Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 60
... 60 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Hagatorgi, sími 552 2140 SPORL.AUST FRUMSYHD í HÁSKÓLABÍÓI, KRINGLUBÍÓI, BORGARBÍÓI AKUREYRI OG NÝJA BÍÓI KEFLAVÍK 27. ÁGÚST www.samfilm.is ★ * HASKOLABIO r .. • .i HÁSKÓLABÍÓ kl. 6.50, 9 og 11.10. BfÓHðLL NÝTT OG BETRA' SACA-I Aifabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 STÆRÐ SKIPTrR MÁLI ★★★ UD DV Stærsta opnunin í Bandaríkjunum á þessu sumri. Hér er á ferðinni einstök og ógleymanleg skemmtun. Magnaðasta sumarmynd ársins enda Independance Day teymið sem gerði hana. Komið og sjáið stærsta fyrirbæri kvikmyndasögunar, Godzilla í öllu sínu veldi. Aðalhlutverk: Matthew Broderick (The Cable Guy, Addicted To Love). Jean Reno (Mission Impossible, Leon). Leikstióri: Roland Emmerich (Independance Day. Stargate). Synd kl. 2.30, 5, 6.30, 9 og 11 .30.bœidigital Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. mpiGnaL Leslie Nflsen Sýndkl. 2.45. Sýnd kl. 5, 9 og 11.30. B.i.m SSHDiGrTAL Sýnd kl. 4.40,6.50, 9 og 11.15. . Sýnd kl. 3 og 4.50. Sýnd kl. 3 og 5. Sýnd kl. 3. (sl. tal. Ný ímynd Geri Halliwell ► FYRRVERANDI kryddpían Geri Halliwell breytti um ímynd þegar hún yfirgaf stöllur sínar í hljómsveitinni og þykir útlit hennar öllu látlausara og ferskara núna. Andlitsfarðinn hefur minnkað um helming og í stað litríks og áberandi fatnað- ar eru komin einföld föt í mild- arí litum. Breska tfmaritið Marie Claire birti nýlega viðtal og myndir af hinni nýju Geri sem sumir þekkja vart fyrir sömu mann- eskju og ólátabelginn og rauða kryddið sem varð heimsfræg með Kryddpíunum. í viðtalinu segir hin 26 ára gamla Geri að hún sé orðin sátt við sjálfa og útlit sitt. Hún borði hollan mat og hafi sagt skilið við megrun- arkúra enda sé mjög mikilvægt að sættast við holdafar sitt og lifa heilsusamlegu lífi. Geri er lágvaxin eða 155 sentimetrar á hæð og hefur verið gagnrýnd fyrir „nyúkt“ vaxtarlag sitt. „Ég veit að ég hef verið vinæll Qölmiðlamatur og það hefur sínar góðu og slæmu hliðar. Ég er mannleg eins og allir og þegar fólk hefur gagnrýnt vaxtarlag mitt eða sagt eitthvað andstyggilegt særir það mig. Það getur verið mannskemmandi,“ segir Geri í viðtalinu. Hún var lengi vel kölluð „kynþokkafulla kryddið“ og segir það hafa komið til vegna litríkrar fortíðar en hún sat meðal annars fyrir á nektar- myndum á Spáni. „Hvað karl- menn varðar held ég að þú lað- ist ómeðvitað að þeim mönnum sem þú telur þig eiga skilið. Ég hef komist að því að kærastar mínir hafi farið batnandi með árunum sem ég held að tengist vaxandi sjálfsáliti." Til að undirstrika breytta Gerkthe n ViUmK Liun* -1m'iii t iliiiu Ori iyiÍKi-11 lnnt ii !<• )t<- ilw iat'U’i uf ‘ jmiiÍH- •rniiinj. \<m liluii Ju-'* licr u ||t<- i«lk» ÍM-n* for iltr ltr>4 iíhk* iA*ntt Ikt \*h\\ íimt"'- MHl »ÍIV .mIm-* ÍA/Ijljrj nlnHtt ||k* *ii\ ,*|k* i'ÍKlKl^nijlitv l<* Pttlrw L Ihnr.m iirtn r 'Ng=gg ÍJkc anybody. I m Iumuut| and when peoj>li* luive criticGcd jjíy botlv it hurts' HIN nýja og látlausa Geri Halliwell er sátt við eigin Iikama og telur sálina mikilvægari en ytra útlit. stefnu hefur Geri ákveðið að selja sviðsfötin sem hún klædd- ist sem kryddpía á uppboði og gefa ágóðann til góðgerðarmála líkt og Díana prinsessa gerði við kjóiana sína. Geri vonast til að safna 1 milljón punda en þess má geta að kjólar Díönu seldust fyrir samtals 3,8 milljónir punda. LITRÍK sviðsföt rauða kryddsins verða seld á uppboði og rennur ágóð- inn til góðgerðarmála. Elvis í dýrlinga tölu UNNENDUR Elvis Pres- leys vilja að hann verði tekinn í dýi-linga tölu. f til- efni af 21. ártíð rokkkóngs- ins 16. ágúst síðastliðinn hefur ítalskur aðdáandi hans tekið saman yfir- gripsmikla greinargerð og lagt fram í Páfagarði. Þar mælir hann eindregið með að Presley verði gerðm- að dýrlingi og segir einkum tvennt renna stoðum undir þá ráðstöfun: persónulegt líf hins goðum líka rokkkóngs og töfrum slungin áhrif „fyrirbæris- ins Elvis“ á alþýðu manna fyir og síðar. MYNDBÖND Lengi getur vont versnað Dauðastans (Dead Stop)________ Spenniiinynd '/2 Framleiðendur: Paco Alvarez. Leik- stjóri: Allan Smithee. Handritshöf- undar: Allan Smithee. Kvikmynda- taka: Edgar Egger. Tónlist: Mychael Danna. Aðalhiutverk: Robert McFaul, Chris Chinchilla, Tina Mosner, Gina Brunton. 90 mín. Bandaríkin. Mynd- form 1998. Myndin er bönnuð börn- um innan 16 ára. MYND þessi var gerð árið 1995 og fékk enga dreifingu það árið. Sögu- þráður hennar greinir frá því að í smábæ nokkrum í Bandaríkjunum hafa morð í líkingu við þau sem Kobbi kviðrista var þekktur fyrir, verið framin. Blaðamaðui’ nokk- ur byrjar að rann- saka morðin og verður það til þess að lögreglan fer að gruna hann um þau og leggur hann sig þá í mikla hættu til þess að sanna sakleysi sitt. Það er sjaldgæft að mynd eins og Dauðastans kemur fyrir sjónir manns. Mynd sem er gerð af full- komnu áhugaleysi og tilfínninga- skorti að hálfu kvimkyndagerðar- mannanna. Ed Wood hafði a.m.k. einlægan áhuga fyrir kvikmynda- forminu og sama má segja um aðra misheppnaða leikstjóra og því má oft hafa gaman af lélegum myndum, en þessi mynd er laus við alla ástríðu. Það er engin furða að handritshöf- undurinn og leikstjórinn hefur valið að kalla sig Allan Smithee sem er það nafn sem bandarískir leikstjórar nota þegar þeir vilja afneita verknaði sínum. Leikurinn er verri en í svæsnustu klámmynd og það er víst að enginn af leikarahópnum muni fá hlutverk í framtíðinni. Dauðastans er leiðinlega léleg mynd sem enginn ætti að þurfa að þola að sitja undir. Ottó Geir Borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.