Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 50
'0 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Skapandi ólga „Hann var Evrópumabur sem reis gegn ríkjandi straumum^ í áljunni á fyrri hluta aldarinnar. A evrópskum forsendum skapaði hann nýja list með pví að sækja fyrirmyndir til Afríku og Ameríku. Hann tefldi hinu frumstæða fram gegn hinu rótgróna. Hann kastaði afsér fortíðaroki og sótti inn á nýjar brautir" Listahátíð í Reykjavík 1998 er nú í fullum gangi og hefur margt verið á boðstólum, allt athyglisvert og sumt með miklum sóma. Á engan er hallað þótt fullyrt sé að koma er- lendra gesta og með þeim nýir en stundum gamlir menningar- straumar utan úr heimi gleðji einna mest. í ávarpi sínu við setningu Listahátíðar minntist Þórunn Sig- urðardóttir, formaður fram- kvæmdastjómar hátíðarinnar, þess þegar Listahátíð var fyrst haldin fyrir hálfum öðrum áratug. Hún sagði að þá hefðu margir talið að hátíð af þessu tagi ætti ekki langt líf fyrir höndum: „ís- land væri of langt í burtu frá heimsmenning- VIÐHORF unni og þjóðin ----- of fámenn fyrir Eftir Jóhann alþjóðlega Hjálmarsson Listahátíð af þessu tagi.“ Slíkar hrakspár hafa fyrir löngu verið kveðnar niður að dómi Þórunnar. Listahátíðir hafa æ meir beinst að því að vera tónlistarhátíðir og myndhstarhátíðir og einnig leik- listarhátíðir, en minna hefur farið fyrir bókmenntum. Á Listahátíðinni 1998 munu börn góðu heilli opna bókmennta- smiðju þar sem rithöfundar og sagnamenn frá Suður-Afríku vinna með bömum ásamt norræn- um rithöfundum og verkefnið er smásagnagerð. Rithöfundarnir munu lesa upp úr verkum sínum í Norræna húsinu. Klúbbur Listahátíðar í Iðnó mun að einhverju leyti sinna bók- menntum. Þar hefur m.a. Lax- ness-dagskráin Unglíngurinn í skóginum verið flutt. Tónlistin mun þó skipa stærstan sess í klúbbnum. Menningarsamsteypan art.is stendur fyrir listviðburðin- um Flögð og fógur skinn og gefur út bók með sama heiti. Viðburður- inn snýst að stómm hluta um mannslíkamann, en nöfn þeirra sem sitja í ritstjóm bókarinnar gefa fyrirheit um að bókmenntum verði ekki úthýst þar. Ekki veit ég um hvernig bók- menntum mun reiða af á menn- ingarhöfuðborgarári Reykjavíkur árið 2000, en minna má á að bók- menntir skipa veglegan sess hjá Svíum á þessu ári þegar Stokk- hólmur er menningarhöfuðborg. Margir erlendir rithöfundar sækja borgina heim og ríkjandi verður í senn alþjóðlegur og þjóð- legur blær. Lögð verður áhersla á rithöfunda sem skrifað hafa um Stokkhólm, höfunda Stokk- hólmslýsinga fyrr og nú. Hafa ekki einhverjir rithöfundar skrif- að og ort um Reykjavík? Væntan- lega liggja verk þeirra ekki í óuppskomum og þar með ólesn- um bókum? Enginn skyldi þó hugsa sem svo að listahátíðir eða mennimng- arhátíðir yfirleitt geti ráðið við allt sem fyrir hendi er í listsköpun þjóðanna. Miklu skiptir að þær séu fjölbreyttar og ekki síst að þær höfði til almennings, fái fólk til að sannfærast um að listin eigi Bjðm Bjamason um Max Emst _ erindi við það. Á setningardegi Listahátíðar 1998 varð ég vitni að því hvemig listamenn frá Tógó sem dönsuðu og börðu bumbur heilluðu fólk á strætum borgarinnar og kín- verskir flugdrekar og drekar náðu til barnanna. Eg er ekki haldinn neinum grillum um samfélagslegt hlut- verk listarinnar, en stöku sinnum hvarflar að mér að listin geti haft áhrif og skipt máli fyrir fleiri en listamennina sjálfa og hóp útval- inna. Kjörorð Listahátíðar að þessu sinni er Þar sem straumar mæt- ast og er það sannnefni. Ur ólík- um straumum sprettur deigla. Gaman er nú að fá að kynnast afrískri list og eins evrópskri list sem sækir fýrirmyndir til Afríku. I höggmyndum sínum dregur Max Emst dám af list Afríku- manna og er fróðlegt að sjá hvemig hann vinnur úr slíku, en Emst er tvímælalaust einn merkasti súrrealisti þessarar ald- ar. Bjöm Bjamason menntamála- ráðherra sem opnaði sýningu Max Ernst í Listasafni Islands lýsti Emst sem Evrópumanni sem .j’eis gegn ríkjandi straumum í álfunni á fyrri hluta aldarinnar“ og minnti réttilega á að „átök og árekstrar leiða síður en svo alltaf til eyðileggingar" heldur valda ólíkir straumar „skapandi ólgu og iðuköstum". Athyglisvert var það sem Björn sagði um áhrif, hugs- anlegan leitandi ungan gest sem síðan kynni að móta áhrifin frá verkum Max Ernst með íslensk- um höndum sínum. Emst er sérstakur meistari í klippimyndum og hafa margir lært af honum í þeim efnum. Kannski er Erró meðal þeirra? Tilvitnanastefnan er enn áber- andi. I súrrealismanum lærði hver af öðrum, enda átti súrrealisminn að vera tjáning allra, list allra. Óheft túlkun átti að vera aðals- merld hans, lífið og listin að renna saman í eitt. Þessu var Max Ernst trúr. Síð- an gerðist það með hann eins og marga aðra brautryðjendur að hann varð hluti markaðarins og svo er um fleiri listamenn. í samtali Huldu Stefánsdóttur við Erró í Lesbók (16. maí) verður Erró tíðrætt um ýmislegt sem var eða er í tísku og hann hefur not- fært sér við listsköpun sína. Um teiknimyndasögurnar segir hann til dæmis að hann hafi aldrei haft á þeim sérstakan áhuga sem slík- um: „Ég les þær aldrei heldur liggur þetta bara eins og hver annar efniviður á borðinu sem ég nota öðru hverju.“ Hann velur að eigin sögn úr ímyndum sem aðrir hafa skapað og þær birtast í verk- um hans. í samtalinu stendur: „Ahrifin koma úr öllum mögulegum og ómögulegum áttum og það kemur í ljós að Erró fylgist jafn vel með fatatískunni og því sem er að ger- ast í myndlist." „Stundum er jafnvel meira gaman að fara á tískusýningar en málverkasýningar," er haft eftir meistaranum. SVFÍ 70 ára Á ÞESSU ári fagnar Slysavarnafélag Is- lands 70 ára afmæli sínu. Á tímamótum sem þessum er ekki úr vegi að staldra við og skoða stöðu félagsins í samfélaginu í dag. I fjölmiðlum nýverið var sagt frá niðurstöð- um könnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands gerði fyrir Verslunar- mannafélag Reykja- víkur á meðal félags- manna þess til að velja fyrirtæki ársins, þ.e. það fyrirtæki sem mests velvilja naut hjá starfsmönnum sínum. Könnunin náði til 126 fyrirtækja. í könnun- inni voru starfsmenn m.a. spurðir um starfsskilyrði, starfsanda á vinnustað, samskipti við yfirmenn og stjórnunarhætti yfírmanna. í niðurstöðum könnunarinnar kom fram að Slysavamafélag Is- lands var einn þeirra sjö vinnu- veitenda sem minnsts velvilja nutu hjá starfsmönnum sínum. Þetta kom mörgum spánskt fyrir sjónir og ekki síst þeim sem láta málefni félagsins sig einhverju varða. Hvernig má það vera að félag sem starfar á sviði líknar og mannúðarmála lendi í þvílíkum hrakförum í slíkri könnun? Niðurstaða fyrrgreindrar könn- unar leiðir hugann að annarri könnun sem einnig var gerð af Félagsvísindastofnun HÍ á haust- dögum 1991 og var niðurstaða þeirrar könnunar sú að félagið naut trausts og virðingar langt umfram þau félög og stofnanir sem tekin voru til samanburðar. Þessar kannanir eru að vísu ekki alls kostar sambæri- legar en gefa hvor á sinn hátt vísbendingu um að viðhorf til félagsins hefur breyst á undanfömum árum. Telja má að upp- hafið að þessum breyt- ingum hafi verið á landsþingi félagsins, sem haldið var í Mos- fellsbæ 1990, þegar Örlygur Hálfdanarson, fyrrverandi bókaútgef- andi, var kosinn for- seti félagsins, því að margra áliti er hann sá forseti þess sem hefur verið því hvað óþar- fastur. Og má í því sambandi benda á að á þinginu í Mosfellsbæ var samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum gegn einu, sem þó var ekki atkvæði hins nýja forseta, að vinna áfram að sameiningu félagsins, hjálparsveita skáta og flugbjörgunarsveitanna í eitt öflugt félag, Björgunar- og slysa- varnafélag íslands. Fyrsta verk hins nýja forseta var að sjá til þess að ekkert yrði úr sameiningu björgunarfélaganna. Næsta viðfangsefni hans var að gera atlögu að þáverandi forstjóra félagsins, Hannesi Þ. Hafstein, sem starfað hafði af ósérhlífni og dugnaði fyrir félagið árum saman og verið ein meginstoðin undir vexti þess og viðgangi í um þrjá áratugi, og linnti ekki látum fyrr en honum tókst að bola Hannesi frá störfum. Síðan þetta var hefur ekki tekist að manna framan- greindar stöður hjá félaginu þannig að félaginu sé sómi að og merki þess ekki verið haldið á lofti svo sem áður var. Málefni félagsins hafa á undan- förnum árum títt verið til umfjöll- unar í fjölmiðlum vegna starfs- mannamála og ýmiss vandræða- gangs. Nú síðast fyrir skömmu var greint frá því í DV að af 23 björgunarbátum landsins, sem flestir eru í eigu Slysavarnafélags Islands, væru aðeins þrír með haffærisskírteini í lagi. Hvernig má það vera að félagið sjái ekki sóma sinn í því að hafa sín eigin björgunartæki í fullkomnu lagi og það á sama tíma og það gefur sig út fyrir það með rekstri Slysa- varnaskóla sjómanna að vera þess umkomið að kenna sjófarendum Vart er hægt að gefa SVFÍ betri afmælis- gjöf, segir Guðbjörn Ólafsson, en að kjósa því nýja framkvæmda- stjórn. öryggisreglur og meðferð björg- unartækja og búnaðar? í grein minni í Mbl. 11. apríl 1997 lýsti ég eftir markmiðum félagsins og lét í ljósi þá ósk að stjórnin gerði eigendum sínum, þ.e. þjóðinni allri, grein fyrir þeim. í viðtali við Gunnar Tómasson, forseta félagsins, í Mbl. 9. maí sl. kemur fram að stjórn félagsins ætlar að verða við þessari ósk minni og að mikil vinna hafi verið lögð í það í vetur og að hann von- ist til þess að á landsþingi félags- ins nú í lok maí verði afrakstur þeirrar vinnu staðfestur. Fróðlegt verður að sjá hvernig stjórnin ætl- ar að samræma markmið og stefnu félagsins fjáröflunaraðferð- Guðbjörn Ólafsson Sambúð lands og þjóðar ÖRFÁ orð um mikil mál. Tekist er á um auðlindir þjóðar til lands og sjávar, þjóðar- eignina. Sægreifar svo- nefndir ráða auðlindum sjávar og landeigendur og sveitarfélög gera til- kall til landsins. Þannig eiga iður jarðar að vera í haldi landeigenda, með vatni, varma og efnum eins og þessir aðilar hafi lagt eitthvað af mörkum til sköpun- arverksins. Hvenær skyldi þá koma til þess að tilkall verður gert til lofthjúpsins eða víðáttu himingeimsins. Eignarréttur yfir eigin framtaki eins og landbroti og ræktun er vart umdeilanlegur þó allt sé takmörkunum háð eftir at- vikum, það er forn siður og regla. Þess utan getur hefð skapað önnur takmörkuð réttindi um nýtingu og aðgengi á einn eða annan veg - t.d. beit og ferðamennska eða útivist, án þess að því fylgi séreignarhald. Þá er átt við sameignina eða al- menning í orði kveðnu. Auðnir og víðáttur landsins eru þannig til umræðu. Þessi mikla auðlind íslands er í hættu. Þýðing þessarar auðlindar og fámennið á Islandi yfirleitt verða einkar ljós á ferð um mörg önnur lönd, þótt þau hafi þá upp á annað að bjóða eins og fomar menningarslóðir, listir og fjölskrúðugt mannlíf. Stofnanir og sveitarfélög, stór og smá, gera til- kall til stjómsýslu og athafna á víðerni íslands eftir umdeildum reglum og lögum, og njóta stuðn- ings æðstu stjórnvalda landsins. I umræðunni um gildi víðernisins er gjarnan vísað til nýtingar bundinn- ar veraldlegum arði, þ.e. landið er metið til fjár fyrir orkuvinnslu og ferðamennsku. Þetta sama land - viðáttan, fjöll og fimindi, jöklar, hraun, sandar, ár og vötn ásamt strönd og hafi úti fyrir og himni - hefur þó einnig sína sál, sinn anda tilfinn- inga. Öll sár sem land- inu eru veitt eru eins og mein í okkar eigin holdi og hjarta. Þannig snúast rökin um varúð í meðferð ekki að mati bréfritara um ferða- mennsku og veraldleg- an arð, heldur um þjóðarsálina, það að vera Islendingur í eig- in landi ósnortinnar víðáttu, ástina til landsins og meðvitundar um sameiginlega þjóðareign sem er annað en ríkiseign. Heyrst hefur að nefnd sé að vinna að skálgreiningu á víðáttu eða Markmiðið er, segir Svend-Aage Malm- berg, „að þjóðin lifí í sátt við landið.“ víðfeðmi samkvæmt einhverjum formúlum til viðmiðunar fyrir vemd og framkvæmdir. Hætt er við að slíkar reglur verði notaðar til að leita að smugum í skilgrein- ingum hverju sinni þegar mönnum sýnist svo, og nægir að vísa til und- anbragða umhverfismálaráðuneyt- is á líðandi missiram þar um. Þar á bæ er leitað að smugum í reglum og lögum um náttúruvemd, náttúravemdarlögum sem samin vora af eldmóði með hugsjón (vision) að leiðarljósi, sem ekki skyldi túlka og hártoga hugsjón- inni í óhag. Meðal manna sem þar að unnu á sínum tíma með hugsjónir að leið- arljósi má nefna, svo nokkrir séu nefndir, Eystein Jónsson, ráðherra, Sigurð Þórarinsson, jarðfræðing, og Pál Líndal, lög- fræðing. Allir era þeir brottgengn- ir og vantar nú tilfinnanlega slíka í stjómsýslu landsins. Hvemig skyldi þeim hafa líkað málsmeðferð síðustu missira og líðandi stundar með ofurvald ríkisvalds að bak- hjarli? Reyndar var það Sigurður Þórarinsson sem benti á að við þyrftum „að læra að lesa í landið" til að skilja það. Hætt er við að enn sé ólæsið töluvert. Það verður að segjast eins og er að greinarhöfundur eða bréfritari treystir ekki sveitarstjómum sem kosnar era til fjögurra ára í senn, til að stjóma og ráða sameign þjóðar. Því sjónarmiði liggur sár reynsla að baki, en e.t.v. er það eðli mála í skammtíma hugarfari mismunandi hagsmuna hverju sinni. Bréfritari treystir heldur ekki t.d. forsætis- ráðherra einum til að hafa slíkt of- urvald á sinni könnu, hversu mikill leiðtogi sem hann annars er. Að lokum, ríkisvaldið ætti að gera sér ljóst að þjóðin vill annað en nú er að stefnt eða eins og hún skilur framgang mála. Ríldsvaldið ætti að staldra við og fara sér hægar í sak- imar til að gefa okkur hinum tækifæri, annaðhvort til að skilja málstað ríkisvaldsins eða þá til að leiða ríkisvaldið inn á aðrar brautir. Gefiim þjóðinni tíma til nánari um- fjöllunar um svo þýðingarmikil máleihi sem um ræðir, eignarvald á auðlindum landsins og stjómsýslu víðema landsins. Markmiðið er „að þjóðin lifi í sátt við landið“. Höfundur er haffræðingur. Svend-Aage Malmberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.