Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 21 GUÐMUNDUR á rannsóknarstofunni ásamt samstarfsfólki sínu á síðasta ári. Frá vinstri: Rúna Björk Smára- dóttir, Guðmundur, Þórarinn Blöndal, Snædx's Huld Björnsdóttir, Arnar Pálsson, Katrín Guðmundsdóttir, Sigríður Þorbjarnardóttir og Eirný Þórólfsdóttir. og hæft fólk tU að stunda rannsókn- ir, sem gæti náð betri árangri við bættar aðstæður. Hæfileikaríkt fólk fær ekki tækifæri til að einbeita sér að því sem það hefur menntun og áhuga á. Öflug fyrirtæki geta leyst vanda sumra en alls ekki allra. Þörf- in fyrir sterkar háskólastofnanir eykst í raun við tUkomu slíkx-a fyrir- tækja. Aðstaða til rannsókna hefur breyst smám saman til batnaðar hér í Háskólanum en illa er samtenn bú- ið að líffræðirannsóknurh. Ég held að stjómvöld hafi áttað sig of seint á gildi rannsókna fyrii- samfélagið. Vísindi em hluti af þeirri menningu sem við lifum og hræmmst í. Við eig- um að leggja okkar af mörkum í þessu ekki síður en til annarrar menningarstarfsemi." En hvað með áhuga annarra í samfélaginu á gildi vísindarann- sókna? „Það eru fleiri en stjórnvöld sem hafa ekki áttað sig á mikilvægi vís- inda í samfélaginu. Fjölmiðlar hafa sýnt vísindum lítinn áhuga og frétt- ir sem berast frá útlöndum birtast oft meira eða minna brenglaðar. Stærstu fjölmiðlar þyrftu að hafa vísindafréttaritara í þjónustu sinni. Kannski er við okkur vísindamenn að sakast að einhverju leyti og menn ekki nógu duglegir að kynna verk sín. Það getur líka verið vandasamt að kynna það sem er að gerast núna t.d. í sameindalíffræð- inni. Ég hef hins vegar orðið var við mikinn áhuga hjá almenningi og mér virðist áhugi stjórnvalda og fjölmiðla ekki vera í réttu hlutfalli við þann áhuga.“ Getum náð mjög langt En hvernig standa íslenskar rannsóknir í samanburði við það sem er að gerast erlendis? „íslenskar rannsóknir bera merki smæðarinnar en margt gott hefur þó verið gert. Ég held að við getum náð mjög langt á ákveðnum sviðum rannsókna en eigum að kappkosta að hafa samvinnu við erlendar stofnanir. Rannsóknirnar eru al- þjóðlegar og það sem hér er gert verður að vera í sama gæðaflokki og það sem gert er erlendis." Að hvaða sviðum ættum við að einbeita okkur? „Það er erfitt að benda á ákveðin svið því það er sjaldnast fyrirsjáan- legt hvar við getum náð bestum ár- angri. Þekking og áhugi vísinda- mannanna skiptir mestu máli og svo auðvitað möguleikar á að útvega fé til rannsóknanna. Of mikið er hins vegar oft gert úr séríslenskum að- stæðum. I íslenskri sameindalíf- fræði hafa vísindamenn nú þegar valið ákveðin svið og náð góðum ár- angri eins og í rannsóknum á hvera- bakteríum, krabbameini og mann- erfðafræði. Fleiri svið eru sterk og uppi'ennandi. Við verðum þó að var- ast að dreifa kröftunum um of.“ Nú er gjaman gerður greinar- munur á hagnýtum rannsóknum og grunnrannsóknum. Hver er munur- inn? „Það getur verið erfitt að flokka rannsóknir á þennan hátt og ef til vill er þessi greinarmunur til óþurftar. Hann er þó gerður af sjóð- unum sem við sækjum um styrki til. Þá eru allar þær rannsóknir sem ekki hafa hagnýtingu og hagnaðar- sjónarmið beinlínis að markmiði taldar til grunnrannsókna. Það er þó ljóst að grunnrannsóknir hafa oft mjög mikið hagnýtt gildi þegar til lengri tíma er litið. Það kom til dæmis í ljós í könnun sem EMBO (European Molecular Biology Organization) gerði meðal styrk- hafa sinna að um 40 prósent þeirra sem höfðu fengið styrk til grunn- rannsókna sögðu að rannsóknir þeirra hefðu haft hagnýtt gildi. Það er hins vegar ekki alltaf hægt að sjá þetta hagnýta gildi fyrirfram og markmiðið er fyrst og fremst að afla ákveðinnar grunnþekkingar. Grunnrannsóknirnar eru í raun sú uppspretta nýjunga sem nytjarann- sóknirnar þarfnast." Hefur krafan um hagnýtingu orð- ið meira áberandi að undanförnu? „Krafan um hagnýtingu er auð- vitað mest hjá einkafyrirtækjunum. Það er hins vegar mjög mikilvægt að vernda það frelsi sem rannsóknir innan háskóla hafa haft. Hjá fyrir- tækjum sem stefna að ákveðnu marki og þar sem hagnaðarsjónar- miðið ræður, er erfíðara um vik að fylgja eftir því óvænta sem kemur upp í rannsóknum. Fyrirtækin sinna einungis afmörkuðum rann- sóknarsviðum. Svo eru auðvitað áhugasvið fólks ólík og margir kjósa jrað frelsi sem háskóli getur veitt. Ymsir vilja því frekar vinna hjá háskólastofnun en hjá einkafyrirtæki þrátt fyrir að launin séu yfirleitt hærri í einka- geiranum." Bakteríurannsóknir Eftir stúdentspróf árið 1951 hélt Guðmundur til Kaupmannahafnar þar sem hann var við nám í sex ár. „Á þessum árum voru að hefjast rannsóknir á starfsemi erfðaefnis- ins með lífefnafræðilegum aðferð- um. Árið 1953 urðu straumhvörf í þessum rannsóknum þegar erfða- efnið fannst og búið var til líkan sem skýrði byggingu DNA kjam- sýrunnar sem er erfðaefni allra líf- vera. í kjölfarið voru gerðar margar merkar uppgötvanir sem ollu bylt- ingu í skilningi manna á erfðaefninu og starfsemi frumna. Menn áttuðu sig til dæmis á þvi að erfðaefnið er umritað í RNA og hvemig erfða- boðin eru þýdd yfir í prótein, en þau vinna öll helstu störfin í frumunni. Við samvinnu erfðafræði og lífefna- fræði varð til ný fræðigrein, sam- eindalíffræðin." Eftir nám í Kaupmannahöfn var Guðmundur við bakteríurannsóknir við Hammersmith sjúkrahúsið í London. Tveimur árum síðar lá leið- in til Yale háskólans í Bandaríkjun- um þar sem Guðmundur lauk dokt- orsprófi árið 1965. Hann hefur allt frá námsámm sínum unnið að mik- ilsverðum rannsóknum. „Flestar af merkustu uppgötvun- um sameindalíffræðinnar voru gerð- ar á bakteríum á sjötta og sjöunda áratugnum. Það var því ofureðlilegt að ég væri í slíkum rannsóknum á námsárunum. Fyrst vann ég við rannsóknir á tRNA sem eru lykil- sameindir við próteinmyndun í fru- munum. I Yale kynntist ég lífefna- fræðingi þar sem heitir Dieter Soll og við tókum upp samstarf síðar. Verkefni okkar var að einangra og raðgreina gen þessara tRNA sam- einda og kanna áhrif stökkbreytinga á starfsemi þeirra. Þetta voru í senn erfðafræðilegar og lífefnafræðilegar rannsóknir og við birtum allmargar greinar um þær. Þetta voru hreinar grunnrannsóknir." Hverabakteríur Síðastliðin níu ár hefur á rann- sóknarstofu Guðmundar aðallega verið unnið að erfðafræðilegum rannsóknum á hverabakteríum. „Við höfum verið í samstarfi við Jakob Kristjánsson hjá Iðntækni- stofnun og með mér í rannsóknun- um hafa verið vísindamenn eins og Sigríður Þorbjarnardóttir og Ástríður Pálsdóttir auk allmargra MS-nema. Þetta eru umfangsmiklar rannsóknir á bakteríum sem lifa við hátt hitastig í hverum. Þetta eru ekki ofurhitaþolnar bakteríur, eng- in þeirra vex við hærra hitastig en 80 gráður á celsíus. Sú hverabakter- ía sem við höfum einkum einbeitt okkur að heitir Rhodothermus mar- inus. Það er ekki ýkja langt síðan menn áttuðu sig á auðugu bakteríu- lífi í hverum og okkar baktería var fyrst einangruð úr sjávarhver við Isafjarðardjúp. Hún er sérstaklega áhugaverð vegna þess að hún þolir mikinn hita og verður einnig að þola kulda þar sem hún vex í sjó. Þetta eru óvanalegir eiginleikar. Við höfum gert ýmiskonar rann- sóknir á þessari bakteríu. Við höf- um einræktað úr henni ýmis gen og rannsakað eiginleika ensíma. Eitt þeirra, sem Sigríður einangraði, er komið á markað erlendis." Andvígur einkarétti til rannsókna Að undanförau hefur mikið verið rætt um einkarétt til rannsókna og verið er að stofna fyrirtæki sem hefur sótt um einkarétt á hagnýtum rannsóknum á hverabakteríum. Hver er þín afstaða til slíks einka- réttar? Hver fruma er undraheimur og hver lífvera býr yfir sínum sér- kennum, sínum sérstöku lausn- um á þeim vanda að vera lifandi. „Ég er almennt andvígur því að veitt sé einkaleyfi á rannsóknar- gögnum. Slíkur einkaréttur hefur fyrst og fremst gildi út frá við- skiptasjónarmiði en ég tel að hann sé ekki rannsóknum til framdráttar þegar til lengdar lætur. Einkarétt- urinn getur gert öðrum erfiðara fyrir í sínum rannsóknum og útilok- að samkeppni. Meðal annars af þessum ástæð- um er ég eindregið á móti frum- varpinu um gagnagrunninn. Einka- leyfið kæmi líklega til með að auka umtalsvert markaðsvirði hins út- valda fyrirtækis en myndi hins veg- ar ekki þjóna hagsmunum rann- sóknarsamfélagsins. Að slíkt einka- leyfi skuli yfirleitt vera til umræðu er víst enn eitt merkið um sérstöðu Islendinga. Hvaða önnur þjóð mundi gleypa við slíkum hugmynd- um? Því miður virðast fæstir alþingis- menn hafa áttað sig á þessum stað- reyndum eða telja þær ekki skipta máli, enda hefur margt verið gert að undanförnu til að slá ryki í augun á fólki.“ Erfðatækni og þroskunar- erfðafræði Merkustu uppgötvanir á sviði erfðafræðinnar á sjötta og sjöunda áratugnum voru gerðar á „frum- stæðum" lífverum eins og bakterí- um. Það var hins vegar ekki fyrr en um 1973 að fundin var upp tækni sem opnaði svið mannerfða- fræðinnar. Þá var fundin upp að- ferð til að flytja gen á milli teg- unda. Tími erfðatækninnar var runninn upp. „Erfðatæknin er safn aðferða við genarannsóknir. Henni hefur fleygt hratt fram á síðustu áratugum og ekkert lát virðist vera á aðferða- fræðilegum nýjungum. Þá er núna hægt að raðgreina gen mjög hratt og það er líklegt að innan fárra ára verði búið að raðgreina allt erfða- mengi mannsins sem líklega er um eitt hundrað þúsund gen. En þó að við vitum hvaða gen era til og hvar þau eru staðsett er ekki þar með sagt að við vitum hvaða hlutverk hvert þessara gena hefur eða hver þeirra geta valdið sjúkdómum. Það er þvi gífurlegt starf framundan í mannerfðafræðinni.“ Þrátt fyrir að rannsóknum í mannerfðafræði hafi fleygt fram að undanfórnu hefur Guðmundur ekki farið út í þær rannsóknir. „í mann- erfðafræði hefur áherslan einkum verið á það að finna sjúkdómsvald- andi gen, meingen. Þessi vinna er mjög mikilvæg í baráttu við sjúk- dóma með hugsanlega lækningu í huga. Þessar rannsóknir eru hins vegar ekki alltaf sérstaklega áhuga- verðar frá fræðilegu sjónarmiði. Þær svara ekki endilega spurning- um um grundvallaratriði í starfsemi frumnanna. Undantekning frá þessu eru þó rannsóknir á krabba- meini sem hafa beinst mjög að stjóm frumuskiptinga, en í krabba- meini hefur sú stjórn einmitt farið úr skorðum. Við eigum eftir að svara mjög mikilvægum spurningum um starf- semi frumnanna og hvað stjórni genastarfseminni, sérstaklega hvernig lífvera þroskast úr einni frumu upp í fullburða einstakling. Þetta svið erfðafræðinnar hefur verið nefnt þroskunarerfðafræði og á eftir að verða mjög mikilvægt á næstu áram. í þessari grein er verið að leita skýringa á því hvað stjórnar sérhæfingu framna. Þegar lífvera eins og maðurinn verður til þarf að hafa stjóra á hundrað þúsund gen- um. Það má búast við að vísinda- menn verði lengi að komast að því hvernig þetta þroskunarferli fer fram. Ég býst við að rannsóknir á þessu sviði endist vísindamönnum í marga áratugi." Er líf á öðrum hnöttum? „Með auknum rannsóknum á framustarfseminni hefur okkur op- inberast hve mikið furðuverk lífver- an er. Við vitum ekki hvernig líf kviknaði í árdaga. Það er jafnvel erfiðara að skýra upprana lífsins á jörðinni eftir því sem þekkingu á frumustarfseminni fleygir fram. Það reynir mikið á hugmyndaflug manna að reyna að gera sér grein fyrir því hvernig líf hafi kviknað, þ.e. átta sig á hvernig þessu flókna skipulagi hefur verið komið af stað.“ Guðmundur segir líffræðinga ekki vera mikla kenningasmiði. „Það er til ein stór líffræðikenning, þróunai-kenningin, sem við berum mikla virðingu fyrir. Ég les talsvert um upprana og eðli alheimsins (cosmologiu) og finnst eðlisfræðing- ar miklu frjálsari í hugsun og óhræddari við kenningasmíð en líf- fræðingar. Ég held að það sé rúm fyrir fleiri hugmyndir og meiri um- ræður um stóra spumingamar inn- an líffræðinnar. Eg hef sérstaklega gaman af kenningum sem era af- brigðilegar og svolítið geggjaðar. Það er mjög forvitnilegt hve menn geta dregið ólíkar ályktanir af sömu staðreyndunum." Svo er auðvitað stóra spumingin hvort líf sé á öðrum hnöttum. „Það era aðrir kaldir hnettir eins og jörðin og ýmsir halda því að fyrst það er líf hér þá hljóti að vera líf á einhverjum þeirra líka. Þetta era þó fyrst og fremst getgátur enda vitum við ekki hvernig líf hefur kviknað á jörðinni. Skemmtilegar kenningar hafa verið settar fram en enginn hefur kveikt líf. Við getum í raun ekki fullyrt neitt um það hvort sé líklegra að alheimurinn sé morandi af lífi, eða við séum alein í alheimin- um.“ Virðingin fyrir lífinu aukist Hvai-flar stundum að þér að það geti verið að vísindaþekking okkar sé á villigötum; að við höfum mis- skilið einhver grandvallaratriði, eða okkur hafi yfirsést einhver augljós sannindi? „Ég hugsa oft um það hvort við höfum misst af einhverju í okkar vísindastarfi. Það má eiginlega líkja rannsóknum í sameindalíffræði við landkönnun. Við erum nú að kanna landslag frumnanna og reyna að átta okkur á grandvallaratriðum í byggingu og starfsemi. Sumir eru vantrúaðir á þessa smættarhyggju og vilja að við skoðum heildina, en ég held að þetta sé nauðsynlegt skref. Smám saman getum við rað- að þekkingarbútunum saman, áttað okkur betur á heildinni. Ég held því að við séum ekki á rangri braut, þó ef til vill hefði verið mögulegt að fara aðrar leiðir. Framfarimar á undanförnum ár- um byggjast ekki síst á tæknilegum nýjungum. Þetta hefur aukið hætt- una á því að líffræðingar verði að tæknimönnum og hafi ekki tíma til að líta upp og skoða samhengi hlut- anna. Þegar menn hafa verið að furða sig á áhuga mínum á bakter- íurannsóknum hef ég gjarnan sagt að þaðan sé gott útsýni yfir í aðrar lífverur. Þekking okkar á bakterí- unum hefur gefið okkur ýmsar hug- myndir um starfsemi flóknari líf- vera. Allar frumur búa að sama grunnskipulagi enda eru þær allar af sömu rót.“ Með aukinni þekkingu á genum virðist áherslan vera mest á erfðir, en ekki umhverfið. „Það er viss hætta á að of mikið sé gert úr erfðaþættinum en við vit- um að jafnvel starfsemi bakteríu- frumu mótast mikið af umhverfis- þáttum. Þeir skipta því miklu máli.“ Erfðatæknin hefur einnig vakið mjög margar siðferðilegar spurn- ingar og margir hafa talað um að vísindamenn hafi tekið sér vald guðs. „Eins og erfðatæknin hefur verið iðkuð hingað til get ég ekki séð að hún hafi skapað umtalsverðar hætt- ur. Lítum t.d. á kynbætur. Það er búið að breyta tegundum óheyri- lega með hefðbundnum kynbótum og það hefur verið tekið gott og gilt. Aðferðir erfðatækninnar era mark- vissari en ekki eins stórtækar. Gen geta flust á milli tegunda í náttúr- unni. Það er því eins og slíkur flutn- ingur sé Guði þóknanlegur." Hefur starf þitt sem vísindamað- ur breytt lífsafstöðu þinni í áranna rás? „Það hefur aukið virðingu mína fyrir lífinu og gert mig að sannfærð- um lífvemdunarsinna. Hver lífvera á sér 3.500 milljóna ára sögu þótt einstakar tegundir séu yngri. Hver fruma er undraheimur og hver líf- vera býr yfir sínum sérkennum, sín- um sérstöku lausnum á þeim vanda að vera lifandi. Ég dáist því að lífinu og ber virðingu fyrir því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.