bjami Ragnar málari og Gunnar Öra Gunnarsson. Listaveisla á Rangárvöllum FYRSTA listhús Rangárvallasýslu var formlega tekið í notkun laug- ardaginn 2. maí eins og fram hefur komið í fréttum. Eigandi þess er Gunnar Örn Gunnarsson myndlist- armaður og stefnir hann að því að hafa þar nokkrar valdar listsýning- ar á ári. Gamalt og úr sér gengið hús var tekið í gegn, er nú nýsmíði yst sem innst og í stað þess að bera vanhirðu vitni, vera sem sár í lanslaginu, hefur það gengið í end- urnýjun lífdaganna. I einfaldleika sinum rís það upp stolt og hnar- reist og byggðarlaginu til sóma. Sóminn verður enn meiri ef vel tekst til með sýningar og yrði þá liður í að listvæða landið, ekki með innansveitarkrónikum einvörð- ungu heldur heimslist í bland. Megi það lengi lifa. SÝNINGUM í ÍONDON á The Daughter of the Poet eftir Svein Einarsson lýkur á laugardaginn. Verkið er byggt á Egils sögu og Laxdælu. The Icelandie Take Away Theatre, sem er íslenskur leikhóp- ur í London, stendur að sýningun- um, sem verða alls 18. I tilkynn- ingu frá hópnum segir, að á átt- unda hundrað manns hafi þegar séð verkið, sem hlotið hefur mis- jafnar viðtökur gagnrýnenda, sem hafa ýmist lofað það eða lastað. Fimm leikarar eru í sýningunni og einn tónlistarmaður. Segir í til- kynningunni, að frammistaða þeirra hafi vakið athygli og leitt til þess að þeir hafa fengið viðtöl og prufur hjá öðrum leikhópum. Asta Sighvats Ólafsdóttir, sem fer með hlutverk Þorgerðar Egilsdóttur, hefur verið ráðin hjá Theatre De Complicite til að fara í leikferð með Krókódílastrætið til New York, en sá leikhópur kom með samnefnt verk á Listahátíð á íslandi 1994. The Icelandic Take Away Theatre hefur fengið tilboð um að vera gistileikhópur hjá The Studio í Beckenham, sem er menningar- miðstöð í Suður-London. Leikhóp- urinn hefur þegið tilboðið og mun starfa með stjómendum miðstöðv- arinnar og taka þátt í stóru verk- efni um aldamótin, jafnframt því að vinna sjálfstætt að eigin uppfærsl- um. Gengið verður frá samningi þess efnis síðar í mánuðinum og leik- hópurinn flytur inn í The Studio 1. júh'. Menningarhátíð og leikför Næsta verkefni leikhópsins er þátttaka í Norrænni menningarhá- tíð í Newcastle sém hefst 13. júní og stendur yfir í viku. Þar sýnir ITAT spunaverk sem nefnist Lemon Sisters og er eftir Ágústu Skúla- dóttur, Völu Þórsdóttur, Katrínu Þorvaldsdóttur og leikstjórann John Wright. Þá hefur hópurinn hlotið styrk til að fara í leikferð um Stór-Lundúna- svæðið með The Daughter of the Poet og reiknað er með að hún verði farin í október. Bíldshöfða 20-112 Reykjavík - Sími 510 8020 Sannleikurinn á bak við tilbúninginn kRÓiNUR sTykkið SÝNING á verkum myndlistar- mannsins Péturs Halldórssonar verður opnuð í Listaskálanum í Hveragerði á morgun, laugar- daginn 9. maí. Þar verða verk unnin með olíu, með vatnslitum og blandaðri tækni. Pétur er menntaður grafísk- ur hönnuður og starfar sem slíkur ásamt því að leggja stund á málaralist sem hann segir þó sífellt taka meiri tíma. „Draum- urinn er að geta snúið baki við brauðstritinu og helgað sig myndlistinni og það endar með því að ég geri það.“ Faðir Péturs var Halldór Pét- ursson teiknari sem hafði sterk áhrif á myndsýn sonarins og Pétur segir að teikningin sé grundvöllur allra annarra að- ferða sem hann beiti í mynd- gerð sinni. Margvíslegar að- ferðir sækir hann í heim aug- lýsingagerðarinnar. Pétur vinn- ur úr úrsérgengnu auglýsinga- efni og steypir óliku myndefni saman; Ijósmyndum og hvers kyns kynningar- og prentgögn- starf sitt við hönnun í gegnum árin. „Áður fyrr reyndi ég að stía hönnuninni og listsköpun- inni í sundur en á síðari árum hef ég áttað mig á því að hjá mér vinnur þetta tvennt sam- an.“ Þetta er 9. einkasýning Pét- urs en siðast sýndi hann í Hafn- arborg árið 1996. Myndirnar nú eru þróun á þeirri vinnu sem hann hefur fengist við undan- farin ár. „Við erum örugglega með verri neyslusamfélögum í heiminum," segir Pétur. „Og nú sem aldrei fyrr eru myndræn áhrif svo mikil að það er eins og allar ímyndirnar renni saman í eitt. Starfs míns vegna er ég í góðri aðstöðu til að upplifa væntingar neytenda og aug- lýsenda hverju sinni. Þessar væntingar gríp ég á lofti og nota í myndum mínum og reyni að skapa sanna myndsýn úr öllu kraðakinu.“ Sýningin er opin alla daga frá kl. 13-18 og henni lýkur 24. maí. " Góð kAup " ÞÚ VEluR þÉR MATARdiskA, SÚpudisl<A, ÁbÆTÍsdiskA EÖA kAffibollA oq UNdÍR' skÁl en boRQAR aUtaí sama verÖ fyRÍR. Bíldshöföa VERKIÐ Táknmynd eftir Pétur Halldórsson frá siðasta ári. um, vinnur í og málar yfir svo upp sprettur sannkölluð fantasía, abstrakt og fígúratíf í senn. Hann segir að það sem ein- kenni list sína öðru fremur sé Vatnslita- myndir og olíu- skissur á Horninu ELÍN Magnúsdóttir opnar sýningu í Gallerí Hominu, Hafnarstræti 15, laugardag- inn 9. maí kl. 15-17. Sýndar verða nýjar olíumyndir og vatnslitaskissur. Elín útskrifaðist frá MHÍ 1981 og frá Rietveldt Academie í Amsterdam, Hollandi, 1986. Elín er búsett í Austurríki og var þar með einkasýningu fyrir skömmu. Hún verður einungis viðstödd sýninguna til 16. maí. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 11-23.30 og stend- ur til 24. maí. Sérinngangur er þó opinn frá kl. 14-18. • • Orverk í Gallerí „Nema-Hvað!“ SÝNING á örverkum nem- enda Myndlista- og handíða- skóla íslands verður opnuð í Galleríi „Nema-Hvað!“, Þing- holtsstræti 6, kjallara, á laug- ardag kl. 14. Sýningin er opin alla daga kl. 13-17 og stendur yfir til 30. maí. Sýningin er í tengslum við út- skriftarsýningu nemenda sem verður opnuð sama dag í hús- næði skólans við Laugames- veg. Handavinnu- sýning á Vitatorgi HANDAVINNUSÝNING verður á Vitatorgi fóstudag- inn 8., laugardaginn 9. og mánudaginn 11. maí. Sýndir verða munir úr handmennt, leirmótun, smiðju og bókbandi. Ýmis skemmti- atriði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.